Morgunblaðið - 17.10.1937, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.10.1937, Qupperneq 3
fmuradftgntt 17. okt 1927. MOIGUKBLAÐIÐ 3 VtHreisn stávarókejgsins: Sjálfsfæðismenn beita sjer fyrir byggingn niðursuðu- verksmiðja Afrek Finns: Hindrar sölu minst 60 þús. tunna sildar Verðmætið um 2 miljónir króna Hneyksli og axarsköft Finns Jónssonar í sambandi við sölu matjessíldarinn- ar verða ae fleiri með hverjum degi sem líður og þó munu engan veginn öll kurl til grafar komin ennþá. Morgunblaðið hefir áður skýrt frá því, er Finnur stöðvaði sölu 10 þúsund tunna til Póllands og 20 þús. tunna til Ameríku, vegna þess að þess- ar sölur komu í bág við hagsmuni trúnaðarmanna Finns í þessum löndum. Nú getur Morgunblaðið einnig upplýst, að Kristjáni Ein- arssyni framkvœmdastjóra stóð til boða nú í sumar að selja tugi þúsunda tunna matjessíldar til Ameríku, en var synjað af Finni Jónssyni. Vilfa að ríkið slyrki að 'li liluta Skal nú þessi saga rakin nán- ar. Nokkrir útgerðarmenn við Faxaflóa og á Norðurlandi hafa tjáð Morgunblaðinu, að þeir hafi nú í sumar beðið Kristján Einarsson að selja síld úl Ameríku. Síðastliðið sumar seldi Krist- ján allmikið af síld til Ame- ríku, sem var bæði Faxasíld og norðlensk. Síldin var greidd við afskipum hjer og tjáði skip- atjórinn á Kötlu, sem flutti síld- kia vestur, að varan hefði lík- að svo sel, að kaupandi seldi alla síldina frá skipshlið, með- an á uppskipun stóð. Þegar útgerðarmenn sneru •jer nú aftur til Kristjáns, vildi hann ekki hefja söluumleitanir í Ameríku, nema útgerðarmenn hefðu í höndum útflutningsleyfi sPrá síldárútvegsnefnd svo og ikreðið lágmarksverð, er selja *»setti síldina fyrir. OtgerSarmennirnir sneru sjer «1 Finns Jónssonar og báðu um leyfið, en fengu synjun. Morgunblaðið spurði í gær Kristján Einarsson hvort hann hefði nú í sumar getað ■elt íslenska 3Íld í Ameríku, ef átfiutningsleyfi hefði verið fyrir hendi. Kristján svaraði því, að í ágústmánuði s.I. hefði hann verið beðinn um ca. 10—15 þús. tunnur af ísl. matjessíld til Ameríku og sótti um útflutn ingsleyfi, en fekk synjun. Og nú aftur í síðastl. vjku kvaðst Kr. E. hafa verið beðinn sm 5000 1/1 tn. matjessíldar, 5000 Yg tn. matjessíldar og 5000 1/1 tn. Faxasíldar. Enn bað Kristján um útflutn ingsleyfi, en fekk synjun. I bæði skiftin bað Kr. E. síld- arútvegsnefnd að tiltaka lág- marksverðið, sem selja mætti fyrir, en það hafði engin áhrif. í stað þess vísaði Finnur Jónsson til Oxenberg Brothers, sem hann sagði að væri einka- umboðsmaður Síldarútvegs- nefndar í Ameríku. Kr. Einarsson kvnðsf svo hafa símað kaupendum og tjáð þeim, að útflutningsleyfi feng- ist ekki og bað þá að snúa sjer til fyrnefnds Oxenberg Br., sem síldarútvegsnefnd tjáði að væri einkaumboðsmað- ur hennar í Ameríku. Kaupendur svöruðu aftur, að þeir gætu ekki snúið sjer til Oxenberg Brotbers, þar eð þeim skildist, að hann væri EINKAKAUPANDI og keppi- nautur, en ekki umboðsmaðrr síldarútvegsnefndar. Kvaðst Kr. E. svo ekki hafa aðhafst frekar í þessu máli. >(■ Frásögn Kristjáns Einarsson- ar er svo skýr og glögg, að við hana þarf engu að bæta. Liggja þá fyrir upplýsingar um a. m. k. 60 þús. tunnur matjessíldar, sem liægt hefði verið að selja nú í sumar, ef Finnur Jónsson hefði þar ekki lagt hindrun á.Verðmæti þeirra mun vera um 2 milj. króna. Hvað þurfa miljónirnar að vera margar, sem fara for- görðum fyrir ráðsmensku Finns Jónssonar, til þess að valdhaf- arnir og Alþingi finni ástæðu til að grípa i taumana? Sjálfstæðismenn í neðri deild flytja frum- varp um ríkisstyrk til bygginga nið- ursuðuverksmiðja og er ölafur Thors fyrsti fltttningsmaður. Samkvæmt frumvarpinu skulu þeir, sem reisa verksmiðju til niðursuðu sjávarafurða njóta styrks úr ríkissjóði, er nemi 14 af verði bygginga og vjela verksmiðjanna. Þessara hlunninda geta aðeins notið fjelög, sem í eru aðal- lega útgerðarmenn og sjómenn, og þeir, sem vinna að hagnýt- ingu eða sölu sjávarafurða, en fjelögin eiga að standa opin öll- um þessum mönnum. Þá skulu og fjelög bænda, sem starfrækja niðursuðu land- búnaðarafurða hafa rjett til samskonar styrks. Stúdentarððs- kosningin i gsr KVBBÍng í Stúdentaráð Uá*kól- an* fór fram 1 gser. Þrír li*tar höfðu komið fram ein« og að xndanförnu: listi lýðræði*- sixma, róttækra *g Þjóðernie- *inna. Úrslit kosningarinnar nrðu þau, að fulltrúatala flokkanna í Stú- dentaráði er hin sama eg síðast- liðið ár, þ. e. lýðræðissinnar fengu 4 fulltrúa kosna — 66 atkv., rót- tækir 4 fulltrúa — 80 atkv., og Þjóðemissinnar 1 fulltrúa — 32 atkv. Af lista lýðræðissinna hlutu kosningxi: Ólafur Bjarnason stud. med., Stefán V. Snævarr stnd. theol., Sigurður Bjarnasou stud. jnr. og Signrður Ólafsson stud. med. Af lista róttækra voru kosn- ir : Ólafnr Jóhannesson stud. jur., Ragnar Jóhannesson stud. mag., öuðm. Eyjólfsson stud. med. og Bergur Pálsson stud. jur. Af lista Þjóðernissinna var kosinn Sigur- jón Sigurðsson stud. jur. Ýtarleg greinargerð fylg- ir frumvarpinu og segir þar svo: Atvinnuleysi og óhagstæð verslun eru nú sem stendur al- mennasta böl þjóðfjelagsins og það, sem þyngstum búsifjum veldur. Löggjafarvaldið og stjórnarvöldin hafa reynt að lækna þessar meinsemdir með atvinnubótastyrkjum og inn- flutningshöftum, en með þeim árangri, að báðar aukast án afláts. Ein öruggasta leiðin til þess að lækna þessi þjóðarmein er sú, að auka verðmæti útflutn- ingsins. Ef unt væri að auka útflutninginn að verulegu leyti mundu gjaldeyrisvandræðin leysast af sjálfu sjer, aðflutt- ar nauðsynjar þjóðarinnar komast aftur í skaplegt verð og dýrtíðin þar með fjara stór- um út; atvinnuleysið mundi þverra eða hverfa og mörg önnur vandræði leysast af sjálfu sjer. Fjöldi manna, sem nú er ósjálfbjarga sökum at- vinnuleysis og dýrtíðar, mundi bjargast á eigin spýtur, en við það ljetti af sveitarsjóðum og ríkissjéði mörgum böggum og þungum. Það er því fyllilega vert yfirvegunar og rannsókn- ar, hvort unt muni að auka verðmæti útflutningsins svo miklu nemi á fáum árum. — Verður í því efni fyrst að at- huga skilyrðin til sjávarins, því enn er þar úr mestu og álitleg- ustu efni að vinna. * Samkvæmt bráðabirgða- skýrslum Hagstofu Islands var útflutningurinn s.l. ár kr. 48,2 milj. að verðmæti. Þar af voru endursendar erl. vörur og skip seld úr landi kr. 0,5 milj., að verðmæti. Raunverulegur útfl. því 47,2 milj. En þar af voru sjávarafurðir kr. 40,2 milj. að verðmæti, eða ca. 84,3%. Nú er rjett að athuga, hverra skilyrða krefur og hvaða skiL yrði eru fyrir hendi til þess að auka þennan útflutning svo að verulegu nemi. Það vita allir, að hráefnin eru svo að segja ótæmandi. — Framleiðslutæki þau, sem til eru, geta afkastað miklu meira en þau gera, ef unt væri að koma aflanum í verð, og vinnu- kraftur er nægur. En það, sem veldur því, að þessi skilyrði nægja ekki til þess, að verð- mæti útflutningsins aukist, er markaðsörðugleikar. Þó hefir neysla eða notkun sjávarafurða ekki minkað, heldur stóraukist. Vandinn, sem leysa þarf, er því sá, að haga framleiðslunni í samræmi við þörf neytendanna. Og til þess að fullnægja þeirri þörf, þarf fyrst og fremst það, að hafa á boðstólum „unna“ vöru, í stað lítt unninna vara eða hreinna hráefna. En sá kostur fylgir því, að fullnægja þessari kröfu, að þá verður framleiðslah stórum verðmæh- ari og veitir jafnframt lands- fólkinu hina mjög þráðu at- vinnu. í þessu sambandi er rjett að geta þess, að þær raddir hafa heyrst, að íslenskir útgerðar- menn hafi lagt of mikla á- herslu á saltfiskframleiðslu, í stað þess að stunda karfaveiðar og ufsaveiðar og að herða fisk- inn. Er því rjett að taka fram, að fram til ársins 1930 var salt- verkaður þorskur frá íslandi svo góð markaðsvara, að fram- leiðsla hans megnaði að gera útgerðina mjög arðvænlegan atvinnurekstur og firra þjóðina með öllu atvinnuleysisbölinu, enda miklu arðvænlegri at- vinnurekstur en karfaveiðar eða herðing fisks. En nú eru ástæður breyttar: saltfiskneysluþjóðirnar hafa FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. VETRARSTARFSEMI K. F. U. K. Nú er K. F. U. K. tekur til starfa eftir sumarhvíldina, þykir mjer hlýða að fara fáein- um orðum um áætlun yetrarstarfs ins, einkanlega vegna þeirra fje- laga, sem ef til vill er ennþá ó- kunnugt um allar hreytingar á fundardögum o. fl. A. d. hefir framvegis fundi sína á þriðjudags en ekki föstudags- kvöldnm, eins og verið hefir. Unglingadeildin (þ. e. ungar stúlkur frá 14—18 ára) hefir fundi sína á sunnudögum kl. 4 s.d. og Yngsta deild (þ. e. telp- ur frá 10—14 ára) hefir fundi kl. 5 s.d. á sunnudögum. Bihlíulestrar verða annan hvern mánndag kl. 8% s.d. Sanmafund- irnir verða í vetur á föstudögum kl. 4 s.d. og kl. 8^% s.d. Þá hefir fjelagið ennfremur á- formað að hafa opna stofu fyr- ir ungar stúlknr hjer í hænum, hvern fimtudag frá kl. 4—6 s.d., og einnig frá kl. 8 s.d. til kl. 10. Er það fjelaginu hin mesta gleði að geta nú boðið ungum stúlkum heim í hin vistlegu húsakvnni «in í nýja fjelagshúsinu. Er þess og vænst, að stúlkur, ekki síst aðkomustúlkur, sem að líkindum þekkja fáa í hænum, noti sjer þau tækifæri, sem þeim gefast hjer, til þess að frístundir þeirra geti orðið þeim til gagns og gleði. Það væri t. d. einkar heppilegt fyrir stúlkurnar að hafa með sjer handavinnu, eitthvað smávegis, sem þær hefðu gaman af að húa til og tel jeg mjög líklegt, að þeim yrði gefinn kostur á tilsögn í hannyrðum, ef þær óskuðu þess. Sömnleiðis geta þær fengið að skrifa brjef og lesa í hókum og blöðnm, sem langar til þess; yfir höfuð er það ósk og vilji K. F. U. K., að þessi nýbreytni í starf inu verði sem flestum stúlkum til ánægju og varanlegrar blessun- ar. Guðrún Lárwsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.