Morgunblaðið - 19.07.1938, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Í»ri8judagur 19. júli 1938.
prá fyrstu tímum hafa
loðskinn verið notuð til
klæðnaðar og snemma orðið
verslunarvara. Fyrst hafa öll
loðskinn verið af veiðidýr-
um, en síðar hafa menn far-
ið að hafa húsdýr og notað
skinnin af þeim, auk heirra
skinna, sem fengust á veið-
um.
Smám saman f.jölgar fólkinu í
lieiminum, lönclin byggjast meira
og meira, vegirnir teyg.ja sig
lengra og lengra út í óbygðirnar,
samgöngntækin batna og veiðiá-
höldin verða fjölbreyttari og full-
komnari. Þá fer veiðidýrunum að
fækka, ört að fækka.
Mikið er sóst eftir að ná í feldi
hinna verðmætari veiðidýra. Sum
þeirra hafa því gjöreyðst á síð-
ustu tímum, en önnur aðeins hald
ist við fyrir aðgjörðir ríkisstjórna
og einstakra manna. En þó að
fækki feldum af veiðidýrum, sem
boðnir eru á heimsmarkaðinum, þá
þverrar ekki eftirspurnin eftir loð-
skinnum. Þess vegna er nú farið
að rækta þau villidýr, sem gefa
verðmætustu feldina, í búrum og
girðingum. Ræktun silfurrefa
hófst á síðari' Múta aldarinnar
sem leið, í Kanada, og er silfur-
refurinn litarafbrigði af rauðref
þar í landi. Síðar kom ræktun
blárefa og minka, en þetta eru þau
dýr, sem mestri útbreiðslu hafa
náð til að vera ræktuð til sölu
loðfelda. Yms fleiri dýr eru nú
ræktuð vegna loðfeldanna. Sum
gefa loðfeldi, sem eru meira virði,
en önnur minna, og hafa að minsta
kosti tvær tegundir þeirra náð
hingað til lands, og fleiri eiga
efalaust- eftir að verða fluttar hing
að síðar. Sem stendur hafa þó
hinar þrjár ofannefndu dýrateg-
undir aðal þýðinguna hjer á landi
til framleiðslu verðmætari loð-
félda, og mun því það sem hjer
fer á eftir aðallega snerta ræktun
þessara dýra, en þó sjerstaklega
silfurrefa.
Framtíð loðdýraræktar
Þegar byrjað var á ræktun silf
urrefa voru feldir þeirra í afar
háu verði. Síðar hafa þeir farið
lækkandi og voru lægstir vetur-
inn sem leið, enda var framleiðsl-
an þá sú hæsta, sem nokkurn tíma
hefir verið. Fyrir nokkrum ánim
varð snögt verðfall á silfurrefa-
skinnum. Þá hættu ýmsir þessum
atvinnurekstri, sem illa voru sett-
ír.Skinnin hækkuðu svo aftur
næsta ár og litu Norðmenn þannig
á síðar, þegar þeir fóru að athuga
málið, að verðfalbð hefði orðið
silfurrefaeigendum í heilcl til
gagns, því miklum hluta hinna
lakari dýra, sem lítinn eða engan
arð gáfu, hefði þá verið lógað, og
betri og verðmætari stofn vaxið
upp í staðinn.
Meðan verð silfurrefa var hátt
náði ræktun þeirra víðsvegar, jafn
vel til þeirra staða, sem höfðu
óhagstað skilyrði, en um leið og
verð skinnanna lækkar hlýtur
framleiðslan að dragast saman í
þau lönd og landshluta, þar sem
skilyrðin eru best. Einungis þessi
lönd geta átt framtíð með ræktun
silfui’refa sem arðberandi atvinnu-
grein. Mesta þýðingu hefir, að
loftslag sje hentugt og ódýrt kjöt-
ineti fáanlegt. Hvað Island snertir
þá er ekki annað sjáanlegt en að
loftslag sje yfirleitt hentugt til
framleiðslu góðra silfurrefaskiuna
og kjöt tiltölulega ódýrt. Silfur-
refarækt mun því eiga framtíð
fyrir sjer hjer á landi, þó að hún
geti að svo komnu talist vera í
barndómi.
En það veltur á miklu fyrir
þjóðina, hvaða grundvöllur er
lagður að silfurrefaræktinni sem
framtíðaratvinnu. Það verður ekki
sagt annað en að farið sje vel af
stað, þar sem teknar eru upp refa-
merkingar og refasýningar, og er
áformað að smá herða á kröfun-
um um gæði dýranna og ná þannig
upp góðum dýrastofni.
í meðferð silfurrefa ríkir hins
vegar enn hjer á landi talsverð
vanþekking, og liggur mikið verk-
efui framundan fyrir hinum riýja
ríkisráðunaut að bæta úr því. Það
þarf að gefa út grundvallarregl-
ur fyrir silfurrefaræktina, leiðar-
vísi, sem sje greinilegur og gott að
fara eftir. Svo virði.st sem sú leið
sem fara verður til þess að ná
góðum árangri, sje mjög takmörk-
uð og að ekki megi í verulegum
atriðum víkja frá henni, ef kom-
ast á hjá mistökum. Þessi leið er
vandfundin, en silfurrefaeigendur
hjer á landi eru stöðugt að læra,
og ef reynsla þeirra væri opin-
berlega birt, mundi hún veita
mikinn fróðleik. En refaræktar-
menn eru stundum tregir til að
leggja þekkingju sína fram fyrir
almenning, af því að hún er oft
fengin með erfiðismunum og kostn
aði, og auk þess eru þeir að
nokkru leyti í samkepni við aðra
framleiðendur í þessari atvinnu-
grein. En mistökin eru svo mikil
innan silfurrefáræktarinnar, marg
ir sem fá litlar eða engar afurðir,
að grafast verður fyrir orsakirn-
ar og reyna að bæta úr þeim.
Hvað viðvíkur erfiðleikum byrj-
enda í silfurrefaræktinni, þá hvet
jeg til að þeir, sem óvanir eru
meðferð dýranna, semji við annað
silfurrefabú, sem gengur sæmi-
lega, um að gefa stöðugt upplýs-
ingar. Byrjandinn standi svo )
stöðugu sambandi við það gegnum
síma, ef ekki er hægt öðru vísi,
og fylgi ráðleggingum þess til hins
ýtrasta. Þá er helst að vænta ár-
angurs strax. Síðar fæst reynslan
og hægt að breyta til eftir upp-
lýsingum víðar að.
Sumir byrjendur álíta að rjett-
ast sje að spara fóðrið að efnum
til, fóðra ódýrt. Jeg hefi aldrei
vitað annað en að tjón hlytist af
að fara þá leið, oftast stórtjón.
Náttúrlega e.r gott að fóðra hyggi-
lega, en byrjendur ættu ekki að
horfa of mikið á sparnað í fóðri.
Hann kemur fyrst til athugunar
þegar refaræktarmaðurinn er fær
um af reynslu og þekkingu að
dæma um í hverju honum er óhætt
að spara án þess að skaði hljótist
af. En í stuttu máli sagt, er það
mitt álit að sparnaður í fóðurefn-
um silfurrefa sje yfirleitt sjaldan
til hagnaðar.
Silfurrefaræktin í landinu er í
stórum dráttum rekin á þrennan
hátt, af einstökum mönnum, er
hirða1 sjálfir dýr sín og hafa þetta
starf að aðalatvinnu, einstakling-
um, sem hafa silfurrefarækt að
aukavinnu og kaupa mann til að
hirða dýrin og í þriðja lagi af
mönnum’sem slá sjer saman í fje-
lag og liafa sjerstakan mann til
hirðingarinnar. Það er augsýnilegt
mál og öllum ljóst að nauðsynlegt
er að þeir fyrst nefndu kynni sjer
alt er viðvíkur atvinnunni, svo að
þeir hljóti þær tekjur, er þeir
þurfa að fá. Þeír næstu, sem hafa
silfurrefarækt að aukaatvinnu, á-
líta stundum að þeir þurfi ekki
að setja sig verulega inn í með-
Eftir Kristinn P. Briem.
Vefnaðarvörur 03 búsáhöld
útveera iesr best osr ódýrast
frá Þýskalandi.
F|öíbreytt sýníshornasafn
Leitið tilboða hiá mier áð-
ur en bier festið kauD vðar
annasstaðar. .
Friðrik Bertelsen,
Lækjargötu 6. Sími 2872.
ferð silfurrefa, þar eð þeir hafi
hirði, er taki þetta að sjer. Slíkir
menn geta sjaldan vænst hagnað-
ar af silfurrefarækt. Að vísu geta
þeir stundum haft ágæta hirða,
sem sjá um alt sjálfir, en hirð-
arnir eru hjú, sem skifta um vistir
og næsti hirðir getur verið ósjálf-
stæður og ekki fær um sitt verk án
tilsjónar. Þá verður það hlutverk
eigandans að ráða fram úr, og
geti hann ekki gert, það vel, þýðir
það tap. Nokkuð svipað er að segja
um fjelagsbúin. Framkvæmda-
stjórinn þarf að vera einn af hlut-
höfúm búsins og hann verður að
setja sig rækilega inn í rekstur
silfurrefabús, svo að hann geti orð
ið dómbær á þau mál, er búið
snerta. Annars verður refabúið tap
fyrirtæki.
Ilvað snertir ræktun blárefa og
minka þá á liún framtíð í land-
inu. Framleiðsla þeirra er eins og
silfurrefanna bundin við kjöt og
fisk sem aðal-fóður. Sóm stendur
breiðist blárefa- og minkarækt
örar iit en silfurrefaræktin af því
að skinn þessara dýra, standa eins
og er í tiltölulega betra verði á
lieimsmarkaðinum, en silfurrefa-
skinn. En í raun og veru ræður
tískan talsverðu um verðið frá
einu ári til annars, og aukið fram-
boð hefir áhrif til lækkunar.
★
Hvað viðvíkur aðgerðum ríkis-
stjórnar og alþingis í loðdýra-
rækt, þá verður ekki annað sagt.
en að myndarlega sje farið af
stað þar sem settur er ráðunaut-
ur til stuðnings framleiðslunni og
talsverður styrkur veittur úr rík-
issjóði til merkinga og sýninga.
Enda er þess tæplega að vænta að
loðdýraræktin nái verulega til al-
mennings án þessarar hjálpar, og
svo skapar loðskinnaframleiðslan
aukinn erlendan gjaldeyri, sem
svo mikil þörf er fyrir.
Hins vegar hafa verið erfiðleik-
ar á að loðdýraeigendur næðu frá
útlöndum dýrum til kynbóta og
nógu og góðu byggingarefni til
loðdýrab*ianna. Þetta er afleiðing
gjaldeyrisvandræða landsins. Þó
sýnist svo að þar sem um fram-
leiðslu er að ræða, sem gefur vax-
andi útflutningsverðmæti og þar
með aukinn gjaldeyri, þá verði að
taka sjerstaklega mikið tillit til
þess, þegar þörf er fyrir innflutn-
ing á kynbótadýrum, byggingar-
efnum, íóðurefnuin og öðru því,
er snertir loðdýraræktina. Af
gjaldeyrisástæðum var á þessu ári
byrjað á áð flytja nær eingöngu
refa- og minkanet. frá Þýskalandi.
Þessi net hafa ekki reynst nærri
eins vel og ensk og nórsk net, er
fluttust til landsins áður, svo ef
ekki fást betri net þar í landi,
getur varla talist forsvaranlegt að
halda áfram innflutniúgi þeifra.
Það er ekki nema eðlilegt að halda
verði í gjaldeyri þeirra landa, sem
káúpa tiltoluléga lítið áf okkur,
en væri þá ekki ráð að gera þá
kröfu til loðdýraeigenda, þar sem
við verður komið, að þeir greiði
innflutninginn ineð andvirði loð-
skinna ?
Margir hafa ótrú á loðdýrarækt,
telja skinna verðið of lágt og
eftirlíkingu silfurrefaskinna hættu
lega. Halda að hún kunni að spillæ
fyrir sölu skinnanna sjálfra. Um
eftirlíkingu silfurrefaskinna íná
segja það, að hún hefir farið fram
í mörg ár, án þess að hún hafi
sjáanleg áhrif á skinnasöluna,
enda kemst eftirlíkingin í engan
samjöfnuð við skinnin sjálf. Einn-
ig mun áíitið að litasamsetningu
og gerð góðra silfurrefaskinna sje
þannig varið að óhugsandi sje a<?
gera eftirlíkingu af þeim, er svari
kostnaði að framleiða.
'k
Jeg hefi getið þess áður að verð
á silfurrefaskinnum var mjög lágt
síðastliðinn vetur, og mun þetta
verðlag hafa áhrif á framleiðsl-
una að því leyti að þeir, sem slæma
aðstöðu hafa, verða neyddir til að
hætta. Eftir verða svo þau lönd,
sem hafa bestu skilyrðin til fram-
leiðslunnar og þola samkepnina.
Island virðist muni véra eitt í
þeirra tölu, eða að minsta kosti
þekki jeg engin rölc fyrir því
gagnstæða. Blárefir og minkar
eiga ekki síður framtíð hjer en
silfurrefir og þeir þola meira fisk-
fóður.
Frá fyrstu tímum loðdýrarækt-
arinnar og fram á þennan dag
hafa altaf verið menn, sem töldu
þennan atvinnurekstur varasamán
og vöruðu við honuni. Hjer á laúdi
mundu slíkar aðvaranir aðallega
hafa áhrif í þá átt að draga úr
framtaki í loðdýrarækt í sveitun-
um, meðan hvin ykist í kringum
kaupstaði og kauptún, þar sem
betri tök væru á að afla sjer uþp-
lýsinga frá útlöndum um útlitið
og markaðshorfurnar. Hvort þetta
væri heppilegt legg jeg ekki dóm
á, en set það fram til athugunar
fyrir þá, sem hlut eiga að máli.
Þrátt fyrir lágt meðalverð silf-
urrefaskinna þá hafa ýms! bú í
Noregi meðalverð í vetur hátt á
annað hundrað krónur fyrir skinn-
ið, og jafnvel hefir heyrst talað
um 200 kr. meðalverð. Þetta bend-
ir okkur á að við verðum að leggja
alúð við að bæta dýrastofninn og
vanda framleiðsluna, svo að við
getum boðið góða vöru. Við þurf-
um gegnum aukna upplýsingastarf
semi að læra betur að fara með
dýrin svo að rekstur refabúanna
verði ekki ábættusamur, heldur
nokkurn veginn öruggur með viss-
um árlegum tekjum. Við þurfum
að láta fara fram árlegt úrval á
dýrunum, merkingar, svo að dýra-
stofninn geti smám saman orðið
betri og betri og gefið verðúiætari
skinn. . Og við þurfum að hafa
árlegar loðdýrasýningar til að
örfa samkepnina um úrvalsdýrin
og kynna loðdýraeigendum hvern-
ig útlit hinna bestu dýra er til
samanburðar við þeirra eigin
dýrastofn.
Sauðárkróki, 25. júní 1938.
Kristinn P. Briem.