Morgunblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 5
MiðvBuidagur 23. mars 1938. MORGUNBLAÐIÐ
= PótpiiUaK)-------------------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: J6n KJartansaon og Valtý\' Stefánsson (ábyrgOarmaOur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgrelOsla: Austurstræti 8. — Slal 1600.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuBl.
f lausasölu: 15 aura eintakiO — 25 aura naet) Lesbök.
LIÐSKÖNNUNIN
Morgunblaðið hefir við og
við ymprað á því síð-
ustu dagana, að það væri
Bæsta óviðfeldið að ráðuneyti
Hermanns Jónassonar sæti
uins og ekkert hefði í skorist,
enda þótt Alþýðuflokkurinn
liefði slitið allri stjórnarsam-
vinnu og stórnin um leið kom-
5n í minnihluta í þinginu.
Forsætisráðherrann hefir að
gefnu þessa tilefnis vakið máls
á þessu á Alþingi. Hann segir,
að ástæðan til þess að hann
baðst ekki lausnar fyrir alt
ráðuneytið hafði verið sú, að
stjórnin óttaðist að gerðardóms-
lögin í togaradeilunni myndu
valda erfiðleikum í fr&m-
kvæmdinni. Stjórnin hefði því
talið rjett að sitja uns sjeð yrði
fyrir enda deilunnar. Nú væri
hinsvegar lausn deilunnar að
nálgast og kvaðst forsætisráð-
'herrann því telja tímabært að
hefja eftirgrenslan um hið póli-
tíska ástand í þinginu.
Forsætisráðherrann gat þess,
að hann hafi Iitið svo á að
þingmenn væru yfirleitt sömu
skoðunar og stjórnin hvað þetta
snerti. Þeir hafi ekki hreyft
neinum andmælum gegn setu
stjórnarinnar og ekki einu sinni
fundið ástæðu til að spyrja.
*
Um afstöðu þingmanna til
stjórnarinnar er Morgunblað-
inu ekki kunnugt. Hitt er vit-
að, að stjómin hafði stuðning
imikils meirihluta þings við af-
greiðslu gerðardómslaganna,
en sá stuðningur kom frá and-
stöðuflokkum stjórnarinnar.
Ekkert liggur fyrir um það, að
þessir sömu flokkar hafi heit-
ið stjórninni hlutleysi eða
stuðning að öðru leyti og full-
yrðir Morgunblaðið, að slílct
hafi ekki átt sjer stað.
Morgunblaðið er því enn
sömu skoðunar og áður um það,
að stjórnin hafi brotið grund-
vallarreglu þingræðisins með því
að sitja kyr, eftir að Alþýðu-
flokkurinn sagði slitið stjórn-
arsamvinnunni. Stjórninni bar
skylda að biðjast lausnar strax
er henni var ljóst, að hún hafði
íekki lengur stuðning meiri-
hluta þings.
Stjórnin afsakar sig með því,
;að hún hafi talið líkur til þess,
að gerðardómslögin kynnu að
valda erfiðleikum í framkvæmd
inni og þessvegna hafi hún tal-
ið rjett að sitja kyr, því að
með því gæti hún betur beitt
sjer ef á móti blæsi. Hjer er
stjórnin komin út á ákaflega
tæpt vað, ef ekki í fullkomna
ófæru. Því að ef stjórnin óttað-
ist mótblástur gegn framkvæmd
gerðardómslaganna, var henni
vitanlega nauðsynlegt, að eiga
vissan stuðning meirihluta þings,
ekki aðeins í þessu máli, held-
.ur sem ríkjandi stjóm í land-
inu. Alt annað gerði stjórnina
svo veika, að henni var ómögu-
legt að beita sjer.
Nú segir hinsvegar forsætis-
ráðherrann, að liðið sje hjá
það ástand, sem knúði stjórn-
ina til að sitja, enda þótt hún
væri ekki þingræðisstjórn, því
að nú sje kaupdeilan leyst.
Reyndar skilst manni, eftir síð-
ustu samþykkt sjómannafjelag-
anna, að alt annað geti verið
uppi á teningnum. En sleppum
því og höldum okkur aðeins að
hinu, að forsætisráðherrann tel-
ur, að nú beri að kanna hið
pólitíska ástand og fá aftur
þingræðisstjórn í landinu.
*
En hvernig verður sú þing-
ræðisstjórn, sem nú verður
mynduð?
Framsóknarmenn fara ekki
dult með það, bak við tjöldin á
Alþingi, að þeir geti fengið
hlutleysi eða stuðning Alþýðu-
flokksins áfram, ef þeir óski
þess. Þegar svo Framsóknar-
menn eru um það spurðir, hvað
valdi þessari breytingu á við-
horfi Alþýðuflokksins, svara
þeir litlu, velta vöngum, brosa
og segja: Við höfum ýmislegt
upp á að bjóða. Við höfum
bankastjórastöðu, forstjóra-
stöðu í Tryggingarstofnun
ríkisins, bankaráðsstarf og
ýmislegt fleira af slíku
góðgæti. Við vitum hvað það
er sem þeir sækjast eftir, vin-
irnir í Alþýðuflokknum. Við
þurfum ekkert að óttast þá. En
gerðardómurinn? Ætlar þá Al-
þýðuflokkurinn að sætta sig
við hann? Því svara Framsókn-
armenn á þann veg, að þing-
menn Alþýðuflokksins sjeu
fljótir að gleyma, þegar í boði
eru feit embætti og stöður.
Morgunblaðið efast fyrir sitt
leyti ekki um það, að Fram-
sóknarmenn lýsa hjer rjett
sínum gömlu og nýju samherj-
um í Alþýðuflokknum. Þeir
þekkja best hugarfar þeirra og
innræti.
Nú hefst eftirgrenslan for-
sætisráðherrans um hið póli-
tíska viðhorf á Alþingi. Ætti
ekki að þurfa að bíða lengi eft-
ir niðurstöðunni. En fróðlegt
verður að sjá hver útkoman
verður, eftir að liðskönnunin
hefir farið fram.
Hvað er í pokunum? heitir bækl-
ingur eftir Árna G. Eylands, sem
nýlega er kominn út, og er tíunda
smárit Áburðarsölu ríkisins. Er
þar dregið saman það helsta sem
bændur þurfa að vita um notkun
og notagildi ábnrðar. Er öll frá-
sögnin aðgengileg, eins og vænta
má hjá Árna, sem bæði hefir allra
manna mesta þekking á þessum
efnum hjer á landi, og er vanur
að útskýra fyrir almenningi það
sem menn þurfa helst að vita í
jarðrækt sinni.
Unga
I—Ivað verður um sveitirn-
* * ar, þegar núlifandi
bændur falla frá? Þessa
spurningu leggja margir
fyrir sig um þessar mund-
ir. Blaðið átti tal við Jón
bónda Jóhannsson frá
Skarði í Dalsmynni hjer á
dögunum.
Hann sagði m. a.:
Jeg er búinn að liugleiða þetta
í mörg ár, og tel framtíðina
ískyggilega. Meðan við endumst,
sem nú böslum við búskapinn, fer
alt skaplega, og helst í horfinu.
En jeg sje ekki hvaða fólk verð-
ur eftir í sveitunum til að taka
við, þegar við föllum frá.
Síðustu árin er það svo, að ekk-
ert af unga fólkinu, að kalla má,
tollir í sveitunum. Það flykkist í
kaupstaðina, undir eins og það
hefir færi til þess, flest til Reykja
víkur, í allskonar atvinnuleit.
Æskan og skólarnir.
Oftast nær er saga unga fólks-
ins þessi: Það fer á einhverja
skólana. Búin kosta skólaveruna
fyrstu árin eitt eða tvö. En þegar
fram í sækir getur fólkið ekki
fengið það kaup heima í foreldra-
húsum yfir sumartímann, að það
nægi til þess að greiða námskostn-
aðinn að vetrinum. Og þá fara
unglingarnir í atvinnuleit þangað
sem þeir eiga von á liærra kaupi
en við búskapinn heima. Og þá
eru tengslin við föðurleifð og bú-
skap venjulega rofin að fullu.
Það er ekki nema eðlilegt og
sjálfsagt, að fólkið, sem vex upp
í sveitinni, vilji fá tækifæri til að
afla sjer eins góðrar mentunar og
fólkið sem elst upp í kaupstöð-
unnm. En einhvernveginn er það
svo, að skólarnir eins og þeir eru
nú fyrir sveitafólkið, verða að
einskonar útgöngudyrum æsku-
lýðsins út úr sveitunum. Tiltölu-
lega altof margt af því fólki, sem
á annað borð fer í skólana, er
tapað fyrir sveit sína, nema þá
þeir sem sækja bændaskólana.
Til þess að framtíð sveitanna
megi kallast trygg, þurfa búin að
geta staðið straum af þeirri ment-
un unga fólksins, sem það óskar
eftir og heimtuð er. En samtímis
þarf afrakstur búanna að geta
nægt til þess að hægt verði að
koma á nauðsynlegum umbótum í
byggingum og ræktun.
Sveitir þurfa að bjóða
sambærileR kjör.
Það er ekki til neins að segja
fólkinu að vera kyrru í sveitun-
um, ef því finst að því líði betur
annarsstaðar.
Og bændur verða að geta greitt
vinnufólki eða kaupafólki sama
kaup, eða látið því líða eins vel
og það getur búist við annars-
staðar. Annars fæst ekki fólk í
sveitirnar.
Lengi vel var það svo með mig,
og margir munu hafa brent sig
á sama soðinu, að jeg streittist
við að lialda kaupafólk eins og
áður og slá allar þær engjar, er
áður höfðu verið slegnar. En þetta
fór alt í bölvun sína. Því afurðir
búsins fóru að lieita mátti allar í
kaupgreiðslurnar. Þegar jeg sá,
að þetta dugði ekki lengur, tók
fólkið flýr
úr sveitunum
Hvað tekur við
þegar núlifandi
bændur falla frá?
jeg mig til og reif í sundur túnið
og gerðj það vjeltækt og jók töðu-
fallið. Svo nú þarf jeg ekki að
slá nema sumt af engjunum, það
skársta, og get sparað mikið kaup
gjald um sláttinn. En svo er vetr-
arhirðing fjárins. Við hana skrúf-
um við okkur bændur og hirðum
þetta 200 fjár kannske einn mað-
ur ásamt öðrum búverkum. Með
þessu móti getum við slampast af,
síðan túnin voru bætt og töðufall-
ið aukið. En þetta erfiðislíf er
ekkert til að sækjast eftir. Þess-
vegna fjölgar jörðunum, sem fara
í eyði, vegna þess að enginn vill
búa á þeim. Bankar og aðrar lán-
stofnanir sitja uppi með eyðijarð-
irnar og fá ekkert eða lítið sem
ekkert, þegar vpðin, sem í jörð-
unum voru, eru, orðiti arðlaus, er
enginn er til þess að nytka jarð-
irnar.
Landauðn.
Þannig er umhorfs í mínu ná-
grenni. Við getum t. d. tekið
Látraströndina. Hún er nú öll að
fara í eyði, alt inn að Grenivík.
Þetta þótti dágóð sveit. Nú verð-
ur víst ein jörðin eftir í bygð,
Svínárnes. Látrar fara í eyði í
vor, að sagt er. Það var talin mik-
il jörð hjer áður. Einnig er talið
að Grímsnes fari í eyði. Áður voru
þessar jarðir bygðar á ströndinni:
Hringsdalur, Steindyr, Sker. Og
þá er komið inn undir Grenivík.
Og eklti nóg með það, að jarð-
irnar fari í eyði, og liggi við land-
auðn sumstaðar. Þar sem jarðir
eru betur í sveit komnar, og eru
höfuðból, er borið liafa stór bú,
þar sitja stórbændurnir um færi
að losna úr sveitinni, en efna-
minni menn koma á jarðirnar, sem
ekki hafa bolmagn til að halda
búskap stóru jarðanna í sama
liorfi og áður. Hvernig á það líka
að vera, þegar búreksturinn ber
sáralítið aðkeypt vinnuafl?
Meðan, sem sagt, að bændur
þeir, sem nú eru starfandi, end-
. ast við þann einyrkjabúskap, sem
nú er víðast rekinn, þá hjakkar
þetta í sama farinu. En þegar þeir
falla frá, er ekki sýnilegt að hin
uppvaxandi skólaæska taki við
jörðunum nándarnærri öllum.
Túnræktin helsta leiðin.
Hvaða ráð eru helst að forða
sveitunum frá þessari yfirvofandi
hættu ?
Það er hægt að svara því í
stuttu máli, þó svarið sje á engan
hátt fullnægjandi.
Afrakstur af vinnu manna í
sveitunum þarf að verða meiri en
hann er nú, svo búskapurinn geti
orðið samkepnisfær við aðra at-
vinnuvegi landsmanna í þessu til-
liti, þegar alt kemur til alls.
Færasta leiðin til þess er vitan-
lega enn aukin og bætt ræktun.
Ef túnin hefðu eltki stækkað og
töðufall aukist síðustu 10—14 ár-
in, þá væri víða hrein hörmung í
sveitum og auðn, þar sem enn er
baslað áfram. En hinn dýri og
rýri engjaheyskapur þarf að geta
horfið úr sögunni. Að vísu má bú-
ast við því, að upp úr þessu verði
ekki annað en hálfgerður einyrkja
búskapur. En liann verður þó auð-
veldari en hann er nú, enda erfitt
að hafa margt kaupafólk á sumr-
in, þar sem hægt er að koma við
fullkominni vjelavinnu við hey-
skapinn, því þá er bókstaflega of
lítið að gera fyrir fólkið með
sprettum.
Erfiðleikar
sauðfjárræktarinnar.
Svo er annað, sem við bændur
erum oft að hugleiða. En um það
get jeg ekkert dæmt. En við
spyrjum bara: Þarf kostnaðurinn
við að geyma kjötið okkar og
koma því á markað að vera álíka
mikill og allur kostnaðurinn við
framleiðsluna ? Okkur þykir lítið,
að fá ekki í okkar vasa nema um
kelming af því, sem neytendur
gefa fyrir kjötið.
Annars eru margir erfiðleikar
á sauðfjárræktuninni um þessar
mundir, og er það fullkomið á-
hyggjuefni, hve mikil vanhöld eru
á sauðfjenu, hve kvillasjúkt það
er orðið hin síðari ár, að ógleymd-
um vágestinum mikla, mæðiveik-
inni. Og þó er mikið betur gert
við fjeð nú, en var í mínu ung-
dæmi, er því var ekki gefið, með-
an það náði í jörð.
Er ekki hægt að hugsa sjer, að
vakin verði sú alda í sveitunum,
að unga fólkið verði þar kyrt við
búskapinn, af ræktarsemi og holl-
ustu við sveitifnar?
Jeg veit ekki. Þá þarf starf
skólanna og tíðarandinn að breyt-
ast mikið frá því sem nú er. En
hitt væri það, að igjer finst óþarfi
að gala eins hátt í fólkið eins og
gert er nú, og lokka það burt úr
fámenninu í glaumintí í höfuð-
staðnum, t. d. með því að láta
auglýsingar um 10—20 skemtanir
á dag í höfnðstaðnum skella í
hlustum þess me«T útvarpsgný og
hljóðfæraslætti, rjett eins og þeg-
ar liingað til Reýkjavíkur væri
komið, væri ekkif um annað að
ræða en dansleiki, gamansöngva
og apaskil til afþreyingar ungn
fólki og nýjungagjörnu.