Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. apríl 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Slýrimennirnir komu ekki til skips T-*egar ,Brúarfoss‘ átti að sigla kl. 11 í gærkvöldi, yoru hvorki fyrsti stýri maður Sigmundur Sig- mundsson, nje annar stýri maður, Jón Sigurðsson, komnir um borð. Farþeg um var þá tilkynt að brott- för skipsins yrði frestað. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, runnu samningar við stýrimenn á Eimskipaf jelagsskipunum og ríkisskip, út um síðustu mánaðamót, en stýrimenn hafa síðan siglt upp á væntanlega samninga. En nú er sýnilegt, að þeir ætla ekki að sigla lengur nema samkomulag náist í deilunni. En engir samningar hafa farið fram við stýrimenn síðan á laugardag, en þá taldi sáttasemjari með öllu þýðingarlaust, að halda viðræðum áfram, svo mik- ið bar á milli. Eftir því sem formaður Eimskipaf jelagsins skýrði Mbl. frá í gærkvöldi, hef ir engin formleg verkfalls tilkynning komið fram frá stýrimönnum. Stýrimenn sátu á fundi á Hótel Borg í gærkvöldi. í kvöld á ,Goðafoss‘ að fara vestur og norður um land og Esja vestur um land. PARÞEGARNIR, SEM VORU REKNIR í LAND. Allmargir farþegar ætluðu að taka sjer far með Brúarfossi útlanda í gærkvöldi. Farþeg- "'‘nir voru þessir: St.efán Rnnólfs- s°ö, Hörður Gunnarssou, Fritz Kíartansson, Þórhallur Þorgilsson, frú Carl Olsen, Kristín Pjeturs- ^óttir, Sveinn (xunnarsson, Arndís ^.íörnsdóttir, Guðrún Tómasdótt- ú'j Herr Bottberger og frú, John enger, Sigurgeir Einarsson, Guð- Jörg Hjörleifsdóttir, Mr. Pavani ^ílí'io, Sig. Jónsson, Anthon 01- Guðm. Svavar Halldórsson, *afur Jónsson, Margrjet Hoff- ^Un, Sveinbjörg Sigfúsdóttir, ’ 0)1 Ilelgason, Knud R. Petersen, *'■ Walter Oxen, Mr. Ernest R. ®art, Inga Júlíusdóttir, Anna , ónsdóttir, Jórunn Ármannsdótt- l1’’ Huðríður Magnúsdóttir, Sigríð- '5 Júlíusdóttir, Miss Zerbone. Sig- ríð Johnsen. framh. á sjóttu síðu Togari til rannsókna á Öjúpmiðum Vinniilöggfötfin Allsherjarnefnd neðri deildar Nanðsynlegt að senda hann tafarlaust sammála ALLSHERJARNEPND neðri deildar hefir nú skilað áliti um frumvarp stjórnarflokkanna um stjettarfjelög og vinnudeilur og leggur hún einróma til, að frumvarpið verði samþykt með smávægi- legum breytingum. Nefndina skipa þeir Thor Thors, Garðar Þorsteinsson, Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson og Vilmundur Jónsson. Aflahrotan við „Hraunið“ búin að vera AFLAHROTA togaranna við hraunið virðist nú búin að vera og eru öll skipin, að undanteknum tveimur kom- in vestur á Eldeyjarbanka. Varð hrotan styttri við hraunið en togara- skipstjórar bjuggust við. Um og upp úr páskum var yfirleitt góður afli við hraunið og ágætur hjá sumum skipum. En þegar kom fram 1 miðja síðustu viku, fór aflinn þar eystra að tregðast og hvarf svo alveg. Fóru þá allir togararnir nema tveir vestur á Eldeyjarbanka og hafa verið þar síðan. Kyrrir hjá hrauninu eru enn Ólafur og Max Pemberton. Á Eldeyjarbanka hefir veður hamlað veiðum síðustu dag- ana og afli togaranna því yfirleitt tregur. Þó urðu þeir sæmilega varir úti á svonefndum Köntum, en áttu erfitt að toga þar vegna óhagstæðs veðurs. Nefndarálitið er stutt, en nokkuð einkennilegt. Vilmund- ur Jónsson er þar með skæting til Sjálfstæðismanna og sýnist elcki vera annað tilefnið en það, að Sjálfstæðismenn fylgja frumvarpinu. Vilmundur var á framboðsfundum vestra búinn að segja svo margt ljótt um vinnulöggjafar frumvarp Sjálf- stæðismanna, að honum fanst nauðsynlegt að láta það líta þannig út, að frumvarpið, sem hann nú styður, væri alt ann- ars eðlis en frumvarp Sjálf- stæðismanna. En sannleikurinn er sá, að þetta frumvarp, sem Vilmund- ur er nú fyrir rás viðburðanna nauðbeygður til að styðja fell- ur í öllum meginatriðum sam an við tillögur Sjálfstæðis- manna. Þetta er leiðinlegt fyr- ir Vilmund, en gleðilegt fyrir Sjálfstæðismenn. Fulltrúar Sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd, þeir Thor Thors og Garðar Þorsteinsson flytja allmargar breytingartil- lögur við frumvarp stjórnar- flokkanna. Þessar eru helstar: 1. Vald sáttasemjara er aukið og honum gefið vald til að hanna vinnustöðvun meðan sáttatdraun fer fram. Þetta er í samræmi við löggjöf Norðurlanda. 2. Skyndiverkföll bönnuð. 3. Ákvörðun um vinnustöðvun ber að tilkynna 10 dögum áður en hún á að hefjast. í frv. stjórn- arflokkanna er fresturinn 7 dagar. í Danmörku 'er hann 14 dagar. 4. Trúnaðarmenn verkamanna á vinnustöðvum skulu valdir af verkamönnum sjálfum. I frum- várpinu eru það verklýðsfjelögin, sem velja trúnaðarmennina. Þetta eru helstu breytingartil- lögur fulltrúa Sjálfstæðismanna. En auk þess liggja fyrir fjölda margar bre.ytingartillögur frá Hjeðni Valdimarssyni og komm- únistum. Er því sýnilegt að önn- ur umræða muni standa lengi yf- ir, en hún hófst í gærkvöldi. Um Fritz Walterscheid, þýska stúdentinn, sem vísað var úr landi, hefir það frjest, að hann hafi ný- lokið undirforingjaprófi eftir nokkurra vikna .heræfingar, og sje nú við nám í Hamborg. Utlendingum vísað úr landi Lögreglan hefir vísað úr landi þýskmn Gyðingi, Rotberger að nafni, og konu hans. Verður) hann látinn fai'a með næstu ferð til utlanda. Rottberger þessi hefir dvalið hjer um tíma án þess að hafa land- vistar- eða atvinnuleyfi. ★ Lögreglan hefir nú með höndnm rannsókn á dvöl útlendinga lijer á landi og síðan útlendingaeftir- litið var aukið um nýárið, hefir útlendingum veist erfiðara að setjast hjer að. Það verður að fagna því, að yf- irvöldin sk\ili hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshorna- lýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftir- lit væri haft með dvöl þeirra, eins og tíðkast hefir í mörg ár. Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minst veitt hjer landvistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án landvistarleyfis, verði tafar- laust látið fara úr landi. RAUÐI KROSSINN FÆR 1 ÞÚS. KRÓNUR AÐ GJÖF. auða krossi íslands hefir ný- lega borist 1 þúsund króna gjöf frá Bandalagi kvenna í Reykjavík, í viðurkenningarskyni fyrir námskeið í hjúkrun og hjálp í viðlögum, sem Rauði Krossinn hefir haldið uppi víðsvegar um landið. Eftir ósk Bandalagsins mun Rauði Krossinn framvegis bæta við námskeiðum handa mæðrum, þar sem kend er meðferð ung- barna. (FÚ) í Vestmannaeyjum var í gær sæmilegt sjóveður og ágætur afli á þá báta, sem komnir voru að um miðaftan. Fiskurinn er mjög vænn. (FIJ) Flugvjelin fer 180 km. á klst. Akureyrar-flugvjelin var full- samsett í fyrradag. En nokkrir örðugleikar hafa verið á því a<ð koma henni út úr flngskýl- inu í Vatnagörðum. Má búast við að reynsluflug verði hafið þá og þegar. Meðalhraði flugvjelarinnar sein sjóflugvjel er 180 krn., en mestur hraði 200 km. á klst. En flugvjel- in var upphaflega landflugvjel og gat þá farið 267 kni. á klst. Hjer er. ekki hægt að koma við land- flugvjel af því að enginn flugvöll- ur er til og varð því að brevta vjelinni í sjóflugvjel. Húsmæðrafræösla í kaupstdðum Mentamálanefnd efri deildar, en hana skipa Guðrún Lár- usdóttir, Jónas Jónsson og Sigur- jón Á. Ólafsson, flytur svohljóð- andi þingsályktunartillögu: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi ýtar legt frv. um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum landsins." f greinargerð segir: Fyrir þinginu liggja nú tvö frv. um húsmæðrafræðslu, annað um húsinæðrafræðslu í sveittim og hitt um húsmæðrakennaraskóla íslands og húsmæðraskóla í Revkjavík. FRAMIL Á SJÖTTU 8ÍBU I gær voru tveir togarar hjer inni, Gyllir og Hilmir, báðir eftir níu daga utivist. Hafði Gyllir 100 föt lifrar, en Hilmir 54. Gyllir hitti fyrstu dagana á ágæta hrotu við hraunið, en síðan á föstudag fekk hann aðeins 5 föt lifrar. Allar líkur benda til þess, að vertíðin hjá togurunum sje nú að fjara út og verður hún þá einhver sú rýrasta, sem komið hefir. Það er óbjörgu- legt fyrir togarana að fá svona vetrarvertíð ofan á hina í’ýru vertíð í fyrra. Þetta er spurningin, sem er efst í huga allra sjómanna og er það síst að undra. Sjómenn eiga sem von er bágt með að trúa því, að fiskurinn sje ekki til í sjónum. Þeirra skoðun er, að fiskurinn haldi sig á ein- hverjum slóðum, sem enn eru ófundnar. Ríkisstjórnin sendi á dögun- um Þór út til þess að leita á djúpmiðum hjer út af Faxaflóa og Vestfjörðum. Sú för bar engan árangur, enda ekki við öðru að búast, því að Þór vant- ar öll skilyrði til þess að geta leitað að fiski á djúpmiðum að vetrarlagi. Var á þetta bent strax hjer í blaðinu og jafnframt skorað á ríkisstjórnina að leigja góð- an togara og láta hann kanna rækilega djúpmiðin. Þetta átti ríkisstjórnin að gera strax og verður það að teljast vítaverð vanræksla, að láta þetta ógert. En ríkisstjórnin getur bœtt úr þessu ennþá, með því, að leigja nú strax togara og senda hann í könnunarferð vestur á djúpmiðin. En þetta verður að gerast strax, og áður en togarnir gef- ast upp í fiskileysinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 94. tölublað (27.04.1938)
https://timarit.is/issue/104484

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

94. tölublað (27.04.1938)

Aðgerðir: