Morgunblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 2
2 MORGL' NBLAÐIÐ Laugardagur 23. júlí 1938, Friðsamleg lausn Sudeten-þýsku 900 þúsund manna fússneskt herlið I Austur-Asíu. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. YFIRMAÐUR erlendrar hemaðarsjerfræðinga- nefndar, sem verið hefir á ferðalagi í Austur- Asíu, hefir skýrt frá því, að Bliicher, yfirhers- höfðingi Rússa í Austur-Asíu, vilji hefja styrjöld við Jap - ana, á meðan þeir eigi í vök að verjast í Kína. En hann segir, að Japanar vilji komast hjá styrjöld við Rússa. Hernaðarsjerfræðingar þessir fóru um Varsjá á heim- leið og birtir Politiken þessa fregn eftir frjettaritara sín- um þar. Hann segir að her Bliiehers í Austur-Asíu sje skipaður 900 þúsund mönnum og geti barist í ár eða lengur, án þess að nokkra aðstoð þurfi að senda frá vesturlandamærum Rússa. MIKILL VIÐ- ------------------------- BÚNAÐUR Oslo í gær. Samkvæmt fregn þýskrar frjettastofu hafa Rússar safn- að 500.000 manna her fyrir austan Baikalvatn í Síberíu. — Mikið af flugvjelum hefir verið sent til Vlaidiwstock og er þar viðbúnaður mikill bæði af flug liði og sjóliði. (FB). TILGANSLAUST AÐ ÞJARKA London í gær. FÚ. Fregnir frá Moskva um að japanski sendiherrann þar hafi haft , hótunum við Litvinof, vekja undrun í Tokio. Segjast Japanar ekki munu beita valdi út af því, að Rússar hertóku hæðina á landamærum Mans- juko og Síberíu, en segjast munu gera sínar gagngráðstaf- anir. Fyrsta tilraunin til þess að jafna deiluna með stjórnmála- legum umræðum hafa mistek- ist að áliti Japana, og telja þeir tilgangslaust að þjarka um það, hvort hið umdeilda svæði sje rússneskt eða ekki, fyr en Rússar sjeu famir á brott það- an. HÓTANIR Samkv. Kalundborgarfrjett voru deilur Litvinofs og sendi- herrans mjög harðar. Kvað sendiherrann Japana mundu neyðast til að beita valdi. En Litvonof svaraði honum því, að þótt viss ríki legðu það í vana sinn að koma með slík- ar hótanir stoðaði það ekki við Sovjet-Rússland. í fótspor nasista. London í gær. FÚ. Iölsku blöðin hafa skyndilega byrjað að birta árásar- greinar á Gyðinga. — Fjalla greinar þessar um nauðsyn þess, að ítalir haldi stofni sínum hreinum. Gyðingar eiga ekki heima í Evrópu, segir Tribuna. Sjð smðriki halda á lofti hiutleysi sfnu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Sjö utanríkismálaráðherrar, hinna svonefndu Osloríkja, Norðurlanda, Hollands og • Bel- gíu, sitja á ráðstefnu í Khöfn. Fundir þeirra hófust í morg- un. Til umræðu er ástandið í Evrópu, þ. á. m. afstaða Osio- ríkjanna til Þjóðabandalagsins og refsiaðgerðaákvæða Þjóða- bandalagssáttmálans. Osloríkin vilja láta það koma skýlaust fram, að þau sjeu hlutlaus og koma í veg fyrir að þau verði neydd til þess að taka þátt í styrjöld, sem ].au eiga enga sök á, með því að haida þeim að refs^. iðgerða- ákvæðunum. M. a. undirstrika Osloríkin að þau sjeu ekki í hernaðar- bandalagi við neina þjóð. DÖNSKU SKIPI SÖKT VIÐ SPÁN. London í gær. FÚ. Flugvjel hefir sökt dönsku skipi, ,,Bodil“, undan Barce lona. Enskt skip bjargaði á- höfninni og flytur hana til Mar- seille. í Kalundborgarfrjett segir, að skipið hafi verið á leið til Frakklands. Skipið var 12 smálestir að stærð. Blúcher. Frakkar vinir breska heims- veldisins — segir Ðretakonungur Næturvörður er Laugavegs apóteki. í Ingólfs og Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HINNI opinberu heimsókn bresku konungshjónanna í París er nú lokið. Þau lögðu af stað heimleiðis í dag. Frakk- nesk herskip fylgdu konungs- snekkjunni „Enchantress" út á mitt Ermarsund. I gærkvöldi var hið afgirta svæði fyrir utan Quai de Orsay höllina i París opnað, að lík- indum eftir ósk Georgs kon- ungs. Fengu Parísarbúar þá í fyrsta sinni að sjá konungshjón- in nálægt. Konungur gekk fram á svalir hallarinnar og ætlaði fagnaðarlátum mannfjöldans þá aldrei að linna. Þannig kvöddu Parísarbúar hinn breska konung. FRAKKLAND — „ÞESSI MIKLA ÞJÓГ. London í gær. FÚ. í dag afhjúpaði Georg kon- ungur minnismerki, sem reist hefir verið í Frakklandi yfir áströlsku hermennina, sem fjellu í Frakklandi í heimsstyrj- öldinni. Minnismerkið er reist á landi, sem á að vera ástralskt um ald- ur og æfi. í ræðu sinni fór konungur fögrum orðum um vináttu Breta cg Frakka, sem þeir hefðu treyst, er þeir börðust hlið við hiið á vígvöllum Frakklands 1914—1918. Hann sagði að Ástralíumenn hefðu brugðist drengilega við, er kallið kom 1914, þegar Bretaveldi var í hættu. Þeir hefðu komið öruggir, hiklaust, en margir þeirra hefðu fengið hinstu hvíld í ,,landi þessarar miklu þjóðar“, sagði konungur, sem væri hnýtt svo traustum vináttuböndum við allar þjóðir Bretaveldis að ald- rei myndi bila“. deilunnar? Hitler boðar nas- istaforingjana tii ÖfcWíTK., fundaríMúnchen Samvinna við Breta og Frakka. Frá frjeUaritara vervm. Khefn í gær. ATBURÖIR síðustu daga, heimsókn Bretakon- ungs til Parísar og Lundúnaför Wiedemanns kapteins virðast ætla að fá stórpóiitískar af- leiðingar: í fyrsta iagi að efia viðieitni stórveldanna til þess að koma í veg fyrir að þýsk-tj ekkneska deilan leiði til styrjaldar, og í öðru lagi að efla samvinnu miili Breta, Frakka og Þjóðverja, Hitler hefir kallað foringja nazistaflokksins saman á fund í Miinchen til þess að ræða um möguleikana á sam- komulagi milli Tjekka og Þjóðverja. Wiedemann kapteinn er lagður af stað til Munchen til þess að gefa skýrslu um samtal sitt og Halifax lávarðar. von Dirksen, sendiherra Þjóðverja í London er á förum til Berlínar (skv. Lundúnafregn FÚ), til þess að gefa skýrslu um afstöðu bresku stjtórnarinnar til málefna Tjekkóslóvakíu. Hann ræddi við Mr. Chamberlain, forsætisráðherra í dag. TILMÆLI FRAKKA OG BRETA. Eftir viðræður Haiifax lávarðar og Bormets utan ríkismálaráðherra Frakka, hafa stjómir Bretlands og Frakklands ákveðið að senda Pragstjórninni eindregin tilmæli um að láta undan kröfum Sudeten-Þjóðverja til hins ítrasta. „Daily Express“ skýrir frá því, að Frakkar hafi í fyrstu ekki ætlað að fara þess á leít við tjekknesku stjórnina, að hún gengi Iengra til móts við Sudeten-Þjóðverja en orðið var. En þessari ákvörðun breytti Bonnet, eftir að hafa rætt við Halifax lávarð og er orsökin rakin til Lundúnafarar Wiedemanns kap- teins. FRIÐARSÁTTMÁLI TJEKKA OG ÞJÓÐYERJA. „Daily Herald“ (sósíalista-blaðið) segir, að Hitler muni ef til vill ætla að fallast á málamiðlun í deilum Sudeten-Þjóðverja og Tjekka og verði þessi málamiðlun Iátin gilda í nokkur ár. Samtímis ætlist hann til að gerður verði friðarsáttmáli milli Tjekka og Þjóðverja á svipuðum grundvelli og 10 ára friðarsátt- máli Þýskalands og Póllands. Með því myndi vandamálunum í Mið-Evrópu vera skotið á frest í nokkur ár, en síðar er gert ráð fyrir, að þau verði leyst endanlega öll samtímis. Franski utanríkismálaráðherrann, Bonnet, sagði í ræðu í gærkvöldi: Samningunum um Sudeten-þýsku deiluna miðar í rjetta átt. örðugast er talið, að verði að ná samkomulagi um hvernig lögreglumálunum skuli fyrir komið, en Su- deten-Þjóðverjar heimta lögregluvaldið í sínar hend- ur í þeim hjeruðum, sem þeir eru í meirihluta. EF DREGST LENGUR — London í gær. FÚ. von Kundt, einn af foringjum Sudeten-Þjóðverja, sagði í ræðu sem hann flutti í Berlín í gær, að Sudeten-Þjóðverjar vildu umfram alt forðast að gera alt það, sem leitt gæti til styrjald- ar. En ef það verður dregið mikið lengur, sagði hann, að verða við kröfum Sudeten-Þjóð- verja, munu leiðtogar þeirra ef til vill ekki geta haldið fylgis- mönnum sínum í skefjum leng- ur. „Vjer höfum reynt, hvað stríðið er“, sagði hann, ,og vjer vitum, að ef til stríðs kæmi, þá myndi leikurinn fyrst berast inn í Sudeten-hjeruðin og þau verða verst úti“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.