Morgunblaðið - 01.07.1938, Síða 5

Morgunblaðið - 01.07.1938, Síða 5
Fostudagur 1. júlí 1938. MORGUNBLAÐIf' JpfargtmMaMd Útsreí.: H.f. Arvnkur, Reykjarfk Rltstjðrar- Jðn KJart&naaon o( Valttr Stafánaaon (AbyrrSaimaCur). Auglýslnrar: Arnl Óla. Ritatjðrn. auKlýainffar o( afrralbala: Auaturatrntf *. — Slml 1*00. AakrlftarcJalð: kr. 1.00 á mánuCl. í lauaasðlu' 1R aura olntaklH — II aura moti LaabOk. dr. Sigfús Blöndal: Merkileg norsk I ! HVAÐ KYST ÞU? Arið 1933 kom út hjá Gyld- endal í Oslo bók með titlinum: Hans — Henrik Holm: Jonsok-natt. Teikning ar av Fröydis Haavards- holm. Það er stór bók, 303 bls. í 4 blaða broti, skraut- leg útlits og smekkleg; í öll- um frágangi. Það var auð- sjeð, að hjer höfðu bókavinir og listfengið fólk um fjallað. Þeir, sem þektu nánar til, fnrð- uðu sig ekki á þessu. Hans-Henrik Holm var milli skálda og menta- manna á Norðurlöndum vel kunn- ur maður, sem inenn væntu mik- ils af, en hinsvegar vissu vinir hans, að hann var allra manna vandvirkastur og Ijet ekkert frá sjer fara, fyr en það var orðið svo, að honum líkaði það sjálf- um. En kona lians, Fröydis Ilaa- vardsholm, er ein af frægustu og mestu listamönnum, sem nú eru uppi í Noregi. Það hafa verið skrifaðar hækur um hana. Ekki síst eiga kirkjulistir Norðmanna henni mikið að þakka; á því sviði listanna hefir hún getið sjer sjer- stakan orðstír og er nú talin með helstu listamönnum hæði í smíð um rúðumynda, skrautvefnaði helgiklæða og öðru þesskonar. Hjer í riti manns síns kemur hún fram sem skapari hugmyndaríkra Hans-Henrik Holm og „Jónsvökunóttin" hans verk úr öllu því brotasilfri, sem þjóðtrúin fær honum. Jeg tilfæri sem sýnishorn kaflann um út- burðina (bls. 20): „Þeir eru að sauma sálnaserki fyrir mæður sínar, sem drápu þá, svo þær geti orðið end- urleystar frá hegningu á dóms- degi. Þeir verða að skuld- hreinsa hverja móður í tvö þús- und ár, þá er drápssyndin full- bætt. Dvergarnir smíða þeim gull- skrúða til langferðarinnar úr sindrandi neistaflugi. — — —“ Svo halda sálirnar áfram upp til Sánkti Pjeturs, sem vísar þeim inn í hóp leikandi barna: „Dá dei stig millom stjönnune byrjar hans kvite manebikkje göy. Djupt under deim skvalpar skjy- havet um jordi som ei stein- skrinn öy. Brátt ser dei ein flug’Iort* í siste gleim; det er heile vár bygdeheim“. A gleðinni er dans og drykkja og allskonar fagnaður. Gömul kona, Rannveig, flytur kvæði um Ekki ósjaldan heyrast radd- ir um það, að þingræðið •og lýðræðið sje í dauðateygj- ainum og að ekki muni langt að bíða þess, að einræðisstefn- .an fari sigurför um heiminn. Þessar sömu raddir hafa einnig heyrst okkar á meðal og því hefir oftast verið bætt við, að fáir muni sakna þess, þótt þingræðið og lýðræðið hverfi úr sögunni. Menn, sem þannig tala, gera sjer áreiðanlega ekki ljóst, hvers þeir óska, er þeir biðja um einræði í staðinn fyrir lýð- ræði. Því að þótt finna megi galla á lýðræðisstjórnarfyrir- komulaginu — og þeir eru vissulega til — þá er hitt víst, .að gallarnir eru miklu fleiri og stærri hjá einræðinu. ★ Mönnum er ótrúlega gjarnt á að halda mjög á lofti göllum lýðræðisins, dæma eftir þeim, en hugsa ekkert um hitt, sem þó er aðalatriðið, að lagfæra það, s,em miður fer. Þessir sömu menn eru einnig naskir á að finna það, sem vel kann að fara hjá einræðisherrunum og einblína á það. En þeir gæta ekki þess, að einræðisherrarn- ir sjá til þess, að umheimurinn fær ekki vitneskju um það, sem miður fer hjá þeim. Því er vandlega haldið leyndu, af þeirri einföldu ástæðu, að öll gagnrýni er bönnuð í einræðis- löndunum. Skoðanafrelsi er þar ekki t.il, ekki prentfrelsi,. trú- arfrelsi, fundafrelsi eða fje- lagafrelsi. Einræðisríkin hafa sjerstaka stjórnardeild, sem segir til um það, hvað umheim- urinn má vita um stjórnarfar- ið hjá þeim, Þessar stjórnar- tdeildir básúna mjög það, sem vel kann að takast. Hitt, sem miður fer, er hjúpað þögninni, eða þá reynt að gefa því ann- n,n svip, en hinn rj.etta. Ótrúlegt er að þeir yrðu margir, Islendingarnir, ef al- varan kæmi, sem kysu að kasta lýðræðinu fyrir borð og taka æinræðið í staðinn. Eða hvað myndir þú gera, ef þú hefðir valið ? ★ En það er ekki nóg, að hafa lýðræði í orði, ef það er ekki jafnframt á borði. Og það er einmitt þetta, sem við íslend- ingar þurfum að taka til ræki- legrar yfirvegunar, ef við vilj- um áfram búa við lýðræði. Lýðræðið hjá okkur er ekki nema nafnið tómt, sem stafar af því, að okkar kosningafyrir- komulag er svo afkáralegt, að útkoman verður hrein skrípa- mynd lýðræðis. Dæmin frá síð- ustu tveim alþingiskosningum sanna þetta svo greinilega, að ekki er þörf að orðlengja það jfrekar. En þeir, sem á annað borð unna lýðræðinu verða vel að gæta þess, að því stafar máske af engu meiri hætta en ef fólk- ið finnur það, að helgastj rjett- ur þess er fyrir borð borinn. ★ Að nafninu til hafa allir þegnar landsins, sem fullnægja vissum, almennum skilyrðum, jafnan kosningarrjett til Al- þingis. En þegar á hólminn kemur er kosningarrjetturinn herfilega ójafn, sem stafar af úreltu kosningafyrirkomulagi. Þetta verður að lagfæra. Þjóðin verður sjálf að standa "ast um þessi helgustu mál sín. Hún má ekki þola neinum stjórnmálaflokki, að hann traðki á lýðræðinu, með því að viðhalda kosningafyrirkomu- lagi, sem gerir kosningarrjett- inn ójafnan. Núverandi stjórnarflokkar halda dauðahaldi 1 þetta rang- láta kosningafyrirkomulag, vegna þess að í augnablikinu kemur það þeim sjálfum til góða. En þetta er aðeins vott- ur þess, að stjórnarflokkarnir eru ekki tryggir lýðræðinu. ★ Þegar stjórnarskráin og kosn ingalögin verða næst endur- skoðuð, er nauðsynlegt, að fund in verði einhver leið, sem trygg ir betur hlut ríkisheildarinnar á Alþingi en nú á sjer stað. Hreppapólitíkinnar gætir alt of mikið á Alþingi nú. Þetta þarf að breytast. Alþing.ismenn eru fulltrúar þjóðarheildarinn- ar, og þeir mega aldrei víkja frá því sjónarmiði. Við skulum vona, að ekki verði langt að bíða þess, að fullkomið lýðræði ríki í okkar landi. Við vonum einnig, að Alþingi fái brátt á sig þann svip, sem samboðinn er þeirri virðulegu stofnun, að hreppa- pólitíkin víki úr sölum þings- ins og að þar sitji í framtíðinni aðeins þjóSar-fulltrúar. „HVÖT“ HELDUR SKEMT UN AÐ EIÐI Utiskemtun verður haldin að Éiði, skemtistað Sjálf stæðismanna, n.k. sunnudag, ef veður leyfir. Er það Sjálfstæðis- kvennafjelagið „Hvöt“, sem stendur fyrir skemtun að þessu sinni. Eins og vant er verður til skemtunar: ræðuhöld, músík, einhver íþróttasýning á pallin- um og dans. Fyrsta útiskemtun sumarsins að Eiði, sem haldin var síðastl. sunnudag, sýndi að hvergi vill fólk heldur eyða sunnudagsfrí- inu í góðu veðri en einmitt á Eiði. IJmræðuefnið í dag; og fallegra mynda, sem eru mikil prýði fyrir bókma. ★ Það eru engar ýkjur, að frum- legri og einkennilegri bók hefir ekki sjest á Norðurlöndum síð- asta mannsaldurinn. Þó Hans- Henrik Holm ekki skrifi línu framar, er hann fyrir þessa bók eina kominn í fremstu röð norskra nútíma skálda. Bókin er ljóðabálkur, og orkt á norsku „landsmáli“. Efnið er tekið úr þjóðtrú Norðmanna, eins og hún enn er lifandi í afskektum sveitum. Ung lijónaleysi, Bjug og Gjyvi, fara á Jónsmessuvöku til gleði, sem á að halda þar í sveit- inni, og er svo sagt frá því, sem þau sjá og heyra á ferðinni og gleðinni. I rauninni er þetta að- eins umgerð. Inn í þessa frásögn eru svo íljettaðir margir þættir, sögur um fólk þar í sveitinni, um galdra og gjörninga, tröll og huldufólk, víti að varast, ástir og afglöp o. s. frv. Og það, sem einna mest ber á, er samlíf og samúð mannanna og náttúrunn- ar. Það eru raddir skóganna og fossanna, hljómar frá klettum og gljvifrum, hríðarnar og stormur inn, dýrin, fuglarnir og skorkvik- indin, blómin og berin, sjórinn í blíðu og bálroki, — alt kemur hjer lifandi og talar við mann. Jeg þekki fá skáldrit, þar sem jeg hefi fundið eins til návistar töfrandi náttúru eins og í þessari bók. Trúin á dularkrafta og huliðs- heima tilverunnar kemur alveg átakanlega fram, í þeim mynd- um, sem norskt, sveitafólk hefir skapað sjer. Margt af því þekkj- um við íslendingar úr okkar þjóð trú, en skáldið gerir dýrleg lista- Þorgeir og Þjóðvöru, ríkan bónda- son, sem er meinað að giftast fá- tækri stúlku, sem hann ann. Hann tekur samt saman við hana, og gerist morðingi þess vegna. Við Jónsvökuna fer gamanið að grána. Ríkum ekkjumanni, Reiuv að nafni, og ungum manni, Gaut, lendir saman í áflogum útaf ungri stúlku, sem báðir vilja eiga. Gaut- ur verður undir í bardaganum og leggur þá Reiuv til bana með hníf. En þatu Bjug og Gjyvi sleppa frá öllum óskunda. Menskir menn gera þeim ekki neitt, huldar vætt- ir heldur ekki. "Björg er fædd á hvítasunnudagsmorgun með silf- urkufli, hún er skygn og sjer gegn um liolt, og hæðir, og henni get- ur ekkert grandað, nje heldur þeim sem hún verndar: „Pá skuta vá, Bjug, dett ramnane (hrafnarnir) daude av mastir og rær; nei myrkemakte kjem ’kje for Gjyvis fylgje nær“. I síðari liluta bókarinnar koma Bjug og Gjyvi ekki fram, en þar eru ýmsir styttri þættir; hjer skal aðeins nefnt magnaður kvæðabálk- ur um Þórnýju galdrakonu, sem hraustur sjómaður, Kaspar, bjarg ar frá bálinu; þau leggja lag sitt saman. Yfirvöldin sigra nú samt að lokum. Sonur þeirra, Hagbarð- ur, gerist böðull og er sagt frá æfi hans. Fallegasti og áhrifa- mesti bálkurinn er þó síðasti hluti bókarinnar um Sveinung Vreim og huldu- eða tröllkonuna Gusi Gryte- dal. Hún sækir eftir ástum hans; hún er töfrandi fríð, og hann læt- ur að vilja hennar. Þau sænga saman í tvær nætur, en svo um morguninn þriðja daginn fellur sólgeisli á andlit hennar, — og þá skiftir hún ham og breytist í gamla flagðkonu „— med skrukkur fjölgar’ enn hoggestabb; det var rukke i rukke yver ein tryneflabb". Hann vill nú ekkert vita af henni, þó hún þrábiðji hann um að halda trygð við sig og spái, að hann muni litla ánægju hafa af öðruín konum hjer á eftir. Svo verður líka; upp frá því gengur alt illa fyrir honum. Að vísu giftist liann síðar, en í því hjónabandi er eng- in farsæld. Svo löngu síðar heim- sækir hann sína gömlu vinkonu. Lýsingin á endurfundi þeirra er dýrðlegur skáldskapur. Hún er nú gift ríkum jötni í undirheimum, en hún man altaf eftir Sveinungi og sýnir honum dóttur þeirra, og segist munu fylgja honum inn í annað líf. Bókin endar á dauða jSveinungs og greftrun; um leið og síðasti útfararsálmurinn er s’unginn við gröfina, heyrist klukknahringing uppi í fjallinu; það eru jötnarnir, sem hringja fyrir Gusi Grytedal, sem nú fylgir sálu síns gamla ástvinar yfir í annan heim. Málið á bókinni er mjög ein- kennilegt. Það er „landsmál“ með sjerstökum keim, nærri því mál fyrir sig, svo orðríkt og nýstár- legt, og ýmislegt kemur þar fyr- ir, sem ekki finst í venjulegum orðabókum, enda hefir höfundur- inn sett orðalista aftan til í bók- ina og auk þess skýringar á ýmsu viðvíkjandi þjóðtrú og þjóðhátt- um, og á því hvorttveggja er mesta nauðsyn fyrir flesta lesend- ur. í rauninni er jeg liræddur um, að einmitt málfæri bókarinnar verði til að spilla fyrir útbreiðslu hennar. Til þess að ná almennri hylli þyrfti hún að koma út í þýð- ingu á eitthvert annað Norður- landamál. Enda mun bráðum vera von á danskri þýðingu. Við Is- lendingar ættum t. a. m. áreiðan- lega að standa betur að vígi en Danir og Svíar með að skilja norskt landsmál, en jeg verð að segja fyrir sjálfan mig, að jeg hefi átt erfitt með ýmislegt í þessari bók. En efnið er svo mikilfeng- legt og fjörið og skáldskaparlist- in svo mikil, að mjer hefir þótt það borga sig að eyða tíma í þetta, enda þótt jeg hafi stund- um neyðst' til að leita uppi orð í 2—3 orðabókum. Bragarhættir í bókinui eru marg víslegir. Stundum eru þeir blátt áfram og reglubundnir, en oftar, einkum í frásögnum, óreglulegir, FR.AMH i S.TÖTTTJ SfiHL Náttúruhamfarirnar í Japan Flugnaskítur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.