Morgunblaðið - 23.03.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 23.03.1938, Qupperneq 7
'M OiR GUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. mars 1938. t | Bókarlregn. | Tillðgur Halldórs i Reynivðllum Tillögur mn ný afslrifti íslenskra sveitapresta af menningarmálum sveit- anna og um skólamál. Ef tir Halldór J ónsson, sóknai'prest að Reynivöll- um. Reykjavík 1938. öfundur bendir bjer á leið til „að skapa prestunum nýja aðstöðu, svo að söfnuðunum notist að þekkingu þeirra sem best og í enn ríkari mæli en áður var“. Hann vill, að þeir eigi enn, é£ þeir vilja, góðan þátt í fræðslu og uppeldi unglinga í sveitum og verði þar með sannir menningar- frömuðir meðal æskulýðsins. Hann bendir á hið fagra hlut- verk, er prestar löngum hafa haft með þjóð vorri, er þeir höfðu vak- andi auga á efnilegum unglingum í sóknum sínum, tóku þá á heimili »ín til fræðslu, er síðar kom þeim að haldi á lífsleiðinni, eða bjuggu þá undir skóla. Og það er mála sannast, að prestarnir hafa lengst af verið mestir menningarfröm- uðir allra stjetta fyrir íslenska álþýðu, og það hefir hvergi nærri verið viðurkent og þakkað eins og vert væri. Umsjón barnafræðslunnar hvíldi áður á þeirra herðum, og það var misráðið og í ósamræmi við for- tíðina, þegar sú umsjón var með lögum tekin úr höndum prestanna. Bæði í ,,Lýðmentun“ og í „Prum- vai*pi til laga um fræðslu barna“, er jeg samdi fyrir stjórnina 1905, lagði jeg til, að sóknarprestur skyldi vera sjálfkjörinn í skóla- nefnd hreppsins, og færði jeg þessar ástæður fyrir: „Að sóknar- presturinn sje sjálfkjörinn í nefnd ina virðist rjett, af því að með því nxóti er sjeð um, að jafnan sje í skólanefndinni maður, er gengið hefir á æðri mentaskóla. Á þann hátt halda og prestar vorir áfram að vera frömuðir lýð- mentunarinnar í landinu, og meg- um vjer varla án þess vera. Prest- ar standa að ýmsu leyti betur að vígi í þessu efni en aðrir hrepps- búar, og margra alda tíska og lög- gjöf hefir lagt þeim þessa skyldu á herðar, svo að hún er komin inn í meðvitund bæði prestanna og þjóðarinnar. Prestarnir fá og þannig tilefni til að hafa eftirlit með kristindómsfræðslu æskulýðs- ins, sem þeir síðan eiga að búa undir ferminguna, og er það eðli- legt“. („Lýðmentun", bls. 187). En livorki stjórn nje þing hefir viljað fallast á þetta, og hygg jeg, að barnafræðslan hafi ekki grætt á því. Tillögur síra Halldórs miða nú hins vegar að unglingafræðslunni, og þær eru svo einfaldar, vel hugsaðar og hófsamar og bornar uppi af svo einlægri góðvild og trú á háleitt hlutverk prestanna með þjóð vorri, að jeg vil fast- lega skora á alla þá, sem áhuga hafa á fræðslu unglinga í sveitum og fegrun sveitalífsins, að gefa þsssu litela riti gaum. Guðm. Finnbogason. Es|a Burtferð er frestað til fimtudaffskvölds kl. 9. Rammalistar — fjölbreytt úrval — nýkomið. Innrömmun fljótt og vel af hendi leyst. Guðm. Ásbjörnsson. Laugaveg 1. Sími 4700. Qagbófc. Veðurútlit í Rvík í dag: Breyti- leg átt fyrst, en síðan N-kaldi. Snjójel. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Sunnan lands og austan er vind- ur allhvass V með 2—6 st. liita. Ilinsvegar er N- og NA-átt norð- vestan lands, frá Snæfellsnesi til Grímseyjar. Frost er orðið 7—10 st. á Vestfjörðum og mun kólna um alt land. Yfirleitt er útlit fyrir umhleypingasamt veður og kald- ara heldur en undanfarna daga. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Föstuguðsþjónusta í dómkirkj- unni í kvöld kl. 8%. Síra Friðrik Hallgrímsson prjedikar. Föstumessa í fríkirkjunni í kvöld kl. 8.15, síra Árni Sigurðs- son. Hagfræðingafjelag íslands hefir verið stofnað. Stjórn fjelagsins skipa Þorsteinn Þorsteinsson hag- stofustjóri, formaður, og með- stjórnendur Sverrir Þorbjörnsson og Agnar Norðfjöi'ð. Hafnfirðingar þeir, sem óska að taka þátt í að kveðja frk. Guð- rúnu Eiríksdóttur, mxxni að skrifa sig á lista fyrir hádegi á morgun. Leikfjelag Reykjavíkur hefir á morgun frumsýningu á gaman- leiknum „Skírn, sem segir ,sex“’, eftir norska skáldið Oskar Braat- en. Slökkviliðið var í gærmorgun kl. 10 kvatt á Laugaveg 32. Reynd ist reykháfur hússins vera bilaður, svo þegar að kynt var í eldfærum hússins, fyltist alt af reyk. Sænski sendikennarinn Sven Jansson heldur næsta háskólafyr- irlestur sinn í kvöld kl. 8.05. Efni: Nýir sænskir rithöfundar (Sven Lidman, Harry Martinsson). Hjónaband. í gær vox-u gefin saman í hjónaband Hálldóra Jóns- dóttir og Kjartan Þorgrímsson, Bergstaðastræti 38. Síra Þórður Oddgeirsson frá Sauðanesi gaf þau saman. Dr. Niels Nielsen flytur annan háskólafyrirlestur sinn í dag kl. 5 í Oddfellow. Fyrirlesturinn verð- ur urn rauðablástur á söguöld og járnvinslu nxxtímans. Togarinn Maí kom til Hafnar- fjarðar í gærmorgun af upsaveið- um með 162 smálestir. Línuveið- arnir Jökull og Venus komu þangað í gær með 139 og 122 skippund af þorski. Ennfremur lestaði Selfoss þar 75 smálestum af söltuðum upsa frá Bæjarxxt- gei’ðinni. (FÚ.). Patreksfjarðartogararnir Gylfi og Vörðxxr fóru á þorskveiðar í fyrrakvöld, þegar eftir að niður- stöður sjómannafundanna voru kunnar. — Marsvxnatorfa sást í fyrradag í Patreksfirði. Margir bátar reyndu árangurslaxxst að relca hana á land. (FÚ.). Happdrætti Skíðaskála Ármanns. Dregið var í því á skrifstofu lög- manns í fyrradag og komu þessi núnxer upp: 538 safn af bókum, 1251 málverk, 63 lituð ljósmynd, 1198 fornritin, 1143 skíðaföt, 1D) ftlHl IQLSEIN! (( •! I ! EKKERT gerir matinn lystugri en S 5 OLMANS MUSTARAUR i 1116 skíði, 1860 50 kr. í pening- xim, 1172 málverk, 1802 25 kr. í peningum. Vinninganna sje vitj- að sem fyrst í Körfugerðina til Þorsteiixs Bjarnasonar. Útvarpið: Miðvikudagur 23. mars. 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 íslenskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.15 Bækur og menn. 20.30 Kvöldvaka: a) Hallgrímur Jónasson kenn- ari: Vatnaleiðin gegnum Sví- þjóð. b) Vilhjálmur Þ. Gíslason: Úr Vatnsdælasögu, VII. c) Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri: Ljóð og línur. Ennfremur sönglög og harmón- íkulög. 22.15 Dagskrárlok. iwfinrirtwiiriiiwririfip inrinnririnHririin- wsinraisnoiaoiaiantai sunan aisnai !nai5iaoi!^ Sl Agætt Saltkföt. I I KIEIN, I jfj Baldursgötu 14. Sími 3078 og 3147. triririririririnirinrinrir inririnriririnririnr n^iJijTjjiaiaiiiauuianaisnjuiauDiJiJUMUUiJi Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8V2. Kveðjusamkoma fyrir major Holte. Kvikmyndin Jesús frá Nazaret. — Inngangur Kr. 0.50. Árshátíö samvinnumanna verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 26. mars og hefst með borðhaldi kl. 7.30 síðdegis. Til skemtunar verður: Ræður. Karlakórssöngur. Kvartettsöngur. Upplestur. D ANS. Aðgöngumiðar verða seldir í búðum Kaupfjelagsins á Skólavörðustíg 12, Vesturgötu 33 og Grettisgötu 46. Verð kr. 6.00 með mat, en kr. 3.00 fyrir þá, sem ekki taka þátt í borðhaldinu. Sala aðgöngumiða að borðhaldinu hefst kl. 3 e. m. í dag (miðvikudag) og verða þeir ekki seldir lengur en til föstudagskvölds n.k. Síðarnefndir aðgöngumiðar á kr. 3.00, verða seldir á laugardag n.k. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. Jarðarför konunnar minnar, Gróu Jónsdóttur, frá Laufási, er ákveðin föstudaginn 25. mars frá fríkirkjunni og hefst á heimili okkar, Lambastöðum, kl. 1 i/a e. h. Jón Guðmundsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við jarðarför dótt- ur minnar og systur okkar, Hlífar Sigfúsdóttur. Anna Daníelsson og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.