Morgunblaðið - 24.11.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1937, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÖIÐ Miðvikudagur 24. nóv. 1937. Forsenöur próf. ör. H. Mosbech fyrir Öómi hans AÐUR en prófessor Mosbech fór aftur hjeðan í vetur sem leið, ljet hann guðfræðideildinni eft- ir sundurliðaðar forsendur fyrir dómi sínum Guðfræðideildin fór þess á leit fyrir mörgum dögum við kenslumálaráðherra, að hann birti þessar forsendur, eins og forsendur prófessors Nygren, en ráðherra hefir ekki enn fengist til þess. Prófessorar deildarinnar hafa því beðið blöðin fyrir birtinguna. Þýðingin er eftir þá, en Morgunblaðinu hefir einnig borist frumritið. A. Dómar um ritgerðir þær, sem hafa verið afhentar 1. Auðkenni „Gestur Geira- son“ (BIs. 289).* Höfundur byrjar á því að út- skýra úrlausnarefnið mjög nákvæmlega, og kemst þá að þeirri rjettu niðurstöðu, að sjerkenni kristindómsins beri að skilja svo, sem meginatriði kristindómsins. En þær vonir, sem vakna við þessi skarplegu inngangsorð, um ljósa og skipu- lega efnismeðferð, bregðast, þegar framhaldið kemur. Höf. ræður yfir ljettum og liprum stíl, sem stundum getur bein- línis orðið þrunginn skáldlegum krafti. Hann getur dregið upp fagrar myndir, sem eiga vel við og hjer og þar í ritgerðinni koma greinilega fyrir ýms góð og gild úmmæli um einstök at- riði. Grein eins og II, 3: „Vjer sjáum dýrð hans“, minnir víða meir á prjedikun en vísinda- lega ritgerð. En hinsvegar verð- ur því trauðla neitað, að hinn lipri penni höfundarins hafi leitt hánn í hættu. Framsetning hans verður oft all-sundurlaus og þannig, að hann hleypur nokkuð úr einu í annað. T. d. um það má nefna, að í I, 1, kaflanum um boðs'kap Jesú, er fyrst lýst gildi prjedikunar Jesú fyrir hina fátæku, því næst koma nokkur orð um líkningar Jesú og búninginn yfirleitt, sem hann velur kenn- ingu sinni, þá er (bls. 22) um- sögn um vandamálið mikil- T,æga, gildi persónu Jesú fyrir boðskap hans — í 12 línum(!) — þá er ritað um starf Jesú í Galileu, spurninguna um það, hvort hann hafi verið mikil per- sóna, afstöðu hans til Jóhann- esar skírara, grískan hugsun- arhátt, sem kunni að birtast í boðskap hans, hvort orð Jesú sjeu rjettilegu eignuð honum og afstöðu Jesú til gamla testa- mentisins. Og enn verra er það, að mælskublærinn á framsetn- ingunni verður því oft vald- andi, að annað hvort er dregið úr raunverulegum úrlausnar- efnum, eða þau líða með öllu á burt, eins og mjer kemur fyrir sjónir t. d. í I, 2. í kaflanum um guðsríkið. Þar er eitthvað mjög óljóst við framsetninguna og óákveðið. Óskýrleikinn staf- ar oft af því, að höf. virðist engan veginn hafa gert sjer ljósa grein fyrir muninum mik- * Þ. e. S. E. ilvæga á ,,liberölum“ og „ortó- doxum“ skilningi á þeim vanda- málum sem hann fæst við. Það kemur í ljós aftur og aftur í kaflanum II, um Kyrios Christ- os. Höf. vitnar þar til atkvæða- manna frá báðum stefnunum, og oftast svo, að hann lætur ekki skýrt í ljós, hvort hann er með eða móti. Hann virðist ætla sjer að sameina bæði sjón- armiðin og lendir því oft úti í mjög þokukendum dómi:„Bæði — og“. Það skilst fyrst í lok ritgerðarinnar, að höfundur hafnar ortodoxa skilningnum. Skortur hans á glöggsæi veldur því einnig, að fjöldi af end- urtekningum kemur fram, og stundum virðist beinlínis eins og hann sje altaf í sama farinu. Slakastur er þó kafli III, þar sem höf. svarar tveimur síðustu atriðunum í verkefninu, sem gefið var (kenningu kirkjunnar og kristindómsboðun nútím- ans). Eftir fyrirsögn hans að dæma, ætlar hann að rita um guðsríkið og Kristfræðina „í uppruna þeirra og meðferð kirkjunnar“, en í raun og veru ©r aðeins gerð grein fyrir skoð- un Nýja testamentisins í þess- um efnum (og er að nokkuru endurtekið það, sem sagt var í kaflanum á undan). Því næst er nútímaskilningurinn borinn saman við hana og það venju- lega með þeim hætti, að hann er látinn laga sig eftir ummæl- um Nýja testamentisins. En út í alla þróun trúarkenninga kirkjunnar Um þetta er nálega ekkert farið, enda þótt það hefði legið mjög beint við að því er kemur til Kristfræðinnar. í kaflanum um guðsríkisvanda- málið nú á tímum koma heldur ekki nægilega skýrt fram sem andstæður báðar skoðanirnar: Heimsslitaskoðunin og skoð- unin um guðsríkið hjer á jörðu, nje heldur hinar ýmsu afleið- ingar, sem af þeim verða dregn- ar. Að vísu kemur auðvitað fram tilraun í þessa átt. Þegar rætt er um friðþægingarkenn- inguna, er aðeins lauslega drepið á kenninguna um sub- jektiva friðþægingu, enda þótt hún ætti minni umtal skilið, miðað við gildi hennar fyrir nú- tímakristindóminn, og gildir hið sama um það, hvort sem höf. fellir sig við hana eða ekki. Prjedikuninni hafa verið gerð mjög stutt skil (6 bls.). Höf. krefst hljóðs um það, að prje- dika skuli fagnaðarerindið án þess að nokkuð sje undan felt og kristindóminn sem gagn- stæðan skynseminni. Kenning kirkjunnar og prje- dikunin verða þannig allmjög útundan, og hefði þá átt að mega gera sjer von um það, að kaflarnir er vörðuðu Nýja testamentið og eru tveir fyrstu höfuðkaflarnir og talsverður hluti af þriðja kaflanum, hefðu borið vitni um grund- vallaða þekkingu á meðferð þeirra vandamála á sviði Nýja testamentisins, sem höf. fæst við. En því fer fjarri að mínum dómi. Að sönnu þekkir höf. nokkuð af bókmentum liberal- rar guðfræði, en greinargerð hans á þeim sjónarmiðum, sem þar birtast, er mjög áfátt. T. d. um það má nefna, hvernig farið er með spádóm Jesú um kvöl hans og dauða, og með upprisu Jesú. Vera má að þetta stafi af því, hve höf. hneigist til orto- doxrar stefnu, en það getur þó ekki leyst hann frá því, að lýsa rjett liberölum sjónarmið- um, og hrekja, ef honum býð- ur svo við að horfa. 2. Án auðkennis (A—Ano- nym (BIs. 188).* Hof. hefir auðsjáanlega átt í vandræðum með að skilja verkefnið og hefir því fyrst 47 bls. forspjall. Ræðir hann þar spurninguna um al- gildi kristindómsins og afstöðu hans til annara trúarbragða, og það vandamál, hver sje kjarni kristindómsins samkvæmt skiln- ingi 1) kaþólskra manna, 2) Biblíutrúar-Mótmælenda, 3) Eitschls, 4) Harnacks og 5) Loisy’s. Jafnframt fræðir hann spurninguna um það, hve langt söguþekking fái náð og um kristindóm og trúarbragðasam- steypu. Þessar hugleiðingar bera vitni um töluverðan lest- ur og þekkingu á skoðunum seinni tíma guðfræðinga, en verður þó að vísast að teljast fara ofurlítið á snið við það, sem ætlast var til, þegar verk- efnið var gefið. Að lokum markar þó höf. viðfangsefnið alveg rjett með því að telja það fólgið í því, að gefa yfirlit yfir meginatriðin í kristilegri trú- fræði og siðfræði og leggja Nýja testamentið til grundvall- ar, en jafnframt vill hann á- kveða sjerkenni kristindómsins með samanburði við gyðing- dóminn. Fyrst tekur hann þá til með- ferðar afstöðuna til lögmálsins, og leiðir það í ljós, að Jesú komi að vísu ekki fram með neitt beinlínis nýtt, en segi þó frá hinu gamla og alkunna með alveg nýjum hætti. I næstu * Þ. e. B. K. greinum hallast hann að skoð- unum Bultmanns og Karls Holl og vekur athygli á þróuninni dýrmætu upp yfir gyðingdóm- inn, sem er í því fólgin, að Jesús boðar, &ð Guð sje faðir- inn, er fyrirgefi börnum sínum; og er því fagurlega og rjett lýst, hvernig Jesús leit á menn- ina eins og Guðs börn. Aftur á móti sýnist síður eiga hjer heima, • að greinargerðin fyrir hugsunum Jóhannesarritaranna um það, að Jesús og faðirinn sjeu eitt, og fyrsta vísinum að þrenningarlærdóminum. Næsti kafli, um guðsríki eftir prjedikun Jesú, hefir tekist sjer- lega vel. Hann hefst með yfir- liti yfir heimsmyndunarkenningu Persa, til þess að undirbúa skiln- ing á guðsríkishugmyndum síð- gyðingdómsins, og síðan kemur sjerlega góð og skýr greinargerð um hin tvö höfuðsjónarmið í prje- dikun Jesú. Aftur á móti hefir næsti kafli, umi trúarlærdóma Páls, tekist miður. Hann er fremur sundurlaus og ósamstæður. Fjöldi atriða er dreginn inn í efnið, jafnvel nútímahöfundar eins og Freud og Bernh. Shaw, og fram- setningin er ekki altaf ljós, þar sem hún er um of hlaðin tilvitn- unum í Pál. Sambandið við það næsta á undan er ekki heldur al- veg 1 jóst, nema hvað höf vill sýna, að friðþægingarkenning Páls (í subjektivri merkingu) sje í raun- inni í samhljóðan við skoðun Jesú á fyrirgefandi kærleika Guðs. Sama óskýrleika gætir í næsta kafla: Kenningu Páls og Jóhann- esar á ,lífinu‘, en hún á einnig að vera í samhljóðan við boðskap Jesú um guðsríkið. í kafla um ,,sið fræði Jesú“ er hún talin vera að mestu fólgin í „universalisma“ og boðun kærleikssamfjelagsins, sem leiðir af hinu nýja lífi í guði. Yfir- leitt flytja þessir kaflar aðeins skoðanir Nýja testamentisins í nú- tímabúningi, stundum í andstæðu við gyðingdóminn, en án þess að tekið sje tillit til kenningar kirkj- unnar síðar og án þess að getið sje um nokkra þróun frá tímum Nýja testamentisins til vorra daga. Ein tilvitnun í Tómas Aqninas kemur næstum því óvænt fyrir í þessu umhverfi. Þó að ýmislegt sje í sjálfu sjer fallega og rjettilega fram tekið, þá verður ekki breitt yfir þá staðreynd, að á bls. 87— 145 er aðeins, alveg óbeinlínis nokkuð lagt fram til úrlausnar á verkefni því, semi gefið var. í tveim stuttum köflum: „Ein- stæð opinberun?“ og „Samanburð- tír við önnur trúarbrögð“, er lýst sjerkennum kristindómsins gagn- vart öðrum æðri trúarbrögðum. En þessir kaflar eru svo stuttir (2 og 20 bls.) að þá verður að telja al- veg ófullnægjandi, og 1Y& bls.: „Drottinn Jesús Kristur“ er alveg utan við efnið hjer. Síðasti kaflinn, sem er um kenni mannlega guðfræði, verður og að teljast fremur mishepnaður. í hon- um er aðallega samanburður á kommúnisma og frumkristninni. En ef ræða ætti þetta vandamál á þann hátt, sem verkefnið gefui* tilefni til, þá hefði átt að svara spurningunni: Á kristindómsboð- un nútímans að vera mótuð af þjóðfjelagsmálunum eða á hún að vera algerlega trúarleg? Á önnur vandamál kristindómsboðunarinn- ar er ekki minst yfirleitt. Eins og búast mátti við eru bækur þær, sem notaðar hafa verið — sam- kvæmt heimildaskrá — ófullnægj- andi tíl þess að gera verkefninu skil. 3. Auðkenni: Einhver. (Bls. 322).*) Ritgerðin svarar til fullnustu verkefni því, sem gefið var. 1 I. aðalkafla er lýst sjerkennum kristindómsins í prjedikun Jesú og frumkristninni með því að lýsa sjálfsvitund Jesú og Kristfræði elsta safnaðarins. Því næst er í stuttu máli skýrt frá höfuðatrið- um kristilegrar trúfræði og sið- fræði þannig, að sambandi þeirra við nýja testamentið er hlutfalls- lega greinilega lýst. Því næst er stutt dogmusögulegt yfirlit, er lýs- ir þróun hugmyndanna. Loks er svo í lengra máli lýst afstöðu nú- tímans til vandamálsins, sem verið er að ræða. I V. kafla er svo loks talað um kristindómsboðun nútím- ans og afstöðu hennar til sjer- kenna kristindómsins eins og þeim hefir áður verið lýst. Það leiðir af sjálfu sjer, að rit- gerðin hlýtur að verða yfirlits- kend, þar sem efnið er svo geysi- mikið. En verkefnið er þannig, að til slíks hlýtur að vera ætlast, og sem svar við verkefninu verður því að telja ritgerðina hafa hitt rjetta leið. Það mætti ef til vill finna að því, að höf. hafi tekið óþarflega margt með sem sjer- kenni kristindómsins. En það hefir augsýnilega verið tilgangur hans að taka alt til meðferðar, sem á einn eða annan hátt gæti skift máli við boðun kristindómsins nú á tímum. Frá þessu sjónarmiði verður t. d. að líta á það, þegar liöf. gefur lýsingu (og hana góða) á afstöðu kristindómsins til nýj- ustu vísindanna (afstæðiskenning- arinnar) og lýsir spiritismanum, sem töluvert hefir látið til sín taka á íslandi, og gerir það víst enn. Ef vikið er að fyrsta kafla (Nýja-testamentisfræði-kaflanum) þá sýnir hann, að höf. er vel heima í rannsóknum síðari tíma. Einnig í næsta kafla fer hann með Nýja testamentis efni sitt yfirleitt á þann hátt, sem frá sögulegui sjónarmiði verður ekki að fundið. Jafnvel þótt maður sje honum ó- sammála í einstökum atriðum, t. *) Þ. e. B. M. FRAMF. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.