Morgunblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 8. janúar 1938.
<xxxxxxxx>ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo ooooooooooooooooooooooooooocooooooooooooooooooo
z
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins
við bæjarstjórnarkosningar 30. þ. m.
Guðmundur Ásbjörnsson.
Bjarni Benediktsson.
Jakob Möller.
Guðrún Jónasson.
Guðmundur Eiríksson.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ->000000000000000000000-0(
Kommúnistar
gleyplu
Alþýðuflokkinn
SameinaOur listi við bæjarstjórnarkosningarnar
FUNDUR fulitrúaráðs Alþýðusambandsins sambykti í fyrra-
kvöld með 42 atkvæðum gegn 29, að Alþýðuflokkurinn
skyldi bjóða fram sameiginlegan lista með kommúnistum, og afneita
með }>ví sjálfstæðri tilveru sinni og ganga á hönd hinum íslensku úti-
bússtjórum frá Moskva.
F'undurinn stóð langt fram á nótt. Voru f jörugar umræður lengst af.
Það vakti alveg sjerstaka athygli, að formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson
bankastjóri sat lengst af þögull úti í horni, og tók ekki þátt í umræðum. Hann fór
áður en fundinum var lokið. Hann var í 5. sæti á hinum upprunalega lista Alþýðu-
flokksins. Hann er í 29. sæti á sameiginlega listanum. Þar sá hann starf sitt á undan-
förnum árum að engu orðið. Sama má segja um frumherja Alþýðuflokksins hjer Ólaf
Friðriksson. Hann var í 6. sæti á upprunalega lista flokksins, en er sparkað af samein-
ingarlistanum.
LÝBRÆÐISSINNAÐUR VERKALÝÐSFLOKKUR Á ÍSLANDI ER HJER MEÐ ÚR SÖGUNNI.
1. Guðmundur Ásbjörnsson, útg.m., Fjölnisv. 2.
2. Bjarni Benediktsson, prófessor, Laugav. 66.
3. Jakob Möller, alþingismaður, Hólatorgi 2.
4. Guðrún Jónasson, frú, Amtmannsstíg 5.
5. Guðmundur Eiríksson, húsasmíðam., Bræðr. 11.
6. Valtýr Stefánsson, ritstjóri, Laufásveg 69.
7. Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Sóleyjargötu 7.
8. Jón Björnsson, kaupm., Grófin 1.
9. Gunnar Thoroddsen, lögfr., Fríkirkjuveg 3.
10. Pjetur Halldórsson, borgarstjóri, Túngötu 38.
11. Guðrún Guðlaugsdóttir, frú, Freyjugötu 37.
12. Sigurður Sigurðsson, skipstj., Túngötu 45.
13. Gunnar E. Benediktsson, lögfr., Fjölnisveg 15.
14. Sigurður Jóhannsson, verslm., Sólvallagötu 2.
15. Ragnhildur Pjetursd., frú, Háteig v. Rauðarárst.
16. Björn Snæbjörnsson, bókari, Öldugötu 3.
17. Marta Indriðadóttir, frú, Bergstaðastræti 50 A.
18. Stefán A. Pálsson, umboðsm., Bjarnarstíg 9.
19. Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhv. v. Suðurl.veg
20. Guðmundur Markússon, skipstj., Unnarstíg 4.
21. Einar B. Guðmundsson, hrm., Marargötu 2.
22. Einar Ásmundsson, járnsmíðam., Hverfisg. 42.
23. Sæmundur G. Ólafsson, bifreiðarstjóri, Amt. 5.
24. Þorsteinn G. Árnason, vjelstj., Hringbraut 159.
25. Bogi Ólafsson, yfirkennari, Tjarnargötu 39.
26. Brynjólfur Kjartansson, stýrim., Þingholtsstr. 21.
27. Sveinn M. Hjartarson, bakaram., Bræðrab.st. 1.
28. Þ. Helgi Eyjólfsson, húsasmíðam. Eiríksg. 31.
29. Matthías Einarsson, læknir, Sólvallagötu 30.
30. Ólafur Thors, alþingismaður, Garðastræti 41.
oooooooooooooooooooo
Framboðslistinn
„Þjóðviljinn“
fagnar sigri.
Á skrifstofu Þjóðviljans, mál-
gagns kommúnista, uppi í Berg-
staðastræti biðu nokkrir menn
eftir frjettum af fundinum.
Prentun blaðsins var frestað
þangað til úrslitin urðu kunn af
fundi fulltrúaráðsins í Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu, til þess
að blaðið gæti með morgunsár-
inu flutt lesendum sínum fregn-
ina um samruna Alþýðuflokksins
við. kommúnista, eða öllu heldur
undirokun hans undir Moskva-
valdið.
Má geta nærri, að þeir piltar
„útibússtjórarnir" hafi ekki látið
líða á lÖngu uns þeir tilkyntu
yfirböðurum sínum þar austurfrá,
hve fengsælir þeir hefðu orðið í
undirbúningi bæjarstjórnarkösn-
inganna hjer á íslandi, er þeir
komu svo ár sinni fyrir borð, að
gleypa í einu andartaki hinn lýð-
ræðissinnaða flokk.
Alþýðuflokks-
broddar lyppast
niður.
Olga nokkur var í sósíalista-
broddum, þeim, sem á fulltrúa-
fundinum voru.
Var ekki laust við, að sum-
ir þeirra, sem mestu hafa ráð-
ið í Alþýðuflokknum sáluga
undanfarin ár, hafi haft í hót-
unum um það, að þeir sættu sig
ekki við sameininguna og
myndu setja upp annan lista,
Alþýðuflokkslista. Meðal þeirra,
sem talaði digurbarkalega um
slíka sjálfsbjargarviðleitni, var
Stefán Jóh. Stefánsson.
En Stefán var settur efstur á
sameiningarlistann. Hann er kok-
víður maður. Hann hefir fyrri
látið sjer lynda að renna niður
stórjrrðum sínum. Og eins mun í
þetta sinn. Hann sansast á að
vera „toppfígúra“ í hinu nýja
umhverfi.
Sameiningar-
listinn.
Sameiningarlistinn er svipaður
eins og búist var við hjer í blað-
inu í gær, að því er snertir átta
efstu menn listans. Þeir eru hin-
ir sömu og þar var talið, nema
hvað Haraldur Guðmundsson er
færður niður í 8. sæti, en átti
uppkaflega að vera í 6. sæti. Aft-
ur á móti var Hjeðinn fluttur úr
8. sæti í 6. sæti Haraldar ráð-
herra.
Er röðin á efstu sætunum nú
þessi:
Stefán Jóh. Stefánsson
Ársæll Sigurðsson
Soffía Ingvarsdóttir
Jón Axel Pjetursson
Björn Bjarnason
Iljeðinn Valdimarsson
Einar Olgeírsson
Haraldur Guðmundsson.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Listi Sjálfstæðisflokksins við
bæ j arstjórnarkosningarn-
ar, sem fram eiga að fara 30.
þ. m. hefir nú verið fullskip-
aður og er hann birtur hjer að
ofan.
Það eru fjelög Sjálfstæðis-
manna hjer í bænum, Hvöt,
Vörður og Heimdallur, sem
standa að listanum. Fjelögin
höfðu hvert um sig fyrir nokk-
uru kosið 9 manna kjörnefnd
til þess að undirbúa listann og
unnu nefndirnar saman.
Þegar hin sameiginlega kjör-
nefnd allra fjelaganna hafði
komið sjer saman um listann,
var hann borinn undir stjórnir,
foringjaráð og fulltrúaráð fje-
laganna og samþyktur þar ein-
róma.
Loks var listinn borinn undir
sameiginlegan, almennan fund
allra fjelaganna, sem haldinn
var í Varðarhúsinu í gærkvöldi.
Var þar fjölmenni mikið sam-
an komið. Thor Thors alþm.
hafði framsögu f. h. kjörnefnd-
anna, og að lokinni framsögu-
ræðu hans var listinn samþýkt-
ur með samhljóða atkvæðum
allra fundarmanna. Verður list-
inn afhentur yfirkjörstjórn í
dag.
Þegar búið var að samþykkja
listann á sameiginlega fundin-
um í gærkvöldi, fluttu þeir
Pjetur Halldórsson borgarstj.,
Jakob Möller alþm., Bjarni
Benediktsson prófessor og Guð-
mundur Benediktsson formaður
Varðar hvatningaræður til
FRAMH- Á SJÖTTU SÍÐU.