Morgunblaðið - 13.03.1938, Page 5

Morgunblaðið - 13.03.1938, Page 5
Stmnuaagur 13. mars 1938. MORGUNBLAÐIS #T ötpnUaN^ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjörar: Jðn Kjartansson og Valtýr StefAnsson (ábyrgBarmaBur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelCsla: Austurstrœtl 8. — Slml 1600. Áekriftargjald: kr. 3,00 & mánuOl. 1 lausasölu: 15 aura elníakitt — 25 aura meb Lesbðk. HVERJIB VAEDA? --Keykjavíkurbrjef-- -------12. mars. -- Idag eru liðnar rjettar 4 vik- ur síðan Ólafur Thors skrif- .aði grein hjer í blaðið, þar sem Tiann skoraði á útgerðarmenn 'Og sjómenn, að leysa tafarlaust likaupdeiluna á togurunum. Sýndi Ólafur fram á hversu anjöjg hefði breyst viðhorfið frá 2>ví sjómenn sögðu upp samn- fingmum og alt á eina sveifina, ■þ. e. iútgerðinni í óhag, þann- iiig að í senn hafi hækkað allur tilkostnaður við framleiðsluna, en afurðaverðið nær undan- tekningarlaust fallið, og það svo gífurlega, að því er snertir aðra aðalframleiðsluvöruna, síld ina, að hún myndi nú vart hálf- virði móts við verðið í fyrra. Viðurkendi Ólafur að vísu, ;að eðlileg afleiðing þessa við- ihorfs væri lækkun kaupgjalds- ins. En hann færði hinsvegar rök að því, að eins og sakir = stæðu gætu útgerðarmenn tæplega borið fram þá kröfu, hæði vegna þess, að þeir hefðu ekki sagt upp samningnum og hins, að þeim hlyti að vera ö- geðfelt að krefjast kauplækk- nnar af 'hinni dugmiklu sjó- mannastjett á sama tíma er ýmsar aðrar átjéttir þjóðfjelags- :ins fengju kauphækkun. Með þessum rökum lagði Ól- afur Thors til, áð eldri samn- ingur yrði framlengdur ó- hreýttur til eins árs, enda færu þá skipin tafarlaust út á veið- ar. Af síðari upþlýsingum í mál- íinu mun mega álykta, að út- :gerðarmenn hefðu fyrir sitt leýti verið tilleiðanlegir að ganga áð þessari lausn, og hefðu þá að sjálfsögðu hald- ið fast á kröfum sínum á hend- ur ríki og bæjarf jelagi. En um undirtektir sjðmanna er ekki með vissu vitáð. Hinsvegar .gerði Alþýðublaðið sig þegar í stað sekt um það óheyrilega .ábyrgðarleysi, að svara þessari :alveg ádeilulausu og góðvilj- iuðu tillögu Ölafs með fúkyrð- um og illkvitni. Og forráða- mennirnir verða tæplega feldir undan sök, að þeir skyldu ekki þegar I stað kalla saman á fund hlutaðeigandi sjómenn, til þess að gefa þeim kost á að ræða málið út frá hinu breytta viðhorfi. Á því getur ekki leikið minsti vafi, að tjónið, sem sjómenn hafa beðið vegna atvinnumissi þessar 4 vikur er þegar orðið svo mikið, að það nemur marg- faldri þeirri upphæð, sem nokkr um manni dettur í hug að þeir geti náð, enda þótt þeir vinni kaupdeiluna. Útgerðarmenn hafa einnig skaðast á því, að skipin liggja aðgerðarlaus í höfn. Þar við bætist svo hið mikla tjón bæjarfjelagsins og þjóðarheildarinnar. Eigi þykir þörf að fjölyrða um hverjir valda þessu tjóni. En um hitt er engum blöðum að fletta, að hefði einhver af forystumönnum Alþýðuflokks- ins eða sjómannafjelagsins, eða hefði Alþýðublaðið tekið málið sömu tökum og Ólafur Thors, þá væru allir togararnir fyrir löngu farnir á veiðar. Þá væru 700 sjómenn a. m. k. 500 krón- um ríkari hver. Þá væri gjald- eyrisskorturinn a. m. k. miljón krónum minni. Og þá væru at- vinnuhorfur verkalýðsins í Reykjavík ólíkt betri en þær eru nú. Þetta er aðalatriði þessa máls. Hitt eru svo óviðeigandi láta- læti, þegar stjórnarblöðin eru að krefjast rannsóknar á út- gerðinni, rjett eins og reikn- ingar útgerðarinnar væru lok- uð plögg fyrir Alþýðuflokkn- um, enda þótt formaður flokksins sje bankastjóri, þing- menn og aðrir trúnaðarmenn út- gerðarstjórar togarafyrirtækja í Hafnarfirði, Isafirði og Norð- firði. Og reikningar útgerðar- innar eiga að vera lokuð plögg fyrir Framsóknarflokknum, enda þótt margir af aðaltrún- aðaimönnum flokksins sjeu vegna starfa sinna gagnkunn- ugir öllum rekstri slíkra fyrir- tækja. En það er beinlínis ó- geðslegt, þegar stjórnarliðið er að ráðast á útveginn fyrir það, hversu bágur fjárhagur hans er og talar jöfnum höndum í ein- hverjum föðurlegum tón um, að það geti komið til greina að hjálpa þessum vesalingum, út- gerðarmönnum, ef þeir sýni til- hlýðilega auðmýkt. Allur almenningur í landinu veit vel, að það eru rauðliðar, undir forystu núverandi stjórn- arflokka, sem með skattaráni og hverskonar áníðslu hafa komið útvegnum á knje. Og það sem útgerðarmenn fara fram á er alls ekki það, að þessir herrar skili neinu aftur af ránfengn- um, heldur hitt, að hætt sje að fjefletta útveginn, þannig að hann geti fengið stundarfrið til þess að rjetta við. Stjórnarliðar verða að láta sjer skiljast, að almenningur krefst engrar rannsóknar á hendur útgerðinni, m. a. vegna þess, að reikningar útgerðar- innar eru opinber plögg. Krafa almennings er sú, að öll fjármálaóreiða ríkisins verði sett undir opinbera rannsókn, svo að það komi berlega Ijós, hvernig farið hefir verið með það fje, sem reitt hefir verið af útgerðinni og pínt út úr skattþegnum landsins. Slysavarnadedldin Vörn í Siglu- firði átti fimm ára afmæli fyrir skömmu. Hefir deildin safnað á þessum finnn árum 20 þúsund kónum í Björgunarskútu Norður- lands. Fjelagskonur eru 150. (FÚ.) Sama milda tíðin liefir haldist um land alt undanfarna viku, eins og áður var, enda víða komið sjer vel, að ekki væru ill- viðri og frosthörkur eftir ofsa- veðrið aðfaranótt fyrra laugar- dags, þegar mestar skemdir urðu á húsum víða um land. Ekki hef- ir enn fengist glögt yfirlit yfir alt það tjón, sem varð í ofviðri því, en það er ákaflega tilfinn- anlegt, einkum í sumum þorpum og kaupstöðum austanlands. Afli er talsvert betri í verstöðv- um hjer við Faraflóa, heldur tn var í fyrra, og eru menn að vona, að sú spá fiskifræðinga vorra muni rætast, að við sjeum komnir yfir aflaleysiskaflann, sem hj.;? hefir verið undanfarin ár, enda renna svo styrkar stoðir athug- ana undir spá þá, að hún naum- ast verður vjefengd. Alvörumálið mesta. esta alvörumálið um þessar mundir er togaraverkfallið. Er nú orðið það áliðið, að menn væru farnir að búa togarana á saltfiskveiðar, ef alt væri með feldu. En ennþá hefir engin sátta- tillaga komið í því máli, sem lík- legt er að nái fram að ganga. Sjaldan hefir amlóðaháttur vinstri flokkanna komið eins greinilega í ljós, eins og í þessu máli — og þó einkum Framsókn- arfloltksins. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn vilja vitaskuld ekkert annað, en kaup sjómanna hækki, því fyrir þeim er kauphækkun allra meina bót. En Tímamenn eru á báðum áttum, eins og altaf, þegar ein- hver alvara er á ferðinni. Útgerðarmenn og bankastjórar lögðu í liaust fyrir landsstjórn- ina rökstutt álit um hag og af- komui útgerðarinnar. Landsstjórn- in hefir ekki neitað því, að banka- stjórarnir færi með rjett mál, þar sem þeir sögðu, að ef litgerð- in ætti að bera sömú byrðar og áður, þá lægi fyrir „algert hrun“. En þessi skýrsla eða vitneskja liefir ekki haft meiri áhrif á hina sofandi og I sinnulausu lands- stjórn en það, að hún hefir sýni- lega ekki nent að kynna sjer málið. * Því nú fyrir nokkrum dögum birtist í Tímadagblaðinu mjög rembileg grein um það, að „kröf- um“ útgerðarmanna til ríkis- stjórnarinnar yrði vitaskuld ekki sint, nema á þann eina sjálfsagða hátt, að hin hæstvirta stjórn tæki útgerðina allra náðarsamlegast til rannsóknar. Síðan fyrir áramót liefir að- vörun bankastjóranna um yfirvof- andi hrun útgerðarinnar legið á borði ríkisstjórnarinnar. Þegar komið er fram á vertíð tilkynnir sama landsstjórn í blaði sínu, að nú sje hún farin að hugsa um að rannsaka málið! Er hægt að sýna meira ábyrgð- arleysi og bjálfaskap; þegar aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar á í hlut ? Úrræði og ráðleysi. Alþýðublaðinu hefir birst skýrsla um það, hve margar stjettir þjóðfjelagsins hafa feng- ið kauphækkun, meðan kaup sjó- manna hefir staðið í stað. Og blaðið lítur svo á, að sjómenn sjeu eins vel að kauphækkun komnir. Svona tala menn, sem hafa sitt ákveðna mánaðarkaup alt árið, alveg án tillits til þess, hvort nokkurt bein veiðist úr sjó, eða ekki. En sjómenn og aðrir, sem stopulli atvinnu liafa, vita ákaf- lega vel, hafa blátt áfram reynslu fyrir því, að það er ekki kaup- upphæðin yfir daginn eða mánuð- inn, sem skiftir þá mestu, heldur liitt, hve lengi þeir geta lialdið atvinnunni, og hve árstekjur þeirra verða miklar. Menn, eins og t. d. þeir, sem skrifa í Alþýðu- blaðið, er geta ekki skilið svona einfalda hluti, þeir eru svo staur- blindir yfirleitt, að vantreysta verður því, hvort þeir geta lagt saman tvo og tvo. Peningahroki. n alt öðru máli er það að gegna, þegar maður eins og Jónas Jónsson skrifar eins og hann hefir gert nú undanfarið um vinnudeilur og verklýðsmál. Hann virðist nú ekki sjá, og sjer senni- lega ekki aðra leið út úr ógöng- um atvinnuveganna en þá, að þéir sem minst bera úr býtum í1 þjóðfjelaginu verði að draga úr kröfum sínum. < Það situr illa á manni eins og Jónasi Jónssyni að tala svo. Því alveg er það víst, að enginn einn maður í íslensku þjóðfjelagi hef- ir sett á fót eins mörg feit em- bætti og stungið að fylgifiskum sínum matarmeiri* bitlingum en einmitt hann. Hann veit, að liækkaðar kaup- kröfur í landinu styðjast yfirleitt við hækkandi dýrtíð. Að sann- gjarnasta leiðin tii þess að mæta kaupkröfum er sú, að ríkisstjórn- in geri alvarlegar ráðstafanir til þess að lækka dýrtíðina. Og sú lækkun dýrtíðarinnar kæmi áreið- anlega best við þá lægst launuðu þjóðfjelagsþegna, þá, sem hafa stopulasta atvinnu, að valdhaf- arnir sniðu kúfinn af liæstu launa greiðslum gæðinga sinna. Rólegt líf. á segir Jónas Jónsson í Tíma- dagblaðinu, að mikill sje munur á lífinu í sveitunum og við sjávarsíðuna. í sveitum ríki hinn mesti friður, en í kaupstöðum logi alt í vinnudeilum. Hvaða flokkur skyldi það ann- ars vera, sem lengst og mest hef- ir stutt og starfað með „stólfóta- mönnunum" við sjóinn, sem J. J. talar um? Er það nokkur annar en Framsóknarflokkurinn ? Er það ekki Jónas Jónsson og fjelagar, sem hófu upp „stólfótinn“ í kaup- gjaldsmálum hjer á landi? Hið landfræga minni gamla mannsins er farið að sljófgast, ef hann man ekki svo langt. En svo vikið sje aftur að sveita lífinu. í sveitum landsins ber nú mest á einyrkjum. Þeir lenda ekki svo glatt í kaupdeilum. Við hverja eiga þeir að deila? Ekki við það verkafólk, sem þeir ná ekki til, sakir hins háa kaupgjalds og dýrtíðar. En sú kemur vonandi tíð, að íslenskir bændur láta betur til sín taka, en þeir hafa gert um skeið. Það verður þegar þeir fara að gera upp reikningana við vinstri flokkana, sem margfaldað hafa skatta og tolla, skríifað kaupgjaldið svo upp, að bændur sjá ekki fram á annað en eilíft strit einyrkjanna, og leikið hafa sveitirnar svo grátt með flátt- skap sínurn, að liggur víða við landauðn. Það verður friðsælt í sveitum landsins, Jónas Jónsson, þegar fólkið er flúið þaðan fyrir atbeina ykkar rauðliða! „VinstriM samvinnan. amkomulagið milli kommún- ista, Alþýðuflokksbrotanna og Framsóknarflokksins helst í svipuðu horfi og verið hefir. Framsóknarblöðin, og þó einkum formaður Framsóknarflokksina skammar þingflokk Alþýðuflokks ins fyrir að hann eigi sök á öll- um óförum og öfugstreymi í þjóð- fjelaginu, sem þessir tveir flokk- ar, Framsókn og sósíalistar, hafa í einingu andans undirbúið síð- ustu 10 árin. Alþýðublaðið skammar J. J. aftur á móti sem svikara við mál- efni alþýðunnar, og segir, sem er, að liann geti ekki lengur satt orð talað. Annars fer næsta lítið af rúmi Alþýðublaðsins um umræður um almenn þjóðmál. Skammir blaðs- ins um Hjeðinn Valdimarsson og fylgismenn hans taka svo mikið pláss í blaðinu — auk þess sem sjerfræðingar blaðsins í kommún- isma, Stefán Pjetursson, sem sett- ur var til menta í Moskva um ár- ið, skrifar við og við greinar- gerðir um brjálæði og landráða- starfsemi hinna íslensku komm- únista. Hjeðinn og flokksbrot hans gef- ur út blað tvisvar í viku, „Nýtt land“, sem hefir það eitt umræðu efni, að skamma Haraldar Guð- mundssonar deild Alþýðuflokks- ins, Jón Baldvinsson, Sigurjón Ólafsson, Ólaf Friðrilisson, starfs- menn Alþýðublaðsins, vinnulög- gjöfina og Eggert Claessen. Með- an blaðútgáfa þessi var ný af nálinni, gáfu menn henni gaum. En vegur „olíublaðsins“ fer mink- andi. Alþýða manna laðast ekki að 40 dálka uppsuðu á vikn um sama efni, jafnvel þó innan um dálkafylli þessa sjeu altaf hinar mestu óbótaskammir um fyrver- andi og að nokkru leyti ennver- andi samherja litgefendanna. Moskvamennirnir. blaði Moskvamanna er svo einskonar ábætir, með Moskva sósu. Þar er öll hin þríhöfðaða hersing í Alþýðu- og Framsókn- arflokknum skömmuð á hverjum degi. Þar er formanni Framsókn- arflokksins lýst sem heimskri og fákunnandi slúðurkerlingu, sem kunm allar slúðursögur um alla núlifandi málsmetandi menn á FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.