Morgunblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. nóv. 1937.
Danskt blað
ræðst á gjaldeyrismál
jr
Islendinga
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN f GÆR.
EKSTRABLADET“ í Kaupmannahöfn gerir í dag gjald-
eyrismál íslendinga aÖ umtalsefni og fer um þau
hörðum orðum fyrir skipulagsleysi og óreiðu, sem á þeim sje.
Blaðið segir, að merkur kaupsýslumaður danskur hafi
nú í heilt ár átt töluvert háa peningaupphæð „innifrosna" í
Reykjavík.
Kaupsýslumaður þessi ritar blaðinu:
„Ef viðskiftavinir mínir í Italíu eða í Þýskalandi skulda
mjer fje, get jeg verið viss um að fá þá peninga eftir vissum
reglum og jeg veit hvert jeg á að snúa mjer til þess að fá
þá greidda, eða fá upplýsingar um hvenær jeg geti fengið
þá greidda.
En þegar jeg á fje inni hjá viðskiftavinum mínum hjá
sambandsþjóð vorri, þá lítur málið öðru vísi við.
Á fslandi eru engar reglur um það hvernig eða hvenær
eigi að greiða „innifrosnar innistæður“. Peningarnir sitja
fastir“.
„Við verðum að greiða allar vörur, sem við kaupum af
íslendingum“, heldur kaupmaðurinn áfram, en við getum
ekki fengið peninga fyrir þær vörur, sem við seljum íslend-
ingum“.
„Ekstrabladet“ bætir því við frá eigin brjósti, að ekki
sje nema sanngjarnt að kaupsýslumenn heimti að gjaldeyr-
isöngþveitinu íslenska sje kipt í lag.
„Það er ekkert óvenjulegt eða undarlegt“, segir „Ekstra-
bladet“, þó innistæður „frjósi inni“ um tíma, en það getur
ekki verið meiningin að innstæður manna á íslandi eigi að
„botnfrjósa“!
Kínverjar víir-
gefa Pootung
Shiang Kai Shek gerir
lítið úr sigrum japana
London í gær. FÚ.
Kínverjar hafa látið undan síga í Poot-
ung, en það er sá hluti Shanghaiborg-
borgar, sem liggur sunnan Whangpoo
fljóts. Japanir settu þar her á land á laugardag-
jnn. Á sunnudagsnóttina flutti kínverksi herinn
,sig suður fyrir Pootung.
Samningurinn |gegn koimnáiifstmi*
Bretum stafar meiri
hætta af honum
en Rússum
Rússar stórorðir
um samninginn
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
FRÁ FRJETTARITARA VORTJM.
Aðalgreinar stórblaðanna í álfunni um og
eftir helgina, f jalla um samning þann
sem Japanir, ítalir og Þjóðverjar
hafa ®prt með sjer gegn kommúnismanum. Blöð-
in í London og París eins og t. d. ,,The Times“ og
f,,Echo de Paris“ halda því fram, að meira búi
lundir þessum samningi, en opinberlega hafi
komið í Ijós.
Franski blaðamaðurinn Pertinax skrifar. Að-
alefni samningsins gegn kommúnismanum er eft-
irfarandi:
„Þrjú stórveldi hafa ekki einungis gert með
sjer samning um að berjast gegn kommúnisman-
um innan sinna eigin landamæra, heldur áskilja
þau sjer einnig rjett til að blanda sjer í málefni
annara ríkja.
„Þessi þrjú stórveldi munu styðja flokka í öðrum
löndum“, segir Pertinax ennfr., „sem þykjast hafa það
á stefnu sinni að útrýma kommúnismanum. Þessi samn-
ingur felur í sjer rjettlætingu á allskonar árásum, sem
gerðar kunna að verða á sjálfstæði annara þjóða undir
því yfirskyni, að um sje að ræða baráttu gegn kommún-
isma. Þegar þetta er athugað sjest, að Bretum getur
stafað meiri, hætta af samningi þessum en t. d. Sovjet-
Rússlandi“.
20 ára afmæli Sovjets.
200 þús. Iltrum
af áfengi úthýtt
í Moskva
FRÁ FRJETTARITARA
iVORUM.
KHÖFN í GÆR.
ESTU hátíðahöld, sem
þekst hafa í Rússlandi
fóru fram í gær í tilefni af 20
ára afmæli Sovjetríkjanna.
Aðal háltíðahöldin fóru fram
í Moskva.
Á Rauðatorginu var haldin
mikil hersýning og tóku þrjár
miljónir manna þátt í henni.
Þar á meðal var V2 miljón her-
manna með 2000 brynvarðar
bifreiðar. Hersýningin stóð yf-
ir í 514 klukkustund.
Sjöhundruð flugvjelar sveim-
uðu yfir borginni og 15 miljónir
rafmagnsperur lýstu upp borg-
ina.
200 þúsund lítrum af áfengi
var útbýtt ókeypis meðal verka
manna í Moskva, í gærkvöldi.
StðrskotaliO
Itala á Spáni
sent til Libyu
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÆR.
undúnablaðið News Chro
nicle skýrir frá því, að
ítalir hafi nú kvatt burt frá
Spáni alt stórskotalið sitt og
flutt það til Libyu.
Franco hefir nú ekki leng-
ur not f.yrir stórskotaliðið
eftir sigrana á Norður-
Spáni.
Italir senda aðeins stórskotalið
sitt frá Spáni, segir blaðið, og
eru þá 40 þúsund ítalskra her-
manna eftir á Spáni..
Bardagar
í Aragoniu.
London í gær. FÚ.
í frjettum frá Spáni í dag er
sagt, að barist sje í norðurhluta
Aragóníu. Stjórnin tilkynnir, að
hersveitir hennar hafi hrundið
árásum uppreisnarhersins.
Ný Gyðingalög
i Þýskalandi
London í gær. FÚ.
ýska stjórnin liefir gefið út
nýja tilskipnn 'um breytingu
á erfðalögum Þýskalands, þar sem
svo er mælt fyrir, að þegar svo
stendur á, að þýsk kona eða þýsk-
ur maður af hreinum ariskum kyn
stofni giftist manni eða konu af
Gyðingaættum, skuli aðstandend-
um heimilt að halda eftir arfa-
hluta slíkrar persónu og er tal-
ið að lögin jafngildi því, að gera
megi hvern mann eða konu arf-
lausa, sem giftist inn í Gyðinga-
ætt.
I Síðan orustur hófust við
Shanghai 13. ágúst, hafa Jap-
anir engar tilraunir gert, fyr
en nú, til þess að setja her á
land í Pootung. Hinsvegar
hafa flugsveitir þeirra gert ít-
rekaða leit að fallbyssustæðum
Kínverja, þaðan sem skothríð
hefir verið haldið uppi á her-
skip Japana í Whangpoofljóti.
Þar sem Kínverjar hafa nú
yfirgefið Pootung, og gera má
ráð fyrir að fallbyssuárásir á
japönsku skipin sjeu úr sögunni
þykja líkur til að útlend skip
taki upp siglingar til Shanghai
á ný. Japanir virðast nú á góð-
um vegi með að umkringja
Shanghai. Þeir segja, að her-
sveitir þær, sem þeir settu á
land við Hang-chow-flóa á
föstudaginn, sjeu nú komnar
32 kílómetra noíður á bóginn
í áttina til Shanghai.
ÁLIT CHIANG
KAI SHEK
un, og sagði þeim m. a., að
sigur sá, sem Japanir hefðu
þegar unnið, væri aðeins til
bráðabirgða og myndi ekki
hafa nein áhrif á úrslit styrj-
aldarinnar. Mótstöðuafl Kín-
verja, sagaði hann, væri miklu
meira en þol Japana, og þeim
mun lengra, sem japanski her-
inn kæmist inn í Kína, þess
erfiðari yrði öll aðstaða hans.
Kínverjar ætla sjer ekki að
hefja neina samninga að svo
stöddu við Japani.
Kínverjar geta ekki treyst
Japönum sagði Chiang Kai
Shek ennfremur og munu því
ekki gera neina samninga við
þá eina.
ELDSYOÐI I LONDON.
London í gær. FÚ.
Mikill eldsvoði varð í dag í
London og voru slökkvivagnar
sendir þangað frá 30 slökkviliðs-
stöðvum. Tjónið af völdum elds-
ins er metið á 50 þúsundir ster-
„Stórkostlegt plagg
friðarins“.
London í gær. FÚ.
ítölsk blöð kalla samning þann
gegn kommúnisma, sem; Þýska-
land, Japan og Italía hafa nú
gert með sjer, stórkostlegt plagg
friðarins. Blaðið „Popolo d’Italia“
segir sáttmálann vera viðkomandi
öllum þjóðum, sem ekki vilji líða
undir iok. „Corriere della Sera“
telur að með sáttmála Þýskalands,
Japans og Italíu sje friðurinn í
heiminum betur trygður en með
þvaðri á ráðstefnum. Frönsk blöð
taka misjafna afstöðu til sátt-
mála þessa, en ensk blöð leggja
að svo stöddn engan dóm á mál-
ið.
Hirota utanríkisráðherra Jap-
ana varði til þess löngum tíma
á fundi í einkaráði keisarans, að
sannfæra meðlimi þess um, að
Bretar myndn ekki svifta Jap-
ani vináttu sinni, þótt Ítalía hefði
nú sameinast Japönum og Þjóð-
verjum, um baráttu gegn komm-
únismanum.
Stóryrði Rússa.
„Pravda“ hvetur enn í gær til
sameiningar gegn fasismanum.
Abyssinía, Spánn og Kína segir
í blaðinu, eru sýnishorn af þeim
fórnum, sem fascisminn krefst, og
vottur um þá hættu, sem öltum
heiminum er búin af völdum
hans. Loks eru liinar fascistisku
þjóðir varaðar gegn því, að leita
á Sovjet-Rússland. Rússar, segir
í greininni, vilja frið, en eru við-
búnir, ef það er ráðist.
Gismondl hefir
samið við
Færeyinga
Kalundborg í gær. FÚ
talski fiskkaupmaðurinn Gis-
mondi, hefir undanfarið
verið í Færeyjum og staðið í
samningum við bæjarstjórnina
þar um heimild til þess að fá
þar bækistöð fyrir fimm togara,
er stundi veiðar við Grænland
og ísland og annars staðar í
Norðurhöfum, með þeim skil-
yrðum að rúmlega helmingur
skipshafnanna sjeu færeyiskir
menn, en hitt ítalir, og er Fær-
eyingum jafnframt boðin auk-
inn fiskmarkaður á Ítalíu.
Samningum er nú svo langt
komið að málið verður látið
ganga til stjórnarinnar, sem
tekur fullnaðar ákvarðanir í
því.
VIÐ KEYPTUM SÍLD
AF NORÐMÖNNUM
FYRIR 1 MILJÓN.
Oslo í gær. FÚ.
Á síðastliðnu sumri seldu
Norðmenn síld í bræðslu á ís-
landi fyrir rúma eina miljón
króna. Er það meira en nokkra
sinni áður á einu sumri.
Chiang Kai Shek kvaddi
blaðamenn á fund sinn í morg- lingspunda.