Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA^ltí Miðvikudagur 27. april 1938. Þjóðverjarheimtaað gengiðsjeað Öfriðarundirbúning- ur Breta: Stórfeld matvælakaup. Skatta- og tollahækkanir vegna vigbúnaðarins London í gær. FÚ. SIR John Simon f jármálaráðherra Breta skýrði frá því, er hann lagði fram fjárlögin fyrir 1938—39 í neðri mál- stofu breska þingsins í dag, að stjórnin stefndi að því að korna á nýjum vináttusamningum við aðr- ar þjóðir, en þar til hún hefði náð því takmarki, yrði hún að vera við öllu búin, og því hefði hún keypt næg- ar birgðir af hveiti, hvalaolíu og sykri, til þess að nægja þjóðinni í nokkra mánuði, ef til ófriðar kæmi. Hefðu þessi kaup farið fram með hinni mestu- leynd, til þess að verð á vörunum ekki yrði hækkað. SKATTAHÆKKUN. Sir John lagði áherslu á það, að auka enn vígbúnað Breta. Skattborgarar Breta fá nú að finna þunga vígbún- aðarkapphlaupsins. Sir John skýrði frá því, að á komandi ári væru áætluð útgjöld 84i/£ miljón sterlingspunda hærri en í fyrra, eða alls 994 miljónir. Til þess að ekki yrði tekjuhalli, yrði að auka tekjurnar um 30 miljónir sterlingspunda, og í því skyni hefði hann ákveðið að auka tekjuskattinn á háum tekjum, auka olíutollinn úr 8 d. í 9 d. og gengi sú aukning í gildi þegar í kvöld, og loks, að hækka te-tollinn. BLÓMLEGUR HAGUR BRETA. Sir John hóf ræðu sína með því að gera grein fyrir fjárhags afkomu ríkisins á fjárhagsár- inu sem er að enda. Tekjuafgangur hefði orð- ið 29 miljónir sterlings- punda, en tekjur alls 48 miljónum sterlingspunda meiri en árið áður. Tekjuskattur hefði gefið af sjer 10 miljónir sterlingspunda fram yfir það, sem áætlað var, en aftur á móti hefðu auka- tollar, tollur á sykri og vín- anda, orðið minni en hafði ver- ið áætlað. Fjárhagsafkoman hefði verið betri fyrri helming ársins en hinn síðari. Útgjöld hefðu verið minni en áætlað var, sumpart vegna þess að atvinnuleysi fór mink- andi. FLOTASTJÓRN JAPANA: MIKILYÆGAR BREYT- INGAR. Kalundborg í gær. FÚ Japanska stjórnin hefir gert mikilvægar breytingar á yfir- stjórn japanska flotans í Kyrra- hafi. Yfirforingi flotans hefir verið settur af fyrirvaralaust og fjöldi háttsettra flotaforingja hefir ver- ið sviftur embættum sínum og aðr- ir nýir settir í þeirra stað. miiimiiiiiiiiimmmii ( um handritakröfu | | ísiendinga 1 | Frá frjettaritara vorum. 1 Khöfn í gær. | 1 Politiken skrifar í dag um | | kröfu fslendinga til íslenskra | | skjaia og ísienskra gripa í | i dönskum söfnum. Segir blað- i § ið að íslendingar geti enga \ | lagalega köfu gert til hand | | ritanna. Hin siðferðislega \ i krafa þeirra myndi ekki vera | | jafn þung á metaskáiurn, ef \ i Áma Magnússonar safnið § Í hefði orðið námsmiðstöð, eins i i og til var ætlast, þegar nýrri | Í skipun var komið á Árna \ | Magnússonar nefndina fyrir | Í skömmu. | En nefndina hefir vani.að § I f je. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMir FRAKKAR OG ÍTALIR. Kalundborg í gær. FU. ulltrúi franska sendiherrans í Róm kom til Parísar í dag. Hann hefir gefið stjórninni skýrslu um viðræður þær, sem fram hafa farið milli fulltrúa frá stjórnuin Frakklands og Ítalíu til undirbúnings væntanlegum samn- ingum. Sir John Simon. Hitler er fyrirmynd Francos Kalundborg í gær. FU. Franco flutti ræðu í gærkvöldi í útvarp í Saíamanea og hneig hún aðallega að því að skýra það Stjórnárfyrirkomulag, sem hann væri að koma á á Spáni. Hann sagði, að það væri í öll- um verulegum atriðum sniðið eft- ir stjórnarfyrirkomulagi Þýska- lands, enda væri það mjög í þágu Spánar að eiga eínungis vinsam- leg viðsbifti við það ríki. Tuttuga og átta fiugvjelar upp reisnarmanna gerðu tilraun til loftárásar á Barcelona í dag, en voru hraktar á brott af loftvarn- arliði' borgarinnar. 'Herrjettur í Barcelona hefir dæmt milli 20 og 30 menn til dauða fyrir landráð og svikastarf- semi í þágu Francos. Samningar Breta og íra London í gær. FÚ. Drír samningar milli Bnglands og Eire voru undirritaðir í London í gær. Fjallar hinn fyrsti um landvarnir, annar um fjármál og þriðji um viðskiftamál. Með fyrsta samningnum eru fríríkinu fengnar aftur í hendur hafnir, sem breski flotinn hefir haft. Deilurnar um skuldir fríríkis- ins við Bretland eru leystar í eitt skifti fyrir öll með því, að Eire greiðir Bretlandi 10 miljónir steriingspunda. í viðskiftasáttmálanum er gert ráð fyrir lækkun tolla á báða bóga og verður Eire aðnjótandi sömu hlunninda og önnur sam- veldislöud Englands hlutu með Ottawa sáttmálanum. Blöð bæði í Englándi og Eire fagna þessum málalokum. Vegurinn frá Reykjavík alla leið austur til Víkur í Mýrdal er orðinn vel bílfær og bílar fara austurleiðina alt austur á Síðu, eða svo langt sem vegur nær. A Holtavörðulteiði er einuíg got.t færi og bílar fara alla leið frá Revkjavík til Blönduóss. Hinsvef ar er Vatnsskarð ófært bílum og sömuleiðis Öxnadalsheiði. (PT.T) kröfum Henleins: Pragstjórnin neit- ar að samþykkja þær sem samn- ingsgrundvöll Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. STJÖRNIN í Prag lýsti yfir því í dag að hún gæti ekki samþykt sem samn- ingsgrundvöll kröfur Henleins, en hann krefst 1) sjálfstjórnar fyrir Sudeten — þýsku hjeruðin, 2) rjettar fyrir Sudeten-Þjóðverja til þess að fylgja hinni býsku lífsskoðun (nazisman- um), og 3) endurskipunar á stefnu tjekknesku stjórnarinnar í utanríkismálum. Ástandið er talið alvarlegt. En þó er ekki tal- ið að þýska stjórnin hefji úrslitatilraun til að knýja tjekknesku stjórnina til að samþykkja Hen- leinkröfurnar fyr en eftir að Hitler er kominn heim úr ferðalagi sínu til Rómaborgar. Hann fer þangað í byrjun maí og dvelur þar í nokkra daga. 100% KRAFA ÞJÖÐVERJA Þýsk blöð segja, að kröfur Henleins sjeu lágmarkskröfur (að því er skeyti frá Berlín herma). Þau krefjast þess að tjekk- neska stjórnin gangi að þeim „100 %“. Þjóðverjar segja að „þeir áskilji sjer rjett til þess að gera frekari kröfur“, en með því er álitið að þeir eigi við að þeir á- skilji sjer rjett til þess að krefjast raunverulegrar sameiningai' Þýskalands og Sudeten-þýsku hjeraðanna. Þýsku blöðin segja að Tjekkar eigi um tvent að velja, tjekkneskt þjóðríki, eða ríki sem felur innan tak' marka sinna margar þjóðir í anda jbeiyra krafa, seit» Henlein hafi gert. Tjekkarnir fá ekki langan umhug8' unarfrest, segja þau. Sjötíu og fimm miljónir mann* standa að baki Henlein og Sudeten-Þjóðverjum og þol* ekki að kröfum þeirra verði slegið á frest. SKELFING 1 TJEKKÓSLÖVAKlU. í Tjekkóslóvakíu hafa kröfur Henleins vakið skelfingu. —' Tjekknesk blöð segja að Henlein hafi „kastað lýðræðisgrímunni" og sagt sig úr lögum við Tjekka. Einn af ráðherrum Tjekka hefir látið svo um mælt að krafan um sjálfstjórn stofni tjekknesku ríkis- heildinni í voða. LANDVARNIR TJEKKA Tjekkar segja að Henlein krefjist sjálfstjórnar fyrir þau hjeruð, þar sem meginvarnir þeirra sjeu meðfram landamær- um Þýskalands. Ef gengið yrði að þessari kröfu, myndi verða ómögulegt fyrir Tjekka að verja landamæri sín. Krafa líenleins um endur- skoðun á utanríkismálastefnu Pragstjórnarinnar sje í raun og veru ekkert annað en krafa um að Tjekkar leggi niður sjálf- stæða utanríkismálapólitík og feli sjálfa sig forsjá Hitlers. Franska blaðið ,Temps‘ vek- ur á því athygli í dag, að ef leyft verður að stofnað verði nazistaríki innan tjekkneska ríkisins, þá skapist möguleiki fyrir Hitier til þess að þröngva stjórninni í Prag til þess að hindra að Tjekkar reyni vinna gegn „útþenslu Þjóð' verja í austur átt („Deuts- chlands Drang nach Osten“)- PÁFINN OG HITLER. í sambandi við kröfu Hen' leins „um rjett Sudeten-Þjó®' verja til þess að hallast að lífs' skoðun Þjóðverja“, er vakin hygli á því, að tjekknesk3 stjórnin var íyrir löngu bu111, að banna nazistaflokkinn 1 Tjekkóslóvakíu. Henlein hef'1 fram til þessa ekki talið s1^ vera nazista. Þýsk blöð segja, að Sudete’1 Þjóðverjar geti litið á Hit)fr sem andlegan foringja sinn, al1 þess að gerast, ótrúir Tjekk sióvakíu, alveg eins og kaþólslC ir menn líta á páfann sem sl1111 foringja. Drengjahlaupið. í grein 11,11 drengjahlaupið í blaðinu í misprent.aðist nafn eins keppíin^. ans, stóð Garðar Jónsson, en a að vera Garðar Þormar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 94. tölublað (27.04.1938)
https://timarit.is/issue/104484

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

94. tölublað (27.04.1938)

Aðgerðir: