Morgunblaðið - 28.07.1938, Qupperneq 2
2
Fimtudagur 28. júlí 1938,
MORG ‘J.NbLAiJin
Sjálfsmorðí New
York: Þúsundir
horfa á, miijónir
hlýða á í útvarp
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Púsundir manna voru áhorfendur að því og miljónir
manna áheyrendur, er maður að nafni John
Ward framdi sjálfsmorð í New York í gær.
Hann var tuttugu og sex ára gamall. Honiun
hafði orðið sundurorða við fjölskyldu sína og ákvað
hann þessvegna að stytta sjer aldur. Með því að fram-
kvæma þetta áform sitt, setti hann miljónaborgina á
annan endann. Hann fór út um glugga á seytjándu
hæð í himinkljúf einum um miðbik borgarinnar. í ell-
efu klukkustundir samfleytt stóð hann á múrbrún og
hótaði að stökkva fram af um leið og einhver reyndi
að nálgast sig.
Þúsundir manna söfnuðust saman á götunni fyrir
neðan. Um skeið stöðvaðist öll umferð um verslunar-
hverfið í Manhattan. Kvikmjmdafjelög leigðu glugga
í húsunum andspænis og sendu þangað myndatöku-
menn sína. Ekki leið á löngu þar til útvarpið fór að
skýra frá því hvað þarna væri að gerast. Miljónir
manna sátu við tæki sín og fylgdust fullir eftirvænt-
ingar og kvíða með hverri hreyfingu John Wards. Á
götunni voru menn famir að veðja um hver yrðu af-
drif hans, og voru það miklar fjárhæðir, sem veðjað
var.
Nú skárust ættingjarnir í leikinn og reyndu með
fortölum að fá hann ofan af áformi sínu. En alt kom
fyrir ekki. Að lokum var slökkviliðið kvatt á vettvauig
og reyndi það að strengja björgunamet frá sextándu
hæð. Ward kveykti sjer í vindlingi og reykti hann.
Síðan stökk hann. — Hann stökk fram hjá netinu' og
marðist til bana á steinlagðri götunni.
Ja fskjálftarenn
I Grlkklandi.
London í gær. FÚ.
Landskjálftar ollu miklu tjóni
í Grikklandi í dag, einkum
í hjeruðunum fyrir norðan Aþenu-
borg. Hós hrundu í allmörgum
þorpum.
Manntjón mun ekki hafa orðið
mikið og tjón yfirleitt minna en
í landskjálftunum á sömu slóðum
fyrir nokkrum dögum.
Hermennirnir
voru ekki
italskir
London 27. júlí F.Ú.
Ineðri málstofu breska þings-
ins var stjórnin spurð að
því í dag, hvort hún hefði látið
rannsaka, hvað hæft væri í þeim
fregnum að 10.000 ítalskir her-
menn hefðu verið settir á land
á Spáni, þ. 15. júlí.
Ef þetta væri rjett, væri um
alvarlegt brot að ræða á sam-
komulagi Breta og ítala.
Spurningunni var svarað á
þá leið, að spænskt herlið frá
Majorca hefði verið flutt til
Spánar þennan dag, en ítalskt
herlið ekki, að því er eftirgrensl
an stjórnarinnar hefði leitt í
Ijós.
Enn árás á
bresk skip.
London 27. júlí F.Ú.
oftárás var gerð á breskt
skip, „Delphin“, í Gandia,
á austurströnd Spánar í dag.
Komu fimm sprengikúlur niSur
nálægt skipinu. Það er í firnta
sinn sem loftárás er gerð á
þetta skip.
Að þessu sinni var það með
kolafarm og var verið að af-
ferma hann, er Ioftárásin var
gerð.
Eigendur skipsins segja, að
í öllu hafi verið farið að sett-
um hlutleysisreglum, að því er
skipið snertir, farm þess og
ferðir.
Viðskiftafulltrúi
Dana (og íslend-
inga) hjá Franco
r Khöfn í gær F.Ú.
T Kaupmannahafnarblaðinu
„Börsen“ er skýrt frá því,
að það hafi orðið að ráði milli
danskra atvinnurekenda og ut-
anríkismálaráðuneytisins, að
senda viðskiftafulltrúa til þess
hluta Spánar, sem Franco ræð-
ur yfir.
ViðskiftafuIItrúinn á ekki að
koma fram sem starfsmaður
hins opinbera.
Skátamótið. Fjölda mörg bresk
blöð geta um för breskra skáta til
íslands til þátttöku á skátamót-
inu. (FB.).
Þýskt blað ræðir um vax-
andi áhrif Breta
í Mið-Evrópu.
Sendiför Runciman
lávarðs fagnað.
ta^ghukuo *
•VLADIVOSTO KJl
§3?§
Merkt er með krossi svæðið á
landamærum Mansjukuoríkis, Kor-
eu og Sovjet-Rússlands (U. S. S.
R.), sem deila Japana og Rússa
reis út af- Japanar segja að svæðið
sje innan landamæra Mansjukuo-
ríkis, en Rússar eru að víggirða
það.
Slær í bar-
daga milli
Rússa og
japana
London í gær F.Ú.
Fimm stunda bardagi er
sagður hafa átt sjer
stað milli rússneskra og jap-
anskra varðmanna við landa-
mæri Sovjetríkjanna og Mand-
sjukuo.
Hinir tveir japönsku sendi-
menn, sem falið var að rann-
saka deilumál þetta, komu aft-
ur án þess að hafa fengið nokk-
urt svar.
Sök Rússa?
Mansjukuostjórnin lítur svo
á, að Rússar hafi átt sök á bar-
daga þessum. Hefir hún sent
ráðstjórninni mótmæli, en Rúss-
ar engu svarað.
Málið var rætt á ráðherra-
fundi í Tokíó í dag.
Seytján menn
meiðast alvar-
lega í slysi í
Kaupm.höfn.
Khöfn í gær F.Ú.
T viðtækjaverksmiðjunni Tor-
-®- oto í Kaupmannahöfn vildi
það slys til í dag, að vjel, marg-
ar smálestir að þyngd, hrap-
aði niður um gólfið á annari
hæð niður á grunnhæð hússins.
Seytján verkamenn meiddust,
sumir mjög alvarlega, og er
óttast um líf sumra þeirra.
Tveir verkamenn urðu undir
vjelinni og biðu bana sam-
stundis.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gmr.
Ný viðhorf hafa skapast í Tjekkóslóvakm við
það að Runcimann lávarður hefir verið
sendur þangað til þess að reyna að miðla
málum milli Sudeten-Þjóðverja og stjórnarinnar í Prag.
Er álitið að fyrsta affeiðingin verði að frumvarp stjórn-
arinnar til minnihlutalöggjafar verði tekið til nýrrar yf-
irvegunar.
Frumvarp þetta var birt í gær. Fá þjóðabrotin sam-
kvæmt því allmikla sjálfstjórn í málum sínum. M. a. er
svo ákveðið:
1) að opinber embætti skulu skipuð mönnum af öllum
þeim þjóðflokkum, sem í landinu búa, í rjettu hlutfalli við
fjölda þeirra.
2) að þjóðarbrotunum skuli veitt enn víðtækari rjettindi
en hingað til, um notkun þjóðtungna sinna.
3) að þjóðerni einstaklings skal ákveðast af því, hvaða
tungu hann talar. Þó á þetta ekki við um Gyðinga, sem yfir-
leitt kunna ekki hebresku.
RUNCIMAN FAGNAÐ.
Af kveðjum þeim, sem Runcimann lávarður fær í blöð-
um Sudeten-Þjóðverja, þykir ljóst, að þeir gera sjer vonir
um að hann rjetti hlut þeij*ra, sem þykir rýr í þessum
tillögum stjórnarinnar.
1 Þýskalandi er för Runcimans lávarðar fagnað og farið
viðurkenningarorðum um framtak Breta í þessu máli. Angriff,
(blað dr. Göbbels) segir: Ef til vill tekst Runciman að kippa því
í lag sem Lloyd George eyðilagði í Versailles.
ÞJÓÐVERJAR LAUSIR YIÐ DRAUMÓRA.
Sjerstaka athygli hefir þó vakið forustugrein í „Essener
National-Zeitung“, sem sagt er að túlki skoðanir Görings sjer-
staklega. í greininni segir, að hernaðarlegir draumórar Þjóð-
verja, áður en Hitler komst til valda, hefni sín. Þjóðverjar eru
nú lausir við alla draumóra. Þeim er ljóst, að taka verði tillit
til hinnar „hjartanlegu samvinnu" (entente Cordiale) Breta og
Frakka, tveggja hinna stærstu nýlenduríkja, með samtals 600
miljón íbúum.
í greininni er farið hinum lof-
Yorkshire Evening Post birtir
grein 13. júlí um heimsókn Gísla
Ólafssonar læknisfræðinema til
Leeds. (FB.).
samlegustu orðum um þann á-
rangur, sem Mr. Chamberlain
hefir náð með samvinnu við
Frakka, með stjórnkænsku og
með aðstoð bresks fjármagns.
Suð-austur-Evrópa
og Bretar.
Sjerstaklega er vakin at-
hygli á því, hve viðskifti Breta
við ríkin í Suð-austur-Evrópu
hafa aukist, en Þjóðverjum er
sárt um þessi viðskifti, þar sem
þeir vilja draga þau undir sig.
Segir í greininni, að Bretum
hafi á skömmum tíma tekist að
verða stærstu kaupendur að
framleiðsluvörum Júgóslafa og
Rúmena. Er búist við, að ekki
líði á lön^u þar til Ungverjar
fái lán 1 Bretlandi, eins og
Tyrkir fyrir skömmu.
Bretar og ítalir.
London í gær. FÚ.
Samkvæmt Reuter-fregnum frá
Ítalíu gætir nokkurra vonbrigða
í ítölskum blöðum út af þeim
(lrætti, sem orðið hefir á því,
að bresk-ítalski sáttmálinn kæmi
til framkvæmda, en svo virðist
sem ítalir hafi sjeð fram á, að
eigi þýði annað en sætta sig við
að bíða þess a. m. k. þar til í haust,
að framkvæmd sáttmálans verði
hafin.
Mr. Chamberlain sagði í breska
þinginu í gær um sáttmálann, að
breska stjórnin hefði aldrei litið
á hann sem venjulegan tvívelda-
samning, heldur aðeins sem eitt
skref til tryggingar almennum
friði í Evrópu.
En þessi samningum, sagði ráð-
herrann, mun ekki geta konúð til
framkvæmda á meðan ástandið k
Spáni er óbreytt frá því sem nú
er. Sá árangur hefði þegar orðið
af sáttmálanum, að ftalir hefðu
flutt nokkuð af her sínum burt
frá Spáni, hætt áróðri sínum gegn
Bretaveldi og tæki nú þátt í störf-
um hlutleysisnefndarinnar.
LITMYND AF FRAKK-
LANDSFÖR BRESKU
KONUN GSH JÓN ANN A.
London 27. júlí F.Ú.
vikmyndir af komu bresku
konungshjónanna til
Frakklands er nú verið að sýna
víða um álfuna. Sumar mynd-
irnar eru með eðlilegum litum.
K