Morgunblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Stórfeld
aukning
á ítalska
flotanmn
London í gær. FÚ.
Mussoiini býr sig nú
undir það að geta
fboðið flotaveldi Breta
byrginn.
Italska stjórnin til-
kynti í dag, að hún hefði
í hyggju að láta smíða
2 stór orustuskip, 35
þúsund smálestir hvort
og auk þess 12 stóra
tundurspilla og all-
marga kafbáta.
Er hjer um feiknarlega flota
aukningu að ræða.
ítalska stjórnin hefir einn-
ig ákveðið að þegar Hitl-
er fer til Italíu í maí í vor
til að endurgjalda heim-
sókn Mussolini frá því i
haust, skuli fara kam
stórmiklar hersýningar og
flotaæfingar.
Lundúnaútvarpið segir í sam
bandi við flotaaukningu ítala
að síðan 1934 hafi Mussolini
látlaust verið að kenna ítölsku
þjóðinni að flotastyrk hvers
ríkis ætti undantekningarlaust
að miða við hvað mikið það
hefði á takteinum af orustu-
skipum.
Þegar hinir nýju kafbátar
hafa verið smíðaðir, en tala
þeirra er ekki látin uppi, má
gera ráð fyrir að kafbátafloti
Itala sje orðinn hinn stærsti í
heimi.
Hvers Þfóðverfar
meta gfaldeyrinn
Mussolini.
Heilli her-
dellð Francos
tortlmt
HEIL herdeild af liði
Francos fórst í dag, er
rauðliðar sprengdu í loft
upp heila húsaröð í borg-
inni Carabanchel, skamt
fyrir sunnan Madrid. —
Sprengingin kom Franco-
mönnum alveg á óvart
(símar frjettaritari vor).
Stórorusta í aðsigi.
London í gær. FÚ.
Frá vígstöðvunum á Spáni er
fátt að frjetta. í dag, ann-
að en það, að báðir aðilar flytja
stórkostlegt varalið til vígstöðv-
anna við Teruel.
I fregn frá Gibraltar segir, að
stjórnin hafi einnig mikinn liðs-
safnað á suðurströndinni, nálægt
Almería, og er það lagt út á þá
leið, að stjórnin þykist eiga von
á árás af hendi nppreisnarmanna
á þeim slóðum.
London í gær. FÚ.
ómur er fallinn í máli
Arnold Bernstein forstj.
gufuskipafjelagsins „Red Star“
í Hamborg og var honum gefið
að sök að hafa farið í kring
um gjaldeyrislögin.
Hann var dæmdur í 30 mán-
aða þrælkunarvinnu og 1.8 mil-
jón króna sekt.
Jólatrjesskemtun fyrir 500 boðs-
börn hafði Verslunarmannafjelag
Reykjavíkur inni að Hótel Borg
í gærkvöldi. Hefir fjelagið haft
það fyrir fasta reglu nú um 45
ára skeið að bjóða börnum á
jólatrje, og þykja það bestu skemt
anir, og mjög eftirsóttar. Konur,
sem voru boðsbörn á fyrstu jóla-
trjesskemtunum fjelagsins, koma
nú þangað með börn sín og
barnabörn. Heklur en ekki var
glatt á hjalla í hótelinu í gær-
kvöldi. Börnin fengu allskonar
veitingar, súkkulaði, kökur, kon-
fektpakka, epli o. s. frv. Illjóm-
sveit ljek jólasálma og þjóðlög
og var gengið syngjandi i hóp
umhverfis jólatrjeð, en flokkur
manna úr fjelaginu stjórnaði
söngnum. Aðrir starfsmenn fje-
lagsins sáu um að öll börnin
Skemtu sjer, að ekkert vrði út-
undan með veitingar. Á milli jóla
og nýárs hafði Verslunarmanna-
fjelagið tvær jólatrjesskemtanir
fyrir börn fjelagsmanna, og voru
þar um 700 börn.
— Kuldinn —
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÆR.
Kuldinn í Mi8-Evrópu helst
enn og fer vaxandi. ! Ung-
verjalandi er 36 stiga frost.
Síkin í Feneyjum eru öll
lögð. íbúar í Alexandríu geta
farið á skautum í fyrsta
skifti síðan 1901.
Xil að stóðva
fólksfækkun
ISvíþjóð hafa verið sett ný
lög sem eru á þá leið, að
hver hjón sem gifta sig, geta
átt kost á að fá þúsund króna
lán til 5 ára með 3*4% árs-
vöxtum án npkkurrar ábyrgðar
annarar en sinnar eigin. (FÚ)
Skíðafæri. Um hádegi í gær
var 5 st. frost á Hellisheiði og
hríðarveður. Fólk, sem var uppi
í Skíðaskála, sagði gott skíða-
færi, en lítinn snjó, svo að fara
yrði varlega. — Skíðafjelagið efn-
ir til skíðaferðar upp að Skíða-
skála., ef veður og færð leyfir.
Lagt verður á stað kl. 9 að
morgni. Áskriftarlistar hjá L. II.
Miiller til kl. 6 í kvöld.
\
Laugardagur 8. janúar 1938.
„STAVISKYHNEYKSLI“ BELGA
Belgiski þjóðbankinn lapaði
30 mil|. frönkum á Barmat
Háttsettir
menn flæktir
I hneykslið
““ Tveir breskir liðsforingjar barðir “
Hvað breska Ijónið
umber Japönum
London í gær. FÚ.
IShanghai bar það við í dag að tveir breskir lögreglumenn
voru barðir af japönskum hermönnum. Hefir atburður
þessi vakið óhemju gremju meðal Breta í Shanghai.
Sjálfur yfirforingi breska liðsins, Schmollet, fór á fund
hermálaráðunauts japönsku stjórnarinnar þar í borginni og
tilkynti honum að ef slíkir atburðir endurtækju sig oftar,
en þetta er í annað sinn sem slíkt hefir skeð, þá mundi það
hafa hinar alvarlegustu afleiðingar sem hugsast gæti fyrir
sambúð þessara tveggja ríkja.
Hinir bresku lögreglumenn voru inn á bresku varnar-
svæði, þegar þeir voru barðir og var orsökin til áreksturins
sú, að þeir höfðu fundið að því við japanska hermenn hverni-
ig þeir ljeku Kínverja sem þeir voru að handtaka.
Hitler: ýÞskalands:
Álit sendiherra
Bandaríkjanna
Londjn í gær. FÚ.
„Hvað getur fulltrúi Banda-
ríkjaima gert í landi, þar
sem ekki er til neitt trú-
frelsi, og í landi, þar sem alt
vísindalegt og vitsmunalegt
framtak er beinlínis bannað,
og í landi, þar sem kynþátta-
hatrið er ræktað daglega?“
annig svaraði Mr. William
Dodd, sem undanfarið hefir
verið sendiherra Bandaríkjaima í
Þýskalandi, spurningu, sem blaða
inenn lögðu fyrir hann, er hann
kom heim frá Berlín til New
Yorlt í dag. Spnrningin var:
Ilversvegna Ijetuð þjer af starfi
yðar í Berlín?
Samkomnlagið milli William
Dodd og þýsku •stjórnarinnar var
orðið afar bágborið upp á síð-
kastið og er orsökin talin vera
sú, að livað eftir annað i ræðum
sínum mælti hann með lýðræðinu
sem sjálfsögðu stjórnarformi, og
loks neitaði hann að sækja
flokksþing nazista í Níirnberg
síðastliðið hanst.
Sendiherra í Berlín hefir verið
skipaður Hugli R. Willson.
Samvinna Breta
og Bandaríkja-
manna.
Mikla athygli hlýtur það að
vekja, að Bandaríkjastjórn hefir
skipað sendiherra í London í
stað Bingham, er ljest nýlega,
Joseph Kennedy.
Hefir hann verið einn af fram-
kvæmdastjórum Roosevelts for-
seta við ýms fyrirtæki, sem sett
voru á laggirnar, samkvæmt við-
reisnarlöggjöfinni.
Er þessi útnefning talin bera
vott um vaxandi samvinnu Breta
og Bandaríkjamanna.
Lyra fór frá Bergen í gær-
kvöldi, í staðinn fyrir fyrrakvöld.
Einræðið
i Rúmenfu
London í gær. FÚ.
úmenska stjórnin hefir sett
af allar borgarstjórnir
og sveitarstjórnar í landinu og
kipað bráðabirgðarstjórnir
hliðhollar ríkisstjórninni.
Síðar eiga kosningar að fara
fram, en ennþá er ekkert til-
kynt um, nvenær það muni
verða.
Stjórnin í Rúmeníu lýsir yfir
því, að hin opinbera tilkynning
sem birt var í Róm í gær, þar
sem sagt var að Rúmenía hefði
viðurkent Abyssiníu sem hluta
hins ítalska keisaraveldis væri
á missikilningi bygð.
Enska í stað þýsku
Kalundborg í gær. FÚ.
rthur Engberg kenslumála-
ráðherra Svía hefir skip-
að nefnd manna til þess að
rannsaka hvort ekki muni ráð-
legt að enska verði tekin upp
sem fyrsta útlent mál í æðri
skólum ríkisins, en þýska hefir
fram að þessu skipað þann sess.
Málverkasýning Finns Jónsson-
ar í Kirkjutorgi 4, hefir vakið
almenna atliygli og verið fjöl-
sótt. Var henni lokið, en vegna
•margra áskorana verður hún opn-
uð aftur í dag og verður opin á
morgun í seinasta sinn.
Þakkarorð.
Betri þakkir en jeg hef vit á
að binda í orð, vil jeg færa
Oddfellowbræðrum fyrir jóla-
gjöfina, sem flutti ljós inn í
mitt langa myrkur — og ann-
ara blindra hjer í Hafnarfirði.
Hafnarf. á þrettándanum,
Halldór Brynjólfsson.
FRÁ FRJETTARITARA
VOR.UM.
KHÖFN í GÆR.
rðrómurinn hefir
fengið lausan
tauminn við hið skyndi-
lega fráfall fjárglæfra-
mannsins, og rússneska
hestaþjófsins fyrver-
andi, Juliusar Barmats,
sem ljest í fangelsi í Bel-
gíu í gær. Andlát hans
bar að rjett um það
bil sem rjettarhöldin
gegn honum áttu að
hef jast.
Ýmsir telja að í Bar-
piat-hneykslið hafi eins
og í Stavisky-hneykslið
í Frakklandi á sínum
tíma, verið flæktir hátt-
settir menn, sem ljetu
lífið á dularfullan hátt,
áður en hægt var að yf-
irheyra þá.
í þessu sambandi er minst
andláts
Tilmonts, forstjóra, sem
ljest skyndilega í nóvem-
ber síðastliðnum,
Etiennes hershöfðingja, er
var stjórnarmeðlimur í
belgíska þjóðbankanum.
Hann framdi sjálfsmorð
þegar hann fjekk skipun
um að mæta fyrir rjetti,
Francks, forstjóra belgíska
þjóðbankans, sem ljest síð-
astliðinn föstudag, daginn
áður en hann átti að
leggja niður embætti sitt.
Tveir aðrir háttsettir menn,
sem kallaðir höfðu verið sem
vitni ljetu lífið á dularfullan
hátt, áður en hægt var að yfir-
heyra þá, og er talið að þeir
hafi viljað koma í veg fyrir, að
hneykslismálið yrði víðtækara
en orðið var.
30 MILJÓNIR.
í rannsókn sem fram var lát-
in fara út af árásum belgískra
nazista (hinna svonefndu rex-
ista) á fjárreiður belgíska
þjóðbankans, og sem að lokum
höfðu í för með sjer lausnar-
van Zeelands-ráðuneytis-
ins, kom í ljós að Julius Bar-
mat hafði fengið lán hjá þjóð-
bankanum út á fölsk verðbrjef
og nam tjón bankans út af
þessum viðskiftum 30 miljónum
franka.
SJÁLFSMORÐ
Hinn opinberi ákærandi krafð-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
I