Morgunblaðið - 08.04.1938, Qupperneq 5
Föstudagur 8.. apríl 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
5
s-
$
==== JRorigtmI)IaSíð-------------------------------—
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Rltstjórar: J6n Kjartansson og Valt.ý\- Stefánsson (ábyrg0ar»aT5ur).
Auglýslngar: Árnl Óla.
Eitstjórn, auglýsingar og afgreiOsla: Austuratraetl 8. — Stasi 1600.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuBi.
1 lausasölu: 16 aura eintaklt) — 86 aura naetl Lesbðk.
SIGRAR OG ÓSIGRAR
T tvö kvöld stóSu „vinstri“-menn
á Alþingi í hnakkrifrildi sín
á milli. Framsögumaður van-
trauststillögunnar, Ólafur Thors,
lagði megináherslu á það í ræðu
sinni, að tillagan væri fram borin
vegna þess, að Sjálfstæðismenn
litu svo á, að hin nýja stjórn væri
of veik, samvinna stjórnarflokk-
anna væri meinum blandin.
Forsætisráðherrann Hermann
Jónasson vildi ekki heyra þetta
nefnt, sagði að enginn fótur væri
fyrir slíku. Síðan byrjaði „ballið“.
Forsætisráðherrann ávítaði sinn
fyrri samstarfsmann í ráðuneyt-
imi, núverandi forseta Samein-
aðs Alþingis, Haraldur Guð-
mundsson svaraði með skætingi til
Framsóknarflokksins. Síðan liarðn-
aði deilan. Hinir raunverulegu líf-
gjafar núverandi og fyrverandi
vinstri stjórnar, kommúnistar,
gátu ekki á sjer setið að velta
sjer yfir þessa skjólstæðinga sína.
Seinast kom Hjeðinn til sögunn-
ar. Þá var alt komið í bál. Hlut-
verk Ólafs Thors í vantraustsum-
ræðunum varð fyrst og fremst að
benda á, hve leiksýning þessi
'hefði farið vel. Hver þáttur rak
annan. Með viðeigandi stígandi
ofsa, sem náði hámarki, þegar þeir
Alþýðuflokksmenn höfðu ekki
tíma, til neins annars en skamma
og úthúða hvorir öðrum. Og for-
maður Framsóknarflokksins, Jón-
as Jónsson, lýsti því kátíðlega
yfir, að í framtíðinni bannaði hann
hinum aumu og fyrirlitlegu sendi-
sveinum Stalins að koma þing-
mönnum Framsókónarflokksins á
þing, eins og þeir hafa gert í
Skagafirði, Rangárvallasýslu og
víðar.
*
Daginn eftir að þetta var um
garð gengið birti Dagblað Tíma-
irnanna nokkur hughreystingarorð
til flokksmanna sinna, þar sem
talað er um, með talsverðu yfir-
læti, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
tapað fimm alþingiskosningum í
röð, og sje nú orðinn vonlaus
flokkur.
Það mun vart óheppilegri dagur
fundinn fyrir þá Framsóknar-
menn, en þessi til þess að hælast
um „ósigra“ andstæðinganna og
„sigra“ 'þeirra vinstri manna eftir
að almenningur um land alt hefir
með eigin eyrhm hlustað á hvernig
samkomulagið er orðið meðal „sig-
urvegaranna“.
En úr því þeir Tímamenn á ann-
að borð minnast á kosningar und-
anfarinna ára, er rjett að rifja
aúðurstöður þeirra upp, þeim og
öðrum til glöggvunar.
Yið fyrstu almennu kosningar,
sem fram fóru eftir að Sjálfstæð-
isflokkurinn var stofnaður, árið
1931, fengu Sjálfstæðismenn 16891
atkvæði. Þrem árum seinna, árið
1934, hækkaði atkvæðatala flokks
ins upp í 21974. Og á síðastliðnu
sumri voru flokknum greidd 24132
atkvæði, þó hann þá væri í sam-
vinnu við Bændaflokkinn, og
Bændaflokkurinn liafi vafalaust
fengið yfir 2000 atkvæði Sjálf-
stæðismanna. Rannveruleg kjós-
endafjölgun Sjálfstæðismanna á
þessum árum hefir því verið
9—10000. Þetta er þá „ósigurinn“
og vonleysið, sem Tímablaðið tal-
ar um.
En hvernig líta svo sigrar Fram-
sóknarflokksins út ?
Árið 1931 fekk Framsóknar-
flokkurinn 13844 atkvæði. En í
fyrrasumar voru atkvæði flokks-
ins 14556. Með öðrum orðum: Á
sama tíma sem Sjálfstæðismönn-
um í landinu fjölgar um 9—10000,
fjölgar Framsóknarflokknum ekki
nema um tæpl. 700.
Árið 1931 fekk Framsóóknar-
flokkurinn 35.9% allra greiddra
atkvæða í landinu. En í surnar
sem leið fekk Framsókn ekki nema
24,9%. Þetta er brautargengi
Framsóknarflokksins. Fyrir 7- ár-
um var 3. liver maður í landinu
Framsóknarmaður. En í fyrra-
sumar var það ekki fjórði hver
maður er fylgdi flokknum.
Á sama tímabili sem þessi stór-
kostlega breyting varð á fylgi
Framsóknarflokksins, stendst
Sjálfstæðisflokkurinn öll áhlaup
andstæðinganna, allar árásir, kjós-
endaveiðar, launráð og rangindi
vinstri flokkanna. 1931 voru það
43 kjósendur af hverjum hundrað,
sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum.
En í sumar munu 44—45 kjósend-
ur af hverjum hundrað hafa verið
Sjálfstæðismenn. Kjósendatala
Sjálfstæðisflokksins eykst stór-
kostlega, um 9—10 þúsund, og
hlutfallstala flokksins sömuleiðis,
'meðan alt sígur á ógæfuhlið í
þessum efnum fyrir Framsókn.
¥
Hitt er annað mál, að enn getur
Framsókn státað af því, að eiga
19 þingmenn. En þeim hættir til
þess Framsóknarmönnum að
gleyma því að að balri hverjum
þingmanna þeirra eru aðeins 766
kjósendur, en fylgi Sjálfstæðis-
manna í landinu er það mikið
meira, að á balt við hvern Sjálf-
stæðisþingmann eru 1419 kjós-
endur.
Því er það svo, sem kunnugt er,
að Framsóknarflokkurinn ekki að-
eins stjórnar með ranglæti, held-
ur á hann valdaaðstöðu sína og
tilveru ranglætinu að þakka.
Slíkur flokkur er veikur flokk-
ur. Stjórn sem hann skipar er
veik stjórn. Þetta hefir þjóðin
aldrei skilið betur en nú.
Eini maðurinn, sem virtist við
umræðurnar um daginn vera al-
gerlega ómóttækilegur fyrir
allan skilning á þessu máli, var
sjálfur forsætisráðherraun Her-
mann Jónasson.
Umræðuefnið í dag:
Stuðningur bæjarins við tog-
araútgerðina.
Frú Ásthildur Thorsteinsson
Minningarorð
Frú Ásthildnr Thorsteinsson
verður jarðsungin kl. 1 í
dag frá dómkirkjunni. Lík henn-
ar var flutt í kirkjuna í gær-
kvöldi. Ilún hafði lagt svo fyrir,
að jarðarförin færi fram á þann
liátt.
*
Haustið 1874, er Kvennaskólinn
tók lijer til starfa í Reykjavík,
var Ásthildur meðal hinna ungu
námsmeyja, 17 ára gömul, dóttir
síra Guðmundar Einarssonar að
Breiðabólsstað á Skógarströnd.
Fluggáfuð og næm á alt er fyrir
augu hennar bar og eyru. Glæsi-
leg ung stúlka. Hún kom frá fjöl-
mennu menningarheimili í sveit.
Faðir hennar, síra Guðmundur,
var þingmaður, kennimaður ágæt-
ur, fræðimaður í búskap einn hinn
mesti samtíðar sinnar, mildur í
skapi og góðgjarn svo orð fór af.
Dóttirin erfði skapgerð hans.
Eitt sinn er fundum okkar frú
Ásthildar bar saman, sagði hún
mjer frá þessari fyrstu fjarveru
sinni úr föðurliúsum.
Er hún kom þetta haust til
liöfuðstaðarins, sem í hennar aug-
um var þá mikil borg, bar bæj-
arlífið enn svip af þjóðliátíð-
arsumrinu. Hugir manna höfðu
lyfst úr dvala við þá stórviðburði.
Hátíðarsöngvarnir voru á hvers
manns vörum. Hjer ríkti vor
stórra nýrra framtíðardrauma.
Það var auðheyrt, hvernig hin
unga gáfaða prestsdóttir hafði
tekið þátt í þessum vorfögnúði
þjóðarinnar, skáldskapnum, söngn-
um, framtíðardraumunum. Hún
var sjálf fulltrúi vorsins hvar sem
hún fór alla æfi.
Meðan hún dvaldi hjer í Reykja
vík notaði hún tækifærið til að
heimsækja alla merkustu staði í
nágrenninu. Hún fór að Bessastöð-
um til Gríms Thomsen í fylgd
með Gesti Pálssyni og fleira ungu
fólki. Svo langt var þá til Reykja-
víkur vestan úr Dölum, að hún
taldi óvíst hvort hún myndi nokk-
urn tíma, koma hingað aftur, að
skólaverunni lokinni.
Þegar lieim að Breiðabólsstað
kom varð hún að taka til óspiltra
málanna og kenna stúlkunum í
sveitinni hannyrðir og annað er
hún hafði lært í Reylijavík. Þann-
ig liðu nokkur ár, að hún sat
heima í föðurgarði.
En árið 1880 giftist liún Pjetri
J. Thorsteinsson. Hann hafði verið
við Gramsverslun í Dýrafirði, en
keypti nú Bíldudalseignina af erf-
ingjum Hákonar Bjarnasonar.
Þangað fluttu hin nýgiftu lijón.
Þar var þá aðeins eitt íbúðarhús
og það hrörlegt, og einmanalegra
að mun var þar í upphafi búskap-
ar þeirra en verið hafði hjá síra
Guðmundi að Breiðabólsstað.
Afburða framtak og dugnaður
Pjeturs Thorsteinsson reisti Bíldu-
dal á tiltölulega fáum árum. Sú
saga er þjóðinni kunn. En ókunn-
ugri er, þó landfleygur yrði, liöfð-
ingsskapur og mannkostir hús-
freyju staðarins, frú Ásthildar,
konunnar, sem var sólskinið sjálft
fyrir allan þanú mannfjölda er
leitaði stuðnings, atvinnu og full-
tingis hjá liöfundi Bíldudals, hin-
um mikla framkvæmdamanni. Svo
. J
Frú Ásthildur Thorsteinsson.
hefir kunnugur maður sagt mjer,
er var um skeið á Bíldudal á þess-
um árum, að hann hefði sjaldan
komið svo í búð Pjeturs Thor-
steinsson, að húsfreyjan hefði ekki
verið þar, til þess að gefa þaðan
eitthvað skjólstæðingum sínum.
Og þegar haustaði að, var undir
hennar umsjá sjerstakt forðabúr,
sem hún hafði til vetrarhjálpar
fyrir þá sem til hennar leituðn.
Merkilegt var og með fádæm-
um þrek þessarar konu. Hvernig
hún með ljúfmannlegri festu gat
stjórnað þeim mannfjölda, sem
umhverfis hana var. Er árin liðu
urðu börnin 11 í heimilinu, og
mörg gamalmenni er þurftu sjer-
stakrar umönnunar við, heimilis-
fólk við húsbóndans borð 30—
40 manns, og 60—70 á hátíð-
um, en heimilið í mörg ár gisti-
hús fyrir fjölmennar sveitir, þeg-
ar fólk kom í verslunarerindum
eða til að „bíða eftir skipum“,
sem oft dróg í tímann áður en
síminn kom til sögunnar, og eng-
inn vissi neitt fyrri. en skipin
komu, kannske viku eða hálf-
um mánuði á eftir áætlun.
En á hinu mannmarga heimili
ríkti stundvísi og regla, undir
handleiðslu hinnar mildu húsmóð-
ur, sem virtist hafa tíma til alls,
og þrek svo óbilandi, að aldrei
gætti þreytu nje kvíða.
*
Árið 1903 tók Pjetur Thorsteins-
son sig upp frá Bíldudal og flutti
til Danmerkur. Þá var togaraút-
gerð að byrja. Ilonum þótti sem
hann yrði of afskektur þar vestra.
Og svo þurftu börnin að komast
út í lieiminn.
í sjö ár bjuggu þau hjón í
Hellerup. Þá varð húsfreyjan eins
konar erindreki þjóðarinnar úti
þar. Heimili þeirra varð samkomu-
staður íslenskra mentamanna. Hús-
bóndinn var sem áður með hug-
ann við sín umfangsmiklu störf.
En frú Ásthildur var lífið og sálin
í þessari nýlendu íslenskrar menn-
ingar.
orðin alllöng, átti að enda í æfin-
týri.
En eigi var fyrr komið hjer
sögu, en skugga dró fyrir þetta
alt. Pjetur Thorsteinsson anisti
eigur sínar í hruni kreppunnar,
er skall yfir eftir ófriðinn.
Og þá kemur nýr kafli æfi
þeirra: Ellin. I sjö ár átti frú
Ásthildur sjer lítið heimili í grasi-
grónum hvammi í Hafnarfjarðar-
hrauni. Þar misti hún mann sinn
árið 1929. Þá voru 6 börn þeirra
dáin. En dóttursonur þeirra, Pjet-
ur Jens varð þeirra heimilisljús.
Gestkvæmt var í Gerðinu þeirra
í Hafnarfirði. Þangað komu menn
af öllum landshornum til að þakka
þeim hjónum fyrir gamalt og gott
á starfsárum þeirra. Þangað komu
ungir og gamlir til þess stund og
stund að fá að hlýða á liina marg-
fróðu konu, sem með hlýleik og
spaugsemi gladdi alla, fræddi alla
um liðna tíma og átti í hugskoti
sínu ótæmandi sjóð sagna og kvið-
linga frá lindum íslenskrar sveita
menningar. Þar var liúsbóndinn
orðinn ferðlúinn eftir langt erfiði.
En í hinu. fámenna litla heimili
þeirra, síðasta áfanga þeirra, benti
hin hlýja glóð innilegrar sambúð-
ar, gestum þeirra á, að í raun og
veru myndi húsmóðirin hafa verið
virkur þátttakandi í öllum hana
miklu fyrirætlunum og fram-
kvæmdum fyr á æfinni.
*
Jeg kyntist frú Ásthildi sem
gamalli konu að árum. En svo var
hún ung- í anda, að hver mátti
öfunda hana af, á hvaða aldri sem
var. í hvert sinn sem jeg átti tal
við hana, dáðist jeg að glaðværð
hennar, fróðleik og manngæsku.
Þó hún yrði fyrir þyngstu hörm-
um og sárustu sorg, var sem lífs-
gleði hennar og sálarþróttur bryt-
ist gegnum hvert skýjaþyknið af
öðru, það var eins og hvert tára-
regn yrði að gróðrarskúr fyrir hið
rílta sálarlíf hennar. ,
Vart hefi jeg nokkurn fyrirhitt,
hvorki karl nje konu, sem mjer
hefir virst eins og hún vera í
eigin persónu fulltriii fyrir ákveð-
inn þátt í menningarsögu þjóðar-
innar.
Kunnleiki hennar og næmi á
kveðskap var með afbrigðum. Alt
sem hún heyrði af því tagi lærði
hún. Hún kunni jafnt það sem hún
hafði numið sem barn og það sem
hún heyrði í útvarpinu, er hún
var áttræð að aldri Hið frábæra
minni manna og áhugi fyrir andleg
um efnum hefir, sem kunnugt er,
lýst þjóð vorri gegnum myrkur
anna. Þarna var konan, sem var
bæði ættmóðir og andleg fóstra
þeirra, sem hún þekti og umgekst.
Eitt sinn heyrði jeg hana kom-
Bövnin tvístruðust brátt. Eftir^ svo að 0).ði um veru sína 4
B'íldudal, að hún kunni því altaf
7 ár fluttu þau hjónin til Reykja-
víkur. Og enn að sjö árum liðnum
leiddi Pjetur Thorsteinsson konu
sína í einhver þau glæsilegustu
húsakynni sem þektust á landi
hjer. Þetta skyldi vera heimili
liennar. Iljer skyldu þau njóta
kvöldsólarinnar. Hin mikla starfs-
æfi þeirra beggja, sem þá var
illa, hve sól gengur þar snemma
til viðar. Svo mikil var ást, hennar
á sólarljósinu, að það mat hún
meira en hverja aðra tímanlega
velgengni.
Aldrei vissi hún það, hve mikill
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU