Morgunblaðið - 16.11.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. nór. 1937, Hitler hótaði að neita að taka Stórborg (ibúar 1.000000) Iðgð í rústir f Kfna London í gær. PÚ. Soochow (íbúar um 1 .OOO.OOO, borg stærri en Kaupmanna- höfn), sem Kínverjar höfðu gert að miðstöð í vöm sinni milli Shang- hai og Nanking, var í gær lögð í rústir af sprengjum Japana. Engar frjettir hafa borist er gefi til kynna, hve mikið manntjón hefir orðið. Sjö hundruð sprengjum var tvarpað yfir borgina á sunnu- daginnr en daginn áður hafði fbúum borgarinnar verið gert aðvart um yfirvofandi árás. Vöm Nanking. Kínverska herstjómin tegg ur nú aðal-áhersluna á að treysta vamir Nanking- borgan Nanking ðtendur við Yangt- •e-fljót, og er skipgengt all- langt upp eftir fljótinu. —■ Skömmu eftir að styrjöldin hófst settu Kínverjar torfærur á siglingaleiðina með því að •ökkva bátum og smáskipum þvert yfir um fljótið, og var þetta gert til þess að herskip Japana kæmust ekki til Nan- king. Japanir hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að ryðja tor- færum þessum úr vegi, en á- rangurslaust til þessa. í Tokio er gert ráð fyrir því, •ð ekki Iíði á löngu þar til Jap- anir ná valdi yfir Nanking. JAFNTEFLI. Sextándu kappskák þeirra dr. Aljechin og dr. Euwe í kepninní um heimsmeistara- tign er lokið. Varð jafntefli. Hefir þá dr. Aljechin 9Vs vinning en dr. Euwe 6Yt- (FÚ) Karlakór Reykjavíkur er nn kominn til Vínarborgar og átti að hafa samsöng þar í gærkvöldi. í kvöld syngnr kóriwn í útvarp í Vínarborg. Olaf Hertzwig, umboðsmaður S. í. P. í New York, hefir nýlega verið sæmdur riddarakrosai St. Olavs orðunnar noraku. Hann er mjög þektur maður meðal Norður- landabúa í New York og hefir uim langt skeið tekið öflugari þátt í ýmsum fjelagsskap þeirra. Eimiskip. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. öoða- foss fór vestur og norður í gær- kvöldi kl. 8. Brúarfoss er á leið til London. Lagarfoss kom til Djúpavogs í gærmorgun kl. 6. Dettifoss fór frá Grimsby í gær- kvöldi á leið til Hamborgar. á móti fulltrúa Breta Missætt, sem nú hefir verið jöfnuð „Þjóðverjar vilja ekki Eden“ 10 ára frestur Hitlers til að færa út kvíarnar í Mið-Evrópu FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Reiði Þjóðverja út af ummælum breskra blaða, hafði í gærkvöldi nær leitt til hess að hætt yrði við för Halifax lávarðar til Berlínar. I gærkvöldi gáfu þýskar frjettastofur út sam- hljóða yfirlýsingar um það, að ráðlegast væri að fresta förinni, eða hætta alveg við hana. EKKI FRESTAÐ. Samt sem áður hefir niðurstaðan orðið sú, að Halifax fer til Berlín samkvæmt áætlun, á mið- vikudaginn kemur. Breska bla’ðið „Times“ reynir í dag að friða Þjóðverja með því, að slá því föstu „að Halifax hafi engin spurn- ingaskjöl meðferðis nje tillögur. Hann á aðeins að kynna sjer, án skuldbindingar, hvar og hvernig hagsmunir Breta og Þjóðverja rekast á og finna leiðir til þess að jafna ágreining þeirra. „Berlínarförinni verður ekki frestað“, segir „Times“. „Þýska stjórnin hefir ekki óskað þess“. SPURNINGASKJÖL HALIFAX. Á ‘laugardaginn höfðu bresk blöð vakið gremju Þjóðverja, með því að birta ýtarlegar fregnir af spurningaskjali, sem þau sögðu að Halifax ætlaði að leggja fyrir þýsku stjórnina, þar sem hún var spurð: 1) hvaða afstöðu Þjóðverjar tæki til Vest- ur-Evrópu-sáttmála, 2) hve víðtækar nýlendukröfur Þjóðverja væri, 3) hvað Þjóðverjar ætluðust fyrir um landvinninga í Mið- Evrópu og 4) hvað markmiðið væri með þýsk-ítalsk-japanska bandalaginu gegn alþjóðastarfsemi kommúnista í Sovjet-Rúss- landi. Sjerstaklega vakti breska síðdegisblaðið „Evening Standard“ (»em annars hefir verið talið vinveitt Þjóð- verjum, eign Beaverbrooks), ofsa Þjóðverja með því að segja, „að búist væri við því, að Hitler myndi bjóða Bretum tíu ára vopnahlje í nýlendumálunum gegn því að Bretar samþyktu, að Þjóðverjar hefðu „óbupdnar hendur“ í Mið-Evrópu“. SVAR ÞJÓÐVERJA. Með hinum „óbundnu höndum er átt við, segir „Evening Standard), að Bretar myndu ekki skakka leikinn, þótt 1) Þjóð- yerjar knúðu fraim þjóðaratkvæðagreiðslu í Austurríki, aem sennilega myndi lyfta nazistum til valda eða 2) krefð- ust þess að þýska þjóðabrotið í Tjekkóslóvakíu fengi tafarlaust ajálfstjórn. í hinu harðorða svari þýsku frjettastofanna, sem fyrst og fremst er stílað til Evening Standard, segir að Hitler hafi skýrt öllum heiminum frá nýlendu- kröfum sínum og í því efni þurfi- engar frekari skýringar. Um þýsk-ítalsk-japanska bandalagið segir „að Berlín- Róm öxuliinn sje órjúfanlega tengdur Japönum. Vinátta Þjóðverja, ítala og Japana er hafin yfir allar umræður“. „Blaðamanna- lygar“. Ennfremur segir: Þjóðverjar hafa komið skipan á sambúð sína við þjóðirnar í Mið-Evrópu með milliríkjasamninrum við hverja einstaka þjóð. Hinar uppblásnu lygafrjett ir í Evening Standard eitra andrúmsloftið, segir að lokum og að „friðinum í heiminum stafi hætta af blaðamannalygum“. Þetta reiðikast Þjóðverja Eden og Chamberlain á rððstefnu FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. kom alveg á óvart og er talið að yfirlýsing frjettastofanna eigi rót sína að rekja til rót- tækra nazistaforingja, sem vilja fyrir hvem mun hindra samkomulag milli Þjóðverja og Breta. Ekki Eden. Þetta kom þeim irui. meir á óvart, sem þýsk blöð hafa und- anfarna daga verið látin sleppa öllum áróðri gegn Bret- um, sem þau birtu annars dag- lega. Virtist þess vegna sem út breiðslumálaráðuneytið væri að L t dirbúa vingjarnlegar móttök- ur fyrir Halifax. Þjóðverjar kjósa miklu heldur að sjá Halifax en Mr. Eden, því að þeir hafa ekki gleymt því, að engin vinátta gat tekist milli Edens og Hitlers þegar þeir ræddust við í Berlín fyrir nokkrum árum. Þeir álíta, að Mr. Eden sje ólæknandi Þjóðabandalags- draumóramaður, sem oft hafi tekið á sig skólameistarasnið gagnvart Þýskalandi. Halifax er aftur á móti kær- kominn gestur Þjóðverja. Hann er álitinn raunsæis-stjórnmála- maður, sem sje vinveittur Þjóð- verjum. Mr. Eden kom í gærkvöldi til London frá Briissel og fór strax á fund Chamberlains. Ræddust þeir við þrír, Mr. Eden, Cham- berlain og Halifax lávarður. Alliance francaise heldur fund í kvöld kl. 9 í Oddfellow-húsinu. Frk. Þóra Friðriksson flytur þar fyrirlestur um heimssýninguna í París og skuggamyndir þaðan an verða 'sýndar. Ennfremur verð- ur úthlutað verðlaunnm handa þeim stúdentum, sem hæsta eink- unn fengu í frönsku við síðasta stúdentspróf. Arabaupp- reisn gegn Franco ? Kalundborg 15. nóv. F.Ú. Ymsum fregnum sem bor- ist hafa í dag, ber sam- an um það, að Arabar í Spanska-Marokko hafi víðsvejfr ar gert uppreisn og hafi lent í all-alvarlegum bardögum milli Araba og spanskra manna. Ástæða þessarar uppreisnar er talin vera megn óánægja Araba, vegna þess, hve margir Arabar hafi verið sendir til vígvallanna á Spáni til þesa aS berjast í liði Franco, sem ekki hafi komið aftur og engin greia gerð fyrir afdrifum þeirra. Italir studdu Japani gegn stórveldunum London í gær. FÚ. Italir greiddu atkvæði gegn yfirlýsingu þeirri, sem full- trúar Breta, Frakka og Banda- ríkjamanna höfðu samið, og lögð var fyrir fund Bryssel- ráðstefnunnar á laugardaginn var. Fulltrúar Svíþjóðar, Nor- egs og Danmerkur sátu hjá. Allar aðrar þjóðir samþyktu yfirlýsinguna. (Þar sem ekki náðist fult samkomulag um yfirlýsinguna, (sem var all-harðorð, og því slegið föstu, að Japanir hefðu gerst brotlegir við níu-velda- sáttmálann og Kellogg-sáttmál- ann, en það varðaði allar þjóð- ir), þá mun yfirlýsingin verða skoðuð sem aðeins álit nokk- urra þjóða, en ekki orðsend- ing frá Briissel-ráðstefnunni í heild. Það má búast við því, að Brussel-ráðstefnunni verði frest að í nokkra daga, þar til sjeð verður hverju Japanir svara). Norðmenn og salt- fiskssala til Franco Khöfn í gær. F.Ú. Norsk blöð og ýms f j©- lög útgerðarmanna skora um þessar mundir á ríkisstjórnina að gera gangskör að því, að senda þegar í stað sjerstaka sendinefnd til stjómar Francos á Spáni, með það fyrir augum, að takast mættu greiðari verslunar- viðskifti með saltfisk í þeim hluta Spánar, sem stjórn Francos hefir á valdi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.