Morgunblaðið - 23.03.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.1938, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. mars 1938. KVENÞJÓÐIM OQ MEIMILIN Ldtið biómin tala. Blóm og Ávextir. Sími 2717. TOILET SOfiP Ef þjer hafið ekki reynt þessa handsápu, þá fáið yður eitt stykki og dæmið sjálf um gæðin. Fæst víða. Heildsölubirgðir Heildverslunin Hekla Hjátrú á heimilinu Dað er ýmislegt í hinu daglega lífi á heimilinu, sem ber að varast, ef maður er hjátrúarfull- ur. T. d. her að forðast að setja skó upp á borð, því að það færir ófrið í húsið. Eins er hættulegt að sjá títuprjón liggja á gólfinu, án þess að taka hann’upp, því að maður iðrast eftir það allan daginn. Hins vegar verður maður heppinn allan daginn, ef maður tekur hann upp. Þá verður maður að muna að gefa aldrei neinum nál eða títuprjón, án þess að fá pening í staðinn, því að annars kemur eitthvað leiðin- legt fvrir. Líti maður í spegil um leið og einhver annar, veit það á ógæfu, og brjóti maður spegil, hefir það hvorki meira nje minna en sjö ára ógæfu í för með sjer! Margt fleira mætti nefna, sem hjátrúarfult fólk er hrætt við, en aðrir brosa að með rjettu og taka ekkert mark á. Maður má t. d. ekki hræra í kaff inu sínu á móti sólargangi; það boðar ilt. Missi maður niður salt, eltir ógæfan mann, nema maður skvetti dálitlu í viðbót aftur yfir öxlina á sjer. En missi maður nið- ur vatn eða, vín, lendir maður í rifrildi. Allir kannast við þá óbei.t, sem flestir hafa á því að hafa þrettán til borðs, og því, að láta þriðja mann kveikja í vindlingi á sömu eldspýtunni. Það boðar feigð fyrir þann þriðja. Og eins er það að bjóða dauðanum heim að spenna regnhlíf upp í húsum inni! Ef eitthvað af silfurborðbúnað- inum dettur á gólfið, þegar verið er að borða, á það að boða gesta- komu, sje það hnífur, kemUr karl- maður, gaffall kvenmaður, en barn, ef það er skeið sem dettur! Ung stúlka, sem situr við sauma sína, þarf ekkert að óttast, þó að hún stingi sig til blóðs, því að þá verður hún ánægð með það, sem hún er að sauma. Og brjóti hún nálina, boðar það biðil. Hinsvegar er ekki gott að hrasa á leiðinni upp stigann, því að þá seinkar brúðkaupinu um ár. Þá er það al- kunna, að hættulegt er fyrir ógift fólk að sitja við horn á borðinu, því að fyrir þær sakir getur farið svo, að bíða verði eftir hjúskap- arhamingjunni í sjö ár! Robert Taylor Það er sagt, að Robert Taylor sje mesta hetjan meðal kvikmynda leikara í Hollywood um þessar mundir, og að hann sje sá karl- maður, sem flestar konur elski. Barbara Stanwyck hefir sjest oft með honum í seinni tíð. Hún er hætt að leika og hefir jafnvel brotið leiksamninga við fjelag sitt í Hollywood. Er beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu í kvik- myndabænum, hvort hún muni í raun og veru ætla að giftast Ro- bert Taylor. Illllllllllllllllll Hvað kvenfólK ætti að gera iiiniiiiiiiiiiiii M U N I Ð 1 Gera að minsta kosti eitt góðverk á dag. | Gera sjer að reglu að fylgjast með því sejn gerist og lesa að | minsta kosti einn dálk af frjettum á dag. 1 Gera sjer að reglu að stilla sig um að segja ónotaorð, sem kom- | in eru fram á varirnar, að minsta kosti einu sinni á dag. | | Gera sjer að vana að læra daglega eitthvað nýtt, til þess að | | bæta heimilishætti. | | Gera sjer að reglu að gæta þess daglega, að lifa ekki um efni i | fram. | I Gera sjer að daglegri reglu að sýna umburðarlyndi við það, sem | kallað er „brjálæðið í unga fólkinu“. | | Gera sjer að reglu að festa sjer í minni nöfn fólks, sem kynt 1 | er fyrir því. | | Gera sjer að reglu að hlusta með athygli, þegar aðrir tala. 1 Gera sjer að reglu að tala ekki altaf um sjálfa sig og sína hagi. | •iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiinimiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiimimiiiiiiimiiiiiiiiiHiiHiimm* BAKSTUR ---------að notað silki má klippa niður í ræmur og nota það til þess að troða í sessur. --------að þegar búa á til kart- öflustöppu, eru kartöflurnar fyrst skornar niður í smábita. ---------að auðvelt er að afhýða kartöflur, ef köldu vatni er helt yfir þær. ---------að deig er best að hnoða á marmara- eða glerplötu. — — — að gömul dagblöð má nota sem troðning innan í skamm- el. --------að gamla hanska er hægt að nota í hanka í kápur og frakka. Skiunið er sniðið í ræmur og saumað utan yfir þykt segl- garn. — — — að hænsnakjöt verður hvítt og ljúffengt, ef það er nudd að með sítrónu, áður en það er steikt. --------að eggjahvíta, hrærð með sykri, er mýkjandi fyrir hálsinn. Enskar kökur þykja sjerstak- lega Ijúffengar. Hjer eru nokkur sýnishoi’n af enskum og skoskum snxákökum: Blandaðar tekökur. 200 gr. hveiti, 150 gr. smjör, 125 gr. strásykur; vanilla, 2 tesk. sterkt kaffi, 50 gr. bráðið súkku- laði, 50 gr. saxaðar möndlur. Smjör og sykur er hrært sam- an, og síðan er hveitið, sem er sigtað, sett samaix við smátt og smátt. Deigið er hixoðað vel og síðan er því skift í fernt. Vanilla og vanilludropar eru settir í eiixn hlutann, kaffið í annan, hið bráðna súkkulaði í þann þriðja og möndlurnar og möndludrop- arnir í þann fjórða. Deigið er flatt xxt og skorið út í litlar lengjur, kringlóttar kökur, hringi o. s. frv. Síðan eru kökurn- ar settar á vel smurða plötu og bakaðar við jafnan hita í klst. Skoskar hafrakökur. 250 gr. haframjöl, 125 gr. smjör, 1 sk. síróp, 125 gr. pxiðursykur, steytt eixgifer, örlítið natróix hrært út í mjólk. Smjörið er hnoðáð saman við haframjölið, og sírópið, s,ykri, engi- fer og notrón blandað saman við. Deigið er hnoðað og flatt út, þann ig að það verði 1 em. á þykt. Þá er það lagt á smurða pönixu og bakað við góðan hita í hálftíma, kælt og skorið í iy2 em. breiðar og 6—7 cm. langar ræmur. Borið með te. Kartöflukökur. 250 gr. soðnar, mjelaðar kart- öflur, 125 gr. hveiti, 100 gr. smjör, 125 gr. rúsínur, 30 gr. strásykur, dálítið rifið múskat, salt og mjólk. Kartöflurnar eru stappaðar með dálítilli mjólk, blandað saman við sigtað hveitið og smjörið, og rús- ínurnar, múskatið, sykur og salt sett saman við: Deigið er hnoð- að, uixs það er sljett og mjúkt, flatt út og stungið í kringlóttar, tommuþykkar kökur. Með bakkan- um á hnífsblaði eru rákir skornar í kökuna þvers og endilangt og síðan er þeim raðað á vel smurða plötu og bakaðar við jafnan hita í x/2 klst. Bornar fram heitar. Vitið þjer — -------að gott ráð við hæsi er að anda að sjer heitri vatnsgufu og hafa álún í vatninu, 10 gr. í 1 ltr. af vatni. Blönduna má líka nota til þess að skola með hálsinn. -------að gamlar kartöflur verða bragðbetri, og ekki bláleitar við suðu, ef dálítið af ediki er sett í suðuvatnið. Já, iiú likar vti}er gólfið. Og svo er þessi ógeðs- lega olíulykt horfin. FAVORI andlitssápa tískukonunnar,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.