Morgunblaðið - 17.05.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.1938, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1938. Xaupmenn og kaupfjelög Hrísgrjón Maframjöl i sekkjum og pökkum H. Benediktsson & Co. Vátryggingarhlutafjelagið NYE DANSKE AF 1864 Líftryggingar allar tegundir. Lægst iðgjöld. Best kjör. Aðalumboð: V átryggingarskrif stof a Sigfáss Sighvatssonar, Lækjargötu 2. Sími 3171. Notlð bniarins bestu bftfreiOar. it' m Sfeindór. Til brúðargjafa: Handskorinn Kristall í miklu úrvali. Schramberger heimsfræga kúnst Keramik í afarmiklu úrvalí. Schramberger Keramik ber af öðru Keramik, sem gull af eir. K. Einarsson &'Björnsson Syngur á 10 tungu- málum Samtal við Irmu Weile-Barkany 17 rjettaritari MorgunblaSsins hefir átt tal við hina kunnu söngkonu, Irma Weile Barka- ny, sem ætlar að halda hjer söngskemtun á morgun. „Jeg hefi ferðast um nær alla Evrópu", segir söngkonan, „og haldið söngskemtanir. Jeg hefi einnig sungið mikið í út- varp. — Venjulega hefir það ver- ið svo, að jeg hefi fengið til- mæli um að syngja í útvarp, ,eftir að jeg hefi haldið söng- skemtun. 1 Kaupmannahöfn söng jeg í fyrra í útvarp á 7 tungumálum. Söng mínum var m. a. endurvarpað á heimssýn- ingunni í París. Jeg ætlaði fýrst að verða píanóleikari og var komin all- langt á þeirri braut, hafði m. a. hlotið gullpening fyrir píanó leik. En síðar ákvað jeg að helga krafta mína sönglistinni. Jeg hefi sungið í Berlín (Ber lín álít jeg miðstöð allrar hljóm listar), í París, Varsja, Khöfn, Milano og víðar og víðar. — Einni viku ,eftir að Mussolini opnaði hina miklu útvarpsstöð í Milano, var jeg beðin um að syngja þar. Jeg söng á 10 tungu málum. Eftir konsert Irma Weile Bárkany í Milano fjekk hún svohljóðandi brjef frá hinum fræga spánska söngkennara Maestro Arturo Cuartero, sem var af tilviljun staddur þá í Milano: „Jeg hlýddi á konsert yðar, sem var mjög fagur. Jeg heyrði hina' hljómfögru, mjúku og sljettu rödd yðar og hinn „para dísar fagra hreim“ (messo- voce). Við stöndum frammi fyrir míkilli listakonu, sem hefir stór kostlega fagra rödd. Viðkvæmnin í hinum mjúka, gamla þýska jólasálm var með afbrigðum, þó varð j,eg ennþá meira undrandi, er jeg heyrði yður syngja kataloniska lagið eftir Juan Manen með stórkost- legum tilþrifum og krafti á háu tónunum. Þessar sterku mót- setningar á einni efnisskrá sýndu glögt hið framúrskar- andi listamannseðli yðar. Jeg óska yður að hylli yðar, sem þjer verðskuldið fylliiega, verði jafnmikil í Ítalíu fram- vegis og hún er núna. Með mikilli aðdáun, Arturo Cuartero". SÖNGSKEMTUN Á MORGUN. Hvað verður á söngskránni á morgun, segi jeg yður ekki. En þar verða lög úr öllum áttum. Jeg hefi stundum sungið lög eftir Kaldalóns erlendis. Carl Billich verður við hljóð- færið“. Dr. Walter Heering, sem gaf út bókina „Das unbekante Island“, hefir gefið út tvær útgáfur af bókinni og er nú að vinna að þriðju útgáfunni, sem verður mik- ið aukin og endurbætt. iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiMHM | Gullbrúðkaup I Sigrfður Bjðrnsdóttir og Ásbjörn Ólafsson 1888 — 17. naí — 1938 C'yrir 50 árum var Hallgrímur ^ Sveinsson, síðar biskup, dóm- kirkjuprestur í Reykjavík. Þennan dag árið 1888 gaf hann saman ung hjón, Ásbjörn Ólafsson, trje- smið af Akranesi, og Sigríði Björnsdóttur Stephensen frá Korp úlfsstöðum. Hann var þá 27 ára en hún 22 ára. Ungu hjónin fóru þá upp á Akranes og áttu þár heima í 10 ár, en fluttu hingað til bæjarins 1898, keyptu sjer húsið í Þingholtsstræti 22 og búa þar enn í dag, í friði og farsæld góðr- ar eíli, og við vináttu og ástsæld allra, seöi þeim hafa kynst á lífs- leiðinni. Þegar þau settust fyrst að í húsi sínu, blöstu við græn óbygð tún úr gluggunum þeirra. Nú er þar al- bygt fyrir löngu alt *um kring. Reykjavík hefir breyst á þessum 40 árum, sem þau hafa setið um kyrt í Þingholtsstræti 22. Ásbjörn Ólafsson er fæddur á Akranesi 15. okt. 1850, sonur Ól- aft Magnússonar formanns á Litlu brekku og Málfrjjðar Ásbjörns- dóttur frá Kjalardal. Ættir hans eru allar um Borgarfjörð. Hann nam ungur trjesmíði hjá Helga Helgasyni hjer í Rvík, og settist að á Akranesi að loknu námi. Vann hann mikið að húsasmíði í Borgarfirði og vestur um Mýrar á unga aldri, því að þá var sem óðast verið að hýsa á ný á hinum betri bæjum um þau hjeruð. 1898 rjeðst hann til Jóns Sveinssonar, að smíði „nýja bamaskólans" við Tjörnina, sem nú er orðinn gamli skólinn, og fluttist Ásbjörn þá um leið alfarinn hingað með konu sinni. Þegar „Völundur" var stofn- aður, 1903, rjeðst hann þangað sem smiður, varð síðar afgreiðslu- maður við timburverslunina og gegnir þeim starfa ótrauður og öruggur enn í dag, eftir 35 ár. Enginn maður í þessu landi hefir afgreitt eins mörg fet af timbri og Ásbjörn Ólafsson og líklega fáir reiknað eins mikið og óskeikult brotareikning í huganum eins og hann. Og allir, sem við hann hafa skift, munu minnast hins trúa, hógværa og skapfasta öðlings- manins. Frú Sigríður er „stephensensk‘£ í báðar ættir. Björn á Korpúlfs- stöðum, faðir hennar, og Sigríðnr kona lians voru bræðrabörn, en afi beggja, var Björn Stephensen á Esjubergi, bróðir Magnúsar kon- ferensráðs. Hún er fædd 10. okt. 1865; á Korpúlfsstöðnm, og ólst þar npp, við stórt heimilishald og gestagang, því að í .æsk'U' hennar lá þjóðleiðin um hlaðið á Korp- úlfsstöðum. Og henni hefir enst heimilisprýði og höfðingsskapur hinnar merku ættar alt fram á gullbrúðkanpsdaginn sinn í dag. Frú Sigríður fór vistferlum með Þorgrími lækni Þórðarsyni frænda sínum upp á Akranes, er hann var læknir þar eitt ár (1885—’86), og voru það tildrögin að kynnnnor þeirra Ásbjarnar. Hann var þá fullnuma og nppvaxandi smiður þar á Akranesi. Þau gullbrnðhjón- in eiga tvær dætnr hama, Sigur- hjörgu, konn Sigurjóns Pjeturson- ar, og Málfríðí; hún átti fyr Gísla Oddsson, sem fórst með skipi sími „Leifi hepna“, en mí Niels Niel— sen stórkaupmann í Osló. Margir og góðir vinir óska þeirn gullbrúðhjónunum til hamingju í dag. Þau hafa nú í 50 ár haldið uppi einu af hinnm bestu heimil— um sem gerast, umsvifalítið hið ytra, hið innra með göfgi og trygð og hógværri rausn. 17. maí 1938. Helgi Hjörvar. Dr. Hoffmann, þýski augnlækn- irinn, sem hingað hefir komið undanfarin sumur, er væntanlegur hingað til lands 25. júní n.k. I för með honum verður sonur hans. Dr. Hoffmann er vel þektur hjer á landi og gaf hann nýlega álitlega upphæð til starfsemi Flugfjelags íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.