Morgunblaðið - 25.01.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1938, Blaðsíða 6
If ORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. jan. 1938. * Bjarni Þorkelsson áttræður APálsmessu árið 1858 er í heiminn borinn að Ásam í Skaftártungu Bjarni Þorkelsson •kipasmiður í Reykjavík, nú til heimilis á Sölvhólsgötu 12. Undir Bjarna renna sterkar stoðir í báðar ættir, stólpabænd- ur og lærðir menn, forgangskon- ur og fríðkvendi. Var faðir hans síra Þorkell Eyjólfsson, síðast prestur að Staðastað, en móðir hans var frú Ragnheiður Páls- dóttir, prófasts í Hörgsdal, Páls- sonar. Síra Þorkell var einn virðu legastur klerkur á sinni tíð og vammlausastur, og nútímamönn- um ef til vill minnisstæðastur fyr- ir það, að hann var faðir dr. Jóns þjóðskjalavarðar. Þess var getið um Eyjólf úr- smið, bróður Bjarna, er hann var sjötugur fyrir tæpum 20 árum, að hann væri enginn „nýjabrums- maður“. Bar það svo að skilja, að hann væri enginn framtíðar- fálmari, er vildi láta fortíðina liggja gleymda að baki sjer. Svo er og um Bjarna: Hann ér ó- mengaður 19. aldar maður, því að á benni lifði hann manndómsæfi sína alla, eða vel hálfan aldur sinn (sem nú er orðinn 80 ár). Hann stendur þar öðrum fæti, innan aldamótanna, en hinum í nútímanum, í hallanda heimleið- arinnar. Óvíst er það að vísu, að aðnr sameini betur en Bjarni hinn gamla tíma og hinn nýja, en þó er þess ekki að dyljast, .að örugg- ari mun fótfestan á hinni fyrri öld. Bjarni er vandur að virðingu sinni og metur það við hvern maön, að hann sje drengur góð- ur og verki sínu vaxinn. Hann var1 handgenginn vinur Tryggva Qunnarssonar, Magnúsar Krist- jánssonar, Jóns Gunnarssonar og annara mannkostamanna, er vel kunnu að meta hæfileika hans. Hann hefir um 30 ára skeið gegnt trtinaðarstörfum í þágu þjóðar vorrar, við eftirlit skipa og báta, og má það nú vera hófleg krafa honum til handa, að gert verði sæmilega við hann, það sem eft- ir er æfinnar, manninn, sem að ýmsu má kalla brautryðjanda í bátasmíð hjer á landi. j| jf-'" $ Þótt Bjarni Þorkelsson nje nú áttræður, mega Reykvíkingar þar líta vel sextugan mann, ekki ýkja- háan vexti, en hnellinn á velli og hvatlegan í spori, fríðan sýnum, góðmannlegan og óhrösulan í allri framgöngu, er þó lætur ekki meira yfir sjer fyrir það, þótt gengið hafi fyrir konunga. Vinur. TUTTUGU SPURNING- AR TIL STJÓRNARLIÐA PRAMH. AF FIMTU SÍÐU. Þessu er auðvelt að svara. Allsstaðar, þar sem stjórnar- flokkarnir hafa náð völdum blasa við rústir, eymd og vol- æði. Þannig er það hjá ríkinu, >g þannig er það hjá þeim bæj- ar- og sveitarfjelögum, þar sem tjórnarliðar ráða. Sú gæfa hefir jafnan fylgt Reykjavík, að þar hefir hin dauða hönd rauðliða ekki feng- ið aðstöðu til niðurrifs og eyði leggingar. Þessvegna er Reykja víkurbær vel stæður fjárhags- lega og þar eru sem betur fer enn menn, sem einhvers eru egnugir. 'fií^ípfr-' •: Stjórnarliðar vita vel, að fengi þeirra dauða hönd að- stöðu til að láta um stund greip- ar sópa í Reykjavík, þá myndi hægt að úthluta fleiri bitling- um, embættum og feitum stöð- um til útvaldra stjórnargæð- inga. Svo hart er nú í búi hjá stjóm arflokkunum, að þeir hafa orðið að leggja sjerstakan skatt á út- farir, til þess að geta satt gæð- inga sína. Þannig fær nú út- varpsstjórinn 5 -krónur í sinn vasa af hverri útför, sem út- varpað er! Menn sjá af þessu, að hart er í búi hjá stjórnarflokkunum. Þeir myndu því þiggja það, að geta fjeflett um stund Reyk- víkinga, svo að gráðugir stjórn- argæðingar komist ekki alveg út á gaddinn. En Reykvíkingar munu sjá til þess, að það komi aldrei fyr- ir, að fjandmenn bæjarins fái nýtt tækifæri til ofsóknar á hendur bæjarf jelaginu, með því að fela þeim meirihlutann í bæj arstjórn. Látið slíka smán aldrei koma ykkur um lista Sjálfstæðis- flokksins, sem hefir sýnt það fyrir, Reykvíkingar! Fylkið jafnan, að bann vill bæjarfje- laginu vel. Kjósið C-listann! Fimtíu ára starfsafmæli Hjálp- ræðishersins í Osló var hátíðlegt haldið í fyrradag í samkomusal háskpians. Meðal viðstaddra voru konungshjónin, Ölafur konungs- efni og Martha króúprinsessa. Ny- gaardsvold forsætisráðherra og kirkjumálaráðherrann. Kirkjá) málaráðherrann flutti ræðu og óskaði Hernum til hamingju með afmælið og blessunar í framtíð- inni. (NRP. — FB.). Sjálfstæðismexm utan af landi, sem staddir eru hjer í bænum, munið að kjósa hjá lögmanni og gerið það tímanlega, svo að at kvæðið komist til skila í tæka tíð. Upplýsingar viðvíkjandi kosning- unni fást á kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu, sími 2398. Vel ú min§t! Eftðr §neglu>Halla T T in „sigggróna" hönd alþýð- -t--T unnar á að frelsa bæinn, segir Þjóðviljinn. Það er talað um að skepnur sjeu „grónar í hold- um“, og að menn sjeu grónir í fje. í efsta sæti A-listans er Stef- án Jóhann. í „baráttusætinu" svo kallaða, Hjeðinn Valdimarsson. Báðir eru „grónir" í holdum og fje. En hún er ekki „sigggróin“ höndin á formanninuia í banka- ráði Útvegsbankans, nje olíu- hrammurinn á Hjeðni. Þeir geta þessvegna strokið alþýðunni um vangann fyrir kosningamar, að ekki er hætta á að „siggin" rispi! ¥ lúlestir kannast rið visu Jóns Arasonar; „Jeg held þann ríða úr hlaðinu best“. Þessari vísu hefir verið snúið og haft í huga ástandið, sem nú blasir við. Nýja útgáfan er svona: Sú þjóðin hleypir úr hlaðinu verst, þar hyskið rauða er ánáegt, örbirgðin fylgir henni á hest, heldur í tauminn fátækt. ¥ Ahugi Framsóknarmanna fyrir hagsmunum Reykvíkinga cr svo mikill þessa dagana, að þeir geta í hvorugan fótinn stigið. „Nú er fyrir höndum að vinna ný þrek- virki“, segja þeir. Framsóknar- menn „vilja gera alla Vatnsmýr- ina frá •Tjörninni og suður að Oskjuhlíð að samfeldum skemti- garði“, segir Tímadagblaðið á laugardaginn. Blaðið virðist vera að .springa af monti yfir þessu mikla „áhugamáli". En daginn eftir (sunnudaginn) er það gleymt. Þá er fitjað upp á nýju „áhugamáli" í sambándi við Vatnsmýrina. Nú á ekki að gera þar skemtigarð, heldpr 200 þús. króna flugvöll. Frá þessu er sagt ’með þriggja dálka fyfirsögn og stórum uppdrætti af hinum fyrirhugáða flugvelli: Ekkert svæði í nánd við höfuðstaðinn er nógu víðáttumikið eða viðráð- anlegt til flugvallargerðar „með kleifum tilkostnaði" nema Vatns- mýrin, segir blaðið. * En þótt liðnir hafi verið fullir 24 klukkutímar frá því að Framskónarmenn lýstu því yfir að „áhugamál“ þeirra væri að gera Vatnsmýrina að skemtigarði og þar til að úr því varð flugvöllur, voru þeir þó ekki búnir að gleyma skemtigörðunum að fullu. En nú á ekki að gera „einn samféþlan skemtigarð frá Tjörninþi að Öskjuhlíðinni“. „Landsvæði það sem afgangs yrði (á milli flugbrautanna, sem blaðið vill að gerðar verði í Vatns- mýrinni) — — „mætti nota til skrúðgarða, barnagarða, leikvalla segir blaðið. Er hægt að komast lengra í „áhuganum"? Inn á milli flugbrautanna á að setja leikvelli og barnagarða! Hvað skyldi Tímadagblaðið vilja gera við Vatnsmýrin* 4 morgun. ¥ Efnamennirnir fá vörun* senda heim og fá afslátt á verð- inu. Fátæka fólkið sækir hana í búðirnar og borgar hana nafn verði. Fátæka fólkið „undirstjett- in“ gefur á þennan hátt kaup- mönnum alt að 100 þús. kr. árs- tekjur, borgar fyrir óreiðumenn í viðskiftum og heimsendingu var- anna „til betri borgaranna", segir Alþýðublaðið í gær. Svo vitað sje er Kaupfjelagið eina fyrirtækið sem hefir reiknað sjerstakt gjald fyrir heimsend- ingu á vörum; ekki gerir það fá- tæklingum hægara fyrir að nota sjer heimsendingu. Kaupmenn hafa ekki reiknað sjerstaklega heimsendingar, hvorki til fátækra nje ríkra. Kaupmemn í Reýkjavík eru ekki þektir að því að fara í mann- greinarálit í viðskiftum sínum. ¥ Satt er það að kaupmenn 'hafa oft verið hjálpsamir, þegar þá fá- tæku hefir vantað nauðsynlegustu vörur, en síst munu þeir hafa bú- ist við að fá snuprur fyrir greið viknina. Margir af rauðu burgeisunum hefa 15—30 þús. króna árstekjur. Kaupmenn sem versla með mat- vörur munu flestir mega láta sjer nægja 3—4 þús. króna árstekjur, eða jafnvel minna. Tíundá hlut- ánn af tekjum hinna rauðu, þótt Hjeðni Valdimarssyni sje slept. Esperantó-fundur verður hald- inn á Hótel Skjaldbreið næstkom- andi fimtudag kl. 9 e. h. Búlg- arski blaðamaðurinn Ivan Krest- anoff talar. Allir, yúgri og eldri, sem meira eðái' miiina liáfa lært esperántó, eru fastlega beðnir að sækja fundinn. mjair vmn Laugaveg 1. ÚTBÚ, Fjölnisveg 2. Goliat. Lítilfjörleg fánaganga Moskvaliðsins Fánaganga sú, sem ungir kommúnistar og sósíalistar efndu til s.l. sunnudag, varð þeim til lítils sóma. Hópurinn, sem tók þátt í göng- unni, var afar fámennur (15ft unglingar) ■ aðeins nokkrir ung- sósíalistar voru í einkennisbún- ingi, en kommúnistar voru ekki einkennisklæddir. Nokkrir íslenskir fánar vorw. í göngunni og þykir miiinum nú öðruvísi tónninn í kommúnistum gagnvart íslenska fánanum, en fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1930, er Haukur Björnsson stóð upp í Fjalakettinum og sagði, „að ekki myndi þess langt að bíða aðt þessi drusla (þ. e. ísl. fániiin) yrði rifin niður og rauður fáni dreginn að hún í staðinn". í göngunni var auk þess fjöldi rauðra flagga og auglýsinga- spjöld. Þrjú spjöldin báru teikn- aða mynd af Jóni Sigurðssyni for- seta. Blöskraði mönnum virðing- arleysi ungra kommúnista og sós- íalista fyrir frelsishetju þjóðar- innar, er þeir dirfast að notai nafn og mynd þessa manns í póli- tísku áróðursskyni. Því það vita allir, að Jón Sigurðsson hefði haft andstygð á erindrekun'um frá Moskva og þjónum þeirra. Eins og fyr er sagt var hóp- ganga þessi einkar lítilfjörleg. Jafnvel börnin á götunni sáu hve aumleg gangan var. Hópurinn fór frá K. R.-húsinu og hjelt sem leið liggur um Vonarstræti, Lælcjar- götu, Bankastræti, Skólavörðu- stíg og síðan Njarðargötu, Fjöln- isveg, Barónsstíg og aftur niður Laugaveg að K. R.-húsinu. Við K. R.-húsið lá við rysk- ingúni. Nokkrir nazistar kömu í bíl og liröpuðu háðsyrði til fána- göilguíinkr. Þetta þoldi Moskva- æskan ekki og nokkrir piltár hlupu tíl og gerðu sig líklega til að velta bílnum. Lögreglan kom þá að og afstýrði vandræðum. FRÁ EYJUM. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Guðmundsson (frá fjelagi ungra Sjálfstæðismanna), Ólafur Ó. Lár- usSon læknir, síra Sigurjón Árna- sonj Steingrímur Benediktsson, Jes Á. Gíslason, Viggó Björnsson (formáðúr fulltrúaráðsins) sem þakkaði húsbygginganefnd. Undir borðum voru sungin vígsíuljóð þau er birtust hjer í blaðinu s.l. sunnudag, og loks var dansað. Byffginjí samkomuhússins Um byggingu samkomuhússins er þetta að segja: Stölker Her- maimssop lagði miðstöðvar og hrejplætistæki, en þau eru frá Helga Magnússyni & Co. Engilbert Gíslason og Guðjón Scheving sáu um málningu. Gunnlaugur Hall- dórsson arkitekt teiknaði húsið. Magnús ísleifsson trjesmiður sá um byggingu hússins. Óskar Kárason múrarameístari sá um múrverk alt. Almenn ánægja ríkir í Vest- mannaeyjum yfir þessu veglega samkomuhúai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.