Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning frá Ffelagl hjöHerslana í Reykfavfik. Samkvæmt samþykt á fundi fjelagsins 26. janúar 1938 verður, frá og með 1. febrúar 1938 að telja, enginn nýr viðskiftamaður tekinn í reikning og yfirleitt eigi sjer engin reikningsviðskifti stað, til annara en þeirra, er áður hafa haft slík viðskifti hjá hverri ein- ¦takri kjötverslun. Ennfremur, eins og áður hefir verið auglýst, skulu vörur, sem sendar eru með kontant nótum, því aðeins skildar eftir, að meðfylgj- andj nótur sjeu um leið að fullu greiddar, nema öðruvísi hafi verið um það samið. — Matarversl. Tómasar Jónssonar, Laugaveg 2. Laugaveg 32 og Bræðraborgarstíg 16. Kjötverslanir Hjalta Lýðssonar, Grettisgötu 50, Grettisgötu 64. Fálkag. 2 og Verkamannabúst. Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugavegi 42. KjötbúS Austurbæjar, Laugavegi 82. , Kjötbúð SólvaUa, Sólvallag. 9. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Verslunin Von, Laugavegi 55. Kjötverslunin Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7. Verslunin Liverpool. Guðjón Guðmundsson, Kárastíg 1. Verslunin Baldur, Pramnesv. 23. Kjötbúðin Goðaland, Bjargarstíg 16. J. C. Klein, Baldursgötu 14. Kaupf jelag BorgfirSinga, Laugavegi 20. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnárstræti 18. S/P. Nordalsíshús, Kjötbúðin Borg, Laugavegi 78. Kjötbúðia Búrfell, Laugavegi 48. Kjöt & Piskur, Baldursgötu. Lárus Ottesen, Laugavegi 134. Verslunin Vegur, Vesturgötu 52. Milnerskjötbúð, Leifsgötu 32. Elís Jónsson, Reykjavíkurvegi 5. Drífandi, Laugavegi 63. Jóhannes Jóhannsson, Grundarst. 2 Kaupum tómar f löskur þessa vikti til föstudagskvðlds. Flöskunum veitt móttaka fi Nýborg. Áfengisverslun rfkisins. Besta tækifærisgjðfin . er einhver hlutur úr hinu heimsfræga Schramberger Keramik. Fátt er til meiri prýði á hvers manns heimili. Mikið úrval. K. Einarsson & Björnsson V' "1 SEXTUGUR Guðmundur Bergsteinsson . 'líf iKlig Umbúðapappír 20 - 40 - og 57 em. NÝKOMINN H. BENEDIKTSSON & CO E. POICflMANN Strandgade 28 B. Köbenhavn K. Símnef ni: Monkers. Kaupir allar íslenskar vörur. Sjergrein: Fersk, ísuð lúða. Peningagreiðsla um hæl. — Selur allar kaupmannsvörur. Guðmundur Bergsteinsson, kaupmaður í Platey á Breiðafirði er sextugur í dag. TJm þrjátíu ára skeið, eða rúm- lega það, hefir Guðmundur versl- að í Flatey. Asamt landverslun sinni rak hann um allmörg ár myndarlega og happasæla þil- skipaútgerð. Meðan Guðmundur Bergsteins- son var á besta aldursskeiði og atvinnurekstur hans hjelst óhindr- aður af verðhruni, viðskiftakrepp- um og öðrum áróðrum, var gull- öld Plateyjar, „þessarar yndis- eyju, þar sem náttúran ber svip hinnar eilífu fegurðar", eins og Kiljan kemst að orði. Margur mun á þessum afmælis- degi Guðmundar senda honum hlýjar hugsanir, um leið og minst er þeirra ára, er hann var mestur aflgjafi menningar- og atvinnu- mála hjeraðsins. Það er einnig fullvíst, að þeir hinir sömu sakna nú þeirra tíma, er hann veitti öllum vinnufærum íbúum eyjarinnar, körlum og konum, næga atvinnu, ásamt fjölda aðkomumanna, enda var björgulegt í Platey þau árin er fengsælir formenn hans og sjó- menn sigldu sökkhlöðnum fiski- skútum, undir þöndum seglum, inn á Flateyjarhöfn. Þar var augljóst heilbrigt samstarf, er erjulaust vann að því takmarki, að sjálfs- bjargar hvö't allra hlutaðeigenda næði sem bestum árangri. Þótt rás viðburðanna hafi gerst Guðmundi svo örðug, að fótum er nú kipt undan atvinnurekstri hans, honum til tjóns og öðrum íbúum eyjarinnar, sjást í Platey glögg merki athafnamannsins og vinnuveitandans. Að vísu hefir tönn tímans nagað skörð í sumar umbætur hans, en saga Flateyjar mun geyma sögu hans, ef rjett verður með farið. Það væri gæfa þessa lands, ef mörg bygðarlög ættu slíka menn, er ótrauðir legðu fram orku sína og fje til vaxtar atvinnulífi og fje til efnalegu sjálfstæði hjeraðs síns. G. KOSNINGAR UTAN REYKJAVlKUR. FRAMH. AF FIMTU SIÐU. Sveinsson svo mjög strikaður út, að enda þótt hann væri efsti mað- ur listans, komst hann ekki að. Þó af listanum næðu 4 menn kosn- ingu. Nú var líklegast, að 5. mað- ur listans kæmist að sem 4. mað- ur. En svo varð ekki. Því Jakob Karlsson, sem var í 6. sæti, var færður svo mikið upp, að -hann komst að, þó eigi næðu nema 4 kosningu. Alt þetta gerði því svo mikinn glundroða, að gerð var endurskoð- un á atkvæðatalningunni í gær, að því er snerti lista þenna, en breytti þó ekki fyrstu niðurstöðunni, eftir því, sem blaðið best veit. Atkvæðatölur þær, sem hafa verið tilfærðar hjer að framan, eru eftir PÚ. Þaðan er og eftirfarandi greinargerð um úrslitin í öðrum kauptúnum: Seyðisfjörður. Alþýðufl. 175 atkv., 3 fulltr. Pramsóknarfl. 71 atkv., 1 fulltr. Kommúnistafl. 62 atkv., 1 fulltr. Sjálfst.fl. 180 atkv., 4 fulltr. Neskaupstaður. Pramsóknarfl. 84 atkv., 1 fulltr. Sjálfst.fl. 141 atkv., 2 fulltr. Alþýðufl. og Kommúnistafl. 331 atkv., 6 fulltr. Eúsavík, Framsóknarfl. 131 atkv., 2 fulltr. Alþýðufl. 74 atkv., 1 fulltr. Kommúnistafl. 158 atkv., 3 fulltr Sjálfst.fl. 95 atkv., 1 fulltr. Flateyri. Prjálsh kjós. 135 atkv., 3 fulltr. Sjálfst.fjel. 120 atkv., 2 fulltr. Eskifjörður. Samfylk.m. 86 atkv., 5 fulltr. Pramsóknarfl. 40 atkv., 2 fulltr. Hellissandur. Alþýðufl. og Framsóknarflokk- ur, 51 atkv., 2 fulltr. Utanflokka, 57 atkv., 3 fulltr. Sauðárkrókur. Prams.fl., Alþ.fl., og Kommún- istafl. 276. atkv., 4 fulltr. Sjálfst.fl. og óháðir borgarar, 202 atkv., 3 fulltr. Hrísey. Sj.álfst.fl. 51 atkv., 1 fulltr. Alþ.fl. og Prams.fl. 81. atkv., 2 fulltr. Suðureyri. Alþýðufl. 68 atkv., 2 fulltr. Prams.fl. 58 atkv., 1 fulltr. Sjálfst.fl. og óháðir borgarar, 66 atkv., 2 fulltr. Ólafsfjörður. Ýmsir borg. 194 atkv., 3 fulltr. Verklýðsfjel. Ólafsfjarðar, 102 atkv., 2 fulltr. Blönduós: Alþýðufl. og Pramsóknarmenn 86 atkv., 2 fulltr. Sjálfst.fl. og Pramsóknarfloklnir 105 atkv., 3 fulltr. „Lyra" kom til Bergen kl. 9 í ^ærmorgun. Þriðjudagur 1. febr. 1938. Björgunarskúta Slysavarnafjelags- ins fullbúin Björgunarskútan „Sæbjörg" sem smíðuð hefir verið á skipasmíðastöðinni í Frederiks- sund í Danmörku hefir nú far- ið fyrstu reynsluför sína og tókst ágætlega. Vidstaddir voru í förinni full- trúar frá skipasmíðastöðinni, fulltrúi frá Bolindersfjelaginu í Svíþjóð. Þorsteinn Þorsteins- son skipstjóri í Þórshamri í Reykjavík, sem hefir sjeð um smíði skipsins o. fl. Kristján Kristjánsson skip- stjóri og íslensk áhöfn mun inn- an fárra daga taka við skipinu og er gert ráð fyrir að það leggi af stað frá Danmörku i kringum 10. febrúar. (FÚ). » ? 9 KOSNINGADAGURINN. FRAMH. AF ÞEIÐJU SÍÐTT. og annarstaðar komu jafnóðum í útvarpinu. ;íh. Pyrstu fregnir af talningunni hjer í Reykjavík fluttu atkvæða- tölur, er bentu til annara úrslita en síðar komu í ljós. Svo öruggir þóttust samfylking- armenn um sigur, að þeir stofnuðu til einskonar sigurhátíðar í Iðnó. Þar var margt manna, og gleð- skapur eigi lítill í upphafi. Bn er hinar fyrstu fregnir bár- ust þangað af talningunni hjer £ Reykjavík, varð fjörið svo mikið^ að nálgaðist trylling. Hjelst það um stund. En er næsta fregn kom, er sýndi sama hlutf all milli flokk- anna og xirslitin, slumaði í hinu» rauða liði. Og þegar sú þriðja komr sem staðfesti betur hvert stefndi, varð söfnuðurinn svo dapur, að> menn leituðu hljóðir útgöngudyra. ÍEða svo fór fyrir þeim, sem er heim. ildarmaður blaðsins. Og kuiuaum vjer því ekki þessa sögu lengri. En af hinum fyrstu undirtekt- um í Iðnó að dæma, virðast sam- fylkingarmenn hafa gert sjer vonir- um alt önnur úrslit en hjer urðu. Alþýðublaðsmenn voru daufir % dálkinn í gær. Ségja þeir berum orðum, að þeir hafi ekki haft gagn af þessum nýj'a sið. En margur dansar nauðugur. Nú er að vita; hvað kommúnistar segja. I vor var Hjeðni Valdimarssyni kent um hrakfarir flokksins og* fall Stefáns Jóhanns úr þingmensk unni. Hann tók því það ráð, að> leggja flokk sinn undir kommún- •Eftir úrslitunum í vor að dæma, átti samfylkingin að fá 6 menn í bæjarstjórn. Hjeðinn settist sjálf- ur í 6. sæti. En nú fjell hann þar. Útkoma» fyrir hann, fjelaga hans, flokk og samfylkinguna í heild er því verri en í vor. Og dýpra sekkur hann og flokk- ur hans. Hann á sem sje eftir fleiri áföll, fleiri árekstra. Goliat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.