Morgunblaðið - 16.11.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1937, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 16. uór. 1937* ÞEIR nota rjetta olíu, sem nota SHELL Verksmiðjuhlutafjelag í Reykjavfk sem stofnað var á þessu ári og hefir rekið framleiðslu síðan 1. júní 1937, hefir ákveðið að auka hlutafje sitt úr kr. 80.000.00 upp í alt að kr. 100.000.00 til þess að geta haft svo mikið af hráefni og tilbúnum vörum fyrirliggjandi, sem reynslan þegar hefir sýnt að nauð- synlegt er. Rekstursreikningur fjelagsins frá 1. júní til 1. okt. 1937 hefir sýnt að framleiðslan hefir borið sig. Fjelagið hefir falið mjer að gangast fyrir söfnun hlutafjárins, en núverandi hluthafar hafa þegar skrif- að sig fyrir kr. 5000.00 af aukningahlutunum. Hlutabrjef fjelagsins hljóða á nafn og eru að upp- hæð kr. 1000.00 og kr. 100.00. Kaupendur að aukningahlutum taka þátt í út- komu ársins 1937 á sama hátt og stofnendurnir. Frekari upplýsingar um nafn, rekstursyfirlit og yfirlit yfir hag fjelagsins, geta þeir fengið hjá mjer er kynnu að hafa hug á að kaupa aukningahluti í fjelaginu. Reykjavík, 6. nóvember 1937. Lárus Ffeldsfed, hæstarjettarmálaflutningsmaður. Nýtísku steinhús. Nýtt steinhús í Austurbænum, með öllum nýtísku þæg- indum og alt í fyrsta flokks standi, er af sjerstökum ástæðum til sölu nú þegar. í því eru 7 íbúðir, 2 herbergi og eldhús hver, kerbað í 6 íbúðum. Ársleiga er kr. 8040.00. Talsverð útborgun. Lysthafendur sendi nöfn og heimilis- fang innan 3ja daga til Morgunblaðsins, auðkent „Húsa- kaup án milliliða“. MORGUNBLADIÐ Áttræð: Irú Ásthildur Thorsteinsson Frú Ásthildur Thorsteinsson er áttræð í dag. Hún er nú til heimilis að Lundi í Mosfellsdal hjá Gyðu Briem dótturdóttur sinni og manni hennar, Guðmundi Þor- kelssyni kaupmanni. Frú Ásthildur á yfir viðburða- ríka æfi að sjá. Hún er með mik- ilsvirtustu núlifandi konum þessa lands. Og mikill 'er ætthogi henn- ar orðinn. Hún er nú langamma 12 barna. Fáar munu hjálpfúsari eða fleiri góðverk hafa unnið, fáar verið stórgjöfulli en hún meðan hún miðlaði af ríkidæmi sínu vestur á Bíldudal. Samt verður hún mörg- um ennþá ógleymánlegri vegna óvenjulegrar skapgerðar. Svo mik- ill er hlýleiki í viðmóti hennar, að það vermir alla. Svo mikið er fjörið, að öllum verður ljettara í skapi er þeir tala við hana. Svo nákvæmt er minni hennar, að hún man alti er á daga hennar hefir drifið, og í frásögur er færandi. Hún er einstök kona. Það er óhætt að fullyrða, að í öllum hjeruðum þessa lands eru fleiri eða færri, sem hafa kynst mannkostum frú Ástthildar Thor- steinsson og með þakklátum huig óska henni til hamingju á átt- ræðisafmæli hennar, og eigi síst þeir, sem muna hana frá þeim ár- um, er maður hennar, Pjetur J. Thorsteinsson, reisti Bíldudal svo að segja frá grunni, og rak þar þá stórfeldustu útgerð sem þekst hafði þar um slóðir. En húsmóð- irin á þessu stærsta heimili lands- ins, með sinn mikla harnahóp, var sem umhyggjusöm móðir fyrir þau iiundruð manna sem höfðu atvinnu sína og lífsframfæri við fyrirtæki hins stórhuga og framkvæmda- sama manns.. Þó frú Ásthildur mégi í ýmsu muna tvenna tímana, er hún átt- ræð sú hin sama og menn þektu hana fyr. Lífsfögnuður hennar, birtan í sálu hennar hefir lýst henni gegnum hverskyns mótiæti síðari ára. Vel er það, þegar slík- ar konur verða formæður fjöl- mennra ætta. Gistihúsið Valhöll á Þingvöllum verður opið í vetur, — aðallega vegna skíðafólks og skautafóíks. Húsið er hitað og raflýst. (FTJ.). Sjómannakveðja. Lagðir af stað áleiðis til Bnglands. Kveðjur. Skipverjar á 8urpri.se. Minningarorð um Samúel Jónsson trjesmíðameistara Samúel Jónsson trjesmíðameist- ari andaðist eftir nokkurra vikna legu að heimili sínu, Skólavörðu- stíg 35, hinn 4. þ. m., fullra 73 ára að aldri. Hann var fæddur 18. sept. 1864 að Brattlandi í Vestur- Skaftafellssýslu, en það er aust- astur hær á Síðu, og nú í eyði. Foreldrar hans voru Jón bóndi Pálsson og fyrri kona hans Krist- ín Jónsdóttir, þá búandi á Bratt- landi, en síðar á Hunkubökkum í sömu sveit; þar bjó Jón mestall- an búskap sinn, og var talinn hinn nýtasti maður, gestrisinn og vinfastur. Á Hunkubökkum ólst Samúel upp fram að tvítugu og 22 ára gamall kvæntist hann (21. okt. 1886) Margrjeti Jónsdóttur frá Leiru undir Eyjafjöllum, systur Sveins trjesmíðameistara Jónssonar. Margrjeti misti hann 20. ágúst 1932, eftir 46 ára sam- búð, og hafði þeim orðið 3 barna auðið; er eitt þeirra á lífi, Guð- jón prófessor og húsameistari rxk- isins, en tvær dætur þeirra Ijet- ust á æskuárum (13 og 19 ára gamlar), báðar sama árið (1907). Sá þungbæri og sviplegi missir sýndi það best, hversu mikilli skapfestu himi ljettlyndi og glað- væri maður var gæddur — og um liúsfreyjuna var ekki að efast í þeim efnum. í annað sinn kvænt- ist Samúel Margrjeti Einarsdóttur (1934), og lifir hún mann sinn. TJm tvítugt var Samúel, er hann rjeðst til trjesmíðanáms á Eyr- arbakka hjá Jóni Þórhallasyni, föður sjerar Gísla, síðast prests að Mosfelli í Grímsnesi. En 1890 fluttust þau hjón búferlum að Eyrarbakka og bjuggu þar til 1901, er þaxi fluttust til Reykja- víkur og dvöldust þar æ síðan. Það mun óhætt að segja, að þau hjónin hafi byrjað búskap siim með tvær hendur tómar, en stór- hugur Samúels og ráðdeild og atorkusemi þeirra beggja hjeld- xxst svo vel í hendur, að bú þeirra blómgaðist vel, einkum þó hin síðari árin, og munu þau hafa orðið allvel efnum búin að lok- um. Gestrisni þeirra og alvið er alkunn. Samúel var náttúruhagur vel, svo að völund mátti kalla, og á Eyrarbakka smíðaði hann, á fyrstu árum sínum þar, hljóðfæri (organ) með nótum og öllu sam- an. En hagurinn var þröngur á þeim árum, og seldi hann hljóð- færið (fyrir 70 kr. ?) Áma bónda Eiríkssyni að Fossnesi í Hreppi, og mun það enn til; þóttist hann þar hafa verslað vel! Önnur 3 hljóðfæri smíðaði hann síðar og 'seldi öll, og hafði ekki annað fyrir sjer við smíðina en hljóð- færi eitt á Bakkanum. Mörg hús reisti Samúel, og sum með inn- anstoliksmunum, því að hann var fjölhæfur smiður, eins og reynd- ar tíðkaðist í þá daga. Kirkjur smíðaði hann 6 (Reynis- og Skeið- flatarkirkjur í Mýrdal, Grafar- kirkju í Skaftártungu, Ólafsvalla- kirkju á Skeiðum, Hrepphóla- kirkju í Ytra-Hreppi og Kot- strandarkirkju í Ölfusi). Nemend- ur (lærlinga) hafði hann 18 alls, og mixn það þykja óvenjumikið. Hann var hamhleypa til vinnu og vann oft dag og nótt. Má búasl við, að sveinum hans hafi á stund um þótt allvel á eftir rekið, i skorpunum, og myndi fæstum öðr- um hafa tjóað slíkt áframhald, eia allir urðu hinir að tölta í hælinn, ef Samúel fór fyrir, og mátti hann vist mest þakka þetta ósjerhlífni, atorku og árvekni sjálfs sín, lip- urð sinni og ljúfmensku, ásaml einstakri umhyggjusemi þeirra hjóna beggja um hag og vellíðan nemendanna. Sjálfur gat hann ekki óvinnandi verið og af vinn- urmi hafði hann sína óblöndnustu gleði, og fram að banalegunxxi fjell honum ekki verk úr hendi, svo að telja mætti; sást hann ganga til vinnu sinnar jafnhratt, hvort sem sækja varð móti brekkxx eða undan. Það xnætti reyndar öllu heldur segja, að hann hlypi eða stykki við fót sjer; svo var það og síðustu sporin, er hann gekk. Þótt Samúel færi ungur a£ æskustöðvunum og hefði alið mestallan aldur sinn (eða hátt á fimta tug ára) annarsstaðar, var hann þó altaf ®ami Skaftfelling- urinn, og fornvinirnir þaðan og afkomendur þeirra voru honum ætíð kærkomnustu gestirnir. Hann var hið mesta nettmenni ásýndum og x verkum síhum, og víst er um það, að hjartfólgnast var honum það lof, sem hans eig- in verk báru honum. Slíkum mönnum má trúa fyrir hverjum þeim starfa, sem þeir vilja aS sjer taka. Skaftfellingur. A5 Lðobergi verður fyrst nm siim aðeins • farið kl. 8.30 árd. og 4 síðd. • frá Lækjartorgi, en þaðan 45 J mín. síðar. J • SfrætisTagnar * Reybfavíkur h.f. • Jðrð | y Ý v I I t I 1 r 9 ? ❖ ,*♦ >:« *$» .:*****c*.:**:* •:»*:* *:♦*:**:» »:* •:* *:**^*? mjög hæg, með stóru og góðu vjeltæku túni, í grend við Akranes, fæst keypt og til afnota í n.k. fardögum. Uppl. í síma 4003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.