Morgunblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 26. maí 1938. Minningarorð um Björn Jónsson í Núpdalstungu Pað em nú orðin æði mörg ár síðan sá, er þessar línur rit- ar, hvarf burtu af æskustöðvun- am, og breytingarnar orðnar núkl- ar síðan. Stundum er það all- •rfitt að átta sig á því, að bændur aveitarinnar, sem voru í blóma ald- «rs síns þá, eru nú annað livort gamlir menn, eða horfnir a£ sjón- arsviði þessa lífs. En í hvert sinn, sam einhver af þeim gömlu hverf- »r. finnur maður til þess, að það er eitthvað af bernsku- og æ'sku- minningum manns sjálfs, er um leið ganga til moldar, og eftir því, sem kynningin hefir verið meiri, minningarnar hetri, verður þe*si saknaðartilfinning ríkari. Eitthvað svipað þessu flaug mjer í hug, þegar jeg fyrir fáum dögum frjetti lát Björns Jónsson- »r bónda í Núpdalstungu í Mið- íirði. Björa Jónsson varð 71 árs, fæddur 21. nóv. 1866, að Syðri Reykjum. í»ar bjuggu þá foreldr- ar hans, Jón Teitsson og kona hans, Elinborg Guðmundsdóttir, systir Bjiirns á Mai'ðarnúpi, föður Ouðmundar landlæknis og þeirra aystkina. Annar bróðir Elinþorgar var Guðmundur smiður, er lengi var í Núpdalstungu, (faðir Guð-, mundar smiðs yngra, Ingimundar iandbúnaðarráðunauts, er drukn- aði í Grímsá í Borgarfirði, Stein- unnar nuddlæknis o. fl.). Árið 1875 fluttust þau Jón Teits sön og Elinborg að Sveðjustöðum og ólst Björn þar upp með for- eldrum sínum, þangað til 1888, að þau fluttust að Núpdalstungu. Ar- jð eftir, 1889, giftist Björn konu *inni, sem enn er á Jífi, Asgerði Bjarnadóttur, dóttur Bjarna hrepp stjóra Bjarnasonar í Núpdals- tungu og Guðfinnu Jónsdóttur, er þar bjó þá eftir mann sinn. Tók Björn þá við búi af henni og hefir búið í Núpdalstungu síðan, fyrst á móti foreldrum sínum, þangað til þau dóu. Faðir hans dó 1901, en Blinborg lifði þangað til 1909. Börn þeirra Björns og Ásgerð- «r eru þessi: Bjarni bóndi að Uppsölum, gift- J ur Margrjeti dóttur Sigfúsar Guð- mundssonar, er þar bjó lengi; Jón kiæðskeri í Reykjavík, dáinn 1921; Ólafur, giftur Ragnhildi Jónsdótt- ur frá Fossakoti, hefir búið móti föður sínum í Núpdalstungu síðan 1921; Guðfinna. gift Mágnúsi Jónssyni bónda á Torfastöðum; tiuðmundur kennari á Akranesi; Björn dr. í hagfr. í Reykjavík, ¥áðir kvæntir; Elinborg Jóhanna, ógift, í Reykjavík, og Guðný, ó- gift, heima. Auk þess hafa þau hjón alið upp sonarson sinn, Björn Bjarnason, og eina stúlku, Her- horgu Ólafsdóttur (Halldórssonar á Hvammstanga), og eru þau bæði keima í Núpdalstungu. Björn í Núpdalstungu, eins og hann venjulega var kallaður, var maður hæglátur og Jjet lítið yfir sjer, býst jeg við, að hann að eðlisfari hafi verið frekar hlje- drægur maður, sem best, kunni við ság heima, enda var þar líka verk- efni nóg, að stunda búið og koma I upp stórum barnahóp. En heim til hans var líka gott að koma, því GAMLA BÍÓ: Parnell Björn Jónsson. að þau hjón bjuggu af rausn og voru gestrisin mjög. Þrátt fyrir það þó Björn Jjeti lítið yfir sjer. vann hann sjer brátt traust sveit- unga sinna, og mun hafa gegíit fléstum frúnaðarstörfum, t. d. í hreppsnefnd, sýsluuefnd og skóla- nefnd. Til þessa síðasta staffa ^ygg jeg að hann hafi verið eink- ar vel fallinn, því að liami unni m.jög framförum og nientun alfri, enda studdi hann börn sín íil rrteiita. Þetta traust, sem honum var synt átii hann fyllilega skilið, og ullu því mannkostir hans. Man jeg ekki til, að jeg hafi kynst dagfarsbetri inönnum en þeim bræðrum Birni og Jónasi bróður hans, sem um mörg ár var ná- granni foreldra minna. Mátti vel segja líkt um Björn og sagt er um Njál: Heilráður og góðgjarn, hógvær og dreuglyndur. Enda fóru vinsældir hans eftír því. Það hygg jeg, að hann hafi engan óvin átt, en að allir, sem þektu til hans hafi borið til iiatis hlýjan hug. IJm Björn sem bónda má segja það í stystu máli, að hann var stjett sinni til sóma, enda muii og jörð sú, er hann sat með mestu prýði unt hálfa öld og bætti á margvíslegan hátt, bera honum þann vitnisburð. Um slíka bændur er eftirsjá mikil, er þeir falla frá. En þess ber og að minnast, að gott er að hvíla að loknu dagsverki. Dags- verk Björns í Núpdalstungu var mikið og gott. Til endurminning- anna um hann verður ávalt gott að Imgsa fvrir sveitunga hans, vini og ættingja, því að þar er góðs inanns að minnast. Friðrik Ásmundsson Brekkan. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. Almenn samkoma í kvöld kl. 8Yi- Steinn Sigurðsson talar. — Allir velkomnir. Qamla Bíó sýndi í gær merkilega kvikmynd, sem bygð er á lífi írska stjórnmála- mannsins Parnell, sem á sínum tíma var einn áhrifamesti mað- ur þar í landi og stóð í farar broddi fyrir frelsisbaráttu fra. Kvikmyndin gerist um 1880 og fyrir mikla nákvæmni, sem lögð hefir verið á gerð mynd- arinnar gefur hún góða hug- mynd um margar heimsþektar persónur, eins og t. d. Glad- stone, þann mikla mann. Einnig er nákvæmlega sýnt enska Par- lamentið og fundir þess á þeim tímum. írar hafa nú loks fengið mik- ið af frelsiskröfum sínum fram gengt, sem þeir hafa barist svo ósleitilega fyrir. Kvikmyndaf.je- lögin hafa á undanförnum ár- um kepst um að gera kvik- niyndir eftir atburðum úr frels- isstríði fra og hefir slíkum myndum jafnan verið ágætlega tekið hjer sem annarsstaðar. W * Attræður: Arni Sveinsson Skeiðarárhlaupið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þótt ekki hafi enn orðið vart neinna eidsumbrota eða önnur merki þess, að eldur væri uppi þarua eystra, getur vel verið, að hlaupið stafi frá eldsumbrotum. Oft líða margir dagar frá því að vöxtur byrjar að koma í Skeið- ará og þar til menn verða varir við eldsumbrot í jöklinum. í seinasta Skeiðarárhlaupi (í mars 1934) byrjaði Skeiðará að vaxa 23. mars. En það var ekki fyr en 30. mars, eða á áttunda degi, að menn urðu varir elds- umbrotanna í jöklinum. Oræfingar mutm nú yfirleitt þeirrar skoðnnar, að hjer sje .nm regiulegt lilaup að ræða. Sömu skoðunar er Hannes, bóndi á Núpstað, sem þekkir hlaupin í Skeiðará manita bes.t, Er því ekki ósennilegt, að innan fárra daga fari eidsumbrotin að gera vart við sig evstra. Amorgun, 27. maí, verður Árni Sveinsson, starfsmaður hjá Rafveitu Reykjavíkur, 80 ára. Árni er fæddur Snæfellingur, og ólst upp í Grundarfirði þar til hann var 11 ára, en þá fór hann til P.jeturs bónda Sivertsen í Höfn í Borgarfirði og var hjá hon um til tvítugsaldurs. 20 ára fór hann til trjesmíðanáms til Jak- obs Sveinssonar húsasmiðs í Rvík og iauk námi hjá honum árið 1882. Fór þá vestur í Fjörðu og settist að á Flateyri í Önund- arfirði. Hóf þar verslun og stund aði jafnframt húsasmíðar. Árið 1887 fluttist Ártti til ísafjarðar, en fór þá brátt utan og gekk í verslunarskóla í Khöfn eitt ár. Er hann kom heim, var hann fyrst eitt ár í Hnífsdal við kenslustörf. En keypti þá verslun á Isafirði, fluttist þangað og gerðist þar kaupmaður. Var hann síðan ltaup maður á ísafirði óslitið til ársins 1915, er hann flutti til Reykja- víkur. En jafnhiiða versluninni rak hann lengst af út.gerð í all- stórum stíl. Og altaf vann hann nokkuð að . smíðum þessi ár,. þótt það væri' slitrótt, er á hann hlóð- ust margvísleg störf önnur. Árni var á ísafirði þann hluta æfinnar, er starfskraftar ha.ns voru óskertir. Kom hann mjög við sögu kaupstaðarins á þeim árum, en rúmið itjer leyfir aðeins að fátt eitt sje talið af störfum hans. Ilann var í stjórn bæjarins mörg ár, og því ýmist forgöngumaður eða samstarfsmáðnr að flestu því, sem gert var þeim hæ til þrifn- aðar á þeim árum. Meðal þess var fyrsta vatnsveita, sem lögð var á Islandi. Isafjörður hafði þar for- ystuna. Árni var einn af 12 stofnend- um Iðnaðarmannafjelagsins á ísa firði ög formaður þess leng'i. Hann var og um mörg ár skólastjóri skóla þess, sem Iðnaðarmannafje- lagið stofnaði og enn starfar. Árni flutti til Rvíkur árið 1915, sem áður segir, og hefir því dval- Árni Sveinsson. ið hjer nú í 23 ár. Ilann er þv£ mörgum kunnur, eigi síður hjer en á ísafirði. Ekki er hann bog- inn í baki, þrátt fyrir 80 árin, Ög sjá Reykvíkingar hann hvern dág feanga hjer um miðhæinu, bæðf !á leið til skrifstofu Rafveitunnar ög frá henni. Er maðurinn auðkend- ur, með hið mikla, drifhvíta al- skegg. Er og bjart yfir svip hans og bert að hann hefir oft sjeð til sólar í lífinu. Þó hafa þar að sönnu ekki verið allir dagar jafnir, svo sem líklegt má þykja, svo marg- ir dagar, sem að baki eru. Árni er enn allvel hraustur, and- lega og líkamlega. Hann fer ein- hvern næstu daga til ísafjarðar og verður þar í hoði Iðnaðar- mannafjelagsins á afmæli þess. En Árni er nú heiðnrsfjelagi þess fjelags. S. K. II. fl. mótið. í dag kl. 2 heldur knattspymumót II. fl. áfrani á íþróttavellinum. Aðgangur er ó- keypis. Gangleri, 1. hefti XII. árg. »r nýlega liominn út og flytur að vanda ýmsan fróðleik, skemtileg- an, um dulræn efni, m. a. þrjii kvæði og fleiri greinar (Af sjón- arhóli, Jólaboðskapurinn, Rósin svarta) eftir ritstjórann, Grjetar Fells, og nokkrar ritsmiðar og dul rænar smásögur eft-ir innlenda og erlenda höfunda. Samkepni. Þeir sem vilja taka þátt í samkepni um að gera tillögu- uppdrætti um útlit og fyrirkomulag heitvatnsgeyma á Öskjuhlíð, vitji lýsingar og skilmála á skrifstofu bæjar- verkfræðings næstu daga. Skilatrygging 20 kr. Reykjavík, 25. maí 1938. BœjarverbfræðÍDgur. Goliat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.