Morgunblaðið - 13.02.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. febr. 1938. eg hefi verið að hugsa um hvort eftirfarandi stafaði af ókurteisi eða af ótrúlegu hugsun- arlesi: Á fimtudaginn var fór frá Lækj artorgi yfirfullur strætisvagn, eins og oft vill verða. M. a. annars voru í vagninum konur og börn, sem ekkert sæti höfðu, en það er ekki heldur óvenjulegt. En í öllum þessum þrengslum, þar sem kouur og börn hengu hvort utan í öðru, — sátu þrír lögregluþjónar og einn strætis- vagnabílstjóri, allir í einkennis- búningum! Jeg vona að þetta hafi verið hugsunarleysi en ekki ókurteisi. ¥ Norska flugfjelagið hefir ný- lega keypt sjúkraflutninga- flugvjel. Nýlega var flugvjel þessi hátíðlega vígð. Þá vildi það slys til, að einn maður af áhöfn flugvjelarinnar fótbrotnaði við lendingu. Flogið var með hann í sjúkraflugvjelinni til næsta sjúkra húss. * Síra H. G. Wilks, sem er prest- ur við „kirkju hinnar heilögu þrenningar“ í Keighley, er á móti því, að sóknarbörn hans sjeu á götunni eftir messu á sunnudög- um, og þessvegna hefir hann dans leiki í kirkjunni hvert sunnudags- kvöld eftir messu. * Frúin: Af hverju eruð þjer að gráta, María? Þjer hafið sjálf sagt upp vistinni. Yinnustúlkan; Jeg er að hugsa um aumingja stúlkuna, sem kem- ur hingað á eftir mjer! * Ismásögusafni frá æskuárum Hitlers ríkiskanslara er frá því sagt, að Adolf litla hafi þótt mest gaman að leika „ræningja- leik“ og stríð. Þá er og orð á því haft, hve vel honum hafi tekist að skreyta páskaegg og vann hann sjer inn marga skildinga með því. Ibúðir stórar og smáar, og her- bergi, Leigjendur einhleypa og heimilisfeður, Stúlkur í vist, Kaupendur aS hverju því, sem þjer hafið að selja. Muni sem þjer viljið kaupa. Nemendur 1 hvaða námsgrein sem er. Smá- auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar í hverju húsi. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gunnar Guðmundsson. Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 e. h. Sími 4563. Kaupi gamlan kopar. Vald. Pculsen, Klapparstíg 29. Svart efni í skíðabuxur. Ull- artau, fallegt úrval. Samkvæm- is og ballkjóla efni, Blússuefni, Silki, skoskt, í kjóla og svuntur, 5eysufataefni, Silkinærfatnaður, Silkisokkar og ísgarnssokkar. Verslun Guðrúnar Þórðardótt- ur, Vesturgötu 28. Silki- og ísgarnssokkarnir á 2.25, eru komnir aftur. Versl. „Dyngja“. Kvenbolir frá 1.50 stk. Buxur frá 2.50 par. Silkinærföt frá 9.50 settið. Versl. „Dyngja“. Leðurbelti í flestum litum frá 2 cm. breidd. Belti úr gerfi-| skinni frá 0.75 stk. Verslunin; „Dyngja“. | Slifsi og Svuntuefni í fallegu úrvali. Kjólasilki. Samkvæmis- kjólaefni. Versl. „Dyngja“. Nýtísku undirfatnaður j kvenna. Mikið og fallegt úrval. j Settið frá kr. 9.85. Verslun, Kristínar Sigurðardóttur. Gott herbergi með hita, ljósi og eldunarplássi eða eldhúsi, nálægt Smáragötu, óskast strax eða um mánaðamótin. Uppl. í síma 2741. Herbergi með húsgögnum til leigu frá 1. mars, Skálholtsstíg 2A. a2-fundið Sjálfblekungur hefir fundist. Uppl. á Bragagötu 23, uppi. UndirfatnaSur barna, margar stærðir. Lágt verð. Verslunj Kristínar Sigurðardóttur. Silkináttkjólar, Silkiskyrtur og Silkibuxur. Mjög lágt verð. Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Kaupum aluminium og kopar. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sffltynninípw Hjálpræðisherinn Sunnudags samkom- unni stjórnar adju- tant Kjæreng, frá Noregi. Æskuvikan byrjar núna um helgina. Sam- komur haldnar á hverju kvöldi. K. F. U. K. og K. í Hafnar- firði. Æskulýðssamkoma sú, sem auglýst var síðastliðinn sunnudag, en ekki varð úr, vegna óveðurs, verður haldin í kvöld 13. febr. kl 8(4. Sjera Sigurður Pálsson o. fl. tala. — Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkomnir. Betanía. Samkoma í kvöld kL 8(4. Steinn Sigurðsson talar. Frjálsir vitnisburðir. Zionskór- inn aðstoðar. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Berg staðastr. 12B. Samkoma í dag kl. 8 e. h. Hafnarfirði, Linnets- stíg 2. Samkoma í dag kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Filadelfía, Hverfisgötu 44» Samkomur á sunnudaginn, bæðí kl. 5 og 81/2 e. h. Allir vel- komnir. Friggbónið fína, er bæjarins- besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofai Hafnarhúsinu við Geirsgötu. M :Seld minningarkort, tekið móti Otto B. Arnar, löggiltur út- ■' gjöfum, áheitum, árstillögum Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Frímerkjabækur fyrir íslensk og útlend frímerki. Límpappír, frímerkjaumslög o. fl. — Gísli Sigurbjörnsson, Frímerkjaversl- un, Lækjartorg 1, opið 1—3(4 e. h. Fullvissið yður um að það sje „Freia“-fiskfars, sem þjer kaupið. „Freia“, Laufásvegi 2, Sími 4745. Kaupum flöskur og glÖs og bóndósir. Bergstaðastræti 10 | (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. t Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- jbjörnsson, Lækjartorg 1. Opið ! l—3l/2. ------------------------------- '■ Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 —' (Grettir). Smekkleg brjefsefni í mörg- um litum eru nýkomin í Bóka- verslun Sigurðar Kristjánssonar Bankastræti 3. Nýkomin ullartau í mörgum lítum. Undirföt og sokkar á 2.90, pilsstrengir, silkitvinni 0. m. fl. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfsstræti 5. varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Geri við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Seljum gott og ódýrt fæði og- krónu máltíðir. Buff með lauk og eggjum og margskonar smá- rjettir. Getum bætt við mönnum í fast fæði. Matstofan Ægir, Tryggvagötu 6. Sími 4274. ; _______________________________ i Fæði kostar ekki nema 60 krónur á mánuði í Nýju mat- sölunni, Vesturgötu 22. KOL OG SALT simi 1120 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 61. mála, er hann kom á skrifstofuna þrem stundarfjórð- ungum síðar. En hann var samt ekki sjerlega hrif- inn. — Jeg er ekki viss um, að íbúum borgarinnar finn- ist það öllum jafn hlægilegt. Klukkan var nærri 11. Lynch hafði komið á skrif- stofuna á undan honum og var eitthvað að minnast á lögreglustjórann. Þá vissi Bristow, að versti grun- ux hans hafði ræst. — Hvað segir hann ? spurði hann. — Hann er þur á manninn, sagði Lynch glaðlega. Maðurinn hefir heldur ekki brosað síðan hann hækk aði í tigninni fyrir tveimur árum. — Gat hann ekki einu sinni brosað yfir hrjefi bar- ónsins? — Síður en svo. Og það bætir ekki úr skák, að einhver af okkar mönnum hefir gert hneykslið opin- hert. Bristow ljet brúnirnar síga. Hann skildi ekki, hvað Lynch átti við. — Baróninn var svo hugsunarsamur að skrifa okk- ur, sagði Lynch alvarlegur í bragði. — En það var unglingspiltur, sem opnaði brjefið, 0g hann var svo hugsunarlaus, að sýna blaðamanni, sem var staddur á skrifstofunni, brjefið. Ef brjefið hefði verið sent til ritstjórnar blaðsins, hefði hún án efa fleygt því í brjefakörfuna — það má segja ensku blöðunum til hróss — en þar sem það kom til okkar-----------------. Lynch lauk ekki við setninguna. — Það þýðir ekki að harma það, sem einu sinni er skeð, bætti hann við og ypti öxlum. — En jeg skal launa honum lambið gráa, piltin- um, sagði Bristow gremjulega. Lynch svaraði ekki, en hann var honum fyllilega sammála. — Er lögreglustjórinn alvarlega gramur? spurði Bristow. — Hann segir, að við verðum okkur skammarlega til athlægis, ef við verðum ekki búnir að ná í þennan barón áður en vikan er liðin. — Það er auðvitað rjett. En hinsvegar finst mjer ólíklegt, að við getum náð í snáðann einmitt núna, því að það getur lögreglustjórinn verið viss um, að hann hefir hægt um sig fyrst um sinn. — Þjer eruð næstum því eins bjartsýnn og Tring. — En þjer vitið, að jeg hefi rjett fyrir mjer. — Við getum ekki gert nema það, sem í okkar valdi stendur, svaraði Lynch. Hvernig gengur með þenna Mannering? Hafið þjef hann ekki yður til aðstoðar? — Hvernig vitið þjer það? — Jeg hefi sjeð hann koma hingað. Og þar sem jeg geng út frá því, að þjer hafið ekki verið að yfir- heyra hann, gat jeg lagt saman tvo og tvo. Jeg gæti trúað, að hann gæti gert gagn. — Hann hefir að minsta kosti heilann á rjettum stað, sagði Bristow. Hann sagði t. d. strax, að Long hefði ekki stolið perlunum, og það lítur út fyrir, að það sje rjett. — Nema Long sje sjálfur baróninn, sagði Lynch. — Nei, það er útilokað. Okkar fyrstu kynni af bar- óninum voru í mars eða apríl, en Long kom ekki til Englands fyr en í maí. En — — —. Bristow þagnaði, og Lynch beið þolinmóður eftir framhaldinu. — En, hjelt Bristow áfram, — það er annar mögu- leiki fyrir. hendi, sem Mannering hefir heldur ekki trú á: Greifafrúin af Kenton. Eftir nokkra þögn sagði Lynch: — — Jeg ætla að rannsaka fjárhag hennar. Mjer hefir frá byrjun verið það hrein gáta, að hún skyldi kaupa. perlufesti fyrir 5000 pund í brúðkaupsgjöf. 16. kapítuli. LORNA GERIR TILBOÐ. Emma, greifafrú af Kenton, hafði lesið um þjófn- aðinn í kvöldblaði, og hún hjelt því fram, að það væru örlög, því að annars var hún aldrei vön að lesa kvöldblöðin. Hún fjekk jafnan morgunblaðið sitt með- morgunkaffinu og las allar frjettir þá. En þetta kvöld, sem síðdegisblöðin sögðu frá perluhvarfinu..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.