Morgunblaðið - 17.10.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.10.1937, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. okt. 1937. Fjármálastjérnin: Ræða Magnúsar Jónsssonar á Alþingi Lengsta brú í Evrópu. Síðari kafli. Fyrstu bifreiðarnar fara yfir Stórstraumsbrúna í Danmörku. á kem jeg að skattaboðskap hæstv. fjármálaráðherra. Þegar hinum stórkostlegu nýju sköttum var bætt á þjóðina 1934 og 1935 var látið í veðri vaka, að lengra yrði ekki farið á þeirri braut. Enda mun og flestum hafa fundist, að nú væri svo komið, að landamærunum væri náð. Lengra væri ekki hægt að komast. Tekju- og eignarskatturinn varð svo hár, að þegar aukaútsvar bættist við, gat það komið fyrir, að fyrirtæki yrðu að borga meira en allan ábata sinn í þessi tvenn gjöld. Gamansamur náungi þóttist hafa reiknað út, að ef Islendingur, sem hefði 7000 króna tekjur, fengi Lobelsverðlaunin, sem munu vera um 275.000 kr., þá yrði hann að borga af þeim í tekjuskatt og aukaútsvar 1300 kr. meira en öll verðlaunin! Tollar voru gífurlega hækkaðir og ný gjöld upp tekin. Að vísu hefir því jafnan verið haldið fram af hæstv. fjármála- ráðh. og blöðum hans, að tollar og skattar hafi þrátt fyrir þetta ekki hækkað, þ. e. að svo eymd- arlegur sje hagurinn orðinn, að allar þessar hækkanir verði að engu. En þetta hefir nú verið kveðið niður, og það af hinum opinberu verslunarskýrslum Hag- stofunnar, þar sem birt er skrá um hæð tollanna miðað við inn- flutninginn. + Ef reiknað er í 5 ára tímabil- um, frá 1920 (ársbyrjun 1921) verða tölurnar þessar, er sýna hve mörgum af hundraði tollarnir nema af verðmæti innflutningsins. 1921—1925 7.2% 1926—1930 10.1% 1931—1935 13.7% Síðasta tímabilið, sem felur í sjer það, sem til er af stjórnar- tímabili núverandi stjórnar, eru því tollarnir orðnir nærri helm- ingi hærri, miðaðir við verðmagn innflutning'sins, en þeir eru tíma- bilið 10 árum fyr. En sje þetta reiknað eftir árum frá 1929, verða tölurnar þessar: 1929 10.0% 1930 10.8% 1931 13.3% Hjer er því jöfn hækkun. Svo koma millibilsárin: 1932 12.4% 1933 13.4% Hjer lækka þeir fyrist, en ná svo liðlega því sama hlutfalli og 1931. Hlutfallið stendur sem sje h. u. b. í stað þessi ár. Svo kemur útkoma núverandi stjórnar. Ef reiknað er aftur frá 1933: 1933 13.4% 1934 13.7% 1935 15.5% Hjer fer núverandþstjórn að ná sjer á strik. Því miður ná ekki verslunar- skýrslur lengra. En sjeu teknar bráðabirgðatölur um innflutning- inn 1936, og til samræmis bráða- birgðatölur um tolltekjurnar fyf- Ir 1936 úr fjármálaræðu Eysteins Jónssonar, sem ættu að vera sam- bærilegar, verður hlutfallið það ár: 1936 16.75% Iljer er því í tíð núv. stjórnar sönnuð hækkun úr 13.7 í 16.75. Eftir þetta bjuggust menn við | friði. Ef jafna þurfi halla á bú- skapnum lá ekki annað fyrir en i að draga úr gjöldunum. — Þetta var gert með samstarfi í fjárveit- inganefnd milli Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í nefndinni. Þá tókst nefndinni, án þess að koma nokkursstaðar tilfinnanlega við, að lækka gjöldin um h. u. b. 1 milj. krónur. En þá skeði það, sem er svo ákaflega nöpur lýsing á ástand- inu: Framsóknarmenn láta neyða sig til svo gífurlegra nýrra út- gjalda, að ekki aðeins fylti upp 1 þetta miljón króna skarð, sem högg'við hafði verið, heldur nam annari miljón í viðbót! Og þetta var svo reynt að bæta upp með gamla laginu, að herða enn á skattaklafanum. + En sem sagt, eftir það þóttust menn vissir um, að lengra yrði ekki gengið. Og jafnvel fjármála- ráðh. mun þá hafa verið þeirrar skoðunar, að lengra mætti ekki ganga. Ymsum mun því hafa hrugðið nokkuð í brún, þegar flokksþing I Framsóknarflokksins í febrúar síðastl. steinþagði um þetta mál. Þar mátti ekki með einu orði mót- mæla nýrri hækkun skatta. Og svo á miðju sumri birtist hjer í dagblaði þessa flokks grein eftir einn af forstjórum S. f. S., þar sem talið er nauðsynlegt að leggja á stórkostlega nýja skatta. En það er alkunnugt, að málefnum ýms- um virðist ekki síður stjórnað þaðan en frá þeim stað, þar sem stjórnarskrá landsins gerir ráð fyrir að völdin sjeu. Og nvi kemur þetta á daginn. Ráðherrann boðar nýja skatta. Enn á að vega í hinn sama knje- runn. Það verður að vísu ekki sagt um það með vissu, hve miklu skatta- byrði þjóðarinnar nemur nú sam- anborið við heildartekjur hennar. En sje miðað við tekjuhlið fjár- laganna og bætt við hana gjöld- um til bæja- og sveitasjóða, sem sennilega mun mega telja eitt- hvað á 7. miljón, þá er líklega ekki fjarri því, að það opinbera taki þriðja hvern pening, sem þjóðin aflar. + Hvernig er nú þjóðin viðbúin nýjum sköttum upp á miljónir? Þeir svara fyrir sig bændurnir, þar sem fjárpestin hefir geysað og murkað niður bústofninn — og reyndar hinir líka, sem sjá hylla undir þennan voða gest. Þeir svara fyrir sig á Suðurlandi og VestUrlandi og parti af Norð- urlandi, sem fá þessa kreppuhjálp rjetta að sjer ofan á tíðarfarið í sumar. Þeir svara fyrir sig vítgerðar- mennirnir, sem eiga nú að kaupa alt mikið hærra verði, olíur, veið- arfæri, salt, kol og hvað sem er, en hafa ekki von í öðru á móti en sífelt þrengri markaði og lækk- uðu fiskverði. Og ofan á það verslunaránauð, sem varnar að selja þá einu vöru, sem nú virðist útgengileg. Þeir svara fyrir sig mennirnir, sem lifa á kaupgreiðslum, og sjá vaxandi dýrtíð á öllum sviðum, naga utani úr hverri krónu sem þeir fá handa milli. Það er alveg áreiðanlegt, að aldrei hafa nýir skattar verið boðaðir með gífurlegri órjetti en nvv. Samstarf flokkanna. Að lokum verð jeg svo að minn- ast ofurlítið á pólitíska ástandið í landinu. Ekki af því, að jeg ætli mjer að gera þetta að póli- tískri ræðu, enda er ræðutíma mínum nú langt komið, heldur af því, að pólitíska ástandið og horf- urnar eru mjög mikilsvarðandi þáttur í fjármálum framtíðarinn- ar. Jeg sýndi fram á það í upphafi ræðu minnar, að hin sífelda hækk- un fjárlaganna og þar með hækk- un skattanna, stafaði af fjármála- stefnu, sem altaf hlyti að hafa þetta í för með sjer. Haldi henni áfram, þá er ekki neinum áfanga náð með þessu fjárlagafrumvarpi og þessari skattahækkun. Það heldur áfram, alveg óstöðvandi, af því að takmarkið er fullkominn dauði einstaklingsrekstrar í at- vinnulífinu. Hækkun fjárlaga og skatta er leið til þjóðnýtingar og því ekkert annað en rökrjett stefna sósíalista hjer sem annars- staðar. Þetta er þjóðin farin að sjá og hún vill ekki þetta. Ef kosning- arnar síðustu sýndu nokkuð þá sýndu þær vilja þjóðarinnar í þessu efni. Hún kaus þá, sem hún treysti til að vera á móti þjóð- nýtingu. Hún kaus Sjálfstæðis- flokkinn, þó að kosningafyrir- komulagið yði þess valdandi, að hann fekk ekki þingmannatölu sem svaraði fylgi hans. Og hún jók fylgi Framsóknarflokksins, af því að hvvn trúði því, sem for- sætisráðherra þess flokks lýsti yfir um þetta efni. Hinir tveir stjórnarflokkar skildu að skiftum á síðasta þingi, út af þjóðnýtingunni. Forsætisráð- • herra sagði við það tækifæri m. a.; eftir að hann hefir nefnt þjóð- nýtingarkröfu Alþýðuflokksins: ,.Tel jeg, að Alþýðuflokkurinn hafi gengið út af þeim samstarfs- grundvelli, sem gilt hefir milli Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins“. Og síðan segir hann: „En það má vera Alþýðuflokkn- um Ijóst, samkvæmt margyfir- lýstri stefnu Framsóknarflokks- ins, og samkvæmt hinni glögg- lega mörkuðu afstöðu á síðasta Flokksþingi Framsóknarmanna, að Framsóknarflokkurinn gengur ekki inn á framkvæmd þeirra mála, sem eingöngu heyra til sjer- stefnu Alþýðuflokksins — þjóð- nýtingarstefnuna“. Og enn bætir hann við: „Og þegar Alþýðuflokk- urinn ber slík sjerstefnumál svn fram hjer á Alþingi og krefst þess að þau verði samþykt, þá hlýtur hann að gera sjer ljóst fyrirfram, að það leiðir til sam- vinnuslita við Framsóknarflokk- inn“. — Ræðu sína endaði hæstv. forsætisráðh. svo með upphrópun til flokksmanna sinna um alt land, að vera viðbúnir kosningum. Þetta: Hinn fullkomni skilnaður við sósíalistana út af þjóðnýting- arkröfunni var kosningamál Framsóknar. Hæstv. atvinnumálaráðh. tók svo af skarið af sinni hálfu um þetta, meðal annars með þessum ályktunarorðum: „Af þeim ástæð- •um, sem jeg nú hefi greint, verð jeg fyrir hönd Alþýðuflokksins að tilkynna hæstv. forsætisráðh., að Alþýðuflokkurinn getur ekki hald- ið áfram samstarfi á Alþingi við Framsóknarflokkinn, nje sam- vinnu við hann um stjórn lands- ins, að óbreyttri þessari afstöðu Framsóknarflokksins* ‘. Nú er það alþjóð kunnugt, að flokkarnir hjeldu samt áfram „samvinnu um stjórn landsins", sem hæstv. atvinnumálaráðh. svo kallaði. Og nú er það einnig orðið alþjóð kunnugt, að samstarfið hefir komið fram í því litla, sem gerst hefir á Alþingi. Formaður Al- þýðuflokksins hefir eins og áður verið kosinn í mestu virðingar- stöðu Alþingis af Framsóknar- mönnum, og ráðherrarnir sitja hlið við hlið í stólum sínum. + Ilvað hefir hjer gerst bak við tjöldin, og lvvað er að gerast? Hnefahögg forsætisráðherra í borðið frammi fyrir þjóðinni í þinglokin síðast sópaði fylgi að Framsóknarflokknum. Var þá samtímis hin hönd hans að strjúka vánga sósíalistanna í laumi? Þetta mun bráðlega koma í ljós. En sje það svo, að Framsóknar- flokkurinn, sem er kosinn upp á samvinnuslit hans við sósíalista, ætli sjer að gera að nýju banda- lag við þá — þá verður það ský- laus krafa, að hann gangi til kosn- inga upp á þá stefnu. Þjóðin, sem ljet í ljós velþóknun sína á sam- vinnuslitunum, á að fá að segja skoðun sína á hinni nýju sam- vinnu við þennan sama flokk. Hjer er m. a. fjármálaheilbrigð- in í veði. Fjárhag landsins verður aldrei stjórnað, meðan hin grímu- klædda þjóðnýtingarstefna er við völd. Það þýðir lítið, að mótmæla þjóðnýtingu á flokksþingum, ef sama stefnan er látin sigla þönd- um seglum grímuklædd. Síðustu kosningar sýndu það alveg skýlaust, að mjög mikill meiri hluti þjóðarinnar er and- vígur þjóðnýtingu, andvígur því, að atvinnuvegir landsmanna sjeu mergsognir til þess að ríkið veiti því fje í þá hluti, sem að vísu eru góðir en þó gagnslausir, nema blómlegt atvinnulíf beri þá uppi. Þessum skýlausa þjóðarvilja verður hið nýkosma Alþingi að svara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.