Morgunblaðið - 13.11.1937, Síða 4

Morgunblaðið - 13.11.1937, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur LL nóv. 1937. I. O. G. T. Haustþing Umdæsisstúkunnar nr. 1 hefst kl. 10 árdegis á morgun (sunnudaginn 14. nóv.) í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði. Kl. 4.15 verður fundurinn opn- aður almenningi. Þá flytur hr. kennari Gunnar M. Magnús er- indi: „Um nautnir“. Erindinu verður útvarpað. 3 nýjar bækur: \ertu viðbúinn. Bók fyrir drengi, eftir Aðal- stein Sigmundsson kennara. Aðalsteinn er svo vel þektur af unglingum og foreldrum, að ekki er að efa að bók hans fær góðar viðtökur. Upp til fjalla. Ljóðabók eftir Sigurð Jóns- son frá Amarvatni. Sigurður er þektur um, land alt (allir kannast t. d. við: „Blessuð sjertu sveitin min“ o. fl.). — I bók þessari eru mörg ágæt kvæði. Esperanto II (málfræði). Eftir Þórberg Þórðarson. Þeir sem lesa Esperanto þurfa að eignast þessa bók. Fást hjá öllum bóksölum. x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-:- ^HXHX'HX*CHXHX**X*C**X*C**X**X**«**X**X Gfaldeyrismálin: Hætfu- leg sfefna ’k si doðafiiissu á mánudagskvöld 15. v.br. vestur og norður. A.ukahaf nir: Önundar- irður og Sauðárkrókur. Ódým Kolin IKr. 54,00 pr. 1000 kg. Kr. 3,00 pr. 50 kg. reynast vel. ■ H.F. KOL & SALT FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU um kaupsýslumanna. En auk þessa eru svo ýms öryggis- ákvæði í sjálfum gjaldeyrislög- unum, s. s. t. d. að gjaldeyris- nefndinni skuli skylt að sjá um að þeir, sem samskonar inn- flutningsverslun reka og eru viðurkendir innflytjendur, njóti allir sama rjettar til innflutn- ings, án hliðsjónar af hvort um einstaklinga, hlutafjelög, sam- vinnufjeiög eða aðra er að ræða (sbr. 1., 2., 3. og 6. gr. dönsku gjaldeyrislaganna frá 31. mars 1937). Af þessu sjest, að jafn vel þar, sem vald ráðherra yfir gjaldeyrisversluninni er hvað víðtækast, fer því þó mjög fjarri, að ráðherra sje einráð- ur, heldur er valdinu skift milli margra aðilja, svo sem þjóð- banka, gjaldeyrisnefnda o. fl.„ auk þess sem sjálfur löggjaf- inn með beinum ákvæðum lag- anna tryggir borgurum lands- ins vist jafnrjetti, sem í aðal- efnum miðar að því að skerða ekki, eða sem minst, afkomu- skilyrði þeirra, er þurft hafa og þurfa erlendan gjaldeyri til starfrækslu sinnar. Þegar nú íslendingar hafa í hyggju að taka upp nýja stefnu í gjaldeyrismálunum, alveg þveröfuga við þær grundvallar- reglur, er aðrar þjóðir — sem lengri hafa reynslu og meiri fjármálaþroska — fylgja, verð- ur að teljast eðlilegt, að um það sje spurt, hvort nokkuð sje það, er sjerstaklega helgi, að öðrum reglum sje fylgt hjer en í nágrannalöndunum að því er gjaldeyrisúthlutun snertir. Hefir minnihl. engin slík rök heyrt fram færð, og telur þau ekki heldur vera fyrir hendi, nema ef vera skyldi, að frem- ur bæri að stefna í öfuga átt við það, er frv. gerir, og setja ráðherravaldinu þrengri skorð- ur hjer en annarstaðar. Það er augljóst mál, að með reglum um úthlutun gjaldeyris er mjög auðvelt að svifta mann margar stjettir í þjóðfjelaginu Iífsviðurværi, en fá jafnframt öðrum í hendur sjerrjettindi til að relta alla innflutningsversl- un þjóðarinnar. Um það getur ekki verið ágreningur, að var- hugavert sje, að snöggar breytingar, sem færa myndu atvinnumissi yfir mikinn fjölda manna, vefði á þessu sviði at- vinnulífsins sem öðrum. En af því leiðir, að löggjafanum ber skylda til að miða þau ákvæði gjaldeyrislaganna, er að þessu lúta, einmitt við það, að sem best sje girt fyrir slíka skað- lega jafnvægisröskun. Minnihl. lítur svo á, að al- veg sje tvímælalaust, að sú til- færsla valdsins yfir úthlutun gjaldeyris — frá bönkunum til ráðherra, — sem frv. mælir fyrir um, miði í skakka átt. Bankastjórarnir eru venjuiega mjög kunnugir öllum högum og háttum atvinnulífsins. Þeim er ljóst, að saman fer hagur bankanna og almennings um að forðast allar byltingarkendar raskanir í atvinnulífinu, og ai- ment hlýtur að mega treysta því, að þeir hafi enga tilhneig- .ingu til að miða tillögur sínar við neitt annað. Mjög mikil hætta er hinsveg- ar á, að alt öðru máli geti gegnt um ráðherra. Harðvítug- ar flokkadeilur valda eðlilega nokkurri einsýni þeirra, er mik- inn virkan þátt taka í þeim, en auk þess verður að viðurkénna, að sje einum einasta stjórn- málamanni falið einræði um út- hlutun alls gjaldeyris, þjóðar- innar, er fullkomin ástæða til að óttast, að baktjaldaáhrif ágengra samherja geti neytt hann til að ganga jafnvel lengra í misbeitingu þessa ör- lagaríka valds en rjettlætis- kend hans sjálfs hefði óskað. Annars staíðar hefir þetta sjónarmið öðlast viðurkenningu í löggjöf og framkvæmd. Hjer er þess því meiri þörf, sem stjórnmálabaráttan er harðvít- ugri og persónulegri en annars staðar og reynsla okkar íslend- inga um siðsemi og rjettlæti hins pólitíska framkvæmda- valds misjafnara en annara þjóða. Minnihl. er því algerlega andvígur þessu ákvæði frv., en er fús til samkomulags um breytingar á kvæðum núgild- andi laga, er um þetta fjalla, að því tilskildu, að ekki sje aukið vald ráðherra yfir úthlut- un gjaldeyris frá því, sem nú er, enda er vald ráðherra að óbreyttum lögum ákaflega mikið, bæði samkvæmt beinum lagabókstaf og allri aðstöðu til áhrifa á bankana og gjald- eyrisnefnd. Minnihl. telur rjett, í sam- bandi við þessa • fyrirhuguðu iagabreytingu að vekja athygli á því, að á síðari árum er Al- þingi að ganga æ lengra inn á þá braut, að fá ráðherra í hend- ur vald, sem ýmist á að liggja hjá Alþingi sjálfu eða dóm- stólum landsins. Mjðar slíkt mjög í einræðisátt og hefir þegar dregið mjög úr virðingu almennings fyrir Alþingi, en jafnframt skapað allríka skoð- un á því, að ráðherra sjeu allir vegir færir, hvað sem líði lög- um og rjetti. Fer illa á slíku í lýðræðis- landi. * Ólafur Thors flytur breyt- ingartillögur í samræmi við nefndarálitið. En auk þess flytur hann breytingartillögu um heimild útgerðarmönnum til handa til ráðstöfunar á þeim gjaldeyri, sem fæst fyrir útflutningsvöru þeirra, að því leyti sem þeir þurfa hans til greiðslu á vörum til útgerðar- innar. Hafa Sjálfstæðismenn áður flutt frumvarp um þetta, en ekki náð fram að ganga. Mál þetta kom til 2. umræðu í neðri deild, í gær, en frestað var atkvæðagreiðslu um allar stærri breytingartillögur Ólafs þar til við 3 umræðu. 5 krónu velta Skiðafjelagslns Lárus Bl. Guðm.son skorar á: Yeru Simillon. Skúla Jóhannsson, heildsala. Þórarinn Andrjesson skorar á: Axel Skúlason klæðskera. Björn Arnórsson stórkaupm. Guðmundur Vilhjálmsson framkv,- stj. Greitt kr. 5.00. Jónas Sveinsson skorar á: Guðmnnd Thoroddsen prófessor. Þórð Edílonsson lækni. Þorlákur Björnsson, Hávallagötu 10. Greitt kr. 5.00. Victor Strange skorar á: Ivan Rasmusson, Þingh.str. 8. Agúst Brynjólfsson, Landssmiðj. Dagbjartur Sigurðsson skorar á: Magnús Thorsteinsson fr.kv.stj. Ragnar Jónsson framkv.stj. Jón Guðmundsson skorar á: Olaf Þórðarson frá Laugabóli. Hjálmtýr Pjetursson Ránarg. 21. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupm, Greitt kr. 15.00. Karl Þorstednsson framkv.stj. Greitt kr. 5.00. Þórir Tryggvason. Greitt kr. 5.00. Sigurður Runólfsson skorar á: Svein Valfells stórkanpm. Hans Kristjánsson Sjókl.gerð. best Munið að kaupa næst þetta fljótvirka góða þvottaduft. »^Vichmann« lálcv t»cj sJfijyCiMÓlop ^frcu Ziil 300 JjejJajla,) Öitfo\ um \rohnia%ur3 .CO cf# l a cl : (FcaW 'Jjorniú ~Ko r ij'Lrbu. Morgunblaðið með morgunkaffinu. Sfeinhús í suðausturhluta bæjarins, óskast til kaups. Útborgun 15—20000 kr. eða eftir samkomu- lagi. Þeir, sem vilja sinna þessu, sendi nöfn sín til Morgunblaðsins í brjefi auðkent „Stein- 0 húsí£. >000000000000000000000000000000000000 Læknaskifti. Samlagsmenn, sem rjettinda njóta í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur, geta skift um lækna, bæði heimilislækna og sjerfræðinga í augn- sjúkdómum, svo og eyrna-, nef- og háls- sjúkdómum, frá næstu áramótum, ef þeir tilkynna það aðalskrifstofu samlagsins, Aust- urstræti 10, eða útibúinu, Bergstaðastræti 3, eigi síðar en á mánudag, 15. þ. m. Samlagsmenn geta valið um þá lækna, sem taldir eru í auglýsingum Sjúkrasamlagsins í dagblöðunum 27., 28. og 29. fyrra mánaðar, og eftir þeim reglum, er þar greinir. Sjúkrasamlag Reykjavikur. Sími 1380. LITLA BILSTOBIN Er nokkwB stór Opin allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.