Morgunblaðið - 30.01.1938, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.1938, Page 2
'l MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1938. Reykvíkingar, í dag veljið þjer borgarstjórann! Gunnar Thorodd«cn: ÁVARP SjálfstæDis- flokkurinn sendir 4 konur i bæjarstjórn Alista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosning- amar hjer í Reykjavík eru fjór- ar konur í ðruggum aðal- og varasætum. — Hefir aldrei nokkur annar stjórnmála- flokkur haft jafnmargar konur í boði hjer við bæjarstjórnar- kosningar. — Með þessu sýnir Sjálfstæðisflokkurinn, að hann vill að konur taki virkan þátt í opinberum málum. Sama verð- ur’ ekki sagt um aðra flokka. —- Framsóknarflokkurinn hefir sparkað þeirri einu konu, sem hann hafði í bæjarstjórn, og enga tekið í hennar sæti. Rauða samfylkingin hefir einnig spark að þeirri vinsælu alþýðukonu, frú Jóhönnu Egilsdóttur, sem sat í bæjarstjórn á vegum Al- þýðuflokksins. I hennar sæti hafa þeir valið óþekta konu, sem virðist mjög starfa í anda kommúnista, og er gersamlega ókunnug hæjarmálum. Alþingiskosningarnar s. 1. sumar sýndu það greinilega, að kvenfólkið hjer í Reykjavík fylkir sjer undir merki Sjálf- stæðisfiokksins. Enda vita kon- urnar það vel, að það er ein- göngu Sjálfstæðisflokknum að þakka, að heimilin í Reykja- vík eiga nú kost.á ódýru raf- magni til ljósa og suðu, og að Sjálfstæðisflokkurinn er nú að hrinda í framkvæmd því máli, sem kemur til með að umskapa heimilin í bænum, þ. e. hita- veitunni. Reykvískar konur! Það er ekki síst á ykkar valdi, að gera sigur Sjálfstæðisfiokksins í dag meiri en nokkru sinni áður. Með því tryggið þið, að hitaveitan komist í framkvæmd á þessu ári. Kjósið C-listann! Frú Guðrún Jónasson. dag er það ykkar, * Reykvíkingar, að segja til um það, hvaða flokkur og hvaða menn þið óskið að fari með málefni bæjarins næstu fjögur árin, o g hver verði borgarstjóri næsta kjörtímabil. Vinni Sjálfstæðisflokkurinn sigur í kosningunum, verður Pjetur Halldórsson borgar- stjóri áfram næsta kjörtíma- bil. Pjetur Halldórsson þarf ekki að kynna fyrir Reykvíkingum. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann er án efa sá af núlifandi Reykvíkingum, sem er gagnkunnastur öllum bæjarmálum, sakir langvarandi setu í bæjarstjórn, og nú síð- ustu árin í sæti borgarstjóra. Störf Pjeturs Halldórssonar í | þágu Reykjavíkurbæjar verða ekki rakin hjer. Þau eru mörg og mikil, og öll á einn veg: farsæl og til heilla bæjarfje- laginu. Síðasta verk Pjeturs Hall- dórssonar, framkvæmd hitaveit- unnar, sem nú verður hafist lianda um, mun geyma nafn hans í sögu Reykjavíkurbæjar um aldur og æfi. Ötrúlegt er, að nokkur Reyk- víkingur vilji stuðla að því nú, að Pjetur Halldórsson fái ekki tækifæri til að hrinda hitaveit- unni í framkvæmd. En því mega Reykvíkingar ekki gleyma, að ef rauðliðar — með eða án aðstoðar utan- bæjarmanna — skyldu sigra við þessar kosningar, þá kemur engin hitaveita í bæinn. Og þá yrðu reykvískir verkamenn sviftir atvinnu á þessu og næsta ári, sem nemur 2 miljónum kr. Reykvíkingar! Tryggið Sjálf- stæðisflokknum það stóran sig- ur í kosningunum í dag, að ekki aðeins sje trygt, að Pjetur Hall- dórsson verði borgarstjóri, held- ur hitt, að flckkurinn fái 10 fulltrúa í bæjarstjórn, og þar með Pjetur Halldórsson ko3;rjn bæjarfulltrúa. Pjetur H ?.Ildórs8on ska! í bæjarstjórn! — Þetta á að vera kjörorð allra Reykvíkmga í dag. Kjósið C-listann! Frú Guðrún Guðlaugsdóttir. Pjetur Halldórsson 10. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins. Aigert einræðt i Grikklandi FRÁ FRJETTARITARA VORUIÆ. KHÖFN f QÆR. O tjórnarblööin í Grikklandi skýra frá því að Melaxas, forsætisráðherra, hafi stofnað algert einræði í Grikklandi. Fimtán foringjar stjórnarand- stæðinga verða fluttir til eyði- eyja til fangelsisvistar. Blöðin segja áö allir, sem reyni að spilla friði í Grikk- landi, muni verða látnir gjalda þess margfaldlega. í síðastl. viku seíidu for- ingjar stjórnárandstæðinga út flugmiða, þar sem gríska þjóðin er hvött til baráttu til þess að endurheimta sitt forna frelsi. Þettá var talin vera til- raun til uppreisnar gegn Met- axas. Notaði hnnn tækifærið til þess að bua u-n einræði sitt svo vel, að ekki yrði við því haggaS. En í raun og veru hefir ríkt fuljkoraio ein- ræði í Grikklandi síðan 1936, er Metaxas rauf þing Grikkja og sendi þingmennina heim. Síðan hefir þingið ekki verið hvatt saman. Stjórnarblöð’n kalla for- ingja s! jórnarandstæðinga uppre'snarmenn og bðfa. C-Iísiinn or listi Sjálfsíæð- rsflokksins í Reykjavík. Frú Rágnhilduf Pjetursdóttir. til æskunnar DAG liggja í ykkar hönd- um, ungu Reykvíkingar, völdin yfir ættborg okkar. f dag kveðið þið upp úrskurðinn um afdrif Reykjavíkur. í dag verðið þið að gera upp við ykk- ur með djúpri ábyrgðartilfinn- ingu, hverjum þið viljið fela for- sjá Reykjavíkur um næstu 4 ár. Þið eigið um tvent að velja: Sjálfstæðisflokkinn eða rauðu samfylkinguna, C-listann eða A- listann. Valið er ekki vanda- samt. — Sjálfstæðisflokkurinn hefir bygt upp þetta bæjarfje- lag; hann hefir skapað alla þá atvinnu, sem hjer er að fá; hann hefir reist öll þau mann- virki og menningartæki, sem prýða þessa borg; hann hefir gert Reykjavík að þeim aldin- garði íslands, þangað sem allir sækja. Dæmið Sjálfstæðisflokk inn eftir verkum hans; hann mun halda áfram á sömu braut framkvæmda og menningar- starfs. Marxistarnir frá Moskva, sem standa að A-listanum, eiga líka sína sögu að segja: Kommún- isminn, sem hjer tekur völd, ef A-listinn sigrar, hefir verið reyndur 1 einu landi, Rússlandi. Með hverjum árangri? 20 ára afmæli byltingarinnar er hald- ið hátíðlegt með þeim blóð- dómum og aftökum, að allan heiminn hryllir við. Kommún- istarnir hjer heima vegsama þetta alt, og lofa að innleiða hjer rússneskt stjórnarfar. Þeir hafa þegar gefið okkur for- j smekkinn: 9. nóv. 1932. — Ef j kommúnistar ná hjer völdum, j verður stjórn þeirra einn sam- jfeldur níundi nóvember. — Vilt j þú, æska Reykjavíkur, bera á- |byrgð á því ? f Enginn flokkur sýnir æsk- unni jafnmikið traust og Sjálf- stæðisflokkurinn. í örugg sæti og varasæti hefir hann skipað 4 ungum mönnum, fulltrúum æskunnar. En A-lístinn hefir ekki sett ungan mann í eitt ein asta aðal- eða varasæti. Slíka óvirðingu, slíkt hnefahögg í garð æskunnar, eigið þið, reyk- vískir'æskumenn, að muna við i kjörborðið í dag. Frú María Indriðadóttir. Gunnar Thoroddsen 9. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðernissinnaðir æskumenn! Hjálpið ekki marxistunum frá Moskva til valda með því að fleygja atkvæðum ykkar á D- Iistann. Hann er gjörsamlega vonlaus um að koma manni að. — Aðstandendur hans þykjast vera sjálfkjörnir málsvarar æsk unnar, en lítiil sýnist æsku- bragurinn á efsta manni þess lista. Kjósið C-listann; hann er listi þjóðernis og sjálfstæðis. Æska Reykjavíkur! Ljáðu ekki fylgi þitt til þéss að rífa niður alt það mikla" umbóta- starf, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir unnið og er að vinna í Reykjavík. Trygðu þína eigin framtíð með því að kjósa C- listann, því að hann er listi æskunnar. Gunnar Thoroddsen. Skákþing íslendinga O kákþing íslendinga verður að þessu sinni háð hjer í Reykja- vík í sambandi við aðalfund Skák- sambands Tslands. sem einnig stendur nú7yfir. Þingið verður að þessu sinni hið fjölmennasta sem verið hefir nokkru sinni, sjerstaklega í T. og 2. flokki. Bendir þetta Ijóslega til vaxandi áhuga á skáklistinni. Mcðal þátttakenda í meistara- flokki má nefna Egert Gilfer, Ás- mund Ásgeirsson, Einar Þorvaids- son og hinn nýja skákmeistara Norðlendinga, Guðbjart Vigfússon frá Húsavík, o. fl. ágæta skák- menn. V'erður kepnin um skákmeist- aratitil fslands að þessu sinni mjög tvísýn, liver vinna mun. Keppin getur —- vegna kosn- ‘iftganna —- elcki hafist fyr en á þriðjudagskvöld kl. 8. Það verður síðan háð á hverju kvöldi á sama tíma í Varðarliúsinu. Sextug er í dag . ekkjan, Ipgi- björg Cýrusdóttir, Fálkagötu .8, Grnnsstaðaholti. C-listinn er listi Sjáífstæð- isflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.