Morgunblaðið - 10.07.1938, Side 5

Morgunblaðið - 10.07.1938, Side 5
Siinnudagur 10. júlí 1938, MORGUN BLAÐI Ötgef.: H.f. ÁrTHkur, R«ykJ»Tlk. Ultstjðrar- Jön Kjartan*»on o* ValttT Staftnasoa (*byr*BarnaaOur). Auglýalngar: Árnl ÓXa. RitBtJörn, auclýalnrar o* af*rolHsla: Aiuturatraatl I. >— Rlaal 1(00. ÁakriftarKjald: kr. í,00 A *a*nutSi. 1 lauaasöiu: 16 aura ointaklS — II aura moU Loobðk. LÁNSTRAUSTIÐ Annað aðalmálgagn ríkis- stjórnarinnar, Alþýðublað- ið, gerir síðustu lántöku ríkis- ins að umræðuefni í leiðara nýlega. Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að það sje Sjálf- ystæðisflokknum að kenna, að -ekki fjekst nú lán erlendis eins og um var beðið, 12 miljónir króna. Segir blaðið í því sam- bandi, að „rógsögur um fjárhag Iandsins“ hafi verið settir í .gang erlendis ,,af forráðamönn- um Sjálfstæðisflokksins" í þeim tilgangi „að skaða lánstraustið“ og skapa stjórninni hjer heima <erfiðieika. ★ Það er engin nýlunda fyrir 'Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan róg í stjórnarblöðunum, og flokkurinn mun ekki kippa sjer upp við þetta. Svo fáránlega einföld eru stjórnarblöðin að þau halda, að þau geti breitt yfir ófremdar- ástandið, sem þjóðin er komin í fyrir margra ára óstjórn núver- andi stjórnarflokka, með því ein falda ráði, að bera róg á stærsta andstöðuflokkinn og kenna hon „um um hvernig komið er. En svona einfalt er þetta ekki og það hlýtur blátt áfram að vekja andstygð allra hugsandi manna, að slíkir menn skuli hafðir á oddinum h.já stjórnarflokkunum sem ekki hrfa annað eða meira til málanna að leggja, á örlaga :ríkustu stundum þjóðarinnar. ★ Sjálfstæðisfiokkurinn hefir frá öndverðu gagnrýnt mjög fjármálastefnu stjórnarflokk- anna. Hann hefir vítt harðlega taumlausa eyðslu á öllum svið um. Hann hefir bent á þá hættu, sem þjóðinni hlyti að stafa af síhækkandi erlendum skuldum. Hann heifr varað við hinm taum lausu tolla- og skattahækkun og bent á atvinnuveg'no, sem voru að fara í rústir. Þessar aðvaranir hefir Sjálf- stæðisflokkurinn flutt látlaust, utan þings og innan síðustu 30 árin. En hverju hafa stjórnar- blöðin svarað? Þau hafa svarað því einu, að aðvaranir Sjálfstæð isflokksins væri barlómur; fjár- hagur ríkisins stæði í blóma og Ht væri í lagi. Og stjórnarflokk arnir hafa breytt eftir þessu. Þeir hafa hækkað útgjöld rík- issjóðs um miljónir á hverju ári. Þeír hafa hlaðið nýjum tollum og sköttum ofan á dráps klyfjarnar, sem fyrir voru. Þeir hafa tekið ný lán á meðan nokkursstaðar var eyri að fá. Alt þetta hafa stjórnarblöðin lofað og vegsamað og ekki hvað síst Alþýðublaðið. Svo, þegar hvergi er meira fje að hafa að láni, koma þessir ólánsmenn og reyna að klína skömmirmi á ‘”a. ★ Það má annars teljast fullmik il dirfska af Alþýðublaðinu, málgagni Alþýðuflokksins, að það skuli yfirhöfuð leyfa sjer að minnast á fjármálaástand þjóðarinnar. Því að hvaða flokk ur — annar en Alþýðuflokkur- inn — á fyrst og fremst sök á því hvernig komið er? Frá því fyrsta, að Alþýðu- flokkurinn fekk hlutdeild í stjórn Iandsins hefir hann að- eins haft eitt áhugamál: Að eyða og sóa. Formaður Fram- sóknarflokksins hefir nokkrum sinnum lýst vinnubrögðum Al- þýðuflokksins. Hann hefir sagt ljótu söguna frá þinginu 1935, þegar fult samkomulag náðist um það milli Sjáfstæðismanna og Framsóknarmanna í f járveit- inganefnd, að lækka útgjöld .ríkissjóðs um meira en miljón króna, þá reis málaliðið í Al-! þýðuflokknum upp og hótaði falli stjórnarinnar, ef þessi stefna yrði upp tekin. Niðurstað an varð svo sú,' að yfir tveggja miljóna króna ný útgjöld bætt- ust á ríkissjóðinn. Formaður Framsóknarflokks- ins hefir einnig sagt opinber- lega, að ekki væri tiltök að stjórna landinu með sósíalist- um, nema hægt væri að vaða í peningum. Sósíalistar væru svo dýrir í rekstri, að mjög vafa- samt væri hvort þjóðin hefði yfir höfuð ráð á þeim „lúxus“, að hafa þá við stýrið. Þeir eru áreiðanlega fleiri í Framsóknarflokknum, sem líta eins á þetta og form^ður- inn. En þessir menn fá of litlu áðið í flokknum, vegna þess að hinir eru fleiri, sem eiga þingsetu sína undir náð sósíal- ista og kommúnista. Þetta hefir verið og er enn mesta bölvunin í íslenskum stjórnmálum. Af þessu stafar öll ógæfan. ★ En íslenska þjóðin getur enn bjargað sjálfri sjer frá tortím- ingu. Möguleikarnir eru svo margir og miklir í okkar ágæta landi, að ef aðeins þjóðin sjálf ber gæfu til að nota sína bestu krafta til þess að hagnýta mögu leikana og gera það sem gera þarf, þá er víst að víð munum komast nokkurnveginn klakk- laust út úr ógöngunum. IJmræðuefmS í" dag: Hinn óhagstæði yerslun- arjöfnuður. Farþegar með Dettifossi frá út- löndum í gær: Stefán Þorvarðar- son skrifstofustjóri og frú, frk. Soffía Sigurjónsdóttir, frk. Yal- gerður Guðmundsdóttir, frk. Jór- unn Viðar, Jóhannes Stefánsson, Gísli Jónsson og frú, frk. Guðrún Gísladóttir, Matthías Hreiðarsson, frk. Geirþrúður Fggerts, frk. Jakobína Asmundsdóttir, Svavar Hermannsson og fjöldi útlendinga. - Heykjavíkurbrjef — 9. julí Veðráttan. Veðráttan hjer sunnanlands undanfarna viku hefir verið harla ólík því, sem menn eiga að venjast hjer um slóðir. Glansandi sólskin dag eftir dag frá morgni til kvölds. Mikinn hluta dagsins hefir jafnan verið svo heiðríkt, að vart hefir sjest skýhnoðri á himninum. Hiti hefir verið 15 stig og þar yfir. Eins og oft vill verða þegar sól- skin er hjer sunnanlands, er alt mjög með öðrum svip fyrir norð- an. Þar hefir norðanáttin ríkt sem fyr á þessu sumri. Hefir verið kalsa veður á Norður- og Austur- landi, þokur og stöðug rigning á Austurlandi. Blika í lofti, Ohætt er að fullyrða, að menn hafa ekki til fulls notið liins sjaldgæfa góðviðris hjer syðra, vegna umhugsuharinnar um það hvernig hin erfiða veðrátta norðanlands er fylgir sunnlenska sólskininu hefir orðið síldveiðun- um Þrándur í Götu. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hver síld- veiðin hefir verið þessa viku, en efth’ þeim fregnum sem borist hafa frá einstökum skipum. má telja, að hún hafi verið hverfandi lítil. Síldarverksmiðjurnar hafa nú að heita má verið verklausar í hálfan mánuð af þeim tíma, sem búast mátti við að þær hefðu verk- efni. Þegar þær eru allar starf- andi og hafa nægilegt að vinna úr af síld, þá skila þær á sólarhring hverjum útflutningsvöru sem gef- ur af sjer um eða yfir 300 þús. krónur. Má af því sjá hve mikil vonbrigði það eru og tjón fyrir búskap þjóðarinnar þegar hálfur mánuður svo að segja fellur úr af síldartímanum, hvað þá ef afla- leysið heldur áfram. Orsakirnar. Pegar síldveiði bregst koma jafnan allskonar sögur á loft og getgátur um það, hvernig á því standi. Alt fram í þessa viku þurfti þó engum getum að leiða að því. Veðrið á sílúveiðisvæðinu var svo vont að staðaldri, að skip- in gátu blátt áfram ekki veitt. En síðustu daga hefir norðanáttin sljákkað það með sprettum að þessu hefir ekki verið til að dreifa. Meðan ekki var hægt að athafna sig við veiðar, og meðan norðan- gúlpurinn var, álitu menn að síld væri í sjónum, en hún væði ekki, og k'uldanum kent um. En nú er sjávarhiti sagður svipaður eða sami og vant er fyrir Norðurlandi á þessum árstíma. Og samt sýnir síldin sig ekki. Hún hefir verið næsta horuð hingað til, og það vitanlega kent átuskorti. En síð- ustu daga hefir frjest um að áta væri allmikil á miðunum. En samt vantar síldina. Hluturinn er, að menn vita enn-; þá æði lítið um göngur síldarinn- ar og hvað veldur þeim, og því harla lítið hægt að spá eða giska [ I—I jálparkokkarnir“ í Al-jí náðarfaðm sinn. Fer vel á því, á um háttalag hennar. m " ■ þýðuflokknum hafa orðið að samfylking Framsóknar og „Mesf aðlra11andi“. viðurkenna hið báglega fjár- kommúnista verði ekki lengur ein- Að kvöldi þess 5. júlí gaf rík- hagsástand. Fn þó er revnt að fela |tómt. baktjaldamakk. Eysteinn isstjórnin iit tilkynníngu s'na þær staðreyudir, hvernig á því fjármálaráðherra, fulltrúi kaupfje- um árarurur af sendiför Magnúsar stendur. Þar er ekki minst á sívax | ------ iSigurðssonar bankastjóra og Jóns andi útgjöld ríkisins, sem sliga FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Árnasonar, er var sá, að þeir fengu ekki lán það er síðasta Al- þingi gaf stjórninni heimild til að taka, en aðeins 100 þús. sterlings- punda bráðabirgðalán „til þess að hægt sjé að inna af hendi mest aðkallandi greiðslur hins opin- bera“. Ohug sló á allan almenning við boðskap þenna, sem fyrst og fremst er tilkynning um það, hvernig lánstraust okkar er er- lendis. Menn reka augun í, að ríkisstjórnin blátt áfram gefur til kynna, að þrátt fyrir bráðabirgða- lánið geti hún ekki int af hendi eða sjeð um að intar verði af hendi allar aðkallandi greiðslur hins opinbera, heldur aðeins hinar mest aðkallandi, og það enda þótt bráðabirgðalánið fengist. Ennfremur seg’ir í tilkynning- unni, að þótt hafi „óhentugt“ að bjóða nú þegar út lán fyrir ríkið erlenjis, og var því bráðabirgða- lánið tekið. Nú er líklegt, að ríkisstjórnin hugsi sjer, að hún hafi fyrr en síðar þörf fyrir hið fyrirliugaða fasta lán. En skyldi henni þykja „hentugt“ fyrir hina væntanlegu lántöku að gefa út tilkynningu um það, að hún sje hætt að geta int af hendi „aðkallandi greiðslur hins opinbera“. Einkennileg mála- færsla. Málgagn Framsóknarflokksins Tímadagblaðið hefir verið fáort um tilkynningu þessa. En hjálparkokkar ríkisstjórnarinnar, þeir er rita Alþýðublaðið, g'áfu í gær iit mjög einkennilega skýr- ingu á fjárliagserfiðleikum ríkis- stjórnarinnar. Þeir komust að þeirri niður- stöðu, að því væri um að kenna, að Ólafur Thors hefði fyrir nokkr- um árum skrifað grein í norska blaðið „Tidens Tegn“ um það, að fjárhagsvandræði væru hjer yfir- vofandi. Og svo hefði Morgun- blaðið fyrir nokkrum árum átt von á grein um íslensk fjárhags- vandræði sem ekki kom í enska stórblaðinu Times. Vegna þessar- ar greinar í Tidens Tegn, sem Ólafur á að hafa skrifað, en aldrei sjeð, og vegna þessarar Times- greinar sem enginn hefir sjeð, á lánstraust íslensku þjóðarinnar að hafa glatast. Eftir öðrum leiðum eiga er- lendir fjármálamenn ekki að geta vitað um f járhag vorn og afkomu horfur. Fyrir pólitíska andstæð- inga Alþýðublaðsins, er það bein línis elrkert umkvörtunarefni þó blaðið lendi út í hinum bjánaleg- ustu fjarstæðum og' vitleysu. En það er raunalegt, að til skuli vera menn, sem á jafn alvarlegum tím- um og nú eru, leyfa sjer að reyna að dreifa hugum manna frá vanda málum þjóðarinnar, með öðru eins bulli. Hver trúir? atvinnuvegi þjóðarinnar, ekki ó- reiðu innflutningshaftanna, van- skilin, hið innifrosna fje, rangihd- in í versluninni, þegar mönnum er úthlutað verslun eftir póHtísk- um skoðunum, ekki vaxandi á- hrifum þeirra manna, sem hafa sagt sig' úr lögum við aðra lands- menn og vinna samkvæ.mt fyrir- skipunum erlends einræðisríkis. Þegar Alþýðublaðið gerir upp sitt dæmi, þá minnist blaðið ekki á vandræðin sem, af því stafa, að öll framleiðsla að kalla má í þessu landi er rekin með tapi, svo hún fer sýnilega minkandi, landnám það, sem var svo vel á veg komið, áður en rotnun þjóðf jelagsins byrjaði af völdum sósíalismans, stöðvast, gjaldgeta þjóðarinnar minkar, og lífsskilyrði fara hjer versnandi. Þegar verðið á aðalframleiðslu- vöru landsmanna, þorskinum, er svipað og fyrir 25 árum, en kostn- aður við verkun á skippundi hverju hefir sex eða sjöfaldast, þá sjá sósíalistar og kommúnistar þau bjargráð best að sameinast í átaki um að auka enn við tilkostnað- inn, svo framleiðsla og gjaldgeta þjóðarinnar fari hraðar en áður niður á við. Sú var tíðin Fyrir 4 árum síðan eða rúmlegá það, ætluðu vinstriflokkarnir að bjarga þjóðinni með því að rjetta við* atvinnuvegi hennar. Stórfeldasta tilraun þeirra í því efni var „Skipulagsnefnd atvinnu- mála“. X nefnd þessari áttu að spretta nýjar tillögur og rirræði með hverju tungli, til viðreisnar þjóð vorri. En alt fór öðru vísi en ætlað var. Nefndin gaf út miklar skýrslur og hugleiðingar. En þjóðin fekk enga bót meina sinna af þeim. Henni leiddist brátt skvaldur nefndarinnar. Og svo fór að nefnd- armenn fengu óyndi í nefndinni og flúðu. En ríkisstjórnin treysti sjer ekki til að halda áfram að gefa út það sem nefndin hafði dregið saman af lítilsverðum „fróðleik". Þannig dó „Rauðka“ og þær um- bótavonir, sem við hana voru tengdar. Svipaða sögu er að segja með hina svonefndu Fiskimálanefnd. Þar var Hjeðinn gerður hæstráð- andi, maður, sem jafnvel stjórn- arliði'ð treystir sjer ekki lengur að kannast við. En nefndin hefir, sem kunnugt er fátt gert af viti en flest óþarft’ — tafið fyrir á sviði útgerðarmála. » Álit manna á mög'uleikum núver andi valdaflokka i landinu hefir vitanlega mótast æði mikið af því, hve rækilega þeir hafa auglýst úrræðaleysi sitt og vanmátt í hag- nýtum efnum. Samfylkinffin. Nú hefir Samband ísl. sam- vinnufjelaga tekið kaupfje- [lag kommúnista hjer í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.