Morgunblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 8
MORGUN BLAÐIÐ
Þri6judaffur 9. nóv. 1931.
8
U—
Jíaufi&IUifuu
ÚTSALA á skemtibókum!
Allskonar bækur til skemti-
lesturs seldar með gjafverði á
Frakkastíg 24. Gerið nú góð kaup!(
Móðins kjóla og kápuspenn-*
ur og tölur seljast fyrir hálf-'
virði. Einnig nokkur belti. —
Hatta- og skermaverslunin
Laugaveg 5.
Albúm með myndum fyrir ís-
lensk frímerki, nýkomin, kosta
5 kr. Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi. Opið kl. 1—31/2.
Kaupum mjólkurflöskur og
allar aðrar flöskur. Versl.
Grettisgötu 45 (Grettir).
Kaupi (tmlan kopar. Vald.
IPoaldeD, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
ferði og sel útlend. Gísli Sig-
arbjömsson, Leekjartorgi 1. —
Dpið 1—4.
Kaldhreinsað þorskalýsi m ó
A og D fjörefnum, fæst altaf
— Laugaveg 62. Sími 3858.
*fó&rui£ct'
Verðandi-systur eru beðnar
pð mæta í Templarahúsinu
miðvikudaginn 10. þ. m. kl. 4
e. h. Basamefndin.
Páll Bjarnarson frá Prest-
hólum kennir íslensku, dönsku,
ensku, frönsku, þýsku, reikning
og les með nemöndum. Cðins-
götu 9.
Ekki alls fyrir löngu var nýr
læknir ráðinn við geðveikra-
hæli eitt í Englandi. Fyrstu nótt-
ina, sem hann svaf í sjúkrahús-
inu, var hann vakinn af værum
blundi við það, að karlmaður í
einkennisfötum sjúklinganna kom
skríðandi inn um gluggann með
exi í hendi og hrópaði, að hann
ætlaði að drepa hann.
maðurinn í rúminu var sjiikling-
ur á liælinu.
H
Veronika Raáb er nýjasta
„stjarnan“ meðal leikenda í Ung-
verjalandi. Hún ljek í fyivta sinni
á þjóðleikhúsinu í Budapest og
fjekk svo góðar viðtökur, að furðu
sætti. Er henni spáð glæsilegri
framtíð sem leikkonu.
Hafnarbúi einn símaði um dag-
inn á viðgerðastofu símans og
bað um, að símasnúra sín yrði '
lengd um nokkra inetra. Hann
fjekk það svar, að þar væri ekki
tekið á móti kvörtunum í síma, '
heldur yrði hann að skrifa.
H-
— Eruð þið systurnar ekki tví-
burar?
Læknirinn stökk fram úr rúm-
inu og komst við illan leik fram á
gang og hljóp í ausandi rigningu
út í aðalbygginguna, þar sem
vörðurinn var. Þar fjell hann ör-
magna niður á stól og sagði, að
hann væri nýi læknirinn, og að
sjúklingur hefði brotist inn til
sín og ætlað að myrða sig með
exi.
Verðirnir hlóu að honum og
eftir miklar mótbárur og lianda-
lögmál tóku þeir hann og settu
í spennitreyju. Það þýddi ekkert
fyrir hann að segja þeim, hver
hann væri. Þeir hlóu bara því
hærra og sögðu, að það gætu all-
ir sagt. Þar í húsinu hefðu þeir
bæði Napóleon og Vilhjálm keis-
ara.
Þá sagði læknirinn, að þeir
gætu gengið úr skugga um sann
Ieikann með því að fara inn í
herbergi hans, þar stæði rúm hans
autt.
Maður var sendur þangað, er
kom aftur með þá skýringu, að
nýi læknirinn væri sofandi í rúm-
inu sínu.
Það var fyrst morguninn eftir,
að þeir Ijetu sannfærast um, að
Lögreglan í Budapest tók fyr-
ir nokkru fasta unga stúlku, sem
ákærð var fyrir eitrurbyrlan og
morð. „Sjergrein“ hennar var að
blanda drykk, sem átti að lækna
ástarsorgir þannig, að horfinn
ástvinur hvarf aftur til þess, er
drakk ástardrykkinn. Stundum
hafði stúlkan selt einn skamt af
drykk þessum fyrir alt að 1000
krónur.
*
Ameríski læknirinn James
Chrieliton Browne, sem er 96 ára
að aldri, og hefir því nokkra
reynslu að baki, «egir að ljós-
hærðar stúlkur sjeu eftirsóknar-
verðari en þær dökkhærðu. Þær
sjeu yfirlautt meinlausari, en
jafnframt kátari og fjörugri e*i
dökkhærðar stúlkur.
*
I Austin í Texas kom það fyrir
um daginn, að stærðar örn reyndi
að hafa 13 ára gamla negra-
stúlku á brott með sjer. Hann
læsti klónum í bak hennar og dró
hana áfram um. kílómeters vega-
Iengd, en þá sáu: menn til hans
og skutu hann niður.
— Jú, það er að segja, við vor-
um það, en nú er systir mín orð-
in fimm árum yngri en jeg!
Ódýr geymsla á reiðhjólum
yfir veturinn (vel smurt). Nýa
reiðhjólaverkstæðið, Laugaveg
64.
Besta reiðhjólageymslan er í
Valur, Kirkjustr. 2. Sími 3769.
Geymsla á barnavögnum og
mótorhjólum. Valur, Kirkjustr.
2. Sími 3769.
Friggbónið fína, er bæjarin*
besta bón.
Vjelareimar fást bestar hjá
Vjulsen, Klapparstíg 29.
Tvö herbergi, annað lítið hitt
stórt, óskast nú þegar. Upplýs-
ingar í síma 3977 frá kl. 12—1
á hád.
Ábyggilegur piltur um ferm-
ingu óskast til sendiferða, um
2—3 mánaða tíma. L. Ander-
sen, Hafnarhúsinu.
Geng í hús, þvæ þvotta.
Vönduð vinna. Sími 1307.
Hreinsa og pressa föt. Ódýr-
ara en síðast hvar. Upplýsing-
ar á Framnesveg 12, eftir kl. 5.
Viðgerðir á tauvindum, tau-
rullum og alskonar búsáhöld-
um. Einnig aluminium. Valur^.
Kirkjustræti 2. 3769.
Viðgerðir á regnhlífum og
rennilásum. Alskonar tösku-
viðgerð og á margsk. gúmmi-
vörum. Valur, Kirkjustræti 2.
Sími 3769.
Brýnsla alskonar. Valur,..
Kirkjustr. 2. Sími 3769.
Aðalsteinn Jóhannsson Út-
rýmir rottum, músum og skað-
legum skorkvikindum úr hús-
um og skipum. Sólvallagötu 32:
A. Sími 1196. Reykjavík.
Geng í hús og veiti allskonar
fótaaðgerðir. Sími 4528. Unnur
Óladóttir.
Otto B, Amar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —*
Síml 2799. Uppsetning og viö»
gerðir á útvarpstækjum og
loftnetum.
Hafnarf jörður:
Dömuhöttum breytt eftir nýj-
ustu tísku. Einnig sniðnir og
mátaðir kjólar og kápur. Hverf
isgötu 65. Hafnarfirði.
m
WILS NILSSON:
FÓLKIÐ A MÝRI 81.
þess með glöðum hug. Hún vissi, að þá myndi hún
sættast við þau. Elínu myndi hún ekki hitta, því að
nú var hún gift Pjetri og flutt með honum til kaup-
staðarins, þar sem hann hafði góða atvinnu. Hún gat.
líka hugsað um Elínu með ró og stillingu, og hún fylt-
ist meira að segja sárum söknuði og löngun eftir að
sjá hana. Hvað kom til? Hún skildi ekki sjálfa sig.
En hún vissi, að innan skamms myndi hún geta talað
við Elínu eins og áður fyr. Lena þoldi ekki þögnina
lengur. Hún mátti til með að tala, til þess að komast
frá öllum þessum viðkvæmu hugsunum, og hún sagði
alt í einu upp úr þurru:
— Fríða kemur heim frá sjúkrahúsinu eftir nokkra
daga. Hún verður ef til vill hjer í vetur.
— En hvað það er skemtilegt, svaraði Hugo blíð-
lega.
— Það var sorglegt, að svona skyldi fara, hjelt
Lena áfram stillilega. — Og móðir Óla er enn á
taugahæli.
Þetta gaf Hugo tækifæri til mikilla ræðuhalda.
Hann talaði um spillingu unga fólksins. Enginn nenti
að vinna og fólkið flýði úr sveitunum. Og ekki hefði
ástandið batnað, eftir að sósíalistar komust til valda.
Hann áminti Svein um að láta sjer framferði Óla til
varnaðar verða.
— Jeg ætla að slá Óla í rot, þegar jeg er orðinn
stór, sagði Sveinn ákafur.
— Hvað segirðu, drengur! sagði Lena og leit snögg-
lega á Svein, sem flýtti sjer að líta undan.
— Þú hefir líklega ekki haft gott af fjelagsskap
Óla? sagði Hugo.
— Nei, svaraði Sveinn ofurlágt.
Aftur varð þögn. Lenu langaði til þess að tala við
Anton um morgundaginn, en þorði ekki að yrða á
hann, þegar hún sá, hve þungbúinn hann var á svip-
inn. Það var eins og öll bönd skilnings og samúðar
hefðu brostið á millí þeirra mæðginanna, eftir að Knút-
ur dó. Síðan var alt breytt. Hún fann það vel. En hún
hafði aldrei fundið það eins vel og í kvöld, er hún
þráði svo mjög að Anton sýndi henni traust. Hann
var eina bamið hennar, sem aldrei hafði brugðist
henni. Það varð hún að játa fyrir sjálfri sjer. En hann
vildi, að hún Ijeti af bústjórn. Það var sú mótstaða,
sem hann sýndi. En hún skildi nú betur en áður, að
það stafaði af ást hans á jörðinni, og þá hlýnaði henni
um hjartaræturnar. Nú þurfti hún aðeins að tala við
hann, svo að þau gætu skilið hvort annað og komist
að samkomulagi.
— Ætlar þú að taka saman dótið þitt í kvöld? sagði.
hún varlega.
Anton leit á móður sína og rjett sem snöggvast brá
reiðiblossa fyrir í augum hans, sem slokknaði þó strax
aftur. Hann langaði til þess að æpa upp, til þess að
komast úr þessu eymdarástandi. Enn var hann ekki
afráðinn í því, hvað hann ætlaði að gera; vissi ekki,
hvort hann átti að giftast Selmu, eða vera kyr heima
og gæta þess, að Iiugo hefði ekki jörðina út úr móður
þeirra. Hann óskaði þess innilega, að hann gæti talað
um þetta við móður sína, en hann þóttist vita, að hún
myndi ekki skilja hann. Aðeins halda, að það væri
af peningagræðgi, sem hann vildi vera heima. Nei,
það var öll von úti um það, að mæta skilningi, og
hann ljet höfuðið hníga þreytulega niður á barm
sinn. Hann fann það sjálfur, að færi hann að tala,
myndi hann fá reiðikast eins og um morguninn.
— Ertu veikur, Anton ? spurði móðir hans ótta-
slegin.
Anton stóð skyndilega á fætur og stökk út úr stof-
unni. Hann skeytti því ekkert, þó að móðir hans kall-
aði á eftir honum. Hann varð að flýja, áður en sama
æðið gagnvart Hugo greip hann aftur.
Síðan skjögraði hann út að hliðinu og hallaði sjer
upp að veggnum. Hann einblíndi í gegnum myrkrið
heim að bænum. Aldrei hafði honum fundist hann
vera jafn nálægt því að missa vitið og nú. Eitthvað
varð að ske, ef hann átti ekki að verða frávita. Hann
varð að taka ákvörðun áður en birta tók og nýr dag-
ur byrjaði. Hvað átti hann til bragðs að taka?
Rjett í þessu kom Hugo út á hlað og Anton kipt-
ist við, er hann kom auga á hann. — Þarna er hann,
tautaði hann og krepti hnefann í bræði.
En svo ýtti hann alt í einu hliðinu upp á gátt og
gekk niður götuna, sem lá heim að fjósinu, þar sem
mjólkurkýrnar voru. Hann hljóp við fót, eins og vildi
hann flýja sjálfan sig, og hirti ekkert um, þó hann
færi ofan í polla, og forin slettist upp um skálmar
hans. Ilann vildi ekki grípa til þess óyndisúrræðis að
fremja ódæðisverk. Hann varð að finna nýja leið að
markinu. Hann ráfaði áfram í óvissu og fanst hann
heyra storminn andvarpa og stunur í pílviðartrján-
um.
Fyrir framan fjósið nam hann staðar og hlustaði.
Honum fanst einhver vera á liælunum á sjer. Til hvers-
var að hlaupa ? Það var ekki til neins að ætla að um-
flýja sjálfan sig. Hann þóttist viss um, að hann þyldi
ekki að sjá Hugo. Hvernig átti hann að losna við
þessa hræðilegu hugsun, sem hafði kvalið hann nú um
margra vikna skeið?
Honum var orðið kalt og hann langaði mest af öllu
til þess að sofa og gleyma öllu saman. Hann geklv
rösklega að hurðinni og opnaði hana. Hlýjan frá
skepnunum streymdi á móti honum, svo að ylinn
lagði um hann allan. En hann fann enga ró. Hann
kastaði sjer niður í hafrabyng í einum básnum og
lilustaði á rólegt jórtrið í skepnunum. Hann lokaði
augunum og reyndi að sofna. En hann fann enga
hvíld. Myrkrið þarna hjá skepnunum fór að hafa æs-
andi áhrif á liann, og honum fanst hjartað í brjósti
sjer hætta að slá. Var hann að missa vitið ? Hafði hann
ekki Ieyfi til þess að ryðja Hugo úr vegi? Jú, ha»n
stóð í vegi fyrir hamingju hans.
Hann stóð hægt á fætur. Nú barðist hjarta hans
ákaft. Og alt í einu var hann staðráðinn í því, hvað
hann ætlaði að gera og hann fyltist óumræðilegum
fögnuði. Aldrei skyldi Hugo fá jörðina. Aldrei. Hann
hrópaði það hátt upp. Og hann ætlaði ekki að giftast
Selmu að svo komnu. Gat það ekki. Hann endurtók
þetta hvað eftir annað með sjálfum sjer og flýtti sjer
út úr fjósinu og Iokaði hurðinni vendilega á eftir sjer.
ÞaS var komin hellirigning og myrkrið var enn