Morgunblaðið - 01.06.1938, Side 3

Morgunblaðið - 01.06.1938, Side 3
MíÖvikudagur 1. júní 193S. MORGUNBLAÐIÐ 3 Friðrik ríkisarfi ög Ingrid koma hingað Þegar krónprins- hjónin voru í Italíu 1 suinar K að mun afráðið, að * dönsku krónprins- hjónin, Friðrik og Ing~ rid komi hingað í heim- eókn í sumar. Stjórnarráðinu barst í fyrradag skeyti frá kon- ungsritara, þar sem epurt var hvort hentugra væri að þau kæmi í lok júlí eða um miðjan á- gúst. Nú mun ákveðið að þau leggi af stað frá Khöfn með Dronning Alexandrine 20. júlí. Hingað koma þau 24. júlí. Dvelja þau hjer á meðan „Dr. Alexandrine" stendur við og fara heimleiðis með sama •kipi 1. ágúst. Ekki er kunnugt hvort þau •etli að fara af skipinu hjer í Rvík, eða fara með því norður. Nokkur ár eru síðan Friðrik ríkiserfingi kom hingað síðast, Ingrid hefir aldrei hingað komið. Nokkrum sinnum hefir heyrst orðrómur um að þau hjónin ætiluðu að koma hingað, en ekki hefir orðið af því, fyr «n nú. Ingrid er nýlega farin að leera íslensku. Kennari hennar •r kona dr. Sigfúsar Blöndals bókavarðar. Nýlega voru Friðrik krónprins og Ingrid á ferðalagi í ftalíu. Þessi mynd var tekin af þeim í þeirri för. w Kvennaskólinn á Blönduósi Kvennaskólanum á Blönduósi var slitið 30. maí að af- loknum prófum. Stýniog á hand^vinnu náms- moyja stóð yfir dagana 28. og 29. m*l og sótti hana fjöldi manns. Vinnan var mjög fjölbreytt, svo aem: vefnaður, mestmegnis ofinn ér innlendu efni, fatasaumur, ljer- oftasaumur og útsa'umur. Slú nýbreytni var tekin upp í íandavinnukenslu, að vjelprjón var gert að fastri námsgrein. Einn- iíí var kend margskónar leður- virma og unnið úr íslensku sauð- sldnni banskar, vetlingar, töskur ög fleira. Fæðiskostnaður námsmeyja varð kr. 1.05 á dag. .Skólinn er þegar fullskipaður fyrir tvo næstu vetur. (FÚ.). Snælellsnesfðr Ferðafjelags ís- lands é Hvlta- sunnunni Ghiðmundur Finnbogason lands- Ijókavörður hefir fengið boð frá &forrænafjelaginu í Þýskalandi til »ð verá gestur fjelagsins á nor- nœna móti þess, sem haldið verður íeint í júní. Flytur Guðmundur !>&r fyrirlestur um menningarsam- land Þjóðverja og Islendinga að 'orna og nýju. Uerðafjelag íslands ráðgerir að I- fara skemtiför til Snæfells- ness um hvítasunnuha eins og und- anfarin ár, ef þátttaka og veður leyfir. Farið verður á s.s. „Eldborg“ á laugardagseftirmiðdag 4. júní og siglt til Arnarstapa. Til báka verð- ur farið seinni hluta annars hvíta- suiniúdags og konúð til Reykja- víkur um kvöldið, og er þetta því tveggja sólarhringa ferð. A Snæfellsnesi er margt að sjá. Þeir sem koma þangað einu sinni liafa löngun til að koma þangað aftur. Þetta er ágætt tækifæri til að kynnast binu einkennilega og tröllslegá Snæfellsnesi, t. d. Búð um, Búðahrauni, Breiðuvík, Arn- arstapa, Hellnum, Lóndröngum og Dritvík og þá ekki síst að ganga á Snæfellsjökul. Fyrir skíðafólk er einstakt tæki- færi. Austan í jöklinum eru á- gætar sldðabrekkur og enn er jök- ullinn að mestu sprungulaus. Tjöld viðlegubúnað og mat þarf fólk að hafa með sjer. Ferðin verður ó- dýr. Askriftariisti liggur frammi á skrifstofu Kristjáns Ó. Skagfjörðs, Túngöt/u 5. Ný frímerkjajlokk" með mynd Leifs Eirikssonar Aminningardegi Leifs hepna "feiríkssonar. sem Bandarík- in halda hátíðlegan 9. október næstkomandi, áformai* íslenska póststjórnin að gæfa út ný frí- merki með mynd af Leifsstytt- unni, er Bándaríki Norður-Ame- ríku gáíu íslandi á Alþingishá- tíðinni 1930. Ct verða gefin 3 frímérki, 30, 40 og 60 aura. Merkin verða senni dega á frímerkjablaði, og gengur ágóði þeirar í Pósthúsbyggingar- sjóð. (Samkvæmt tilkynningu frá póststjórn). . Brotist með póst yfir Skeiðarár- sand í gær s Mikið vatn enn á sand- inum og hann hættu- legur yíiríerðar Igær var brotist yfir Skeiðarársand með póstinn, en þótt sú ferð hepnaðist, má telja sandinn ófæran ennþá. Hannes á Núpstað lagði snemma í gærmorgun á sandinn, með póstinn. Var svo umtalað, að Oddur á Skiaftafelli legði samtímis af stað úr Öræfum og að þeir mættust svo á sandinum. Eggert Stefánsson heldur ,,ís- lenskt tónskáldakvöld“ í Gamla Bíó annað kvöld kl. 71/. Á dag- skrá er m. a. nýtt lag eftir Sig- valda Kaldalóns: „Serenade“ til Reykjavík'ur. Dr. Niels Nlelsen kemur ekki Khöfn í gær F.Ú. Dr. Niels Nielsen skýrir svo frá í dag, að hann hafi frestað för sinni til íslands vegna þess, að líkur megi nú þykja til að annaðhvort verði ekkert úr gosi í Vatnajökli, eða þá að um minniháttar gos verð-‘ ur að ræða. Fimleikamótinu iokið Khöfn í gær F.Ú. D imleikamótinu í Osló er ■F lokið, og lauk því með samsæti fyrir alla þátttakend- ur. Vilhelm Finsen sendisveitar- fulltrúi, flutti þar ræðu fyrir Is- lands hönd. Kl. langt gengin 7 síðdegis í gær átti Morgunblaðið tal við Hannes á Núpstað og var hann þá nýkominn heim úr svaðil- förinni austur á Skeiðarársand. Fyrst tók það Hannes 3 tíma að komast yfir Núpsvötn- in, svo mikið vatn var í þeim ennþá. Eftir miklar krókaleiðir komst þó Hannes yfir vötnin. Var nú haldið austur sand- inn. ' Þegar Hannes var kominn nálega miðja vegu austur á sandinn mætti hann Oddi á Skaftafelli. Hannes helt svo með Oddi nókkuð áustur og var kominn yfir nál. 2/3 af sandinum, er hann srieri við og skildi við Odd. fíannes segir mikið vatn enn- þá á sandinum, til og frá, en þó sennilega mest austan við sæluhúsið. Þangað komst Hann- es ekki, en Oddur á Skaftafelli sagði þar mikið vatn og illfært yfirferðar. Var Öddur hrædd- ur um, að þetta vatn myndi haldast á sandinum og yrði þar þá hinn versti farartálmi. Annars var Skeiðarársandur mjög vondur yfirferðar og má :elja hann ófæran ennþá, sagði Hannes. Fara verður ótal króka leiðir innan um miklár jökul- hrannir og mjög varlega, vegna bleytu í sandinum. Þar sem vatn rennur eru miklir ísjak- ar enn og þar því hættulegt yfirferðar. Hjá Oddi á Skaftafelli byrj- aði ferðin þannig, að hann varð að snúa aftur í Skeiðará. Hún reyndist alófær yfirferð- ar. Komst svo Oddur yfir á jökli og gekk það sæmilega. Er Oddur kom að útfallinu austan við sæluhúsið, var þar svo mikið vatn, að hann bjóst lengi vel við að hann yrði frá að hverfa. Þar var heldur eng- in leið að komast yfir á jökli. Loks tókst svo Oddi að kom- ast yfir vatnið. Nokktar kindur sáu þeir á sandinum, en Oddur á Skafta- felli bjóst við, að fullur helm- ingur þess fjár, sem á sandin- um var, hafi farist í flóðinu. Á sandinum var 160 fjár. Miklar skemdir hafa orðið á símanum. Á einum kafla í vest-> urhluta sandsins bjóst Hannes á Núpstað við að 20 staurar hefðu farið í flóðinu. Auk þess víða staur og staur. En á aust- urhluta sandsins hefir síminn sópast burtu svo aS segja allur á svæðinu frá útfaillinu vestur við sæluhús og austur. Sælo- húsið stendur óhaggað. Meistarakepni í sundknattleik Meistarakepni í sundknattleik hefir staðið vfir í Sund- höll Reykjavíkm* í síðastliðinni viku, að tilhlutun Sundráðs Reykjavíkur. Kept var um nýjan bikar, sem íþróttasamband Islands gaf til þessa. Bfikarinn, sem er stór og fagur, er gerður af Rík- narði Jónssvni. I kepninni tóku þátt tvær sveitir úr Sundfjelag- inu Ægi og ein úr Ármanni. Fyrsti kappleikurinn fór fraua á þriðjudaginn var milli A- og B- liðs Ægis og vanii A-liðið með 4 niörkum gegn 1. Næsti kapþleikur fór fram á föstudaginn og keptu þá Ármanm og B-lið Ægis. Van;i Ármann me8 5 mörkum gegn 0. Urslitakepni fór svo fram á sunnudag niiíli Ármanns og A-liðs Ægis. Lauk þeirn leik með jafn- tefli (1 mark gegn 1) og var hann því framlengdur um hálfleik. Fóru leikar þá þannig, að Ægir skoraði 1 mark. Vann Ægir þvá með 2 mörkum gegn 1. A-lið Ægis vann mótið með 4 stigum og bik- arinn í 1. sinn. Ármann hlaut 2 stig og B-lið Ægis 0 stig. I ráði var að háfa opið fyrir almenning að úrslitakappleiknum, en vegna ófyrirsjáanlegra atvifea varð að hverfa frá því að þewsm sinni. Póstferðir á morgun. Frá Rvik: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjés- ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Þingvellir. Nýihær. Laxfoss til Akraness. Norðanpóstur. Fagra nes til Akraness. Til Rvikur: Mos- fellssveitar, Kjalarness, Kj ósa*„ Revkjaness, Ölfuss og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarnes. Þinc vellir. Nýihær. Laxfoss frá Akr*- nesi. Norðanpóstur. Fagrane* ft Akraness.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.