Morgunblaðið - 09.11.1937, Qupperneq 7
7
l>riðjudagur 9. nóv. 1937. MORGUNBLAÐIÐ
»_____________________
Daglega
nýtt kjötfars,
Bjúgu og Wienerpylsur.
Búrfell,
Laugaveg 48. Sími 1505.
BollapörSO aura
Matardiskar dj. og gr. 0.50
Desertdiskar 0.35
Barnakönnur 0.50
Matarstell 6 manna 19.50
Skálasett 5 stykki 4.00
Ávaxtasett 6 manna 4.50
Matskeiðar ryðfríar 0.75
Matgaflar ryðfríir 0.75
Mjólkursett ‘Á-kristall 12.50
Mjólkurkönnur frá 0.75
Spil stór frá 0.65
ávalt fyrirliggjandi hjá
okkur.
K. EINARSSON & BJORNSSuN
Bankastræti 11.
Erlent háaðalsheimili selur af
sjerstökum ástæðum úr safni sínu
nokkur málverk eftir g'amla snill-
inga og Gobelin, viðurkend af
menningarsögufræðingum. Aðeins
til einkasafna. Tilboð merkt
„Streng vertraulich B. T. 302“
sendist Rudolf Mosse, Briinn, C.
S. B.
Að gefnu tilefni
«r öllum undantekningarlaust
bömmð grjót-, malar- og sand-
taka í landi Innri-ÍN.jarðvíkur-
bverfis.
F. h. jarðeigenda
Stefán Sigurfinnsson
Finnbogi Guðmundsson
Kjartan Sæmundsson.
OOOOOOOOOOOOOOOOOO
| Hrossabuff i
0 af ungu. <>
ó 0
$ Kjötbúðin Týsgötu 1. $
$ Sími 4685. |
©ooooooooooooooooc
EF L O F TIIR GETUR
ÞAÐ EKKI — ÞÁ HVER?
Merkur
kaupsýslumaður
Mr. Frank T. Green, fram-
kvæmdastjóri firmans Jo-
seph Rank, Ltd. í Hull ljet af
starfi sínu um miðjan október og
hafði þá starfað hjá firmanu í 48
ár samfleytt. Hann byrjaði sem
skrifari hjá hveitimyllu Ranks í
Boston. Voru þar þá fjórir bók-
haldarar, enda var firmað þá enn
í bernsku. Þá voru aðeins malaðir
tveir pokar af hveiti á hverri
klukkustund í myllunni í Boston.
Nú mala sumar stærstu myllur
firmans um 200 poka af hveiti á
klukkustund, og skrifstofufólk
þess skiftir þúsundum. Má af því
einu marka hversu gríðarlega
firmað hefir eflst á þessum árum.
Mr. Green var aðeins 18 mán-
uði í Boston. Þá var liann sendur
til Hull. Og fyrir ágæta liæfileika
sína hækkaði hann stöðugt í tign-
inni þangað til hann var gerður
að forstjóra Hull-deildarinnar, sem
nú er orðin risastórt fyrirtæki.
Auk framkvæmdastjórastarfsins
hefir Mr. Green gefið sig nokkuð
að öðrum störfum. Hann var um
skeið forseti Hull Corn Trade
Association, um 10 ára skeið í
stjórn North-East Coast Millers
Association. Hann er formaður
Hull Corn Trade Guild og í stjórn
Verslunar- og siglingaráðsins í
Hull og í hafnarnefnd. Framvegis
verður hann heiðursforseti hjálp-
arsjóðs þess, er Mr. Rank stofnaði
fyrir Hull, og hefir mikið gott
látið af sjer leiða, eins og áður
hefir verið skýrt frá í Morgun-
blaðinu.
íslendingar hafa skift mikið við
firmað Joseph Rank Ltd. á und-
anförnum árum, og þess vegna
langaði Mr. Green til þess að
kynnast íslandi og Islendingum.
Kom hann hingað á skemtiferða-
skipi, sem dvaldist þrjá daga í
Rvík. Fór hann með bíl norður
á Akureyri og náði skipinu þar.
Var Mr. Green mjög ánægður með
það ferðalag og hefir verið ís-
landsvinur síðan.
Prófessor Axel Möller, dr. jur.
er nýlega látinn, 64 ára að aldri.
Karlakór Reykjavíkur. Öll
helstu blöð Kaupmannahafnar
hafa nú birt fregnir um komu
Karlakórs Revkjavíkur til borg-
arinnar og frásögn um hina fyr-
irhuguðu söngför hans. Eru um-
mælin undantekningarlaust mjög
vinsamleg og segja nokkur helstu
blöðin að Karlakór Reykjavíkur
sje með þeim bestu á Norðurlönd-
um og hafi getið sjer ágætan orð-
stír bæði utan lands og innan.
(FÚ).
Stúlka slasast
hættulega
í bílslysi
Seint á laugardagskvöld s.l.
vildi til bílslys á Baróns-
stígnum. Nítján ára gömul
stúlka, Guðrún Pjetursdóttir,
Rauðarárstíg 5, varð fyrir stórum
almenningsvagni, og meiddist
tiættulega.
Bílstjórinn á almenningsvagn-
inum (R. 1080) segir svo frá, að
hann hafi verið að koma frá
Hafnarfirði. Er hann kom á Bar-
ónsstíginn, sá hann tvo kven-
menn á akbrautinni fyrir fram-
an bílinn, og var hann þá kom-
inn mjög nálægt þeim. Ætlaði
hann að víkja bílnum til frá
stúlkunum, en vegna þess að
blautt var á götunni, rann bíllinn
til að aftan og urðu báðar stúlk-
urnar fyrir honum.
Fjellu þær báðar í öngvit. Aðra
stúlkuna sakaði ekki, en hin slas-
aðist mikið, eins og fyr segir.
Var hún flutt á Landsspítalann
og liggur þar nú þungt haldin.
Stúlkan slasaðist á höfði og
fótbrotnaði.
Skákkepnin
10. umferð
Tíunda uniferð á haustmóti
Taflfjelags Reykjavíkur var
tefld á sunnudaginn. Úrslit urðu
þessi:
Meistaraflokkur: Sturla Pjet-
ursson vann Áka Pjetursson, Ein-
ar Þorvaldsson vann Jóharni Jó-
hannsson, Eggert Gilfer vann
Guðmund Ólafsson, Magnús G.
Jónsáön og Eyþór Dalberg gerðu
jafntefli.
II. fl. A.: Sigurður Jafetsson
vann Þorstein Gíslason, Gunnl.
Pjetursson vann Valgeir Sigurðs-
son, Sigurður Gissurarson vann
Hermann Sigurðsson, Helgi Guð-
mundsson og Hannes Arnórsson
biðskák.
II. fl. B.: Guðm. Ágústsson
vann Bolla Thoroddsen, Friðrik
Björnsson vann Ársæl Júlíusson,
Guðjón Jónsson vann Ottó Guð-
jónsson, Pjetur Guðmundsson og
Björn Björnsson jafntefli.
Biðskákir í II. fl. A.; Helgi
Guðinundsson, Hannes Arnórsson.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Hamborgar. Goðafoss er væntan-
legur til Vestmannaeyja á morg-
un. Brúarfoss kom til ísafjarð-
ar kl. 12 í gærkvöldi. Dettifoss
var á Vopnafirði í gær. Lagar-
foss er á leið til Leith frá Kaup-
mannahöfn. Selfoss er í Hamborg.
Næsta mót norrænna lögfræð-
inga verður haldið í Reykjavík
árið 1940. Þátttakendur frá Sví-
þjóð, Danmörku, Noregi og Finn-
landi munu safnast saman í
Gautaborg, og þaðan verður hald-
ið til íslands með sænsk-ameríska
farþegaskipinu „Gripsholm". Er-
lendir þátttakendur eru áætlaðir
um eitt þúsund talsins. Er í ráði
að sigla í kringum landið og ferð-
ast um landið í bifreiðum. (Sendi-
herrafrjett).
Dagbók.
□ Edda 59371197 — Fyrl. Atkv.
I. O. O. F. Rb. st. 1 Bþ. 851198%
O:
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Stinningskaldi á S eða SV. Dá-
lítil rigning.
Veðrið í gær (mánud. kl. 17):
Háþrýstisvæði er nú fyrir sunn-
an ísland og norður um NA-
Grænland. Fylgir því hægviðri
hjer á landi og víðast þurt veður.
Við SV- og V-iströnd landsins er
alt að 4—6 st. hiti, en annars
er hiti kringum 0° um alt land.
Við S- og V-Grænland er víðáttu-
mikil lægð, sem þokast til NA og
mun bi’átt hafa í för með sjer
S-læga átt lijer á landi.
Næturlæknir er í nótt Kjartan
Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Sími
2614.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Sjómannakveðja. Erum á leið
til Þýskalands. Vellíðan. Kærar
kveðjur. Skipverjar á Gulltoppi.
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Ástbjörg Jónsdóttir og Guðbjart-
ur Ólafsson hafnsögumaður,
Framnesveg 13.
Dráttarvextir frá 31. ágúst
falla á morgun á allan ógreidd-
an tekju- og eignaskatt. Seinustu
forvöð í dag að greiða skattinn
til þess að losna við dráttarvext-
ina.
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband ungfrú Klara
Iíjartardóttir, Hafnarfirði og
Kristján Jónsson, Laugaveg 46 A.
Heimili þeirra verður á Selja-
vegi 13.
Dr. Alexandrine kom í fyrri-
nótt frá útlöndum.
Hjónaefni. Á laugardaginn op-
inberuðu trúlofun sína frk. Þór-
dís Jónsdóttir, Ásvallagötra 25 og
Sverrir Guðmundsson, Njálsgötu
102.
Ríkisskip. Súðin er í Osló. Esja
var væntanleg til Seyðisfjarðar
kl. 8 í gærkvöldi.
U. M. F. Velvakandi heldur
fund í Kaupþingssalnum kl. 9 í
kvöld. „Skinfaxi“, blað ung-
mennafjelaganna, er komið út og
verður útbýtt á fundinum. (
Nýtt námskeið í björgunarsímdi
hefst á morgun í Sundhöllinni og
verður ekki krafist keú>lugjalds
af sjómönnum. Þátttakendur eru
beðnir að gefa sig fram í dag kl.
9—11 f. h. eða kl. 2—4 e. h. Sími
4059.
20 ára kaupmannsafmæli á í
dag Símon Jónsson, Laugaveg 33.
Brunasamskotin. N. N. 50 kr.,
S. B. 5 kr.
Útvarpið:
Þriðjudagur 9. nóvember.
8.30 Dönskukensla.
12.00 Hádegisútvarp.
18.45 Þýskukensla.
19.20 Þingfrjettir.
19.50 Frjettir.
21.15 Erindi: „Þektu sjálfan þig“,
I (Jóhann Sæmundsson læknir).
20.40 Hljómplötur: Ljett lög.
20.45 Húsmæðratími: Smitunar-
hætta á heimilum (frú Sigríð-
ur Eiríksdóttir).
21.00 Symfóníu-tónleikar: Ýms
tónverk (plötur).
22.15 Dagskrárlok.
FISKVEIÐAR
ÞJÓÐVERJA.
Djóðverjar leggja nú mikið
kapp á, að auka fiskfram-
leiðslu sína og að verða sjálfum
sjer nógur á því sviði.
Eftirfarandi tölur sýna greini-
lega hvert stefnir. Árið 1929 var
fiskframleiðsla Þjóðverja 169 milj.
kg., 1933 387 milj. kg. og 1936
599 milj. kg.
Fiskinnflutningur Þjóðverja var
á sama tíma: 1929 337 milj. kg.,
1933 227 milj. kg., en nokkur
meiri 1936, eða 242 milj. kg.
Þjóðverjar voru óánægðir með
útkomuna á árinra 1936 og hafa
þess vegna sett sjer það takmark,
að tvöfalda eigin fiskframleiðslu á
næstu árum. Ætla þeir því að
smíða 80 fiskiskip á árunum 1937
og 1938.
Hjer með tilkynnist ættingjum og vinum, að móðir mín
elskuleg
Þórdís Bjarnadóttir,
sem andaðist 30. f. mán., verður jarðsungin miðvikudaginn 10.
þ. mán. frá heimili mínu, Laugaveg 37, kl. 1% e. h.
Lilja Kristjánsdóttir.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu
Marie Hansen.
F. h. aðstandenda
Johanne L. Hansen.
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
jarðarför
Ólafs Sigvaldasonar
frá Nýjabæ í Hafnarfirði.
Steinunn Halldórsdóttir, synir,
tengdadætur og barnabörn.