Morgunblaðið - 17.05.1938, Side 8
r
MORGMBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. maí 1988L
8
að vildi svo til, að frumsýn-
ing var haldin á gamanleikn
nm „Fornar dygðir“ sama dag sem
Alþingi var sett í vetur, og á
dögunum, er Alþingi var slitið,
var seinasta sýning á „Fornum
dygðum“. Höfundar revýunnar
notuðu sjér þetta með því að láta
einn leikarann segja fyrsta kvöld-
ið: ,,í dag er frumsýning á tveim-
nr revýum“! og á lokasýningunni
var því snúið við: „í dag er loka-
sýning á tveimúr revýum“!
★
I oreldrar f immburanna í
Kanada hafa látið í ljós
óánægju sína útaf 'uppeldi barn-
anna. Halda foreldrarnir því fram
að dr. Dafoe, læknir fimmburanna,
ali þau á alt annan hátt en æski-
legt væri. í fyrsta lagi kenni hann
þeim að tala ensku, þó franska
sje móðurmál þeirra og í öðru lagi
fá fimmburarnir altof sjaldan að
sjá foreldra sína.
★
yrir nokkrum dögum hjeldu
þau Nína Pierson (falleg
amerísk danskona) og enskur
bankaritari, Mr. Kirk, brúðkaup
sitt í lítilli skotskri kirkju. Tveim
vikum áður hafði dansmærin skil-
ið við miljónamæring, sem hún
kafði verið gift, og á þessum
tveimur vikum hafði hún tvisvar
verið búin að opinbera trúlofun
sína
★
Minsti fiskur sem lifir í sjón-
um er svonefndur dersolfiskur.
f*að er sjaldgæft að hann verði
meira en 2—3 sentimetrar á lengd.
Fisktegund þessi á heima í sjón-
um við hitabeltislöndin.
★
Norðmenn selja talsvert af blá-
berjum td Bandaríkjanna. Nýlega
voru sendar tvær smálestir af
frosnum bláberjum til Ameríku
frá Álasundi. Sagt er að hægt sje
að selja alt að 1000 smálestum af
bláberjum í Bandaríkjunum.
★
Sagt er að lögreglan í Skot-
landi þurfi ekki að kosta sjer-
stakar deildir sem sjá um týnda
muni. Þar í landi týna menn ekki
hlutunum. Kærulausari eru menn
aftur á móti með eignir sínar í
Ítalíu ef dæma má eftir því sem
fanst í einni kirkju þar í landi í
vor. Það sem fanst var: Tvenn
baðföt, sjö pör af gleraugum,
átta reiðhjól, þrír liundar, ein
skammbyssa — og tveir undir-
kjólar!
★
Hollenskur skipstjóri hefir
stungið upp á því að björgunar-
belti verði liöfð þannig að þau
lýsi frá sjer í sjónum. Telur liann
að þessu verði viðkomið með því
að mála björgunarbeltin með sjer-
stöku efni. Hugmynd skipstjórans
hefir verið vel tekið og' álitið er
að slík björgunarbelti geti komið
að miklu gagni við björgunar-
starf í myrkri
★
Enskt vísindarit skýrir frá því
að hægt sje að vinna meira en 2000
mismunandi efni úr kolum,
★
MÁLSHÁTTUR:
Klifra ei á þann klett, þú kemst
ei upp á.
Hraðritunarskólinn. Get bætt
við byrjendum. Helgi Tryggva-
son. Sími 3703.
JCaufts&apiœ
5 manna Erskine (Stude-
baker), módel 1930, er til sölu.
Uppl. á Vífilsgötu 12, kjallar-
anum.
Ungar varphænur (brúnir og
hvítir ítalir) og lítil útungun-
arvjel til sölu. Uppl. í síma
2761.
Leðurtöskur, veski, buddur,
hanskar, belti o. fl. borgar sig
að skoða í Vestu, Laugaveg 40.
Úrval af fallegum og ódýr-
um kjólum og blúsum. Einnig
kjólakragar. Saumastofan Upp
sölum, Aðalstræti 18.
Kaupi whiskypela, flöskur og
soyuglös. Benóný, Hafnarstræti
19.
5 manna drossia til sölu. Upp
lýsingar í síma 2500.
Legubekkir ódýrastir og
vandaðastir í Körfugerðinni,
Bankastræti 10.
Mótorbátur í góðu standi til
sölu. Gott verð. Góðir skilmál-
ar, ef samið er strax. Uppl. á
Hótel Vík nr. 17 frá kl. 11—12
og 5—6.
Nýkomið fjölbreytt og fall-
egt úrval af káputölum og
hnöppum. Verðið hvergi lægra.
Vesta, Laugaveg 40.
Vjelareúmar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupum gaml n kopar ávalt
hæsta verði. Versl. Grettisgötu
45 (Grettir).
Silkiundirföt, s,ettið frá kr.
8,95. Vesta, Laugaveg 40.
Nýkomin gardínuefni, Laka-
efni, vaðmálsvend, Sængur-
veradamask. Verslun Guðrúnar
Þórðardóttur, Vesturgötu 28.
_
Karlmaður, vanur sveita-
vinnu, óskast til vorstarfa um
tíma. Uppl. Eiði, Seltjarnarnesi.
Kaupi gamlan kopar. Vaíd.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Til sölu. Notaðar bifreiðar.
Heima kl. 5—7. Sími 3805. —
Zophonías Baldvinsson.
Landsins mesta úrval af
prjónavörum er í Vestu, Lauga-
veg 40.
Húsmæður. Athugið, Fisk-
búðin, Barónsstíg 59, hefir á-
valt nýjasta og besta fiskinn.
Sími 2307.
Hreingerning og loftþvottur.
Ðuglegir, vanir og vandvirkir
menn. Sími 3154.
Rjettu mennirnir við utan- og
innanhússhrejngerningar eru
Bárður og Ólafur. Sími 3146.1
Húsmæður, athugið: Rjettu
hreingerningarmennimir eru
Jón og Guðni. Sími 4967.
£ Hreingerning í fullum gangi.
Vanir menn að verki. Munið að
hjer er hinn rjetti Guðni G.
Sigurðsson málari, Mánagötu
19. Símar 2729 og 2325.
Kaupum flöskur, bóndósir,
meðala- og dropaglös. Sækjum.
Verslunin Grettisgötu 45 —
(Grettir).
Kaupum, flöskur, glös, dropa-
glös, bóndósir. Bergstaðastræti
10 (búðin) frá kl. 1. Sækjum.
Hreingemingar, loftþvottur.
Sími 2131. Vanir menn.
Otto B. Arnar, löggiltur út
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækj um og loft
netum.
Sjálfblekungaviðgerðir. ------
Varahlutir í sjálfblekunga á-
valt fyrirliggjandi. Allar við-
gerðir á sjálfblekungum. Rit-
fangaversl „Penninn“, Ingólfs-
hvoli.
Látið grafa nafn yðar &
reykjapipuna yðar. Það fáiS<
þjer gert ódýrt í Pennaviðgerð-
inni, Austurstræti 14, 4. hæð.
I sumar hefir Taflfjelag
Reykjavíkur taflæfingar &
mánu- og fimtudagskvöldum
frá kl. 8—12 á Hafnarkaffi £
nýja Hafnarhúsinu. Stjórnin.
Jeg hefi flutt matsölu mína.
á Laugaveg 17, 1. hæð. Áður
á Klapparstíg 31. Sigríður Þor-
gilsdóttir.
Friggbónið fína, er bæjarins
bfcsta bón. •
l o. G. T.
St. Verðandi nr. 9. Fundur £
kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra
fjelaga. 2. Kosning fulltrúa á
Stórstúkuþing. 3. Stórtemplar„
Fr. Á. Brekkan, flytur erindi-
4. Einsöngur: Hr. Ö. Friðriks-
son með aðstoð hr. Ó.. Þ.„ o. fl-
2 herbergi til Ieigu, hentug
fyrir skrifstofur eða sýnis-
hornasafn, einnig fyrir sauma-
stofu eða þessháttar iðnað.-----
Uppl. á Laufásveg 2. SteinholL
Stofa til leigu, hentugt fyrir
tvær stúlkur. Fæði selt, Banka—
stræti 12.
FAITH BALDWIN;
EINKARITARINN.
þegar hún sá nafnið, sexn var skrifað á hana með
fjólubláu bleki: „Til Lólu með kveðju frá — Dolly“.
„Við livað áttu? Iíún er of gömul, til þess að vera
í danskórnum. Hún leikur fallegar konur í heimsku-
legum tískuhlutverkum í revyum. Hún er mesti kjáni“.
„Hvers vegna segir þú það ?“
„Þú ert of ung, til þess að skilja það“.
Anna malclaði í móinn og Lóla hjelt áfram, um leið
og hún lagði aðra hendina undir hnakkann og sló ösk-
una, af vindlingnum með hinni:
„Það er eitt af þessum samböndum. Hún á kærasta,
sem er 25 ára, og hann sjer um, að liún sje oftast nær
í vondu skapi“.
Anna varð hugsi á svip við þessa atliugasemd, og
hún spurði einfeldnislega af ásettu ráði:
„Eru þau trúlofuð?"
„Komdu mjer ekki til þess að hlæja, barn!“
„Er hann leikari?"
„Hann stundar enga atvinnugrein, nema veðhlaup“,
svaraði Lóla. „Hann hefir reyndar sjeð Kathleen
nokkrum sinnum og er bálskotinn í henni. Dolly gæti
krafsað úr henni augun af afbrýðissemi“.
Önnu brá í brún. Móðir hennar hafði þá rjett fyrir
sjer. Og hún mintist þess, sem faðir liennar hafði sagt:
Hf eitthvað kemur fyrir----------
Upphátt sagði hún:
„Jeg liefði gaman af að sjá hann“.
„Já, þú gætir auðveldlega kept við Kathleen“, sagði
Lola og virti Önnu fyrir sjer með gagnrýnandi augna-
ráði. „Dolly hefir gestaboð lijá sjer á sunnudaginn.
Þú getur komið þangað og gist hjer um nóttina“.
Anna samsinti því, og þær ákváðu, að svo skyldi
vera.
Næsta sunnudagskvöld fór Anna í boðið til Dolly
Davis. Það var ólíkt þeim boðuin, sem liún liafði verið
í áður. Þar var töluvert um drykkjuskap og tvírætt
tal, vindlingastubbarnir flutu um alt, og votir hringar
voru eftir glösin á borðunum.
Á leiðinni þangað sagði Kathleen:
„Hvers vegna viltu koma með okkur?“
„Jeg er forvitin — og mjer leiðist“.
„Jæja, þú um það. En jeg hefi aðvarað þig. Það
verður sjálfsagt fjörugt þarna“.
Anna kom sjer vel við húsmóðurina. Dolly Davis
var falleg, ákaflega mikið „máluð“ og furðu ungleg.
Kunningjar hennar lýstu henni á þá leið, að hún væri
besta sál, en ári heimsk. Hinn 25 ára gamli unnusti
barst mikið á og var mjög svo húsbóndalegur. Hann
var væskilslegur, heldur laglegur, ungur maður, með
sljett, dökt hár, hrukkóttur kringum augun, með blóð-
rauðar varir. Anna uppgötvaði, að hann hjet Georgie.
Georgie og Dolly lentu í harðri rimmu út af því, að
Georgie hafði dansað of oft við Kathleen, og Önnu
tókst að stilla til friðar, svo að bæði voru ánægð.
„Mjer líkar vel við þig“, sagði Dolly í viðkvæmum
róm. „Þú ert miklu meira virði en stelpuvargurinn,
hún systir þín. Þú ert góð, Anna. Jeg vildi gjarna
gera eitthvað fýrir þig. Komdu og borðaðu morgun-
verð með mjer á morgun — eða hinn daginn — hve-
nær sem þú vilt. Líttu inn og fáðu þjer tesopa. Þú
ert góð stúlka“, endurtók hún hvað eftir annað.
Og Anna svaraði rólega:
„Jeg kem — á morgun“.
Anna skildi strax, hvernig samband var á milli Ge-
orgie og Dolly. En var Kathleen það ljós? Anna vissi,
að mótspyrna var hættuleg, þegar stúlka eins skapi
farin og Kathleen átti í hlut. Hún vissi líka, að það
þýddi ekkert að reyna að fá játningu hennar viðvíkj-
andi þeim augljósa áhuga, sem hún hafði fyrir „eign“
Dolly, eða fá hana til þess að sjá, að hún væri á villi-
götum. Það var ekki nema eitt að gera, hugsaði Anna<,
— það var, að kynnast Dolly svo vel, að hún gæti
fengið alla söguna frá fyrstu hendi, og síðan sagt
Kathleen allan sannleikann.
Anna sá, að Dolly myndi verða henni góð hjálp í
þessu, því að hún bæði hataði Kathleen og var lirædd
við hana. Daginn eftir boðið hjá Dolly bað Anna Fell-
owes í fyrsta sinn um leyfi til þess að mega fara af
skrifstofunni, fyr en venjulega. Hann leyfði það strax:
og horfði forvitnislega á hana. Fyrir nokkrum vikum
hefði hann spurt liana, til hvers hún vildi fá frí, og
fyrir nokkrum vikum hefði hún sagt honum það. En
nú gerði hún það ekki, og þegar hún var fárin, fanst
honum einmanalegt í skrifstofunni.
Anna komst fljótt að raun um að Dolly var fús tií
þess að sýna henni tiltrúnað. Hún talaði nær altaf um
Georgie og sagði við Önnu, að það væri erfitt fyrir
jafn ungan og viðkvæman mann og hann að komast
áfram í heiminum.
„Hann liefir verið óheppinn með veðreiðahestana“,,.
sagði hún.
„Hefir hann enga atvinnu?“, spurði Anna.
„Ilann dansar vel og hafði þá atvinnu að dansa í
næturklúbb. En hann þoldi það ekki vegna hjartans“.
En þó að Anna liitti Dolly oft, bar það ekki þann
árangur, að hún fengi fyllilegar sannanir. Dölly líkaðí
vel við Önnu, en hún var á verði, vegna þess að hún.
var systir Kathleen. Hún beið, þangað til hún skildi, ,
livað Anna var að fara, áður en hún sagði henni ó—
þveginn sannleikaun.
í herbergjunum, sem Dolly bjó í, var fult af knipi