Morgunblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1938, Blaðsíða 4
4 RADION í allan þvolt RADION Það er ekki einungis að RADION taki öðrum þvottaefnum fram til allra stórþvotta, heldur er það og' einnig hið besta fyrir hinar fíngerðustu flíkur, því að R.ADION er bæði milt og áhrifamikið í senn. Súrefnið í RADION veldur því, löðrið þrengir sjer í gegnum klæðin og leysir upp öll óhreinindi, án þess að skemma þvottinn. Þessi fullkomna hreinsun veldur því, að þvotturinn er æfinlega bragðlegur og flíkurnar líta út, sem nýjar væru. — Þess vegna notar fólk RAÐION til allra þvotta. X-RAD 4 3/0-50 t.EVER BIÍOTHF.NS, PO*T !«HT, IIMITED, ENGLAND. !•••••••••••••••••••••••• Munið Hðtel Valhðll! Músik og dans i kvðld til kl. 11'|2 •••••••••••••••••••••••• Vinnuskór karla komnir aftur. Ennfremur mikið úrval af Karlmannafataefnum. Verksmiðjuútsalan Gefjun, Iðunn. Aðalstræti. Næsfa hraðferð ucn Akranes til Akureyr* ar er á mánndag. Bifreiðastöð Steindórs. ISfmi 1380. LITIK SILSTðom Opin allan sóiarhrjngimj. MORGUNBLAÐIÐ o bækur o Ungt Ijóðskáld Sólstafir. Kvæði eftir Guðmund Inga Krist- jánsson. Rvík 1938. uðmundur Ingi er ungur maður, en þegar kunnur í fæðingarsveit sinni, Önundarfirði, og yíðar um land. Undanfarin ár hafa allmörg kvæði eftir hann birst í blöðum og tímaritum, en Sólstafir eru fyrsta kvæðasafn hans og væri æskilegt að fleiri færu eftir, því að þarna eru mörg góð kvæði, þó að bókin sje mis- jöfn sem heikl. Höf. hefir tileinkað sjer hugsjón ir starfgjarnrar sveitaæsku nútím ans, þeirrar æsku, sem hjeraðsskól arnir og starfsemi ungmennafjelag anna hefir mótað, og þessar hug- sjónir eru honum svo brennandi áhugamál, að hann lætur sjer ekki nægja að starfa að þeim í orði og' verki heima í hjeraði, heldur tekst hann á hendur að hoða þær öllum landslýð í Ijóðum. Þetta er í senn styrkur hans og veikleiki. Hann yrkir um skólana, sundlaugarnar og ungmennafje- lögin, en mest þó um ræktun lands ins. Ahugi sjálfs hans er hrenn- andi, en vafasamt hvort lionum tekst altaf að vekja sömu hrifn- inguna hjá lesendunum. Það er oft skamt frá því einfalda en skáldlega að hversdagsleikanum. Salat, grænkál, gimbrar og hrút- ar geta eflaust verið ágæt yrkis- efni, og það er gott og blessað að lofa ágæti mjólkur og harðfisks, en rímuð fræðsla er ekki skáld- skapur, og þegar höfundurinn segir: „Meðan til er-af fiski forði, fagurt á kvöldin er“, verður les- andanum ósjálfrátt að minnast þessara frægu orða bóndans: „Það er fallegt hjerna, þegar vel veið- ist“. Ef til vill má telja það hót- fyndni að finna að smávægilegum atriðum eins og þessu, en þetta ber þó óneitanlega vott um skort á smekkvísi og skáldlegt er það ekki. En Guðmundi Inga tekst oft prýðilega að túlka hugðarefni sín, best ef til vill í kvæðinu „Vor- nótt“, sem jafnframt er góð lýs- ing á manninum sjálfum: Guðmundur Ingi. undinum vinsælda, einkum meðal æskumanna úti um sveitir lands- ins. Jón Magnússon frá Sveinsstöðum. Reglugerðirraímagns- veitunnar samþyktar. Reglugerðir fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Sogs- virkjunina voru samþyktar á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag. Á fyrri reglugerðinni var m. a. gerð sú breyting samkv. tillögu bæjarráðs, að því aðeins mætti loka fyrir rafmagn hjá mönnum, vegna ógreiddra utsvara, að bæj- arstjórn samþykti. Er ákvæði þetta hugsað seni algert, undan- tekningarákvæði, sem einungis verði beitt gegn sjerstöknm ó- skilamötirmm, og er tekið eftir reglugerðinni í Osló og öðrum bæjum, þar sem sósíalistar ráða. St'efán Jó,hann sagSirt vera með efni tillögunnar, en kvað sig þó rnundu greiða atkvæði á móti henni, vegna þess að hann bæri vantraust til meirihluta bæjar- stjórnar. Fjelagi hans Jón Axel hafði bersýnilega meira traust á bæj- arstjórninni, því að hann fjelst alveg á þetta ákvæði í bæjar- ráði, en var ekki viðstaddur at- kvæðagreiðsluna í bæjarstjórn. Jeg treysti þjer, máttuga mold. Jeg er maður, sem gekk út að sá. Jeg valdi mjer nótt, jeg valdi mjer logn, þegar vor yfir dalnum lá. Jeg er öreiginn Guðmundur Ingi. Jeg er önfirskur bóndason. Nú sái jeg höfrum í mjúka mold í margfaldrar uppskeru von. Þó vinn jeg ei arðsins vegna, þá veldi jeg aðra leið. En óræktin hefur hrópað svo hátt, að mjer sveið. Þetta er einfalt og látlaust, en vel ört, og sarna máli gegnir um fjölmörg önnur kvæði í bókinni, þótt fleiri dæmi verði ekki til- greínd hjer. Bókin er líkleg til að afla böf- 1 =2 mimuimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii es Framköllun. Kopierinjí. Stækkanir. 3 1 iiuuuniiiiiiiminHiinnmimniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuumiuiiiif EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Laugardagur 23. júlí 1938. Biðjið kaupmanna yðar um GOLD GREST HVEITK, þá verðið þjer ekki fyrir vonbrigðum með baksturinn. Heildsölubirgðir hjá I. Brynjólfsson & Kvaran. fer á fimtudagskvöld 28. júlí, um Vestm.eyjar, til Grimsby og Kaupm.hafnar. Aukahöfn: Norðfjörður. Farseðlar óskast sóttir á miðvikudag. Joseph Rank Ltd: Hull — England framleiðir 1 Ý .*♦ heimsins besta hveiti. .*. *♦* .*. Agætur Reiðhestur til sölu. Fjekk 2. verðlaun á veð- reiðum í Hornafirði. Semja má við Sigurgeir Finnsson pípulagninga- meistara, Skólavöiðustíg 33. meistara, SkólavÖrðustíg 33, er gefur nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.