Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1938, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ IWiðvikudagur 27. apríl 1038. 3 JRcrrgtmfelaðtð — Útgef.: H-f. Arvakur, Reykjavtk. Ritstjðrar: Jðn Kjartananon or Valtýv Stefknaaon <4byrr®araaatJur). Auglýsingar: Arni Óla. Ritstjðrn, auglýalngar or afrreiOala: Anaturatrastl t. — Siaai H00 Áskriftargjald: kr. Í.OO * as&nuOl. í Iausasöiu: 1B aura elntaklO — tt aura aaeO Leabðk Vín, hin gamla háborg tónlistar- ÞING *TÖK FIN Aármiurn 1924—1927 voru löng ]ring', segir Tímadagblaðið í g-ær. Þó var þar lítið gert annað «en það að svæfa ,umbotamáT Pram- sóknarflokksins. Þá kvartaði Morg unblaðið ekki yfir löngu þing- lialdi. En nú getur ..lieildsalaklík- ;an“ ekki skilið, hve langan tíma það teknr að ráða fram úr „um- bótamálum“ Framsóknarflokksins, :gjaldeyrismálum, vinnulöggjöf og sjnæðiveiki. ★ Fyrst er rjett að benda á það, :.nð árin 1924—1927 voru hin glæsi- legústu framfaraár á landi lijer. Á þeim árum fór hagur ríkissjóðs og almennings stórum batnandi. *Og álit erlendra þjóða á því, að -við fslendingar værum fyllilega færír um að stjórna landinu skyn- • samlega, fór dagvaxandi. Þjóðin rjetti sig úr kút ófriðarltreppunn- ar, og' það jafnvel á undan ýms- um öðrum þjóðum. Þannig tókst með ráðsmensku þings og stjórnar á þeim árum. • Og þó einhverjir ltynnu að liafa - verið, t. d. innan Framsóknar- íflokksins, er horfðu öfundaraug- rim til þeirra manna, er báru gæfu til að stjórna landinu á þenna veg, þá er þ'að alveg víst, að •enginn hafði ástæðu til að kvarta yfir þó þessi velgengni þjóðar- innar kostaði hana þinghald vik- unni lengur. ★ Þegar ,,umbótamenn“ rauðu ílokkanna komust í meirihluta á Alþingi skifti brátt um svip í þjóðlífinu. Fyrstu árin gekk að vísu vel, meðan þing og stjórn var að eyða megninu af gróðanum frá góðstjórnartímabili þremenn- inganna, Jóns Magnússonar, Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Guð- mundssonar. En þegar vinstriöflin í þjóðfjelaginu lromust í algleym- ing eftir 1934, duldist engum, að ;alt hlyti að síga á ógæfuhlið. Astand atvinnuvega versnar, gjald geta minkar, skuldir vaxa og' gjald eyrisástandið verður með tíman- um alveg óþolandi. Og alþýða manna horfir til Al- þingis er situr á rökstólum og hef- ir setið síðan í miðjum febrúar. Ef þing það sem nú situr, hefði tekið þannig á málum þjóðarinn- ar, að alþýða manna gæti vænst þess að úr ráknaði þungbærum og' yfirvofandi vandræðum; þá myndn menn ekki vera sítings- -samir um þáð, hvort þingið sæti deginum lengur eða skemur, enda þótt hitt verði að viðurkenna, að þegar ríkissjóður er fjelítill og þjóðin ekki slður, livílir sú skylda á þingmönnum að lengja ekki Al- þingi að óþörfu. ★ Málin, sem tefja fyrir Alþingi *eru, að því er Tímablaðið segir: Vinnulög'g'jöfin, mæðiveikin og gjaldeyrismálin. Á úrlausn þess- • ara stórmála á þjóðin svo að lifa til næsta þings. Og' láta sjer vel líka. Um vinnulöggjöfina er það að segja, að Framsókn hefir árum saman kvotlað með það mál og hvorki gengið nje rekið. Frain á núverandi þingtíma liefir stjórn- arklíkan verið að bera það undir fjelög og einstaka menn um land alt. Málið er algerlega í höndum samherjanna, Alþýðu- og Fram- sóknarmanna, og hefði verið liægt fyrir þessa flokka að vera biinir að koma sjer saman um öll atriði málsins smá og stór fyrir þing. Undirbúningur mæðiveikivarn- anna liefir verið í höndum milli- þinganefndar, og afgreitt þaðan í hendnr þingsins. I því máli hefir þingið aðallega enn sem lromið er beðið og lialdið að sjer höndum það sem af er. Þegar til úrslita- ákvarðana kom um aðferð við út- rýming veikinnar, hefir málið ver- 'ið borið undir bændur sjálfa, á pestarsvæðinu, en þingið að þessu lejdi skotið sjer undan ábyrgð og fyrirhöfn við að taka afstöðu með eða móti niðurskurði. ★ Og loks þegar að gjaldeyris- málunnm kemur, hefir þingmeiri- lilutinn ekki fram á þenna dag sýnt annað en fullkomið ábyrgð- ar og skeytingarleysi um fram- kvæmd gjaldeyrishaftanna og lag- færing á gjaldeyrisástandi þjóðar- innar. Aðgerðalaust horfir Alþingi á það, að fjármálastjórn landsins notar gjaldeyrishömlurnar til þess að beina innflutningsverslun þjóð- arinnar í hendur manna, sem relra verslun í pólitísku áróðursskyni, manna, sem vinna undir yfirstjórn erlendra einræðismanna. Nægir í því sambandi að benda á kaupfje- legið hjerna, KRON, sem Alþ.bl. hefir komið upp um að er ekki annað en grein af starfsemi Komm únistaflokks Islands. En þegar til þess kemur að bæta gjaldeyrisástand þjóðarinnar með því eina móti sem það verður gert til frambúðar, þ. e. að auka fram- leiðsln landsmanna, þá liggur landsstjórnin fram á lappir sínar og daufheyrist við öllum mála- leitunum í því efni — sbr. mála- leitun xitgerðarmanna báta og tog- ara, sem nú hefir legið hjá stjórn- inni í missiri, án þess við henni sje lireyft. ★ Ef mikils góðs væri af þessu þingi að vænta, myndu menn ekki sjá eftir því fje er í þinghaldið fer. En langt þing sem gerir lítið er í orðsins fylstu merkingu aumt þing. Umræðuefnið í dag: Brúarfoss stöðvaður. Háskólafyrirlestur sænska orsins, Sven Jansons, sem ver&a í kvöld, fellur niður vegna fjarveru kennarans. Eftir hina hreystile.s;u vörn í öðru umsátri Tyrkja streymdi nýtt líf inn í útvirki þýskra landvarna í austri. Vín var bygð upp á ný, og að lokinni bys'gins’u ve.t>'le.e;ra skrauthalla, sem sumpart standa enn þanu dag; í dag, o.g sem þá teygðu arma sína inn í ríki bugastefnunnar (Rokoko), hófst eitt hið stærsta blómaskeið mennins;- arinnar, sem sögur fara af. Þetta, blómaskeið hefir gert nafn Vínarborgar í verald- arsög'unni ódauðlegt, og það knýtir hana að eilífu við drotningu allra lista — tón- listina. ir Vísindin vita ekki, hvernig á því stóð, að skyndilega spratt hjer upp jöfnrætt tónsnillinga, sem með verkum sínum lagði uudir sig alla jarðkringluna og leiddi þar með nýjan, brautryðjandi stíl til sinnar heiðu fullkomnunar — Haydn, Mozart og Beethoven. í fullkominni nánd við þetta víg- reifa þríeyki liljómdrápunnar og hins leikræna tónverks stendur ennfremur mikill meistari vfir liinu litla, íáþlausa formi sönglags- ins. Það er Franz Schubert. Um þetta leiti lcemur Vín fram sem miðstöð hins fölskvalausa þjóðar- krafts, er hvaðanæfa úr hinu þýska ríki safnast saman í að- setursborg keisarans, Franz I. Mozart er upprunninn í Zalzburg, Haydn kemur frá ungversku andamærunum og Beethoven, hinn þýsk-flæmski, leggur liingað leið sína frá Bonn; forfeður Schuberts höfðu haft aðestur sitt í Bæheimi (Tjekkóslóvakíu). Tveim manns- öldrum síðar leggur hinn hrein- norræni, bjarthærði Johannes Brahms í Hamborg land undir fót og sest að í Vín, til að taka við erfðaleifð Beetliovens. ★ Innan endimarka þýska ríkisins er engin sú borg til, sem eins skjótt hefir beint tónlistinni inn á braut þróunar og sigurs eins og Vínarborg. Hjer stendur vagga sónötunnar, sem varð fyrirmynd að hinni stórkostlegu byggingu symfóníunnar. Haydn gaf henni liið sígilda formafl, sem eftirkom- endum hans hefir ekki tekist að skáka, þótt þeir af þróunarsögu- legri drýldni kölluðu hann gamla „pabba“. Beethoven gekk í skóla hjá hon- um; seinna sprengdi hann og' rýmdi — byltingasinnaður eins og hann var — þetta form, sem hann hafði lært að ná valdi yfir. Ó- freskisgáfa hans þyrmdi yfir ung- lingnum VVagner og gat af sjer hugmyndina um hið heildræna listaverk (Gesamtkunstverk). Líf Mozarts í Vínarborg varð að vísu að óskiljanlegum harmleik, en Aærk hans náði að kalla fram áhrif. „TöfraJlautan“ ein hefði nægt, til að birta erindi hans og færa lieiminum heim sanninn lekt- átti að varanlei menningar Eftir Hallgrim Helgason um eilífa list. í söngleik þessum varpar hann af sjer fjötrum ít- ölsku óperunnar í eitt skifti fyrir öll, sem þar með tapar forystu sinni á leiksviði Evrópu. Upp frá því skipa hinir dreymnu fram- faramenn, Weber og Marschner, sæti hennar, eftir að Wenzel Múll- er, sem Reykvíkingum er að góðu kunnur, hafði plægt jarðveginn. Meistarinn frá Bayreuth, sem samdi „Lohengrin" og „Tann- háuser“, sótti og margskonar fróð- leik úr „Töfraflautu“ og „Don Juan“ Mozarts, þangað til liann fann hið stóra framsagnarform sitt. ★ Án Vínarborgar er jafnvel tæp- lega hægt að hugsa sjer æfistarf Franz Liszts. í ást sinni til Beet- liovens lýkur hinn þýski Ung- verji þar námi sínu. Höfundur „níundu symfóníunnar1 ‘ sækir meira að segja hljómleika hins unga snillings og kyssir snáðann á báðar kinnar. Þennan viðburð geymdi Liszt sem skuldbindingu í hjarta sínu, þangað til að leiðar- enda. Franz Sehubert stóð heldur elrki langt í burtu. í greinilegri nánd við Beethoven finnur hann fálm- andi sjálfan sig. Hann er enginn bardagamaður eins og risarnir í kringum hann. Fyrst í stað háir honum návist þeirra. En smátt og smátt brýst hann í gegn með vinnu sinni, og brátt er liann orðinn jafnoki þeirra, er hann hafði litið svo mjög upp til. Hann er skapari þýska sönglagsins, hins annálaða „dýrgrips", sem liefir göfgað þýska ljóðagerð með karlmann- legu tári og kvenlegri tign. ★ Á dögum oddborgaratímans hætti tónlistin um skeið að gegna fyrirliðahlutverki sínu í Vínar- borg; orsökin til þessa var hin vaxandi ljóðlist, sem krafðist at- hygli. Kunningja Sehuberts, Grill- pazer, sem samdi liina alkunnu óþakklátu legsteinsáletrun, ber fyrstan að nefna, svo og samtíð- armenn hans Lenau, Raimund og Nestroy. Öll þessi skáld fluttu með sjer nýja strauma, sem flutu í sömu átt og andrúmsloft borgar- innar í þann mund, og þess vegna hafa þeir kánnske elrki megnað að berast ósnortnir alla leið til nútímans. En víst er um það, að nú fór hinn staðbundni blær Vín- arborgar að breiðast iit, þangað til alt annað varð að hörfa undan sefjandi mætti hamrandi hljóð- falls: Vínarvalsinum. Hinn vinsæli Lanner ávann sjer aðdáun allrar Evrópu með hirðdönsum sínum og „Bæjarsvölurnar frá Austurríki" eftir gamla Strauss flugu út í víða veröldina. „Dóná svo blá“, „Rós- irnar úr suðri“, „Flökkubaróninn“ og „Leðurblakan“ gerðu soninn Strauss að konungi yfir þessu dansgjarna ríki; Radetzky-mars- inn sefaði meira að segja yfir- vofandi uppreisn. Suppé rakti þráðinn áfram. Ilinn iðandi „Boceasio“ og hin kitlandi „Gala- thea fagra“ mynduðu lokaþátt þeirrar þróunar, sei<! hin heiða „klassiska" óperetta liafði gengið í gegnum. ★ Áður en svo langt er lcomið, var Brahms farinn að sætta sig við sinn austurríska bústað. Hin harða skapgerð hans laukst upp fyrir sól suðursins. Að vísu. líður langur tími áður en fæðingarhríð- ir hljómdrápnanna eru um garð gengnar. Loks þegar hann er fer- tugur, tekst lionum fyrsta stóra stökkið. Undir eins sjá menn aft- urhvarf hans til Beethovens, án þess að verða varir við hinn rót- tæka nýstefnuleiðtoga. Myndir úr austurrísku landslag'i birtast iðu- lega í verkum hans; má sjer á parti minna á D-dúr-„sveitasæíu“ lians. Bein mótsetning hans er Anton Bruckner, sem leitar í skaut Sehu- berts. Hann hafði alist upp i for- sælu ATið Wagner og sem píla- grímur leggur hann léið sína til Bayreuth. Hljómdrápur hans birta hið „heroiska drama“ á vettvangi hljómleikasalsins. Sjálfstæður stíll hans felur í stórum stefjabogum í sjer mál Wagners, sálmalög blás- in af básúnum og' gjallarhornum skírskota til kirkjutóölistarinnar. Við lilið honum stendur ritdóm- arinn og sönglagaskáldið Hugo Wolf. ★ Með Brahms, Bruekner og Wolf fellur fortjaldið fyrir svið hinnar tónmentuðu Vínarborgar. Hún hefir þarmeð lokið hlutverki sínu sem merkisberi stór-þýskra menn- ingardáða. Þegar kemur fram á 20. öldina ljóma aðeins smástirni á himni tónskáldanna. Nýjar stjörn- ur hreyfast nú í kring um aðrar sólir. Endurskapandi listamenn hlau.pa í skarðið. Sagan snýr sjer að stjórnendum, söngvurum og leikurum. Hljómleikahallirnar og leikliúslífið í Vín stjórna viðburð- unum hjá Stefánskirkjunni, enda hefir Austurríki verið óspart á að Ijá öðrum krafta sína. Þeir sem eftir eru, eins og Franz Schmidt, hafa því meira svigrúm til áð reyna að halda hinni. himinháu tónlistarhefð Vínarborgar við. I stað hinna herskáu Tyrkja frá dögum heiðlistarinnar eru nú komnir friðsamlegir bræður bróð urlandsins, til að láta þjóðina á ný bergja á ódáinsveigum Bachs og Sibelíusar. Leipzig í mars 1938. Hallgrímnr Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 94. tölublað (27.04.1938)
https://timarit.is/issue/104484

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

94. tölublað (27.04.1938)

Aðgerðir: