Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.02.1938, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. febr. 1938. Fyrir nokkru kom út í Eng- landi bók um ísland eftir tvo menn, sem dvalið höfðu hjer á landi um tíma. Bókin heitir „Letters from Iceland" og í henni úir og grúir af tómum vitleysum og öfugmælum, sem hneykslað hafa marga Islendinga og Islands vini. — Nú er svo að sjá, að hlaða menn erlendra blaða sjeu famir að nota bók þessa sem heimild fyr- ir greinum um ísland bg bendir eftirfarandi grein, sem er sam- kvæmt heimildum frá Frjettastofu blaðamanna: * Belfast Telegraþh þ. 19. janúar birtir grein, sem néfnist „Europe’s Strangest Island“ (sjerkennileg- asta eyland álfunnar). Kénnir þar ýmsra grasa. Segir þar m. a., að menn geti að- eins fengið keyptan bjór og vín í búðum ríkisstjórnarinnar, sem sje Iokað á hádegi, en þar sjeu við afgreiðslu menn, sem kaupendurn- ir hafi á tilfinningunni, að það, sem þeir vildu síst af öllu gera, áje að selja þeim áfengi. Þá seg- ir, að eins og Eskimóar hafi ís- lendingar einkennilegan smekk að því er mat snertir. Þeir drekki mikið að aðfluttu kaffi og þyki mjög góðar kökur og margskonar sætar súpur, en harðfiskur sje aðalfæðutegundin. Þá sjeu ýmsir þjóðrjettir, sem veki furðu og skelfingu gesta, og meðal þeirra sje hvalsporður, sem hafi verið geymdur í mjólk eitt ár eða Iengur. Þá má nefna hálf- þurran, morkinn hákarl, harður yst, en því meyrari og Ijúffeng- ari sem innar dregur, en hákarl- inn verður því gómsætari, því lengur sem hann sje geymdur. * Þá segir, að harðfiskurinn sje af sumum ferðamönnum talinn eins og tá-neglur á bragðið, og ekki þurfi að taka fram, að allar þessar fæðutegundir lykti tals- vert. Fátt er ræktað hjer á landi, seg- ir í greininni, nema kartöflur, og vilja menn þær helst sykraðar. Svo sem til árjettingar er vitnað í ferðamenn, sem hingað komu á 19. öld, og prentaðar upp lýsing- ar þeirra. T. d. hafi „Horrebow“ lýst íslensku smjöri þannig, að það væri grænt, svart og alla vega litt. * Þá er getið um nokkrar venjur í ástamálum. Hjer sje lítið um blóm, og fátækur, ástfanginn sveinn geti ekki keypt súkkulaði handa unnustumni eða „Soir de Paris“, en það sje „viðurkend venja“ ástfanginna manna, að hreinsa eina af hinum fjölmörgu hveraskálum, svo að unnustan geti baðað sig í henni, en skilyrði til þess að fá sjer bað sjeu slæm á Islandi. — Greinarhöf., John A. Smith, birtir mynd frá Akur- eyri með grein sinni, og kallar hana fiskibæ í norðurhluta lands- ins, og sja íbúatalan um 1000. 1—2 góðar stofur með hús- gögnum óskast um mánaðar- tíma eða til 14. maí. Sjerinn- gangur. Sími 1746. íbúð, 3 herbergi og eldhús, með nýtísku þægindum, óskast til leigu 14. maí. Þrent full- orðið í heimili. Skilvís greiðsla. Tilboð sendist Morgunblaðinu, auðkent „3 fullorðnir", fyrir fimtudagskvöld. Forstofuherbergi móti sól — með þægindum — til leigu á Grettisgötu 22 B. 3ofia$-{undi$ Tapast hefir eyrnalokkur. — í Góð fundarlaun. A. v. á. Jfaufts/Uytue Barnavagn í góðu standi óskast keyptur. Uppl. í síma 2923. Sveskjur — Gráfíkjur — Sítrónur stórar 0,25 pr. st. Þorsteinsbúð. Sími 3247. 1*1. bögglasmjör — og Freð- ýsa undan Jökli, vel barin — nýkomið í Þorsteinsbúð, Grund- jarstíg 12. Sími 3247. | Gulrófur — Hornaf jarðar- kartöflur í heilum pokum og l smásölu. Þorsteinsbúð. Sími 3247. Skíðahúfur. Austurstræti 17. Kristín Brynjólfsdóttir. Kaupi íslensk frímerki hæstst- verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnssðn, Lækjartorg 1. Opi® l—3l/2. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gunnar Guðmundsson. Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 e. h. Sími 4563. ur? Sendisveinshjól til SÖlu með tækifærisverði. Til sýnis í Er kærastinn þinn þagmælsk-' verzl. á Freyjugötu 15. Sími í 3809. Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. Get bætt við nokkrum mönn- um í fæði. Lágt verð. A. v. á. i Fæði, kostar ekki nema 60 jkrónur á mánuði í Nýju mat- sölunni, Vesturgötu 22. — Já, jeg held nú það. Við vorum trúlofuð í þrjá mánuði án þess að jeg hefði hugmynd um það. j Vjelareimar fást bestar hjá l Poulsen, Klapparstíg 29. Ný lúða. Sími 1456. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Daglega nýtt „Freia“-fiskfars: Freia, Laufásveg 2. Sími 4745. Sláturfjelag Suðurlands: Kjötbúð Sólvalla Sími 4879 Matardeildin Sími 1211 Matarbúðin Sími 3812 Kjötbúð Sólvalla Sími 1947 Kaupfjelag Reykjavíkur: Matvörubúðin, Skóla- vörðustíg 12 Sími 1245 Kjötbúðin, Vestur- götu 12 Sími 4769 Útbú Tómasar Jónssonar Bræðraborg.st. 16 Sími 2125 Milners Kjötbúð, Leifsgötu 32 Sími 3416 Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg2 Sími 4131 Verslunin Goðaland, Bjargarstíg 16 Sími 4960 1 Skerjafirði: Jónas Bergmann, Reykjavíkurv. 19 Sími 4784 Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Friggbónið fína, er bæjarins> hesta bón. !To. G. T. St. Verðandi nr. 9. Fundur |í kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra (fjelaga. 2. Frásögn af 50 ára.. jafmæli ísl. stúku í Vesturheimi. 3. Pjetur Zophóníasson talar jum nokkra mjög merka fjelaga.. !4. Danssýning. V"'*’,'. amaður óskast til Crlndavíkur. Uppl. í síma 4663' ’ eða Fiskbúðinni Báru, Þórs- götu 17. _ Ábyggilegur og prúður sendisveinn, 13—14 ára óskast. Versl. Goðaland, Bjargarstíg 16.. ) Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsí>tning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. »4- KOL OG SALT sími 1120 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 68, — Það er óþarfi. Jeg sá yður fara inn í hankann og koma þaðan út aftur. Það væri ráðlegra fyrir yður Grayson að spara mjer fyrirhöfn og segja mjer hrein- skilnislega, hvað þjer ætlið að gera við alla þessa peninga. Rjett sem snöggvast var eins og Grayson ætlaði að rjúka upp, en hann stilti sig og sagði: — Jeg er bú- inn að segja yður það. Jeg borga út einu sinni í mán- uði. — Verkamenn í dokkunum eru ekki vanir að fá út- borgað mánaðarlega. — Öðru máli er að gegna með þá menn, sem sigla skipum mínum, svaraði Grayson. . — Jæja, sagði Tring. — Eigið þjer skip í höfn? — Þrjú, svaraði Grayson. Tring kinkaði kolli, andvarpaði og kastaði seðla- búntunum til aðstoðarmanna sinna og bað þá setja þau aftur í skápjnn. Um' leið og hann kastaði seðlabúnkunum, flutti hann sig til á borðinu, svo að hann settist næstum á kvistinn. Mannering leit ekki af honum. Loks flutti hann sig aftur, og Mannering fanst sem öll hætta væri úti í það sinnið. En á næstu sekúndu varð hann helmingi hræddari en áður. — Nú er ekkert eftir nema leita á þjer og fjelaga þínum, sagði Tring.' Mannering hvesti á hann augun. Hann átti bágt með að halda jafnvæginu. Hann ýtti stól sínum aftur, stóð upp og sagði ruddlega: — Svei því ef þið leitið á mjer! — Jeg hefi fengið skipun um að rannsaka þessa skrifstofu og alt, sem í henni er. Þjer eruð hjer, svo að þjer sleppið ekki. Og það er ráðlegra fyrir yður að gangast undir rannsóknina með góðu, því að ann- ars neyðumst við til þess að setja yður í gæsluvarð- hald. Mannering reifst og skammaðist og gaut til hans augunum. Hann var eins og á nálum, því að Tring var ógnandi á. svip. — Það er betra að hlýða lionum, sagði Grayson. Mannering hlýddi og ypti öxlum. í fyrsta skifti á æfinni varð hann að umbera það, að láta snúa við öll- um vösum sínum. Hann átti erfitt með að vera róleg- ur, en hann vissi þó, að hann hafði ekkert á sjer, sem gat mint á Mannering. Og það eina, sem vakti athygli Trings, var pokinn, sem perlurnar höfðu verið í. Hann brosti háðslega, þegar lögreglumaðurinn bar pokann upp að birtunni. Fyrir klukkustundu hefði hann fundið í honum eitt af því, sem hann var að leita að, nú-------- — Hvað er þett.a? spurði Tring og horfði á ógeðs- legar tennur hans. — Er þetta kannske undir tann- burstann yðar? Mannering glott.i. — Þykist þjer vera fyndinn? Tring ypti öxlum og kastaði pokanum á borðið hjá öðram undarlegum hlutum, sem hann hafði tínt upp úr vasa hans. — Látið hann fá alt draslið aftur! Nú’er röðin kom- in að yður, Grayson! Á honum fanst heldur ekkert grunsamlegt. En það var auðsjeð, að Tring hafði orðið fyrir vonbrigðum. — Eruð þjer búinn? spurði Grayson blíðlega. Tring kinkaði kolli. — Heyrið nú ráð mitt, Tring, sagði Grayson. — Það : er, að þjer komið öðruvísi fram við mig í framtíðinni.. Ef þjer leyfið yður að koma hingað í skrifstofu mína og tala til mín og annara, sem kunna að vera staddir - hjer, eins og gamalla bófa, skal jeg sjá um, að yður • verði sagt upp. Það eru takmörk fyrir því, sem maður getur leyft sjer. Þjer hafið farið út fyrir takmarkið í dag. Skiljið þjer mig? Andlit Mannerings ljómaði sigri hrósandi, þegar • liurðin lokaðist á eftir Tring. En Grayson gaf honum viðvörunarmerki, og Mannering vissi brátt orsökina. — Þetta er í fyrsta skifti, sem mjer hefir verið sýnd slík vansæmd, sagði Grayson svo hátt, að orð hans heyrðust fram á ganginn. — Og jeg ætla ekki -að sætta mig við svona meðferð af Tring, montprikinu því arna! Jeg skal kenna honam að hegða sjer betur.------ Hann skal iðra þess------ — Jeg hefði ekkert á móti því að hitta hann á af- viknum stað eitthvert kvöldið, sagði Mannering, — þenna snáða ------ Ilann laulc ekki við setninguna, því að í sömu svif- um opnaðist hurðin, og Tring kom inn með afsökun- arbros á vör. — Jeg gleymdi vasabókinni minni, sagði hann og tók hana af borðinu. — Yerið þið sælir. Aftur lokaðist hurðin á eftir honum, og Grayson bölvaði hátt. Mannering gekk út að glugganum, og hvorugur þeirra sagði neitt, fyr en Tring og menn hans voru horfnir. — Þar skall hurð nærri hælum, tautaði Mannering. Grayson kinkaði kolli og brosti. — Það, sem skiftir mestu máli, er það, að við slupp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.