Morgunblaðið - 01.07.1938, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Föstudagur 1. júlí 1938.
KIRKJUFUNDURINN
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
sjera Björn 0. Björnsson, Valde-
mar V. Snævarr, skólastjóri, Ei-f
ríkur Stefánsson, kennari, Ásmund
nr Gestsson.
í fcndarhljei frá kl. 4—5 þáði
þingheimur veitingar, er Fríkirkju
sðfnuðurinn í Reykjavík bauð til.
Er fundur hjelt áfram: „Fram-
tíðarstarf kirkjuráðsins“, sjera Jón
Þorvarðsson, prófastur var frum
mælandi. Lýsti hann með fáum orð
um störfum Kirkjuráðsins. Þakk-
aði framkvsemdir þess og taldi
ílla farið, að það hefði ekki meira
' fje til umráða.
í ÞesSu samhandi skýrði hann
ýtarlega frá „Svenska kyrkans
diakonstyrelse“, og kvað margt
mætti af þeirri stofnun læra, með
tilliti til framtíðarstarfs kirkju-
ráðsins. M. a. benti ræðumaður á,
að Kirkjuráðið ætti að hafa fast-
an starfsmann, er starfaði að og
styddi ýmiskonar frjálsa kirkju-
lega starfsemi.
Sjera Þorsteinn Brien ræddi mál
ið nokkuð. Að því loknu var því
vísað til kirkjuráðs til athugunar.
Ýmsar tillögur komu fram á
fundinum í báðum málum.
Kl. 6 var fnndi slitið og frestað
til morguns, að loknum sálmasöng.
Um kvöldið flutti Björn Guð-
mundsson, skólastjóri frá Núpi á-
, gætt erindi um kristindóm og al-
þýðuskóla. P. T. 0.
GAGNFRÆÐASKÖLI
VESTMANNAEYINGA
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
úr hnotutrje og kjölur úr sama
efni. Blöðin eru heft inn með kop-
arspöngum. Forspjald bókarinnar
«r fagurlega útskorið. Þar ber
mest á mynd af manni í sjóklæð-
um. Hann stendur á þilfari með
kaðalhönk í hendi og hera and-
litsdrættirnir vott um viljastyrk
og karlmensku. Myndin táknar að-
alatvinnuveg Eyjabúa-. í umgjörð
þessarar myndar eru smámyndir
af náms- og íþróttaiðkendnm. Þær
tákna mentá- og menningarstörf,
sem hvíla á framleiðslustarfi sjó-
mannsins og spretta. af því.
Forspjaldið, sem hjer birtist
mynd af, hefir hr. Bjarni Guðjóns
son myndskeri í Eyjum teiknað og
ekorið út af miklum hagleik.
Bókin heitir „Eyjaskinna“. Ætl
tmin er sú, að fá einstaklinga og
firmu hvar sem er á landinu til
þess að skrá nöfn sín í bókina og
leggja um leið af mörkum eylitla
greiðslu í byggingarsjóðinn. Jafn
framt geymir svo bókin seinni
alda kynslóðum nokkurt sýnishorn
af handskrift Islendinga á fyrra
helmingi 20. aldarinnar.
Bókin skal síðan geymd í bygð-
arsafni Vestmanuaeyjakaupstað-
ar, ef það yrði stofnað, annars í
Landsbókasafninu.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Innanfjelagsmót heidur Glímu-
fjelagið Ármann í Jósefsdal um
íhelgina. Þátttakendur verða að
mæta við íþróttahúsið kl. 5 e. h.
á laugardag.
Hjeraðsmót Borgfirðinga verður
haldið n. k. sunnudag hjá Ferju-
koti. Verður þar ýmislegt til
skemtunar, íþróttir o. fl. Laxfoss
fer tvær ferðir í Borgarnes þenna
dag.
Dagbók.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
N-kaldi Ljettskýjað.
Veðrið í gær (fimtudag) kl. 17):
Vindur er ennþá allhyass á Fáxa
flóa og Austfjörðum en mun fara
lygnandi. Á Vestfjörðum og Vest-
fjarðamiðum er hæg N-átt og bjart
viðri. Sunnanlands er allsstaðar
úrkomulaust, nema í Vestmanna-
eyjum hafa orðið skúrir, síðari
hluta dagsins. Norðaustanlands er
rigning með 2—4 st. hita. Sunnan
lands er hiti mjög misjafn, t. d.
6 st. í Vestmannaeyjum, en 17 st.
á Kirkjubæjarklaustri. Norðanátt-
in mun nú fara að ganga suður og
veður batna norðan lands.
Háflóð er í dag kl. 7,55 f. h. og
kl. 8,15 e. h.
□ Edda 5938729. — Skemtiferð-
»n ákveðin. Listi ennþá tií áskrifta
í □ og hjá SA M.
Næturlæknir er í nótt, Alfreð
Gíslason, Brávailagötu 22. Sími
389,4- . ,
Nætiirvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Aðalræðismaður Norðmanna,
hr. 1 Icnry Bay, hefir fengið frí
frá störfuiú 4ái. 2 mánuði og verð-
ur fjarverandi frá Reykjavík frá
30. júní og þangað til í byrjun
september. í fjarveru íians gegn-
ir hr. vararæðismaður Egil Holmbo
störfum hans á nórsku aðalræðis-
mannsskrifstofumii. (F.B.).'
50 ára yarð í gær, ekkjan Þór-
unn Jónsdóttir Skaftfeld, Hólavöll
um í Garði.
Dánarfregn. Sigurðúr Jónsson,
maðurinn sem fanst slasaður við
Hjalteyri á dögunum, er látinn.
Gullbrúðkaup áttu í gær, Ragn-
heiður Jakobsdóttir og Árni Hólm,
kennari á Akureyri.
75 ára er í dag, frú Theodora
Thoroddsen skáldkona. Hún dvel-
ur nú austur í Vík í Mýrdal hjá
dóttur sinni, Maríú læknisfrú. '
Meðal farþega á Lyru til út-
landa í gær voru: Frk, Laufejr
Valdimarsdóttir, Guðrún Stein-
grímsdóttir, Guðm. G. Þorbjörns-
son, Finnbogi Guðmundsson, frk.
Elsa Sigfúss, Stefán Rafnar, Björa
Bjarnason, frk. Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, frú Geirlaug Stefáns
dóttir, Elías Halldórsson og frú,
frk. Svanhildur Ólafsdóttir, frk.
Anna Vigdís Ólafsdóttir, Farest-
veit, Ingibjörg Júlíusdóttir, Ingi
björg Jónsdóttir, Kristín Þórðar-
son, Benedikt Stefánsson og marg
ir útlendingar.
Ctvarpið:
20.15 Erindi; Æskan og nútíminn
(Hannes J. Magnússon kennari).
20.40 Strokkvartett útvarpsins
leikur.
21.25 Hljómplötur:
a) Sónata fyrir píanó og lúðra,
F-dúr, eftir Beethoven.
Auglýsing
I I
skoðun á bifrciðum og
bifh|ólum i lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur.
Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hjermeð bif-
reiða og bifhj ólaeigendum, að skoðun fer fram frá 4. til
28. júlí þ. á., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hjer
segir:
Mánudag 4. á bifreiðum og bifhjólum R. 1— 75
Þriðjudag 5. - — —
Miðvikudag 6. - — —
Fimtudag 7. - — —
Föstudag 8. - •— —
Mánudag llJ - — —
Þriðjudag 12. - — —
Miðvikudag 13. - — —
Fimtudag 14. - — —
Föstudag 15. - — —
Mánudag 18. - — —
Þriðjudag 19. - — —
Miðvikudag 20. - — —
Fimtudag 21. - — —
Föstudag 22. - — —
Mánudag 25. - — —
Þriðjudag 26. - — f ~
Miðvikudag 27. - — —
28. - — -
R. 76— 150
R. 151— 225
R. 226— 300
R. 301— 375
R. 376)— 450
R. 451— 525
R. 526— 600
R. 601— 675
R. 676'— 750
R 751— 825
R. 826—- 900
R. 901— 9lé
R. 976—1050
R. 1051—1109
R. 1200—1225
R. 1226—1250
R. 1251—1275
R. 1276—1300
AilÚHi Vidtxoi
MOTOR OIL MOTOR OÍL
Fimtudag
Ber bifreiða- og bifhjólaeigendum að koma með bif-
reiðar sínar og bifhjól að markaðsskálanum við Ingólfs-
stræti, og verður skoðunin framkvæmd þar daglega frá
kl. 9—12 fyrir hádegi og frá kl. 1—6 eftir hádegi.
Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu
koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoð-
unina jafnt og sjálf bifreiðin.
iVanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til
skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bif-
reiðalögunum.
Vegna (arðarfarar vcrður
Rolaverslun okkar lokuð allan
daginn á morgun (laugardag).
Kolaverslun Guðna Einarssonar & Einars.
Wakeíield mótoroliur
smyrja fullkomlega,
dr^ga úr viðgerðum
og eru drjúgar.
Olíuverzlun íslands h. f. — Einkaumboðsmenn
á íslandi fyrir: C. C. Wakefield & Co. A/s
O
Bifreiðaskattur, sem f jell í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoð-
unargjald og iðgjöld fyrir vátrygging ökumanns, verður
innheimt um leið og skoðunin fer fram.
Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyr-
ir hverja bifreið sje í lagi.
Þetta tilkynnist hjer með öllum, sem hlut eiga að máli,
til eftirbreytni.
Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík,
30. júní 1938.
Jón Hermannson. Ragnar Jónsson.
ftr.
Jarðarför móður okkar,
Ástrósar Sumarliðadóttur,
fer fram frá dómkirkjunni laugurdaginn 2. júlí. Athöfnin hefst
með húskveðju á heimili hinnar látnu, Vesturgötu 40, kl. 1 e. h.
Bömin.
Alúðarfylstu þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu
samúð við fráfall og jarðarför
Guðrúnar M. Jónsdóttur,
Bræðraborgarstíg 1.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sveinn M. Hiartarson.