Morgunblaðið - 08.04.1938, Síða 2

Morgunblaðið - 08.04.1938, Síða 2
2 MORGUNBLA^lt) Föstudagur 8. apríl 1938. Stauning ætlar að koma f veg fyrir verkfall Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Danskir sláturhúsaverka- menn hafa samþykt miðlunartillögu sáttasemjara ríkisins í kaupdeilu sem var yf- irvofandi í þessari atvinnu- grein. Atvinnurekendur hafa aftur á móti hafnað tillögu sáttasemjara, sem lagði til að kaup verkamanna yrði hækk- að um 7 af hundraði. Hætta er á að vinnustöðv- un muni verða í kvöld í dönsk- um sláturhúsum, en það mundi hafa í för með sjer lamandi áhrif á fleskútflutning Dana. Forsætisráðherra Dana, Stauning, hefir látið svo um mælt, ,,að vitanlega verði kom- ið í veg fyrir vinnustöðvun þessa“. Ráðherrafundur verð- ur haldinn um málið. Blum-stjórn- inni er ekki hugað líf Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Engipn vafi er talinn á því, að Blum-stjórnin muni falla á f járöflunarfrumvarpi Leons Blum, aðeins greinir menn á um það, hvort hún muni segja af sjer áður en til atkvæðagreiSslu kemur í öld- ungadeildinni um fjáröflunar- frumvarp Blums, eða hvort hún bíður eftir því að frumvarpið verði felt í deildinni. Fjáröflunarfrumvarpið var samþykt í neðri málstofunni með aðeins 60 atkvæða meiri- hluta. Helmingur þingmanna radikal flokksins greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu. Lögreglan verndar öldungadeildina. London 7. apríl F.Ú. Fjölmennar lögreglusveitir, bæði fótgangandi lögreglunnar og riddaralögreglunnar, hafa verið settar umhverfis fundar- stað frönsku öldungadeildar- innar, þar sem sósíalistar hafa hótað að fara þangað í kröfu- göngu í kvöld, þrátt fyrir bann yfirvaldanna. Það var boðað til kröfugöng- unnar með götuauglýsingum, sem settar voru upp í nótt sem leið, þar sem öidungadeildin er kölluð „samkunda harðbrjósta gamalmenna, sem hafa ekki annan tilgang en að vernda hagsmuni hinna 200 miljóna- fjölskyldna Frakklands". Ríkisskip. Esja fer frá Rvík í kvöld kl. 9 í strandferð vestur og norður um land. Súðin fer auka- ferð til Breiðafjarðar kl. 9 annað kvöld. Vígbúnaöaráætlun Breta IflllllflllllMHMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIimiNlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimilllllllllllllllllllllllllllllllllll. ^ Jj j* I Norræn samvinna og hlut- I 1 II 00 Illl leysi Norðurlanda í ófriði ~~7 Frá frjettaritar* vorum' ^ ^ VfiQItð UtðIÍTIÍCÍSÍHÉlðSÍðfI)U r" undur utanríkísmálaráðherra Norðurlanda, sem hófst M L ... I. _ „ I _ * . í Osló þ. 5. þ. m. var á einu máli um það, að halda J1 ð |T| |1D||Q|||V bæri Norðurlöndum utan við deilumál stórveldanna í ^ I M I M W M M Evrópu. | Þá var fundurinn einhuga með því að styrkja sam- | vinnu Norðurlanda í hlutleysismálunum og undirbúa | gagnkvæma fjárhagslega aðstoð allra hinna norrænu | landa ef til stríðs kæmi. Ráðherrafundurinn samþykti uppkast að endurbót- i um á sameiginlegum hlutleysisreglum Norðurlanda. | Fundurinn frestaði þó að taka endanlegar ályktanir í f þessu máli, þar sem íslenska ríkisstjórnin hefir óskað þess | 1 að fá að taka til yfirvegunar möguleikana á því að setja § samskonar reglur að því er ísland snertir. Loks leggja ráðherrarnir til, að komið verði á fót f sameiginlegu tímariti fyrir öll Norðurlönd, sem heiti „Le | Nord“ og í ritj þessu verði umheiminum gert kunnugt, f það sem Norðurlöndin hafa lagt til menningarlífs og al- = þjóðlegrar rjettarfarslöggjafar. llillllf1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111iliniliiiiaT Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Verkamenn í breska hergagna- og víg- búnaðariðnaðinum halda fast við þá kröfu sína, að stjórnin breyti um stefnu í utanríkismálum, ef þeir eigi að leggja nokkuð að sjer til að hraða vígbúnaði Breta. Þessi afstaða verkamanna getur orðið til þess að mjög seinki vígbúnaði Breta sem stjórn Neville Cham- berlains hefir lagt svo ríka áherslu á að verði hraðað sem allra mest. Verkamenn hafa neitað að vinna eftirvinnu nema stjórnin leyfi nú þegar vopnaflutning til stjórnarinnar á Spáni. Breska útvarpið skýrði svo frá um þessi mál í gær (samkv. F.tJ.): „Hreinsað til“ í Austurríki London 7. apríl F.Ú. frjett frá Vínavborg segir að heilar járnbrautarlestir fullar af pólitískum föngum, hafi verið sendar með fanga til fangaherbúðanna í Bayern. Louis Rotschild baron og annar meðlimur Rotschild fjöl- skyldunnar einnig hafði verið handtekinn, hafa nú verið látn- ir lausir, en þeim hefir verið vikið úr stjórn bankans, sem Louis baron er eigandi að, og bankinn setter undir stjórn bankasambands Vínarborgar. Forset kauphallaririnar í Vín hefir verið vikið frá störfum ásamt öðrum embættismönnum við kauphöllina. Bretar vilja aðstoða flóttamenn. reska stjórnin hefir til- kynt Bandaríkjastjórn að hún 1 jái stuðning sinn tillögu Gordell Hulls um skipan nefnd- ar til þess að aðstoða flótta- menn frá Austurríki. Hafa þá 15 lönd ljeð þessu máli stuðn- ing sinn. (FÚ). ERKIBISKUPINN AUSTURRÍSKI HJÁ PÁFA. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. usturríski erkibiskupinn, dr. Innitzer hefir farið í skyndiheimsókn til páfans. Eftir samtal sitt við páfa hef- ir biskupinn gefið út þá yfir- lýsingu, að austurrískir biskup- ar, sem styðja Hitler við þjóð- aratkvæðagreiðsluna, bera ekki hag kirkjunnar fyrir borð með því þar sem þeir muni krefjast að öllum ofsóknum nazismans gegn kirkjunni verði hætt og að kaþólska kirkjan verði lát- in í friði með æskulýðsfjelög sín. Bók um Gunnlaug Blöndal lístmálara . Hinn þekti danski listfræð- ingur Christian Rime- stad hefir gefið út bók um Gunnlaug Blöndal listmálara, með sýnishornum af mörgum myndum hans. f bókinni er einnig ýtarlegt lesmál, þar sem Rimestad gerir grein fyrir því, hve einkennilega sjálfstæður listamaður Blöndal sé, þrátt fyir áhrif bæði frá frönskum og norskum málurum. (FÚ). STÖRKOSTLEGT SNJÓFLÖÐ í ÖXNA- DAL. Aðfaranótt 5. þ«3sa mánaðar fjell snjóflóð yfir þrjú samföst fjárhús rjett utan við bæinn Varmavatnshóía í öxna- dal. I húsunum var 90 fjár — þar af náðust 20 kindur lifartdi, en meira og minna meiddar, og óvíst nema sumum verði að lóga. Um helmingur af fje bónd- ans var í þessum húsum. Stórt hey að mestu ósnerl stóð að baki húsanna og sópaði snjó- flóðið því gersamlega burfu. Snjóflóðið var 10 metra þykt þar sem grafíð var til húsanna. Mikið af aur og grjóti barst niður á túnið, og rná gera ráð fyrir að mikill hiuti þess sje eyðilagður fyrst um sinn. (FÚ). AMERÍSK VÍSINDAKONA TIL NORÐURHAFA. meríska vísindakonan, miss Boyd, hefir fengið leigt norska skipið „Vesle Kari“ frá Álasundi og ætlar liún að fara rannsóknarleiðangur til Jaii Mav- en, Grænlands og Sválbarða. —j Skipið fer frá Álasnndi 11. maí ; og verður 4 mánuði í förinni. Fl'. Breska stjórnin hefir átt í samningum við atvinnurekend- ur, vjelfræðingasambandið og verklýðssamtökin, um hröðun á vígbúnaðarframkvæmdum í Bretlandi, og hafa þeir samn- ingar staðið yfir síðan daginn eftir að Chamberlain flutti ræðu síha um utanríkismál. Landvarnarráðherrann, Sir Thomas Tnskip, hefir beitt sjer fyrir þessum samningaumleit- unum, og gerir’ sjer vönir um að þær beri góðan árangur. Nefnd frá stjórn breska verklýðssambandsins fór 1 gær á fund Halifax lávarðar, utan- ríkismálaráðherra Breta og fór fram á það við hann að breska stjórnin beitti sjer fyrir því, að a,fnumin væru böft þau, sem lögð hafa verið á vopnasölu til stjórnarinnar á Spáni. Enska vjelfræðingasamband- ið lætur sig einnig þessi mál skifta. I gær birti það áskorun til breskra vjelfræðinga, að starfa í frítímum sínum til hjálpar spönsku lýðveldisstjórn inni, með því að smíða vjelar 0 g flutningatæki, en enskir vjelfræðingar hafa þegar smíð- að nokkra sjúkrarvagna og herflutningavagna og sent þá til Spánar. Verkfræðingasambandið skor aði einnig á meðlimi sína að hafa í huga að verja frístund- um sínum til þess að búa sig undir að veita samskonar hjálp öðrum lýðræðislöndum í Ev- rópu, sem síðar kynnu að verða fyrir árásum af fasistiskum ríkjum. Verkamannaflokkurinn vinnur aukakosningu. Breski verkamannaflokkur- inn vann aukakosningu í Tull- hamkjördæmi sem fram fór í gær. Fyrverandi þingmaður kjördæmisins, sem er nýlátinp, var íhaldsmaður. Blöð verkamannaflokksins leggja mjög mikið upp úr kosn- ingasigri þessum (símar frjetta- ritari vor í Höfn), og segja blöðin að þjóðstjórnin breska muni komast að raun um að þannig íari víðar í Englandi. Þetta var fyrsta kosningin til þings síðan Eden ljet af störf- um og síðan Chamberlain helt ræðu sína um utanríkismála- stefnu stjórnarinnar. Ölvaður maður leikur sjer að skotvopni Lögregluþjónar, sem voru á verði í Aðalstræti í g*i" morgun heyrðu um kl. 6V2 skót- hríð mikla og er þeir gættu að, sáu þeir að skotin korr.u úr glugga hússins Aðalstræti 9 C, en þar býr Sæmundur Þórðar- son. . Lögregluþjónarnir fóru inn í húsið og í herbergi það, sem skotið hafði verið úr. Voru þar inni þrír menn, allir mjög mikið undir áhrifum víns og ein stúlka, sem var söfandi. Sæmundur Þórðarson, setn hafði skotið út um gluggann úr tvíhleyptri hagiabyssu- Hafði hann skotið að minsta kosti fjórum skotum út um gluggann, beint upp í loftið. Lögreglan tók hina ölvuðu menn og setti þá í varðhald í fangahúsinu. Sæmundur var síðar í gær dæmdur í 100 króna sekt og byssan gerð upptæk, þar sem hann hafði tkki leyfi iögreglunnar til að hafa byssu- Sæmundur þessi er sagður óstýrilátur með víni og muu áður hafa leikio álíka hættu- legan leik í ölæði. Hestamannafjelagið Fákur held- ur skemtun í OddfellowhúsinU næstkomandi laugardagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.