Morgunblaðið - 13.03.1938, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. mars 1938.
SAMEINING
j
Ltnz y’#
I A\unch*n\
\*SaUburq
. r(. j ■' Wmer Heisfad/
+ Inmbruck ‘T/4/í‘n* J'
TlRoL* r
/< fl «a- r£/v 'úru\jX
W^1|r| M ' ': V ^AV<Íytnfar,' ***xJLK*\T
TÉKKosX
Ou
'Y
AAtint
ur
Múnchcn
Kort af AustHrríki og nágrannaríkjum.
ÞÝSKALANDS OG
AUSTURRÍKIS
Hitler flaug til
Austurríkis í gær
iflllllliillllltlllllllllllillllllllllllllllllllliillllHtlliiiiiiiiniiiiiiiir
I Tímaskrá yfir I
atburðina 1
í Vín
100 þús. manna þýskur
her í Austurríki
Frá frjettaritara, vorum.
Frjettaritari Morgunblaðsins
liefir gert eftirfarandi tíma-
skrá um atburðina í Austurríki
í fyrradag, eftir fregnum sem
hingað hafa borist.
dr. Schussnigg
tekinn fastur
Khöfn í gær.
Eftir að dr. Schussnigg hafði lýst yfir
að hann legði niður völd, skifti það
engum togum, að nazistar hrifsuðu
til sín vÖldin. Byltingin í Austurríki stóð í raun
og veru ekki yfir nema nokkrar mínútur.
Dr. Seyss-Inquart tók undir eins öll öryggismál og lög-
reglumál í sínar hendur. ______
Nazistar gerðu áhlaup á
aðalbækistöð Föðurlands-
fylkingarinnar í Vín, tóku
þá starfsmenn, sem þar
voru fyrir fasta, rifu
myndir af dr. Schussnigg
niður af veggjum og tættu
í sundur austurríska fán-
ann. 1
Öll blöð, sem fylgdu dr.
Schussnigg að málum voru
gerð upptæk.
Nazistar í Vín fóru hóp-
göngur og blysför um borgina
og stóðu fagnaðarlæti þeirra
fram eftir allri nóttu.
Fregnir herma að dr. Schuss-
nigg hafi verið settur í svokall-
að verndarfangelsi, en aðrar
fregnir herma, að hann hafi
verið fluttur til Þýskalands.
Fjöldi manna, sem staðið
hafa framarlega í andstöðumii
gegn nazistum reyndu að flýja
af landi burt til Tjekkóslóvakíu
í nótt. Meðal þeirra var ekkja
Dolfuss kanslara.
Fullyrt er að Stahremberg
fursti hafi verið tekinn fastur
á flótta.
Föðurlandsfylkingin, sem
verið hefir eini stjórnmála-
flokkurinn, sem leyfður hefir
verið í Austurríki síðan 1933,
hefir verið bönnuð.
Stjórnin í Austurríki er þann-
ig skipuð, að dr. Seyss-Inquart
er kánslari, Gieis-Horsteman, er
varakanslari, dr. Wolf er utan-
ríkismálaráðherra og Neunmey-
er er fjármálaráðherra. (FÚ.).
öamla Bíó sýnir í kvöld spenn-
andi leynilögreglumynd, „Ósýni-
lega byssan“, sem Lew Ayres og
Gail Patrick leika aðalhlutverkin í.
„San Franeisco" verður sýnd á al-
þýðusýningu kl. 6(4 og þá 1 síð-
asta sinn.
Þjóðstjóm
í Frakklandi?
London 12. mars F.Ú.
Frakklandi er ný stjórn
ekki komin á laggirnar en
talið er víst, að Leon Blum
muni Ijúka við að mynda stjórn
sína nú um helgina og háfá ráð-
herra-lista sinn tilbúinn á
mánudag. Formenn ýmsra mið-
flokka hafa tjáð honum stuðn-
ing sinn.
Enn gengur sterkur orð-
rómur um það, að Leon Blum
muni mynda þjóðstjórn.
MINNISMERKI
SNORRA
STURLUSONAR
Khöfn 12. mars. F.Ú.
ormaður norsku Snorra-
nefndarinnar, prófessor
Johansen, skýrir frá því að
nægilegt fje hafi nú safnast til
þess að nefndin sjái sjer fært
að koma upp minnismerki
Snorra Sturlusonar í Reykholti.
Hefir nefndin fengið hinn
fræga norska myndhöggVara
Gustav Vigeland til þess að
gera minnismerkið.
MAX BAER SIGRAÐI.
London 12. mars F.Ú.
eir hnefaleikameistararnir
Max Baer og Tommy
Farr börðust í gærkvöldi í New
York og vann Baer sigur.
Leikurinn var 15 lotur.
Haukanes kom af veiður í gær.
Khöfn í gær.
AUSTURRÍKI hefir sameinast
ÞYSKALANDI. í ræðu, sem
HITLER FLUTTI í LINZ í AUST-
URRÍKI í DAG, SAGÐI HANN, AÐ ÞEGAR
HANN FÖR FÁTÆKUR OG UMKOMU-
LAUS FRÁ AUSTURRÍKI FYRIR MÖRG-
UM ÁRUM, HAFI HANN SETT SJER
ÞAÐ MARK, AÐ SAMEINA AUSTURRÍKI
ÞYSKA RÍKINU.
,,Þetta verkefni hefi jeg nú leyst“ hrópaði
íhann og mannfjöldinn í Linz tók undir með
dæmafáum fagnaðarlátum, se'm aldrei ætluðu að
linna.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður látin fara fram í
Austurríki innan skamms um sameininguna við
Þýskaland.
KIRKJUKLUKKUM HRINGT.
Þegar Hitler flaug yfir landamæri Austur-
ríkis og Þýzkalands í morgun, var kirkjuklukk-
um hringt um alt Austurríki.
Dr. Seyss-Inquart tók á móti Hitler í Linz. Það er ekki bú-
ist við að Hitler haldi innreið sína í Vín fyr en á morgun.
Hundrað þúsund manna þýskur her fór í býtið í morgun
yfir austurrísku landamærin, samkvæmt ósk dr. Seyss-
Inquarts, kanslara Hitlers í Austurríki. Sækir herinn
fram til suðurlandamæra Austurríkis við Tyrol og landa-
mæri Júgóslafíu.
Þýskar hersveitir eru komnar að Brennerskarðinu á landa-
mærum Ítalíu. Hershöfðingi þýsku herdeildarinnar þar hefir
sent herforingja ítala við skarðið s^eyti, þar sem segir að hann
gleðjist yfir því, að vera nábúi við hersveitir „hinnar miklu
ítölsku þ.jóðar“.
BOÐSKAPUR HITLERS.
London 12. mars F.Ú.
Þýskar hernaðarflugvjelar hafa verið á flugi yfir Vín í
dag. Hafa þær kastað niður flugmiðum þar sem fagnað er yfir
stjórnarskiftunum, og væntanlegri sameiningu ríkjanna.
í Berlín er sú skýring gefin á innrás þýska hersins (skv. F.Ú.)
að hann eigi að aðstoða austurrísku stjórnina, til að halda ró
og reglu í landinu, enda sje herinn sendur eftir beiðni dr.
Seyss-Inquarts.
Þýsk stjórnarvöld hafa tekið alla tollgæslu og vegabrjefa-
skoðun í sínar hendur á landamærum Þýskalands og Austur-
ríkis.
Dr. Göbbels útbreiðslumálaráðherra Þýskalands las í dag
upp í útvarpið boðskap Hitlers um þessa atburði. Þar segir
Hitler að hann hafi viljað koma í veg fyrir að þjóðaratkvæða-
greiðslan í Austurríki færi fram, vegna þess að hún hefði geí-
ið fullkomlega ranga mynd af afstöðu þjóðarinnar til Þýska-
lands.
Ennfremur að í Austurríki sje sex miljónir þýskumælandi
manna sem kúgaðar hafa verið af miklum minnihluta í mörg
ár. Fátækt og eymd hafi farið vaxandi í landinu, en atburðir
þeir, sem gerst hafi í gær, sjeu upphaf ráðstafana til að bæta
úr því. Ástandið hafi verið þannig, að ómögulegt hafi verið að
þola það lengur.
Afskifti Þýskalands miði fyrst og fremst að því að
skapa farsæld og frið í landinu.
FRAMK Á SJÖTTU SÍÐI7
Dagmál: Fregnir berast til
Austurríkis um, að hersendingar
fari fram frá Múnchen til austúr-
rísku landamæranna. Landamær-
um Austurríkis við Salzburg er
lokað eina klukkustund, síðan
opnuð aftur.
Hádegi; dr. Schussnigg býður
út, varaliði frá 1915 til þess að
gegna herskyldu strax. Sagt að
varaliðið eigi að hjálpa til að
halda uppi röð og reglu í land-
inu, þar til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni er lokið.
Frá hádegi til kl. 5 e. h.: Miklas
forseta berast úrslitakostir frá
þýsku stjórninni. Ef ekki verði
tafarlaust lýst yfir, að þjóðar-
atkvæðagreiðslan skuli ekki fara
fram, inuni þýskur her fara yfir
austúrrísku landamærin.
Kl. 5y2: dr. Schússnigg lætur
lýsa yfir, að þjóðaratkvæða-
greiðslunni sje frestað um óákveð-
inn tírna.
Frá kl. 5(4—7- Miklas forseta
berast aðrir úrslitakostir: Þýskur
her verður látinn fara yfir aust-
urrísku landamærin ef ekki verð-
pr innan þriggja stunda skipað-
ur nýr kanslari, sem þýska ríkið
tilnefni, og ný stjórn.
Kl. 7. dr. Schussirigg lýsir yfir
því í útvarpið, að Miklas hafi
falið sjer að tilkynna austurrísku
þjóðinni, að hann (dr. Schuss-
nigg) segði af sjer, þvingaður til
þess af ofurefli þýska hersins.
„Guð varðveiti Austurríki".
Kl. 7.10. dr. Seyss-Inquart hef-
ir tekið að sjer bráðabirgðastjórn.
Ilann segir í útvarpið, að þýðing-
arlaust sje að reyna að veita
þýska hernum viðnám, ef liann
fari yfir austurrísku landamær-
in. Þýski herinn komi til að forða
blóðsúthellingum í Austurííki. —
Skömmu eftir þetta sendir dr.
Seyss-Inquart Hitler skeyti, þar
sem hann biður um, að þýskur her
verði seildur til Austurríkis til
þess að halda uppi röð og reglu.
Kl. ca. 7.40. Miklas forseti lýs-
ir yfir því, að dr. Schussnigg fari
enn með stjórn í Austurríki.
Kl. ea. 8 e. h. Miklas forseti
lýsir yfir því, að liann hafi skip-
að dr. Seyss-Inquart kanslara.
Frá kl. 8—2 eftir miðnætti.
Nazistar í Vín fagna sigri. Fara
hópgöngur um Vín, draga liaka-
krossfánann á stöng á ráðhúsinu.
í Graz, Innsbruck og Linz er
hakakrossfáninn einnig dreginn
'að hiin. Rudolf Hess, staðgengill
Hitlers kemur til Vín.
Kl. 2 eftir miðnætti. dr. Seyss-
Inquart hefir ráðuneyti sitt til-
búið og ráðherralistinn er lesinn
upp í austurríska útvarpið.
I