Morgunblaðið - 24.04.1938, Qupperneq 5
Sunnudaginn 24. apríl 1938,
-------' JfflcrtgmtMafóð---------------------------
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: Jön KJartansson o* Valtjr Stefinsaon (AbyrgCarmatJur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjörn, auglýslnear og afgTelCala: Auaturatrsetl I. — Slaal 1600.
Áskriftargjald: kr. t,00 á aaánuCl.
í lausasölu: 16 aura elntaklC — 26 aura aeO Laabök.
GOÐÆRl
Svo er komið, vegna langvar
andi óstjórnar í okkar
landi, að þess gætir orðið sára-
Jítið, hvort hjer er góðæri eða
illæri. Þegar góðæri kemur, sjer
stjórnin um það, að úr því verð-
nr illæri.
Glögt dæmi þessa er síðastlið-
ið ár. Þá færði síldveiðin þjóðar-
búinu um 10 miljónir í erlend-
um gjaldeyri umfram það, sem
þessi atvinnuvegur hafði mest
gefið áður. Samt varð útkoman
sú, að þjóðarbúskapurinn var
raunverulega rekinn með tapi,
því að mikið skorti á, að
greiðslujöfnuður næðist við út-
lönd.
Ef vel og viturlega hefði verið
stjórnað undanfarin ár, er vístj
að síðastliðið ár væri í tölu
i
góðæranna. En óstjórnin í
landinu kom því þannig fyrir,
að þjóðin varð fátækari eftir ár-
ið.
★
Fjármálaráðherrann hefir við
hver áramót verið að hæla sjer
nf „föstum tökum“, sem hann
tæki á gjaldeyrismálunum. En í
hverju hafa hin „föstu tök“
fjármálaráðherrans verið fólg-
in?
Þau hafa aðallega verið fólg-
in ’ í misbeitingu innflutnings-
haftanna og ranglæti við úthlut-
un erlends gjaldeyris.
Þegar kaupmannastjettin hef-
ir átt í hlut, hefir ekki á skort
„föst tök“ hjá fjármálaráðherr-
anum. Þá hefir innflutningur-
inn miskunnarlaust verið skor-
inn niður og ekkert hirt um af-
komu þess fólks, sem hefir haft
atvinnu við verslanir kaup-
manna.
En þegar svo röðin kom að
kaupfjelögunum og neytendafje-
lögunum, þá varð alt annað uppi
á teningnum. Þá kom höfðatölu-
reglan til sögunnar, sem fjár-
málaráðherrann fann upp og
varð þess valdandi, að innflutn-
ingurinn til kaupfjelaga og
ney tendafj elaga óx að sama
skapi og hann minkaði hjá kaup-
mönnum.
Um úthlutun gjaldeyrisins
þarf ekki að fjölyrða. Þar hafa
kaupfjelög og neytendafjelög
einnig notið sjerrjettinda. Þau
hafa ekki þurft að fá á sig
stimpil vanskila og óreiðu, eins
<og kaupmennirnir. Þau hafa
fengið nægan gjaldeyri og alt-
af getað staðið í skilum. Kaup-
mennirnir hafa hinsvegar aðeins
fengið góð orð um gjaldeyri eft-
ir svo eða svo langan tíma. En
svo hefir enginn gjaldeyrir ver-
ið til, þegar gjalddaginn kom.
Fyrir þessi brigðmæli er nú
svo komið fyrir kaupmanna-
stjettinni, að hennar erlenda
lánstraust er glatað, traustið,
sem tók hana áratugi að afla
sjer. Enginn veit hvað það
kemur til að kosta þjóðina, að
þetta lánstraust er glatað, en
- ILLÆRl
svo mikið er víst, að fjármála-
ráðherrann verður aldrei maður
til að bæta það tjón.
★
Stjórnarflokkarnir eru í þann
veginn að leggja síðustu hönd á
afgreiðslu fjárlaganna fyrir ár-
ið 1939. Þessi fjárlög verða
langsamlega þau hæstu, sem
sjest hafa og ætlar fjármálaráð-
herrann hjer ekki að bregðast
vana sínum. Síðan hann tók
við stjórn fjármálanna hefir
hann á hverju ári sett nýtt met
í útgjaldahæstu fjárlögum.
En þjóðin mun nú eiga von á
fleiru en þessum hæstu fjár-
lögum. Það er fullyrt, að
stjórnarflokkarnir sjeu nú mjög
á hnotskóg eftir nýjum sköttum
og tollum og að þeirra sje að
vænta í þinglokin.
Með svona ráðsmensku er
auðvelt að snúa góðæri í illæri.
í Tímanum, sem út kom á
fimtudaginn var er gefið í skyn
og haft eftir fjármálaráðherr-
anum, að svo geti farið, að ó-
hjákvæmilegt verði að taka
gjaldeyrislán á þessu ári.
Engum kæmi það á óvart, að
fjármálaráðherrann ætti eftir að
stíga þetta spor. Það er bein af-
leiðing allrar hans ráðsmensku
og óstjórnar á undanförnum ár-
um.
En hvað sem fjármálaráðherr-
ann á eftir að gera í þessu efni
eða öðru, er hitt víst, að þjóðin
verður að sætta sig við að búa
við illæri, meðan núverandi
stjórnarflokkar fara með völd í
landinu. Því að þótt góðæri komi,
tekst stjórnarflokkunum áreið-
anlega framvegis sem hingað
til, að snúa því upp í illæri.
★
En hve lengi? Hve lengi verð-
ur þjóðin að þola þá óstjórn í
landinu, sem ríkt hefir og enn
ríkir ?
Hefir þjóðin ráð á að hafa
áfram í landinu stjórn, sem snýr
góðærum í illæri? Hefir hún
nokkra möguleika til þess, að
taka enn á ný á sínar herðar
auknar byrðar skatta og tolla?
Nei, þjóðin hefir ekki ráð á
þessu. Henni er langsamlega
um megn, að rísa undir þeim
byrðum, sem hún nú er látin
bera, hvað þá að bæta nokkru
við.
Blindir mega þeir vera, vald-
hafarnir, ef þeir ekki sjá það,
að alt er að hrynja í rúst í hönd-
um þeirra. Og blind má þjóðin
vera, ef hún ekki ennþá sjer
hvert stefnir.
Umræðuefnið i dag:
Togarinn til Reykvíkinga.
Fanginn á Zenda, hin fjölsótta
mynd, sem sýnd hefir verið í Nýja
Bíó, verður nú sýnd í Hafnarfjarð-
ar Bíó, en aðeins tvö kvöld, því að
lengur fæst hún ekki.
MORGUNBLAÐIÐ g
-- Heyhjavíkurbrjef -
-------- 23. April. ---
Vertíðin.
íðastliðna viku hefir ræst úr
aflanum, og hann verið
meiri cn nokkra viku á vertíð-
inni í fyrra, hæði í Vestmanna-
eyjum og eins jafnvel á togarana,
sem verið hafa á Selvogsbanka
við Hraunið. Þó er aflinn sagður
æðimisjafn bæði á togarana og
Vestmannaeyjabáta.
I fyrri viku voru menn farnir
að óttast, að alls engin aflahrota
myndi koma á ,,Bankann“ að
þessu sinni. En svartsýni manna
í þeini efnum muu m. a. hafa
stafað af því, að menn töldu orð-
ið svo áliðið, að hrygningartími
væri að miklu leyti liðinn hjá,
en Bankinn hefir verið talinn eitt
merkasta hrygningarsvæði þorsks
ins.
Þórsleiðangur.
rni Friðriksson og’ Finnur
Guðmundsson fóru i rann-
sóknrleiðangur á Þór um fyrri
helgi, til að svipast eftir þorsk-
miðurn fyrir Vesturlandi, með
það fyrir augum, að hin venju-
lega Selvogsbanka-ganga hefði
truflast, og þorskurinn leitað á
óvenjulega staði.
Ferð þessi tókst ekki sem
skyldi. Þór er of lítið skip í slílt-
ar ferðir. Veður var líka óhag-
stætt. En eitt fundu þeir fjelag-
ar, sem máli skiftir. Sjávarhitinn
við botninn var í mesta lagi 6° á
Celcius.
Hryfíningin.
orið 1934 gekkst Árni fyr-
ir því, að athugað væri á
togurum í aprílmántlði hver sjáv-
arhiti væri við botninn, þar sem
þorskurinn veiddist. Þá kom í
ljós, að því nær allur aflinn
fjekkst þar sem botnhitinn var
6y2—7%° Celcius. M. ö. o., þctta
er kjörhiti þorsksins til hrygn-
ingar. Sje sjórinn kaldari fram
á venjulegan hrygningartíma, má
búast við að hrygningin dragist.
Nú hefir botnhiti verið mældur
á Selvogsbanka og reynst að vera
6.8° á Celsius.
Að hrygningin hafi dregist að
þessu sinni sjest líka á því, að
sjómenn urðu þess mjög varir,
að mikið meira bar á lirygnum
en svilfiskum í aflanum áður en
afli fór að glæðast.
En þegar hrygning er byrjuð
og togaraafli eykst að mun veið-
ist jafnan meira af svilfiski en
hrygnum, af alveg eðlilegum á-
stæðum. Því hrygningin fer fram
á þennan hátt: Svilfiskurinn er við
botninn en hrygnurnar spöl upp
í sjó. Hrognin eru eilítið þyngri
en sjórinn, er þau koma úr hrygn
unum, og leita til botns. Þannig
mætast hrogn og svil. En þau
lirogn, sem frjóvgast verða við
það ljettari en sjór og fljóta þá
upp á yfirborðið. En hin ófrjóvg-
uðu falla til botns.
Ungi fiskurinn.
kki er það rannsakað enn,
svo fullyrt verði neitt um
það, hve mikla hlutdeild 7—9 ára
gamli þorskurinn á í aflanwm
síðan hann jókst, á „Bankanum"
og við Eyjar. En mælingar t. d.
á Hornafjarðarþorski og eins á
afla í Keflavík á þessari vertíð,
sýna að þessir ungu aldursflokk-
ar eru fyrirferðamiklir í aflanum.
Framan af vertíð var t. d. afla-
laust að kalla á Hornafjarðar-
báta. Þ. 21. mars veiddust 20
fiskar á 1000 öngla, að því er
skýrslur herma, er Árni hefir feng
ið. Þá var sama sem allur aflinn
golþorskur. En þ. 8. apríl veiddist
134 fiskar á 1000 öngla. Og þá
var stærðin alt önnur en fiskurinn
af árgöngunum 1929;—1934.
Alveg óvenjulegur afli hefir
verið hjer inn í Sundum og á
TTvalfirði. Er það aTt saman ung-
ur fiskur. Bendir yfirleitt margt
til þess að mesta fiskiieysið að
þessu sinni, sje nú liðið hjá, þó
vertíðin væri lengi vel rýr.
Tvær megin orsakir hafa með-
al annars getað valdið því, liin
mikla Toðnuganga, er gerði það
að verkum að þorskurinn var á
óvenjulegum, slóðum og upp í sjó
fram eftir öllu, og e. t. v. óvenju-
Tega lágur botnliiti á lirygning-
arsvæðinu.
En búast má við, að „banka-
fiskiríið“ verði ekki Tangt, því
svo er áliðið orðið. Þess vegna
væri það ákaflega æskilegt og í
raun og veru sjálfsagt, að einn af
hinum öflugustu togurum yrði
fenginn til þess að hefja fisikleit
nú þegar til leiðbeingar fyrir aðra
um það hvort afli væri t. d. fyrir
Vestfjörðom eða annars staðar þar
sem von er á fiski, er kemur fram
á vorið.
Frá Grænlandi.
jer var nýlega á ferð græn-
lenskur maður Chr. Lynge
að nafni. Hann er ritstjóri að því
eina blaði, sem gefið er út á græn-
lensku. Hann kom hingað í kynn-
isför, en hafði mjög stutta viðdvöl
að þessu sinni.
Hann sagði þeim, er þetta ritar
margt um hagi Grænlendinga og
landshætti. M. a. skýrði hann frá
því, að menn, sem ekki væru gagn
ltunnugir þar vestra, vildu ekki
trúa því, hve mikill munnr væri á
þorskgöngum þar. Á fyrstu árun-
um eftir aldamótin hefði hann sem
unglingur stundað þar sjó. En þá
hefði það þótt viðburður ef menn
veiddu einn og einn þorsk.
En á síðnstu 10—20 árum hefði
þorskur veiðst þar í stórum stíl,
sem kunnugt er. Hve lialdgóður
verður sá afli? Það er annað mál.
Þorskurinn fer víða. Það eru menn
altaf að sjá betur og betur, og því
full þörf á því fyrir þá sem byggja
mikið á honum, að fylgjast sem
best með göngum hans.
Nýlega hefir fundist þorskur
austur í Barentshafi, fyrir norðan
Rússland, sem merktur var við
V estur-Grnuiland.
Fyrsta „hersýningin“.
málgagni kommúnista var kom-
ist svo að orði þ. 14. apríl:
„Fyrsta maí verður hersýn-
ing samfylktrar alþýðu“.
Minna má nú ekki gagn gera
hjá þeim Moskvamönnum. Hersýn-
ing skal það vera, sú fyrsta, erhjer
hefir verið haldin síðan á Sturl-
ungaöld, nema ef telja skal með,
dátana, sem danski einvaldskon-
ungurinn sendi til Kópavogsfund-
ar.
1 sömu grein er sagt frá lilút-
verki „Moskvahersins". Hann á að
berjast „fyrir óskertum samtaka-
rjetti alþýðunnar.“
Enn er sagt í sömu grein frá því,
hvernig ástandið er nú í „hinum
smærri kauptúnum austanlands og
vestan* ‘.
Þar „ríkir hreint hungurástand"
segir blaðið.
Það mun þá vera svo, að hung-
urástand getur skollið yfir, þó
samtakarjetturinn sje alveg ó-
skertur. Því bæði í hinum smærri
kaupstöðum og kauptúnum, jafnt
sem hinum stærri, hafa menn
vissulega haft fullan rjett til allra
þeirra samtaka er þeir vilja. Og
svo á það að vera.
Það er skynsemin og frjáls viljí
hvers einstaks manns, sem á að
ráða því, í hvaða samtökum hann
er.
Vígbúnaðurinn.
igi er blaðinu kunnugt um víg-
búnaðaráform þeirra Moskva
manna fyrir fyrsta maí. En telja
má víst, að fylgismenn Hjeðins
Valdimarssonar verði í sömu liðs-
sveit. Því það er fullvíst, að starf
Hjeðins og styrktarmanna hans er
fyrst og fremst það, að leggja sem
mest af Alþýðuflokkuum, eða hann
allan undir Moskvavaldið. Og þá
búast þeir lierrar við því, að þurfa
ekki lengur að vera í vopnahraki,
því morðtólaframleiðslan er í full-
um blóma þar eystra, þó hungur-
ástandið sje ekki minna þar, en í
hinum íslensku kauptúnum, þar
sem rauðliðar hafa ráðið undan-
farin ár.
En nefndirnar eru orðnar tvær
eða þrjár, hjer í bænum, sem eiga
að undirbúa „hátíðahöldin“ 1. maí,
þ. e. nefnd, sem Haraldardeildin
liefir skipað, nefnd, sem Hjeðins-
deildin liefir skipað og svo vafa-
laust nefnd Moskvamanna.
Hvert stefnir?
lþýðuflokkurinn er klofinn í
tvent. Bæði flokksbrotin þykj-
ast hafa unnið að bættum kjörum
verkalýðsins. Báðir þessir aðilar
eiga sammerkt í því, að þeir hafa
stuðlað að því, að kjör verklalýðs-
ins hafa versnað.
Þetta vilja ekki foringjar flokks
brotanna sjá. En það er alveg á-
reiðanlegt, að aldrei líður sá dagur
að blæjan detti ekki af augum
margra fyrverandi liðsmanna só-
síalista. Málið er of einfalt til þess
að hægt sje að dylja þann sann-
leika, að árstekjur manna rýrna
við að tímakaup og dagkaup verð-
ur hærra en framleiðsla landsins
getur risið undir. Sje kaupið skrúf-
að upp úr sannvirði vinnunnar
minkar atvinnan, atvinnuleysið,
vandræði almennings vaxa.
Þátttakan í „hersýningunni“ 1.
maí á að sýna hve margir það eru,
sem enn fylkja sjer undir fána só-
síalista og kommúnista, þá fána,
sem bornir eru í fararbroddi norður
og niðnr.
En þeir, sem á annað borð vilja
bindast s'amtökum um að vera
sjálfs síns böðlar og íslenskra fá-
tæklinga, þeir eiga vitaskuld að
hafa fult frelsi til þess. Ekkert
nema heilbrigð skynsemi getur
bjargað þessari þjóð iit úr örðug-
leikum hennar.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU