Morgunblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 6
Laugardagur 8. janúar 1938. MORGUNBLA ÐIÐ Kjöt af fullorðnu, Lifur, Svið, BuffQullasch Laugaveg 48. Sími 1505. í matinn; Kjöt af fullorðnu á 45 au. % kg. Saltkjöt af- bragðsgott. Hangikjöt. Svið. Hvítkál. Rauðróf- ur o. m. fl. Jóh. Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 413L —>iPnnp«PiwmitHHiiwr iwnpiriwiwririfiwp 3l'JI317un3ili7t7uiuiduul 7JaT3! jTjtji 3ulal Jwui Saltkjöt. | KLEIN, S* Baldursgötu 14. Sími 3073 og 3147. œ i icur inrir Lngir torii; ipru: ineu; igiEirigincigie aKnauriai aiaun Tisni auiai arnun 3fi3i íslenskar ágætar kattöflur í pokum og lausri vigt. Versl. Vísir il Laugaveg 1. ÚTBÚ, Fjölnisveg 2. Súðin fer í strandferð vestur og norð- nr (í stað e.s. ,,Esja“) miðviku- dag 12. þ. m. kl. 9 síðd. Tekið á móti flutningi á mánu- Þegar kommúnistar gleyptuAlþýðuflokkinn FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Alþýðublaðið segir í gær frá úrslitum fundarins á fimtudags- kvöld, en fer um þau tiltölu- lega fáum orðum. Sama daginn og þessi ákvörðun var gerð í Al- þýðuflokknum birti blaðið mikið heldur fróðlega grein um rauna- sögu Alþýðufylkingarinnar í Frakklandi. Þar er frá því sagt, að aðalritari alþjóðasambands kommúnista, Dimitrov, hafi grip- ið óþægilega í taumana, velt sjer yfir sósíaldemokratana og sagt, að orð Stalins hafi sannast í Frakklandi, þau, að „ómögulegt væri að útrýma auðvaldinu, nema að útrýma fyrst jafnaðarstefn- unni í verkalýðshreyfingunni“. Það má segja, að „útrýming." jafnaðarstefnunnar hjér á íslandi hafi gengið allgreiðlega eftir að Alþýðublaðið flutti þessa orðsend ingu. l>ví nokkrum klukkustund- um seinna var það samþykt í sama húsi og Alþýðublaðið er prentað, að Alþýðuflokkurinn gæfi upp sjálfstæða tilveru hjer í bæ, jafnaðarstefnan yrði lögð á hilluna, en flokkurinn samein- aðist „verkfærum“ Stalins. Hjeðinn fjekk 37 atkv. af 71. Hinn sameiginlegi listi er þann- ig skipaður, að 18 menn eru tekn- ir úr flokksbroti Alþýðuflokks- ins og 12 frá hinum, kommúnist- um. Segir Alþýðublaðið frá því, að á fundinum hafi verið greitt atkvæði um 7 menn á listanum og þess getið, hve mörg atkvæði hver þeirra fjekk. Var það sem hjer segir: Stefán Jóh. Stefánsson fjekk 65 atkv. Soffía Ingvarsdóttir 51 atkv. Jón Axel Pjetursson 58 atkv. Hjeð- inn Valdimarsson 37 atkv. Har- aldur Guðmundsson 62 atkv. Þor- lákur Ottesen 37 og Guðjón B. Baldvinsson 33 atkv. Það vekur alveg sjerstaka athygli, að Hjeðinn Valdimars- son hefir ekki fengið nema 37 atkvæði, en 71 hafa verið á fundinum, samkvæmt tölu þeirra, sem greiddu atkvæði með og móti sameiningunni og getið er um hjer í upphafi. En auk þess átti hinn uppgefni flokkur að tilnefna 11 menn á list ann, og eru þeir nefndir í blað- inu, en þess getið um leið, að eigi hafi fengist leyfi frá þeim öllum um það að setja nafn þeirra á listann. dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir degi fyrir burtferð. »\A/inhmanrL« lálc* * ifopCLMoloP om um boijmuíur^ <)/j í Ci l'V cl V' - (?q\Y S. Enginn málefna- samninffur. Bkki minnist Alþýðublaðið í gær einu orði á neinn málefna- samning, sem gengið hafi verið frá, um leið og sameiningin var gerð, rjett eins og hann hafi eng- inn verið. Bnda gæti vel verið, að svo hafi ekki verið, því svo fast sóttu þeir Hjeðinn og fjelagar hans að koma sameiningunni á. Það voru þéir, sem fóru bónarveg að komm únistum og báðu þá um að fall- ast á sameininguna. Það er þetta, sem gerir ósigur og hrakfarir Al- jýðuflokksins fyrverandi og smán svo sjerstaklega eftirminni lega. 3500 króna þjófnaðurinn upplýstur Annar þeirra f jelaga, sem áttu 3500 krónurnar, sem stolið var á Bergstaðastíg 8 í fyrradag, játaði seint í gær- kvöldi að vera valdur að þjófnaðinum. Er það Kristvin Guð- brandsson, en hann átti peningana með mági sínum Jóni Guð- laugssyni fisksala. Kristvin hefir setið í gæsluvarðhaldi síðan í fyrradag. Hann skýrði svo frá að í fyrradag er hann fór til vinnu um morguninn hafi hann stolið peningunum sem voru í þremur umslögum. Sína peninga tók hann líka til þess að grunur fjelli síður á hann. Kristvin faldi peningana í Flosaporti (við Klapparstíg) milli togarahlera og vísaði á þá þar. Þegar lög- reglan fór að leita í portinu var búið að snúa öllu við þar vegna þess að viður hafði. verið fenginn þar til brennunnar á íþróttavellinum. Lögreglan fann samt 3200 krónur, en um- slag, sem í voru 300 krónur, fanst ekki í gærkvöldi. Framboðslistinn FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. fundarmanna og Sjálfstæðis- manna alment, sem nú ganga ótrauðir út í baráttuna. * Að þessu sinni er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þenna lista Sjálfstæðisflokksins. Plest nöfnin á listanum eru svo kunn bæjarbúum, að kynning er óþörf. Pimm fyrstu sætin eru skipuð fulltrúum úr fráfarandi bæjar- stjórn, og eru það nöfn, sem hver einasti kjósandi í hænum kannast við. Br það nauðsynlegt, Vegna samhengisins S störfum bæjarstjórnar, að jafnan sitji á- fram einhverjir hinna gömlu full- trúa. En hitt er líka jafn nauð- synlegt, að nýir kraftar hætist í hópinn, og eru næstu fjögur sæt- in skipuð nýjum mönnum, sem allir hafa haft meiri eða minnr afskifti af opinberum málum. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegt, að fleiri af hinum gömlu fulltrúum Sjálfstæðisfl. hefðu fengist til að starfa á- fram í bæjarstjórn, en þess var enginn kostur. Nægir í því sam- bandi að minna á þá Jóhann Ólafsson heildsala og Hafstein Bergþórsson skipstjóra, sem báðust undan að taka aftur sæti í bæjarstjórn. En það er þá líka ánægjulegt, að í þeirra sæti hafa valist úrvalsmenn, þar sem eru Jón Björnsson kaupm. og Sigurður Sigurðsson skipstj. Dr. Halldór Hansen læknir hefir ekki, sakir annríkis getað sint störfum í bæjarstjórn und- anfarið. Þótt það væri að sjálf- sögðu ósk Reykvíkinga, að bæjarstjórn fengi að njóta starfskrafta dr. Halldórs, mun engin æskja þess, að hann breyti til og hverfi af spítal- anum og læknisstofunni, til þess að geta starfað í bæjar- stjórn. Af öðrum, sem nú ganga úr má minna á Ragnar Lárusson, sem unnið hefir mikið og gott starf í hæjarstjórn, en er nú önnum kafinn við fátækramál bæjarins, svo og Sigurð Jónsson rafvirkja. * Það er einkum tvent, sem vekja mun eftirtekt í sambandi við þenna lista Sjálfstæðisflokks- ins. Annað er það, hversu marg- ir ungir, efnilegir menn skipa örugg aðal- og varasæti á list- anum. Þar eru fjórir fulltrúar frá Heimdalli, fjelagi ungra Sjálf- stæðismanna, þeir Bjarni Bene- diktsson, Gnnnar Thoroddsen, Signrður Jóhannsson og Björn Snæbjörnsson. Það hefir Býnt sig við kosningar undanfarið, að æskan fylkir sjer um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessa hefir flokkurinn minst nú, með því að fela æskumönnum meiri hlutdeild í stjórn bæjarmála en áður hefir tíðkast. Hitt aðaleinkenni þessa lista Sjálfstæðisflokksins er, hversu margar konur skipa þar sæti. Fjórar konur skipa örngg aðal- og varasæti listans, og hefir ekki í langa tíð verið horinn fram listi með jafnmörgum konum á og þessi listi Sjálfstæðisflokks- ins. Hinn mikli og glæsilegi sigur Sjálfstæðisflokksins hjer í Reykja vík og Hafnarfirði við alþingis- kosningarnar s.l. sumar var sennilega hvað mest að þakka hinni ótrauðu og ötulu starfsemi kvenfólksins, sem skapaðist með stofnun Sjálfstæðiskvennafjelag- anna Hvatar í Rvík og Yorboðans í Ilafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn vill nú í verki votta konunum þakkir fyr- ir þeirra mikla og heillaríka starf. * Þegar Iitið er yfir þenua lista Sjálfstæðisflokksins munu menn veita því eftirtekt, að þar eru úrvalsnöfn úr öllum stjettum. Með þessu vill flokkurinn enn á ný undirstrika sitt gamla og góða kjörorð: Stjett með stjett. Er það gagnstætt kjörorði hinna sameinuðu — en þó sundruðu — rauðu flokka, sem hafa kjörorð- ið: Sjett gegn stjett. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjettaflokkur. Hann er flokknr allra stjetta. Hann er flokkur allrar þjóðarinnar. Frá stefnunni: Stjett með stjett víkur Sjálfstæðisflokkurinn ald- rei. Undir merki hennar hefir hann unnið sína sigra. Og und- ir merki hennar mun hann nú vinna sinn stærsta og glæsileg- asta sigur. Næturlæknir er í nótt Jón Nor- land, íngólfsstræti 21. Sími 4348. ANDUTSDRÆTTIR. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. á þá, ef Nýja Dagbl. óskar. En að sinni skal það látið lesendun- um eftir að finna þá og virða fyrir sjer. í andlitinu, sem snýr inn á við, eru margir nýir drættir, og sumir ekki lítilfjörlegir. Gamla andlitið var fremur sljett og unglingslegt. Það mótaði t. d. ekki fyrir atvinnuleysisböli í því andliti. í nýja andlitið hefir það sett djúpan drátt, því atvinnu- leysið er orðið eitthvert alvar- legasta þjóðarböl Islendinga. Þá hafa sveitimar fengið sinn andlitsdrátt, svo sem Nýja Dag- hlaðið bendir á. Einmitt nú þessa dagana berast þær frjettir úr flestum sveitum landsins, að varla hafi á þessum vetri þurft að gefa sauðfje nje hrossum strá. En jafnhliða er það talið örðug- asta viðfangsefnið að finna ráð til að bjarga hændum landsins frá því að flosna upp af jörðum sínum og flýja á mölina. Og meirihluti allra sveitarfjelaga landsins hefir gefist upp við það, að sjá þurfalingum sínum far- borða, jafnhliða því að þau hafa orðið að leita hjápar ríkisins til þess að bjargast frá gjaldþroti. Fagur og framsóknarlegur and- litsdráttnr! Þegar Framsókn og fjelagsfl. hennar tóku að móta svip lands- ins, áttu útgerðarmenn skuldlaus- ar eignir, er svöruðu til allra út- gerðartækja og fiskverskunar- stöðva í landinu. Nú er sá and- litsdráttur það breyttur, að tal- ið er að útgerðin í heild eigi ekki fyrir skuldum. Ófrelsi, dýrtíð og skattaáþjáni hafa sett svip sinn á nýja and- litið. Ríkissjóðnr heldur fari sínu> ofansjávar með skyndilánum, sem lenda í vanskilum, og með nál. 4 miljón kr. brennivínssölu á ári. Þetta fagurskapaða brennivínsnef mun eiga að teljast höfuðprýðin á nýja andlitinu. „Ekki er nú lítið um dýrðir“, sagði hóndinn forðum. Óska ekki Reykvíkingar eftir nýju andliti á bæinn sinn eftir þessari fyrirmynd 1 Setulið Framsóknar hefir lengl borið hlýjan hug til Reykjavík- ur og Reykvíkinga, svo sem mörg ummæli þess og verk sanna. Mundi það vera forsjárlegt að neita tilboði þess um nýja and- litið! BARMAT í BELGlU. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. ist þess strax að lík J. Bar- mats yrði krufið, til þess að fá úr því skorið hvort um sjálfs- morð gæti verið að ræða eins og almenningur í Belgíu heldur fram. Opinberlega er því haldið fram að Barmat hafi látist úr hjartabilun. VAN ZEELAND ILONDON Van Zeeland sat 4 klukku- stundir á fundi með Chamber- lain forsætisráðherra Breta í dag. Eimskip. Gullfoss kom til Leith í gærmorgun. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag. Detti- foss kom til Hull í gærmorgun. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.