Morgunblaðið - 25.01.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1938, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan. 1938, Þúsundir hermanna helfrjósa Heil herdeild druknar í fljóti i Kína FEÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Ogurlegum þjáning- um Kínverja og Japana er lýst í skeyti frá Peking til „Daily Telegraph“. Segir í skeytinu að ákafar or- ustur standi yfir við Suchow. En fleiri týna lífi af kulda og vosbúð, en kúl- um óvinanna. Fimbul- kuldi ríkir þarna og stór hríð, og japönsku og kín- versku hermenirnir hel- frjósa þúsundU:m saman. Snjóþyngslin og loftárásir japanskra flugmanna, hafa hindrað matvælaaðflutninga til kínverska hersins. Segir í skeyt- inu að þrjú þúsund manna kín- verskt lið sje nær vitstola af hungri. Á einum stað reyndi jap- önsk stórskotaliðsdeild að fara yfir fljót, sem íslagt var, en ísinn brast og Jap- anarnir druknuðu í fljót- inu. Chiang Kai Shek stjórnar sókn kínverska hersins í Shang- tung fylki. Samúð Rússa með Kínverjum. London í ge&r. FIJ. Sendisveitarbústaður Rússa í Hankow eyðilagðist af eldi í gær og er álitið að eldurinn hafi verið af mannavöldum. Sendiherra Rússa í Hankow hefir sagt, í viðtali við blaða- menn, að Sovjet-Rússland hafi hina fylstu samúð með Kína, og að Rússum sje það hugleikið, að Kínverjar sigri í ófriðnum við Japani. Boðskapur Lloyd "George á gullbrúð- kaupsdegi sínum London 24. jan. F.Ú. David Lloyd-George fyr- verandi forsætisráðherra Bretlands og kona hans eiga gullbrúðkaup í dag. Hefir þeim borist fjöldi heillaóskaskeyta og gjafir, margar þeirra úr skýru gulli. Lloyd George, sem nú dvel- ur sjer til hressingar í Suður- Frakklandi, átti í gær viðtal við blaðamenn, um stjórnmál yfirleitt. Hann sagði, meðal ann ars, að hann sæi engan mun á kommúnisma og fasisma. Frelsið væri jafnúrelt hugtak, sagði hann, í Þýskalandi sem Rússlandi, og enginn raunveru- legur munur væri á einræði Hitlers, Mussolini og Stalins. Trotsky-áióður I Rússlandi: SteypiO Stalin FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Tuttugu og fimm radio- vagnar hafa dögum sam- an leitað árangurslaust að leynilegri stuttbylgjustöð, sem sennilega er starfrækt einhvers staðar í Austur- Rússlandi (skv. skeyti frá Varsjá til Politiken). Með stuttbylgjustöð þessari er rekinn áróður fyrir Trotsky. Hvetur sendarinn herinn til þess að steypa Stalin af stóli. Það þykir gegna hinni mestu furðu hve sendarinn er vel fróður um alt sem |;erist í Rússlandi. Kemur það oft fyrir að hann segi frá gerðum ríkisleynilög- reglunnar (G.P.U.), og handtökum hennar, aðeins örfáum klukkustundum eft- ir að þær hafa átt sjer stað. ItOlsk skip Glæsilegasta veisla ssm haldin hefir verið í Eyjum Sameiglnlegt borð- liald OOO manna Vígsluhátíð samkomuhúss Sjálf- stæðismanna í Vestmanna- eyjum var stærsta og veglegasta veisla, sem haldin hefir verið í Eyjum. Hátíðin hófst með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 6 e. h. og tóku rúmlega 600 manns þátt í því; en alls sóttu hátíðina um 800 manns alt frá 16 ára unglingam upp í 90 ára öldunga. Sumt fólk sem skemtunina sótti hafði aldrei áður sjest á skemtisamkomu í Eyjum. Hófið stóð til klukkan 8 á sunnudagsmorgun. Til samsætisins voru boðnir sem heiðursgestir Ólafur Thors alþm., Karl Einarsson fyrv. sýslumaður og Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti. Hinir tveir fyrnefndu gátu ekki mætt sökum óhagstæðra skipa- ferða. Ræðumenn á vígsluhátíðinni voru: Stefán Arnason formaður Sjálfstæðisfjelagsins í Eyjum. Flutti hann ávarp frá Sjálfstæðis- mönnum í Eyjum. Ársæll Sveins- son, formaður húsbyggingarnefnd- ar, sagði sögu hússins. Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður flutti hvatningarræðu til Sjálfstæðis- manna. Ennfremnr töluðu Ingi- björg Theodórsdóttir form. kven- fjel. „Líkn“ og ..Evgló“. Loftur Hitler kallar saman þýska ríkisþingið London 24. jan. F.Ú. T Reutersfrjett frá I- Berlín er sagt, að Hitler rnuni að líkindum kalla saman ríkisþinið til fundar á sunnudags- morguninn kemur, og að tekin muni verða fyr- ir innanríkismál. (Síðan Hitler komst til valda hefir þýska ríkisþingið komið aðeins örsjaldan saman, en þegar það hefir komið saman, hefir það jafnan boðað stórtíð- indi eins og þegar Þjóðverjar sögðu sig úr Þjóðabandalaginu, skrifar frjettaritari vor. Nú er liðið á annað ár síðan þingið kom saman síðast). Gyðingaofsóknir halda áfram. Kalundborg 23. jan. F.Ú Þýska blaðið „Angriff“ hefir í dag nýjan áróður gegn Gyð- ingunum í Þýskalandi, og boð- ar, að enn muni verða gerðar ráðstafanir til þess að tak- .. arka áhrif þeirra og aðstöðu Segir blaðið að sjerstök skrif- stofa hafi verið sett upp til þess að hafa jafnan gát á því hvað Gyðingar græði í landinu, og veita upplýsingar um það BRUNO MUSSOLINI FLÝGUR TIL BRAZILÍU »ðgð hafa skotið á Valencia: Ijén af loflárásum FRÁ FRJETTARITARA VORIJM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Undanfarna sólarhringa hafa Franco og rauðliSar unnio hvorir öðrum, hvert tjónið öðru meira.. Þrjátíu og sjö flugvjelar Francos gerðu fyrir helgina loftárás á hundrað herflutningabifreiðar rauðliða nálægt Saragossa. Segja uppreisnarmenn að þrjú þúsund hermenn rauðliða hafi beðið bana. Tuttugu flugvjelar rauðliða gerðu um Iíkt leyti loft- árás á Salamanca, aðalbækistöð Francos. Vörpuðu þær sjö smálestum af sprengiefnuni yf ih borgina og segja að heil borgarhverfi hafi hrunið í rústir. Tvö hundruð manns biðu bana. (í tilkynningu Francos segir þó, að aðeins 20 hafi beðið bana). Fimm herskip Francos gerðu í gærkvöldi skotárás á Valencia. Skutu þau 40 skotum á borgina. (f Lundúna- fregn F.Ú. segir, skv. Barcelonaskeyti, að skipin hafi valdið mjög litlum skemdum. í sömu frjett er því haldið fram, að tvö herskipanna hafi verið ítölsk, sem spönskum nöf num ). Flugvjelar frá Barcelona hafa gert loftárás á Sevilla, og vörpuðu fjórum smálestum af sprengjum yfir borgina. Ekki er kunnugt um tjón. ~*KL # FRANSKT KAUPFAR STÖÐVAÐ. London í gær F.Ú. Franskt kaupfar var stöðvað af einu herskipi upp- reisnarmanna í morgun um 40 mílum fyrir austan Val- encia, og farmur þess rannsakaður. Skipið sendi, frá sjer neyðarmerki, og bar þar að franskan tundurspilli, er síðan fylgdi því til hafnar. Bátur ferst með tveimur mönnum London í gær. FÚ. rjár hraðfleygar sprengju- * flugvjelar lögðu af stað í dag frá Rómaborg í flug yfir sunnanvert Atlantshaf til Brasi- líu. Bruno Muesolini stjórnir einni þeirra, en hver þeirra hefir fimm manna áhöfn. Flugvjelarnar eru nú komn- ar til Dakar á vesturströnd Af- ríku og fljúga þaðan að lík- indum á morgun vestur yfir hafið. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. í fyrradag var í Kaupmanna- höfn ógurleg sprenging í flug- eldaverksmiðju. Fátt eitt var manna í verksmiðjunni, en alt hlaut það meiri og minni bruna sár, nema ein kona. (F.Ú.). Tveir menn frá Norðfirði, Emil Sigurjónsson og Hjörtur Sigurðsson, er fóru saraan til fuglaveiða á opn- um báti frá Norðfirði s.l. föstudag, eru nú taldir af. Um tildrög slyssins segir í FÚ- frjett: Árla síðastliðimi föstudagsmorg un fóru þeir Emil Sigurjónsson og Iljörtur Sigurðsson tveir á báti á fuglaveiðar, að öllum lík- indum út að Norðfjarðarhorni. Þegar heimkoma þeirra drógst fram að nóni, var leit hafin, því að veður fór versnandi. Leitinni hefir verið haldið áfram, en ár- angurslaust. Þykir nú fullvíst, að báturinn hafi farist. Á sunnudag voru fjörur gengn- ar í von um að eitthvað kynni að finnast rekið. Báðir þessir menn voru á besta aldri, ógiftir, en áttu mæður á lífi og fjölmennar fjÖlskyldur. — Hjörtur var bróðursonur Jörund- ar Brynjólfssonar alþingismanns. Póstferðir þriðjudaginn 25. jan. 1938. Frá Reykjavík: Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar (Ölfusá, Eyrarbakki, Stokkseyri). Hafnarfjörð’ur, SeL' tjarnarnes. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Bílpóstur í Húna- vatnssýslu. Fagranes til Akra- ness. Til Reykjavíkur: Mosfells- sveitar-, • Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póst- ar (Öf. Eb. Stk.). Hafnarfjörður, Seltjarnarnes. Fagranes frá Akra- nesi. Almenn þátttaka I skifiaferðum síðastliðin sunnudag Otrúlegt þykir, að mörg skíða pör hafi legið ónotuð í hæn- um á sunnudaginn var, svo mik- ill fjöldi manna streymdi út úr bænum á skíði. Með „Ármanni“ fóru um 200 manns í Jósefsdal. Um 100 í. R - ingar voru hjá Kolviðarhóli. Hátt á þriðja hundrað manns var á Hellisheiði og í kringum Skíða- skálann. Þá fór og álitlegur hóp- ur skíðafólks með K. R. upp í Esju. Veður var gott fyrrihluta dags, en þó gekk á með snörpum hryðj- um við og við. Um hádegisbil var ágætis veður og sólskin nokkra stund. En kl. 2 gerði mikla hríð, sem stóð þó nokkum tíma, og eft- ir það versnaði veðrið að mun. Skíðafæri var ekki eins gott nú og t. d. helgina áður. Nýi snjór- inn var of stamur, en þess á milli voru svellbungur af harðfenni. Strax eftir hríðina, sem koni' kl. 2, fór skíðafólk að tínast heim, og klukkan 4 voru allir bílar farn ir frá SkíðaskálanunL Póstferðir miðvikudaginn 26. janúar 1938. Frá Reykjavík: Mos- fellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss-, og Flóa-póst- ar. (Ölf., Eb., Stk.). Hafnarfjörð- ur Seltjarnarnes. Til Reykjavík- ur: Laxfoss frá Akranesi og Borg- arnesi. Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. (Ölf., Eb., Stk.). Ilafnarfjörður, Seltjarnarnes. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Varðarhúsinu hefir síma 2398.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.