Morgunblaðið - 13.02.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. febr. 1938. Loftárás á Barcelona Til þess að hefna ósigurs- ins við Teruel þóttist Franco þurfa að ná sjer niðri á andstæðingunum. Og hann gerði hað líka eftirminni- lega. En hefndin kom ekki niður á hermönnum stjórn- arliða, heldur bitnaði hún á saklausum borgurum, kon- um og börnum í Barcelona og Valencia, mörg hundruð kílómetra frá vígstöðvunum. Þrjú hundruð manns biðu bana, og sjö hundruð særð- ust. Þannig er hernaður rek- inn nú á dögum. Ef ekki er hægt að sigra hermennina á vígvellinum, er að minsta kosti hægt að strádrepa kon- ur beirra og börn heima fyrir. Frjettaritari „News Chron icle“ ritar um þá villimensku, sem lýsir sjer í slíkri her- mensku: Það var einn fagran góðviðr- isdag, að sex ítalskar sprengju- flugvjelar hófu sig til flugs frá flugvelli uppreisnarmanna á Majorca. Þær flugu yfir Mið- jarðarhafið og stefndu til Barce lona. Á hinum breiðu götum Bvrce lona var ys og þys. Allir voru í óða önn. Sumstaðar sátu kon- urnar fyrir utan húsdyr sínar og sleiktu sólskinið. Eldri börn- in voru í skútanum, en þau yngri ljeku sjer heima. Friður og ró var yfir öllu. En alt í einu var friðurinn rofinn. Herlúðrarnir gullu og viðvörunarmerki lögreglunnar ómuðu ægileg yfir loftið. Dauð- inn vofði yfir! Sporvagnar og aðrir strætis- vagnar námu óðara staðar. Fa'r- þegarnir þustu út úr vögnunum, til þess að leita sjer hælis í kjöllurum, neðanjarðarstöðvum og nýreistum skjólshúsum með hinu fótgangandi fólki. En áð- ur en komist yrði í skjól, byrj- aði sprengjunum. að rigna nið- ur. 200 kílóa sprengikúlum og Ijettari eldsprengjum. Með braki og brestum, dunum og dynkjum steyptust þær niður í húsþökin — á verslunarhúsum, iskólum, sjúkrahúsum og íbúð- arhúsum. Engum var griður gef inn. * Frj ettaritarinn varð sjónar- vottur að því, er sprengikúla fell niður á götu, þar sem margt fólk var á gangi, og sprakk með ægilegum hraða. Tveim sekúndum síðar, var gatan þakin limlestum líkum, sundurtættum farartækjum og dauðum hestum.------------ I annari götu lenti sprengi- kúla á sjö hæða verslunarhúsi. Lík afgreiðslufólksins köst- uðust langar leiðir út í loftið og gangsjettirnar voru litaðar blóði. Á einni aðalgötunni gróf sprengikúla malbikun í sundur, svo að stærðar gryfja mynd- aðist. Á botni hennar lágu stór trje, rifin upp með rótum, og sundurtætt lík. Leiðangur Rússa til Suður-heim- skautsins R Eftir loftárás á Barcelona. Hefnd Francos fyrir Teruei-ósigurinn Víða um borgina logaði 1 húsum af völdum handsprengj- anna. Loftárásin stóð ekki lengur en 95 sek. en hermdarverk- in, sem hún skildi eftir sig voru hörmuleg. Eftir hana var líkum af full- orðnum og börnum ekið í tuga- tali í líkbílum, og margir grát- andi foreldrar fundu ekki nema einstaka líkamshluta af limlest- um börnum sínum. Stundum gátu þeir aðeins þekt þau af fötunum, sem þau höfðu verið í. * En varla vissi Barcelona tölu á föllnum börnum sínum og ör- vita mæðrum, er hinir sex í- tölsku morðvargar svifu áfram yfir appelsínulundana til Val- encia. Þar í nágrenninu dreifðu þeir sprengjum sínum. Ein þeirra lenti í Rauðakross sjúkra húsi, drap marga sjúklinga og hjúkrunarkonur og kveikti í sjálfu húsinu. Eftir spellvirkin sneru flug- mennirnir aftur til Majorca, sigri hrósandi. Enginn þeirra hafði beðið hið minsta tjón við gagnárásirnar. Með hinum hættulegu árás- um á íbúa Barcelona og Valen- cia, sem liggja langt fyrir utan vígstöðvarnar, hefir Franco lok- ið síðustu þrem misserum upp- reisnarinnar, segir hinn enski blaðamaður að lokum. — Þegar hann sá sjer ekki fært að hefna ósigursins við Teruel, ljet hann sjer sæma að láta hefndina koma niður á gamalmennum, konum og sak- lausum börnum. Ussar ætla að senda nýjan flokk vísindamanna til Norðurpólsins í vor, til þess að kalda áfram rannsóknastarfi Papinins og fjeaga hans, sem nú berjast um líf sitt á ís- jaka, sem rekur meðfram austur- strönd Grænlands. Annar leiðang- ur verður sendur til Suðurpóls- ins næsta vetur og snýst keim- nrinn þá um „bolsjevistiskan möndul“, eins og heimskautsflug- maðurinn Vodopianoff hefir orð- að það. Vodopianoff hefir lýst nokkuð suðurheimskautsleiðangrinum, og skýrir frá því, að meginþungi leiðangursins muni hvíla á stærsta og íburðarmésta ísbrjót Rússa, sem gefið hefir verið nafn- ið Joseph Stalin. Farrnuí- Stalins verður: þriggja ára forði, fimm tveggja hreyfla flugvjelar og hin fjölbreyttustu vísindatæki. Er gert ráð fyrir, að skipið verði komið til Luitpold lands (á 78. breiddargráðu og 35. lengdargr.) 15. des., og verður sett upp þar fyrsta bækistöðin h. u. b. 800 mílur frá Suðurpólnum. Þrem vikum síðar ætla hinir fimm flug- menn, Vodopanoff, Molokoff, Al- exieff, Mazwink og Golovin að leggja upp í flug til pólsips og gera ráð fyrir að fljúga þangað á 4V2 klst. Síðan verða farnar þrjár ferðir til pólsins með hina átta menn, sem þar eiga að vera eftir, og vísindatæki þeirra. Þar eð þessir 8 menn munu hafa fasta jörð undir fótum, verður allur út- búnaður þeirra fjölbreyttari en Papinins og fjelaga hans. Hinar fimm stóru tveggja hreyfla flugvjelar Vodopianoffs verða um kyrt við Suðurpólinn í mánaðartíma og fara um 70 rannsóknarflugferðir í allar átt- ir, en hverfa síðan aftur til ís- brjótsins Stalins, sem síðan fer heimleiðis. Aðalfundur „Angliu" ANGLIA“, fjelag enskumæl- andi manna, hjelt aðalfund sinn að Hótel Borg síðastliðinn fimtudag. Sú breyting hefir orð- ið á stjórninni, að í stað þeirra Magnúsar Matthíassonar stór- kaupm. og Sigurðar B. Sigurðs- sonar konsúls, sem setið liafa í stjórn fjelagsins undanfarin ár og sem nú báðust undan endur- kosningu, voru kosnir þeir síra Friðrilt Hallgrímsson forseti og Bogi Ólafsson kennari, varafor- seti. Ritari fjelagsins var endurkos- inn Turville-Petre sendikennari, eng gjaldkeri frii Daphne And- erson. I varastjórn voru kosnir Mr. John Lindsay, Mr. H. Little og hr. Daníel Gíslasön verslunar- maður. Að fundinum loknum hjelt pró- fessor A. Lodewyckx frá Mel- bourne fróðlegan fyrirlestur um landnámið í Ástralíu og var gerð- ur góður rómur að máli hans. Að ræðunni lokinni svaraði hann nokkrum fyrirspurnum. Var þvínæst stiginn dans fram á miðnætti. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HYER? náfíkfur ViSííí Laugaveg 1. ÚTBÚ, Fjölnisveg 2. Ný saga hefst i Vikurilinu Antony Adverse. Hin heimsfræga skáldsaga, eftir ameríska rithöfundinn HERVEY ALLEN, hefir hvarvetna náð slíkum vinsældum, að einsdæmi mun vera. T. d. seldist bókin, sem er hjer um bil 1400 blaðsíður í 500000 eintökum, í Ameríku. — Þetta stóra skáldverk hefir mikið bókmentalegt gildi, en er þó jafnframt svo spennandi, að lesandinn getur e kki slitið sig frá henni, fyr en hann hefir lokið við að lesa hana frá byrjun til enda. Efni skáldsögunn ar er fjölþætt og ótæmandi. Hið viðburðaríka líf sögu- hetjunnar, Anthony Adverse, fyllir lesandann af lotningu og aðdáun á þessum glæsilega athafna- og æfintýramanni, sem verður að sigrast á ótal þrautum og erfiðleikum, áður en hann fær upp- skorið laun hetjuverka sinna. Skáldsagan Anthony Adverse hefir verið kvikmynduð og sýnd erlendis við geysimikla aðsókn. — Kvilrmynd þessi kom hingað til lands fyrir nokkru síðan, og var sýnd við svo góða aðsókn í Nýja Bíó, að meira en heila viku var kvikmyndahú sið troðfult. — Þeir, sem voru svo heppnir að sjá kvikmyndina „Anthony Adverse“, munu ekki verða fyrir neinum vonbrigðum að lesa sjálfa skáld- söguna, því að þótt kvikmyndin hafi verið skemtileg, þá er hún samt aðeins svipur hjá sjón, eftir að maður hefir lesið hina spennandi og viðburðaríku skáldsögu frá upphafi til enda. Þetta skáldverk mun verða lesið og umtalað af öllum þeim, sem óska að bækur sjeu ekki aðeins skemtilegar og taugaæsandi, heldur einnig fróðlegar um menn og málefni á öllum tímum. — Þetta tvent sameinast í bók Hervey Allens. Hin fróðlega og tæmandi aldarfarslýsing höfundaríns og hið auðuga ímyndunarafl hans hefir hreint og beint dáleiðandi áhrif á lesandann, þannig, að hann lifir upp atburðina við lestur bókarinnar. — Fylgist með frá byrjun! Gerisl kaupandi. Afgrelðslan Ingólfstrætf 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.