Morgunblaðið - 11.02.1938, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. febr. 193&.
4L
'meíT 'mófafU/rJzxj^psivjl JCauji&kaju
Eftirfarandi smásaga átti sjer
stað í mentaskóla einum í
Danmörku:
Ungur kennari Iiafði verið að
skemta sjer kvöldstund og dag-
inn eftir kom liann í skólann með
brúnan skó á öðrum fætinum og
svartan á hinum.
Þegar hann kom í skólann tók
einn samkennara hans eftir þessu.
— Þú verður að hlaupa heim
aftur og skifta um skó, fjelagi,
sagði hinn kennarinn. Jeg skal
byrja kenslustund hjá þjer og
kenna þar til þú kemur aftur. En
blessaður flýttu þjer, svo rektor
taki ekki eftir þessu.
Kennarinn ungi flýtti sjer heim,
en kom aftur að vörmu spori.
— Hvað er að sjá þetta, maður,
sagði vinnr hans, þú hefir ekki
enn skift um skó?
— Nei, mjer er ómögulegt að
botna neitt í þessu, sagði veslings
kennarinn í örvæntingu. Þegar jeg
kom heim, var þar bara einn
,svartur skór og annar brtxnn!
*
Leikarinn Josef Kainz ljek
einu sinni í þýsku leikriti
glæpamann, sem enginn vildi
hcyi'a eða sjá. í lok seinasta þátt-
ar átti Kainz að bjóða þremur
meðleikuram sínum vindil, sem
enginn þeirra vildi þó þiggja.
Dag nokkurn, er Kainz kom í
leikhúsið, hafði hann með sjer
fjóra „Havana“-vindla og áður
en leiksýning hófst, reykti hann
sjálfur einn vindilinn og sagði:
„Hina þrjá vindlana ætla jeg að
hafa til að bjóða í seinasta þætti“.
Meðleikendurnir voru ekki
neitt sjerstaklega hrifnir af því
að þurfa að neita svona ágætum
vindlum.
Nú leið að leikslokum og Kainz
bauð leikurunum „ekta Havana-
vindla“. Tveir þeirra afþökkuðu,
eins og ráð var gert fyrir í leik-
ritinu, en sá þriðji, leikarinn Hugo
Thimig, tók alla þrjá vindlana
og sagði:
— Jæja, í þetta skifti tek jeg
á móti vindlunum, en það þýðir
ekki að reyna að múta mjer oft-
ar!
*
Tvær ungar stúlkur lögðust ný-
lega inn á fæðingardeild á
sjúkrahúsi í Frfeiburg. Þær eign-
uðust báðar tvíbura, önnur tvær
telpur, en hin tvo drengi. Við
nánari rannsókn á högum þessara
ungu mæðra kom í ljós, að sami
maðurinn átti öll börnin. Sagt er
að hann hafi ekki orðið yfir sig
glaður, er hann fjekk frjettina.
*
Benjamino Gigli, liinn heims-
frægi ítalski söngvari var nýlega
á ferðalagi í Italíu og kom við í
fæðingarbæ sínum Recanati. Gigli
afhenti borgarstjóranum stóra
peningaupphæð, sem á að verja
til byggingar gamalmennahælis í
Recanati.
*
Samkvæmt opinbeum enskum
skýrslum eru nú í Englandi 85
manns, sem liafa meiri árstekjur
en 2 miljónir króna, 71 sem hefir
meira en 1% miljón í tekjur, 178
sem liafa 1 miljón og 526 sem
hafa 700.000 krónur í árstekjur.
Ibúðir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur í vist,
Kaupendur að hverju því, sem
þjer hafið að selja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemenckir í
hvaða námsgrein sem er. Smá-
auglýsingar Morgunblaðsins eru
lesnar í hverju húsi.
íffi&ynninaav
Friggbónið fína, er bæjarins
oesta bón.
Herbergi með Ijósi, hita og
ræstingu til leigu, Smáragötu
8B.
Kaupum aluminium og kopaiv
Versl. Grettisgötu 45 (Grettirþ
Kaupi íslensk frímerki hæstak
verði og sel útlend. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorg 1. Opið
1—3i/2-
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta Kaupum flöskur, bóndósiiv
verði. Gunnar Guðmundsson. meðala- og dropaglös. Sækjum.
Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 Vrerslunin Grettiagötu 45 —
a. h. Sími 4563. | (Grettir).
Athugið. Hattar, Nærföt, Frímerkjabækur fyrir fslensk
Dömusokkar, Húfur, Tvinni, og útlend frímerki. Límpappír,.
Tölur, Sokkar fyrir drengi og frímerkjaumslög o. fl. — Gísli
fullorðna, o. fl. Karlmanna- Sigurbjörnsson, Frímerkjaversl-
hattabúðin. Handunnar hatta- un, Lækjartorg 1, opið 1—
viðgerðir sama stað. Hafnar- e. h.
stræti 18.
Vil kaupa sjö manna fólks-|
bíla fyrir 15. febr. A. v. á.
Náttfata flunel, barna, marg-
ir litir. Undirkjólaefni. Tvíbreitt
ljereft. Tvistar, margir litir.
Prjónavara, o. fl. ódýrt. Versl.
F'rón, Njálsgötu 1.
Daglega nýtt fiskfars og
Frikadellur og soðnar fiskiboll-
ur, 25 fyrir 1 kr. Ragna Jóns-
son, Laugaveg 53B, uppi. Sími
3197. Sent heim.
Skíðahúfur. Austurstræti 17.
Kristín Brynjólfsdóttir.
Maður með hest og sleða ósk-
ar atvinnu við akstur. Sími 3406„
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki,, Hafnarstræti 19. —
Sxmi 2799.. Uppsetning og við-
g.erðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Sokkaviðgerðin, HafnaiTStræt®;
19. gerir við kvensokka, stopp-
ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af-
greiðsla. Sími 2799. Sækjum^
sendum.
Flöskur kaupir versl. Esja,
Freyjugötu 6. Sími 4193.
Smekkleg brjefsefni í mörg-
um litum eru nýkomin í Bóka-
verslun Sigurðar Kristjánssonar I krónur á mánuði í Nýju mat-
Bankastræti 3. Isölunni, Vesturgötu 22.
Fæðj kostar ekki nema 6(þ
QB89
KOL OG SALT
sími 1120
ANTHONY MORTON;
ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 59.
— Nei, þá stæði á sama, hvaða læknir kæmi, svar-
aði Mannering. — En jeg verð að fara inn aftur!
Hann fór inn í herbergið aftur og lokaði hurðinni
á eftir sjer, en lafði Mary flýtti sjer niður stigann.
Nú fyrst fór hann að athuga Gerry nánar. Hann
hafði sagt lafði Mary, að Gerry væri ekki dáinn. En
hann var alls ekki viss um að það væri rjett. Hann
vonaði það þó af alhug.
Blóðið streymdi niður náfölt andlit Gerrys. Á. enn-
inu var sár eftir skotið. Mannering laut niður, lyfti
höfði hans frá gólfinu og þreifaði á púlsinum.
Það var eins og þungri byrði væri ljett af herð-
um Mannerings, þegar hann var búinn að ganga úr
skugga um, að Gerry væri enn á lífi, en hann vissi
þó, að öll hætta var ekki úti enn. Með því að kasta
stólnum í Gerry, hafði hann komið í veg fyrir að
skotið færi gegnum höfuð hans. f stað þess, hafði það
aðeins snert ennið. Engu að síður gat sárið orðið
hættulegt.
Hann hljóp inn í baðherbergið og sótti vatn og
þvottapoka. Það var ekki skemtilegt verk að baða
sárið, en það tjáði ekki að kveinka sjer.
Honum ljetti stórum, þegar hann sá, að sárið var
ekki djúpt. Kúlan hafði snert ennisbeinið, en það
var ekki brotið. Gerry andaði nokkurn veginn
reglulega, og nú var ekki annað að gera en bíða,
þangað til læknirinn kæmi.
Lafði Mary hafði auðsýnilega lagt mikla áherslu
á það, að læknirinn kæmi strax, því að Mannering
hafði rjett aðeins lokið við að baða sárið, þegar bar-
ið var að dyrum.
Það var lafði Mary, og með henni var hár maður
og fölleitur, sem Mannering kannaðist óljóst við.
Læknirinn flýtti sjer til hins særða manns.
— Er hann--------? byrjaði lafði Mary.
— Það er engin hætta, sagði Mannering og brosti
óþvingað. Hann var óumræðilega feginn því, að
Gerry hafði ekki tekist að framkvæma fyrirætlun
sína, og hann mátti ekki til þess hugsa, hvaða afleið-
ingar það hefði getað haft fyrir hann, ef Gerry hefði
dáið.
— Eruð þjer viss nm það, John? sagði lafði Mary,
og Mannering tók eftir því, að liún varð alt í einu
ellileg og þreytuleg.
— Hárviss, sagði hann og bauð henni sæti. — Fá-
ið yður sæti.
* *
Hún brosti og hlýddi honum orðalaust. — Jeg óska
þess svo oft, Jolin, að þjer hefðuð gifst inn í fjöl-
skylduna.
— Það var ekki yður að kenna, að jeg gerði það
ekki.
Hann gat ekki annað en minst þess, að ef María
Overdon liefði ebki hryggbrotið hann, vegna þess, að
henni þótti hann of fátækur, hefði þetta aldrei kom-
ið fyrir.
— Hvað heitir læknirinn? spurði hann.
— Dr. Saunders. Það má reiða sig á hann. Þjer
getið treyst því, að hann segir ekki frá-----------
Hún þagnaði skyndilega, er dr. Saunders sneri sjer
að henni.
— Það reyndist ekki eins slæmt og það leit út fyr-
ir, sagði hann og brosti. — Snertur af heilahristing
— og svo sárið. En það er ástæðulaust að óttast, lafði
Mary. Hann leit á Mannering einkennilegu augna-
ráði og hjelt áfram; — Hann hefir fengið allmikiS
högg á öxlina!
Mannering svaraði ekki, en bandaði með hendinni.
Það var auðvitað stólnum að kenna. Hann hafði skoll-
ið í vegginn og síðan lent í öxlinni á Gerry. Lækn-
irinn brosti, en sagði ekkert.
— Jeg- skal koma honum í rúmið, sagði lafði Mary,.
eins og hún væri að tala um barn. — Getið þjer út-
vegað mjer hjúkrunarkonu, dr. Saunders?
Læknirinn lofaði því, um leið og liann fór.
Gerry var enn meðvitundarlaus, þegar Mannering fór •
niður hálftíma síðar. En hann andaði reglulegar en.
áður, og það mátti búast við því, að hann vaknaði þá<
og þegar til meðvitundar. Hjíikrunarkonan, sem dr.
Saunders hafði sent, var þegar komin,. og Mannering;
fann, að hann þarfnaðist hvíldar.
Lafði Mary virti liann fyrir sjer, meðan liann b'land
aði sjer whisky-„sjúss“, og honum til mikillar undr-
unar bað hún liann að gefa sjer líka. Annars bragðaði
hún aldrei áfengi. En lafði Mary gerði og sagði jafn-
an sitt af hvoru, sem kom manni á óvart, og Manner-
ing rjetti henni brosandi glasið.
Það var sýnilegt, að liún liafði þarfnast hressingar.
— Hvernig stóð eiginlega á því, að þjer komuð
liingað um þetta leyti dags? spurði hún brosandi.
Mannering svaraði hlæjandi:
— Jeg átti tal við Gerry í dag, og jeg vissi, að það'
átti að yfirlieyra hann. Mjer fanst hann vera nokkuð
órólegur, og alt í einu varð jeg hræddur ran, að eitt-
hvað ilt myndi lienda hann!
— Skrambinn liirði þessar perlur! sagði lafði Mary
alt í einu.
Mannering varð svo hissa á ákafa liennar, að hanti ‘
kom ekki upp nokkru orði fyrst í stað. En hún hlú
að honum og sagði: — Það er mesta furða, hvað við ■
gamla fólkið getum talað. En jeg meinti það, sem jeg:
sagði. Perlurnar eiga alla sökina á þessu. E£ Emma
hefði ekki verið svo heimsk að kasta út 5000 pundum i
fyrir þessa hálslceðju, hefði þetta aldrei komið fyrir..
— En gjafirnar voru fleiri.
— En hún var búin að tala um þessar perlur í marg^
ar vikur. Þjófurinn hefir haft nægan tíma til þess að
láta gera eftirlíkingu.