Morgunblaðið - 15.02.1938, Page 2

Morgunblaðið - 15.02.1938, Page 2
2 M 0 R GrU NBLAtlíÐ Þriðjudagwr 15. febrúar 1938 Kanzlarafundurinn: Hvað samiðvarum dr. Schussnigg fór sigurvegari af fundi Hitlers Hitler lofar að virða fullveldi Austuríkis Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Himsblöðin segja í dag, að þar sem ekk- ert hafi verið skýrt opinberlega frá samtali kanslaranna, dr. Schussniggs og Hitlers, sje að svo stöddu ekkert.hægt að dæma sím mikilvægi þess. En mörg blöð skýra þó frá því, að dr. Schussnigg hafi farið sem sigurvegari af fundi Hitlers. Kanslararnir ræddust við í ellefu klukku- stundir samfleytt að meðtöldum matmálstímum (segir í Reutersfregn). í sömu fregn segir að dr. Schussnigg hafi gengið ánægður af fundi Hitlers. Um hvað þeir sömdu. / I skeyti frá Vínarbrg’ til The Times segir, að kanslararnir hafi gert frumdrátt að samningum milli Þjóðverja og Austur- ríkismanna og að Hitler endurtaki í þessum samningi loforð sitt um að viðurkenna fullveldi Austurríkis. Ennfremur að hann lofi því, að láta ekki við gangast að þýskir nasistar blandi sjer í innanríkismál Austurríkismanna. Þetta yrði að teljast góður árangur fyrir dr. Schussnigg, þar sem slík yfirlýsing af hálfu Hitlers myndi draga kjark úr austurrísk- um nasistum. Hverju Schussnigg lofaði. dr. Schussnigg lofaði fyrir sitt leyti að veita nasistum í Aust- urríki sömu stjórnmálaleg rjettindi og austurrískir konungs- sinnar hafa nú og teljast verða heldur lítil, án þess þó að nema úr gildi bannið gegn flokki nasista. Ennfremur lofaði dr. Schussnigg að fela Seyssin Quart, sem er vinveittur nasistum, austurríska innanríkisráðuneytið. Til þess að samningur þessi öðlist gildi verður Miklas forseti Austurríkis að undirrita hann. j— Russunum — bjargað í dag? Líkur eru tii þess (segir Lund.únaútvarpið F.Ú.) að takast megi að bjarga rússnesku ísjakaleiðangurs- mönnunum á næsta sólar- hringi. Frá Moskva er símað (seg- ir í Oslofregn) að ísjakinn, sem Papanin leiðangursmenn irnir hafast við á, hafi í gær kl. 16 verið á 71. gr. 38 mín. n.br. og 20. gr. 10. m. vest- lægrar lengdar. ísbrjóturinn Taimyr var á miðnætti síðastliðnu 37 Vá km. frá jakanum. Ahöfnin hefir fundið nothæfan stað fyrir flúgvjel til þess að hefja sig til flugs og lenda um 400 metra frá skipinu. Papanin tilkjmnir að reykurinn (aðrar fregnir herma kastljós) frá Taimyr sjáist frá jakanum, Ef til vill gera ísbrjóts-menn til- raun til þess að fara fótgang- andi til Ieiðangursmannanna til þess að koma þeim til skipsins. Ráðstjórnin rússneska hef- ii- þegið tilboð dönsku stjórn aripnar um aðstoð ti! þess að bjarga léiðangursmönnunum. NRP—FB. ..... im .... Flmm menn bjargast úr sjávarháska Osló í gær. imm norskir sjómenn, sem höfðu hrakist í 17 klukku- stundir á björgunarbáti í ó- veðrinu í Norðurhafi um helg- ina, björguðust með undursam- legum hætti. Corvus, eitt af skipum Björgvinargufuskipa fjelagsins, setti hina fimm skip brotsmenn á land í Hauga- sundi í dag. Þessir menn voru á mótor- skipinu Ide frá Bergen. Skipið var á heimleið til Noregs. Á föstudag varð þess vart, að leki var kominn að skipinu og varð hann brátt svo mikill að sjór fossaði inn um botn skips- ins. Skipverjar skutu rakettum, en engin skip komu þeim til hjálpar. Stormur var mikill og sjó- gangur. Skipsmenn yfirgáfu skipið í björgunarbátnum, er það var að sökkva og síðan rak í ofviðri í seytján klukku- stundir. En áður en þeir fóru kveiktu þeir bál í skipinu og notuðu til þess 'sein'ústu eld- spýturnar, skipskladdann og fleira. Sást bálið frá Corvus, sem hóf leit, og fann loks björgun- arbátinn. Þegar skipsmönnum var bjargað, voru þeir búnir að gefa upp alla von, því að sjó- irnir gengu stöðugt yfir bátinn. Corvusi seinkaði um tvö dæg ur vegna veðursins og leitarinn- ar. Hafði Corvus hrakíð af 'sínni vanalegu leið og hefði ella vart bjargað skipsmönn- unum af Ide. (N. R. P. — FB) I skeyti frá Berlín til The Times segir, að margir þýskir áhrifamenn líti svo á að Hitler hafi kallað dr. Schussnigg til Berchtes- gaden meðfram til þess að leiða athygli almennings í Þýskalandi frá erjunum innan þýska hersins. Þeir segja að Hitler hafi viljað róa þýsku herforingjana er vilja að Hitler fari sjer varlega í af- stöðu sinni gagnvart Austur- ríki. Horforingjarnir Br^uschitsch íem tók við af von Fritsch og Reichenau komu til Berchtes- gaden einmitt um sáma leyti og dr. Scuhssnigg kom þangað. EKKERT UMTAL London í gær. FÚ. í þýkum blöðum er ekkert rætt í dag um fund þeirra Hitl- ers og Schussniggs. Sá kvittur gaus upp í gær að von Ribbentrop hefði farið til Rómaborgar, en hann hafði ekki við neitt að styðjast. FER SAMKOMULAGIÐ ÚT UM ÞÚFUR? London í gær. FÚ. ið því var búist, að austur- ríska ráðuneytið yrði kvatt saman á fund í dag, en úr því hefir ekki orðið. Samkvæmt síðustu fregnum er talið vafasamt að nokkuð verði af því, að dr. Schussnigg taki nasista í ráðuneyti sitt. Verkamenn í tveimur hverf- um Vínarborgar hjeldu fund í gærkvöldi og kröfðust fullvissu um það að Schussnigg hefði ekki sýnt Hitler of mikla und- anlátssemi. Á öðrum fundinum var hótað verkfalli ef slík full- vissa fengist ekki. I fyrra tók Jóhannes Kjarval iistmálari þátt í listasýningu Carnegie-stofnunarinnar, og hefir stofnunin nú farið þess á leit að Islendingar sendi fleiri listaverk. í fyrra var aðeins eins mynd eft- ir Kjarval á sýningunni og hjet hún Móðir og barn. Stofnun þessi heldur árlega listsýningu í Pitts- burgh í Bandaríkjunum. (FÚ) Hvers vegna Hitler bauð til sin Schussnigg Landráðin sem komst upp um Frá frjettaritara, vorum. Khöfn í gær. Daily Telegraph skýr ir frá því, að Hitler hafi átt frumkvæðið að kanslarafundinum í Ber chtesgaden og að orsök- in hafi verið alvarlegt ósamlyndi milli Þjóð- verja og Austurríkis- manna. Þetta ósam- lyndi átti rót sína að rekja til handtöku dr. Taus (sem Morgunblað- ið skýrði frá á sunnud.) en 7 dr. Taus er foringi nasista í Austurríki. Lögreglan handtók Taus 27. jan. síðastliðinn og komst um leið yfir skjöl, sem flettu ofan af landráðastarfsemi austur- rískra nasista. Þetta og fleira leiddi til sívaxandi ýfinga milli Þjóðvcrja og Austurríkismanna og Hitler var búinn að ákveða að fara hörðum orðum um Austurríki, í ræðu þeirri sem hann ætlar að flytja á sunnu- daginn, þegar þýski ríkisdag- urinn kemur saman í Berlín. En von Papen tókst að fá Hitler til þess að ræða áður við dr. Schussnigg. Lýsti von Papen því fyrir Hitler, að dr. Schuss- nigg hefði góð spil á hendi, þar sem væri landráðaskjölin en þau leiddu í ljós að nasistar hafi ætlað að brjótast til valda Austurríki. Þeir ætluðu að iteypa dr. Schussnigg, en um leið ætluðu þeir að búa til tilefni fyrir þýska herinn til þess að skakka leikinn og með því styrkja aðstöðu nasista. Eúsmæðrafjelagið hjelt fund í gærkvöldi í Oddfellowhúsinu. Var fundurinn mjög fjölsóttur. Frú Oddný Sen flutti ágætt erindi um kínvérskar konnr. Vottaði fund- urinn frúnni miklar þakkir fyrir þá kynningarstarfsemi, sem hún hefir unnið þar eystra og hjer. Ennfremur voru rædd fjelagsmál, þ. á. m. hækkun mjólkurverðsins er fundurinn vítti harðlega. Litu fundarkoimr svo á, að það væri jafnt í hag framleiðenda sem neytenda að aukin væri mjólkur- neyslan í bænúm, en nú mætti búast við því gagnstæða, þegar mjólkurverðið hækkar. Þessar kon ur tóku til máls á fundinum: Frú Jónína Guðmundsdóttir, frú Guð- njn Lárusdóttir, frú Sigríður Sig- urðardóttir, frú Guðrún Pjeturs- dóttir, frú Eybjörg Guðmunds- dóttir, frá Guðný Björnes, frú Eygló Gísladóttir og frk. María Maack. Gismondi togari i Færeyjum Khöfn í gær (FÚ.) inn af nýjustu togurum í- talska fiskkaupmannsins Gismondi er nú kominn til Þórshafnar og verður gerður út þaðan. Á skipinu verður færeyskur skipstjóri og 20 manna fær- eysk áhöfn. Háskólinn svarar kenslumálaráðherra: Nýtt rit Háskólaráðið liefir gefið út rit, sem heitir „Háskólinn og kenslumálaráðherrann“. Er rit þetta svar við ádeilurit- um þeim, sem Haraldur Guðmunds son hefir gefið út gegn þessari æðstu mentastofnun landsins. Ritl- ingar þessir eru tveir, annar gef inn út í fyrravetur, hjet „Háskól- inn og veitingarvaldið“, en hinn kom út í haust og heitir „Enn um Háskólann og veitingarvaldið“. Svo segir í inngangsorðum hins nýútkomna rits háskólaráðs, að hinn síðari ritlingur sje eftir Arn- ór Sigurjónsson, fyrrum skóla- stjóra. Segir svo í innganginum: „Mun ráðherrann hafa talið Arnór hafa bæði vit og þekkingu til að rita um þetta mál, og til að kveða upp, í valdi þessara hæfileika sinna þá hörðu áfellis- dóma, sem þar eru lagðir á knnn ustu guðfræðinga landsins, og einn mikilsmetinn prófessor við Khafnarháskóla, og er þetta nógu fróðleg vísbending um það, hvaða mælikvarða yfirmaður kenslumál- anna hjer á landi leggur á vit og þekkingu“. í þessu riti Arnórs er hælst um, að háskólinn svaraði ekki fyrri ritlingnum, og talað um, að slík undanlátssemi hafi stafað af því, að þeim háskólakennurum hafi ekki þótt málstaður sinn sem best ur. Með riti þessu; sem nú er komið út, verður annað uppi á teningnum, þar sem liver deild Háskólans birtir sín rækilegu svör, ’ þar sem viðskifti Háskól- ans við veitingarvaldið eru rakin Irð fyrir lið. Síðan er sjerstakur kafli um sjálfsákvörðunarrjett Háskólans, og að lokum „ályktunarorð“, sem birtast á öðrum stað h.jer í blað- inu. Ritið verður selt á götunum í dag. B.v. Júní frá Hafnarfirði var tekinn í Slippinn í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.