Morgunblaðið - 28.07.1938, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 28. júlí 1938.
6
<S G>
ÚJR DAGItEGA ItÍEINU
<S______________________________9
Enginn vafi er á því, að meiri regla
er að komast á götuumferðina. Það eru
færri og færri, sem „krossa strítuna“ í
skáhom, en fleiri og fleiri sem venjast
við að fara yfir gotuna innan þeirra
svæða, sem afmörkuð eru á götuhom-
um, þar sem mest er umferðin.
Með þessu móti verður það fátíðara
að fótgangandi menn sjeu að flækjast
fyrir á akbrautunum. Hjer fyrrum þótti
mega þekkja landa í Kaupmannahöfn
á því, að þeir gengju altaf eftir miðri
götu, en forðuðust gangstjettimar.
Þetta „stjettahatur“ er að hverfa, enda
hefir það verið einhver hvimleiðasti
gallinn á götuumferðinni.
★
Annars má í sambandi við umferðina
benda á ýmislegt, sem er ánægjulegt.
Jeg hef t. d. veitt því athygli, að í stræt-
isvögnum standa karlmenn upp úr sæti
sínu tafarlaust, ef konu vantar sæti. Þá
kemur það varla fyrir nú orðið, að
menn stansi ekki og taki ofan, ef lík-
fylgd fer fram hjá. Svona nærgætni
kostar ekki peninga, enda er það hver-
vetna talinn menningarskortur, ef út
af er bmgðið.
★
Varla getur fegurra útsýni en yfir
höfnina í Reykjavík, sundin og fjalla-
hringinn. Og það er óvíst, hvort nokk-
um tíma er fallegra heldur en á kvöld-
in, þegar svo er orðið áliðið sumars,
að birtu er tekið að bregða.
En það er einn svartur blettur á
aliri þessari fegurð: Kolabyngimir við
höfnina. Þessir byngir hverfa auðvitað
að miklu leyti þegar hitaveitan kemur.
Og þá losnar þama mikið pláss. Þar
sem byngurinn er nú fyrir sunnan
sænska frystihúsið, virðist tilvalinn
staður fyrir bílatorg. Þar mætast marg-
ar götur. Staðurinn er miðbæjar, en
samt ofurlítið afskektur.
★
Tveir ítalskir ferðamenn vom á síð-
ustu söngskemtun Stefáns Guðmtmds-
sonar. Þeir em góðu vanir úr heima-
landi sínu og höfðu ekki búist við að
ítölsk list yTði túlkuð hjer af íslensk-
UOl manni, svo vel, að þeir gætu notið
þess til fullnustu.
En þetta fór á aðra lnud. Þegar eft-
ir fyrstu lögin klöppuðu ítalirnir á-
kaft, og eftir þriðja lagið hrópuðu
þeir: „bene! bene! — þetta var gott!
ítalimir sögðu, að þeir hefðu ekki
heyrt neinn erlendan söngvara bera
fram níál sitt með ítaJskari hreim en
Stefán.
★
Til skamms tíma hafa sósíalistar á
þingi ekki staðið upp úr sætum sínum
þegar hrópað hefir verið húrra fyrir
konungi. Asgeir Asgeirsson hefir þó
ekki talið sig bundinn við þetta hátta-
lag. Aftur hefir Haraldur Guðmunds-
son altaf verið „mjögsitjandi" við þau
tækifæri sem önnur.
En það er eftirtektarvert, að þegar
konungafólk ber að garði, eru engir
Ijettari á sjer og hjólliðugri en þessir
þungu menn. Þegar konungur kom hjer
síðast, var einum sósíalista svo mikið 1
mun að komast í nærvem hans, að hann
bJjóp á hvað sem var og sást alls ekki
fyrir. Seinast ganaði hann á reipi, sem
strengt hafði verið yfir veginn og mun-
aði minstu, að hann hengdist í bandinu.
★
Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort
sauðarlegur maður getur verið ærlegur.
PrestarnirerfiðirHitler
London 27. júlí F.Ú.
P restar Fvannelisku kirkj-
unnar í Þýskalandi hafa
fengið fyrirmæli um það, að
þeim beri að sverja Hitler trún-
aðareið fyrir lok september-
mánaðar.
Fresturinn hafði áður verið
ákveðinn í lok maí-mánaðar,
en svo margir prestar höfðu lát-
ið hjá líða að vinna eiðinn, að
fresturinn hefir nú verið lengd-
ur til þess að gefa þeim kost á
að taka sinnaskiftum.
Stórtemplar, Friðrik A.
Brekkan fimtugur í dag
í—* yrir þremur árum las jeg í
*“ gamalli „Eimreið" æfintýr
eftir Fr. Á. Brekkan, sem heitir
„Altarið“. Jeg minnist ekki að
hafa lesið óbundinn skáldskap, er
hefir skilið við mig í hærri heimi,
en þetta fagra æfintýri. Jeg skrif-
aði um þetta þá á meðan hrifning
mín var á hæsta stigi, en þv.í
miður tapaðist sá greinarstúfur,
Mjer fanst tilveran öll göfugri,
og bjartara yfir lífinu en ella, er
jeg hafði lesið þennan spámann-
lega skáldskap. Jeg sagði við
sjálfan mig: Hví skrifar ekki
þessi maður fleiri slík skáldverk?
Þeirri spurningu er ekki fljót
svarað. Fr. Á Brekkan hefir orðið
að sinna mörgu, eins og títt er
um góða menn, sem mörgu góðu
vilja leggja Hð. En hann er einn
þeirra gæfumanna, sem orkað hef-
ir að reisa sjer helgidóm og „alt-
ari“, um það ber líf og starf hans
vitni. Á það altari hefir hann lagt
góða hæfileika sína, líf og jirafta
og fórnað því hínum góðu mál
efnum og fögrum listum. Hann
hefir því metið það meira, áð
vinna gott verk, en að afla sjer
frekari frægðar eingöngu sem, rit-
höfundur. Iíinn fagra heim, sem
æfintýri hans lætur velta nýskap-
aðan úr „lófa Guðs“ út í geim-
inn, hefir hann viljað gera sem
farsælastan á Guðs vegum, og þess
vegna hefir, hann helgað góðu
málefnunum krafta sína.
Það er ekki vandalaust að skrifa
um Fr. Á. Brekkan. Það fírm jeg,
er til þess kemur, af því að jög
hefi kynst honum- töluvert, o'g
þekki hann sem framúrskarandi
yfirlætislausan mann. Innihalds-
laust hrós er ekki hægt að bjóða
honum, en það sem hann á skilið
er vandi að segja, svo að hann
geti vel unað. En það hjálpar þó
upp á sökina, að skáld lesa manna
best á milli línanna, og yona jeg
að reglubróðir minn, Friðrik Ás-
mundsson Brekkan, geti lesið þar
það, sem jeg vildi sagt hafa méð
þessum fáu orðum mínum um leið
og jeg óska honum hjartanlega
til hamingju á fimtíu ára afmæli
hans og þakka fyrir ágæta við-
kynningu og gott samstarf á liðnu
árunum. Síðan 1934 hefir Fr. Á.
Brekkan verið stórtemplar og hef-
ir það orðið hlutskifti mitt að
samstarfa honum allverulega. Því
fleiri sem þau árin hafa orðið,
þeim mun betur hefi jeg unað því
samstarfi, og lýsir það manninum
nokkuð vel. Þá-hefir hann á þessu
tímabili verið gerður að bindindis-
og áfengismálaráðunaut ríkiÉns,
og hefir vandi hans vaxið ásamt
';v
þeirri vegsemd. Hann hefir átt
því láni að fagna, að sjá viðreisn-
arstarf fara fram hjá góðtempl-
arareglunhi í landinu einmitt
þessi árin, sem hann befir verið
stórtemplar. Brekkan er maður,
sem ekki hefir öll sín störf í aug-
lýsingagluggum, og vil jeg hik-
laust halda því fram, að hans
gætilega og hávaðalausa starf beri
betri og meiri árangur, en ýmis-
legt annað, sem meira lætur yfir
sjer. — Hann hefir á þessum 50
árum orðið þjóðkunnur maðué, o;
þjóðkunnur fyrir það, sem gott
er og göfugt, og um hann má
segja það, sem best verður sagt
um nokkurn mann : Hann er dreng-
ur góður. Verði dagar hans enn
margir. — Sit heill, reglubróðir
og vinur, Brekkan. Og þeir verða
margir, sem ásamt mjer óska þess
heilhuga á þessum merka afmælis-
degi þínum, að þjer endist lengi
aldur til að vinna gott verk.
Pjetur Sigurðsson.
Reykjavík-
flugmiðstöð
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
ir frá Englandi eða Noregi til
Islands — þegar til þess kem-
ur — muni fara fram með stór-
um landflugvjelum, vegna þess
að lendingar með stórum flugbát-
um munu ávalt vera hættulegar
hjer vegna hinna snöggu veður-
breytinga.
En þá fyrst, þegar ísland verð
ur tengt við hið stóra evrópeiska
flugkerfi, mun flugmiðstöðin í
Reykjavík koma að fullum not-
um. Þá verður hún að annast.flug
til þessa lendingarstaðar, flytjg
þarigað farþega og fluítiíúg úr
öllum bygðum landsins og verða
til þess að gera flugsamgöngúr
til útlanda framkvæmanlegar og
arðberandi.
Vegna þessára flugsamgangria
við útlönd þyrfti ísland ekki að
leggja fram annað en sitt eigið
flugkerfi, flugmiðstöðina í Reykja
vík og vinnu við lendingarstað
inn, sem jeg nefndi áðan. En
hann er af náttúrunnar hendi nú
þegar hinn best hugsanlegi, eins
og jeg gat sjálfur sannfært mig
um með því að lenda þar qg
hefja mig til flugs þrisvar og á
þrem stöðum.
★
Jeg hefi oft verið spurður og
spyr sjálfan mig: eru þetta
draumórar fyrir ísland eða raun-
verulegir framtíðarmöguleikar,
hjer á landi, þar sem menn þurfa
að verja árlega hundruð þúsund-
um króna til vegalagningar og
viðhalds vega vegna bílanna?
Bílarnir eru hjer nauðsynlegir
eins og hið daglega brauð. En ef
varið er miljónum vegna þeirra,
mætti þá ekki verja ákveðinni
upphæð vegna flugvjelanna, til
þess að koma flugsamgöngum í
nútíma horf, til þess að tengja
ísland við æðaslög viðskifta o’g
samgangna meginlandsins? Til
þess að festa áhuga íslensku þjóð
arinnar fyrir þessum málum, til
þess höfum við komið hingað og
varið dvöl okkar hjer í þessu
undurfagra landi.
Bruno Baumann.
Mæðrastyrksnefndín biður kon-
ur þær, sem ætla að fara á vegum
hennar að Reykholti í Biskups-
tungum, að gera svo vel að koma
með börn sín til læknisskoðunar
föstudaginn 29. þ. m. kl. 9x/2 f. h.
í Templarasund 3 (Hjálparstöð
Líknar).
Móttökur
hjónanna
FBAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
kóra, með því að gerast verndari
(Protector) Kórasambandsins. Síð-
an söng kórinn fjögur lög: „ís-
land“, eftir Sigurð Þórðarson;
„Baadfart“, eftir Ole Olsen; „Glad
sá som fágeln i morgonstunden“,
eftir prins Gustav; „Kirkjuhvol",
eftir Bjarna Þorsteinsson, og að
lokum danska þjóðsönginn „Der
er et yndigt Land“. Að loknum
söngnum helt krónprinsinn ræðu,
þar sem hann þakkaði bæjarstjórn-
inni fyrir alúðlegar viðtökur og
Karlakórnum Yísi sjerstaklega
fyrir hinn ágæta söng, sem þau
hjón hefðu verið hrifin af.
Að svo mæltu var haldið frá
hótelinu og Síldarverksmiðjur rík-
isins skoðaðar, einkum verksmiðj-
an frá 1930, sem nú er starfrækt.
Var meðferð síldarinnar sýnd frá
uppskipun til fullunnar vöru.
Línuveiðarinn Rifsnes var við
bryggjuna. Þá var kirkjan skoðuð,
með hinni mikilfenglegu altaris-
töflu Gunnlaugs Blöndal, og því
næst skoðuð síldarsöltun á bryggju
Ragnarsbræðra, þar sem fjöldi
fólks var við kryddsöltun.
En söngurinn á Hótel Hvann-
eyri var enn umræðuefni krón-
prinshjónanna. Yar undrun þeirra
mikil er þau heyrðu að komið
hefði til orða að söngurinn færi
fram í síldarverksmiðjunni, því
svo margir söngmanna værii
verkamenn þar og hefðu þá átt að
syngja þar í vinnufötum sínúm.
Töldu þau líklegra að þetta væri
aðkomumenn á söngför.
Klukkan llj/2 fór skipið frá
Sigufirði. Þoka var í fjöllum alla
leið inn Eyjafjörð, en sama kyrð
í veðri og áður. Þykir norðlensk
náttúrufegurð lítið njóta sín með-
an þokan grúfir yfir svo ekkert
sjest nema láglendi og fjallarætur.
Er farið var framhjá Hjalteyri
kvað við eimpípublástur togara
og línuveiðara sem þar lágu við
landfestar að ljetta á sjer. Skip
eitt, sem þar var, sýndist svo
drekkhlaðið, að naumast væru
þiljur ofar sjávarborði. Hvítir eim-
mekkir verksmiðjureykháfanna
gerðu skemtilega tilbreytni í hina
gráu þokusúld yfir firðinum.
Ingiríðúr krónprinsessa gekk um
þiljur meðan siglt var inn fjörð-
inn. Hún hefir sýnilega mikinn
áhuga á því að kynnast bæði land-
inu og kjörum þjóðarinnar. í dag
hefir þessi fyrsta krónprinsessa,
sem heimsækir ísland, horft á at-
hafnalíf Siglufjarðar.
Ur því fjöllin eru þokuhulin
spyr hún hvernig þau sjeu í sjón
er þau sýna sig.
Á Akureyri.
Til Akureyrar var komið kl.
Sþá- Mikill mannfjöldi var saman
kominn á Torfunefsbryggju. Á
ineðan að skipið lagðist að bryggj-
unni söng blandaður kór, undir
stjórn Björgvins Guðmnndssonar,
„O, Guð vors lands“ og „Kong
Christian stod ved höj en Mast“.
Er krónprinshjónin stigu á land
ávarpaði Steinn Steinsson bæjar-
stjóri þau og bauð þau velkomin
og bæjarfógetafrúin færði krón-
prinsessunni blómvönd. Meðal
krónprins-
á Akureyri
þeirra sem fögnuðu hinum tign*
gestunum. Forstöðukona kvenna-
geti, Steingrímur Jónsson fyrr.
bæjarfógeti og bæjarstjórn.
Bílar biðu á bryggjunni og var
nú ekið að Laugalandi. Þar fag»-
aði sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu
gestunum. Forstöðukona kvenna-
skólans, Valgerður Halldórsdóttir,
gekk með krónprinshjónunum uii
skólann, en að því búnu var sest
að tedrykkju.
Að tedrykkjunni lokinni var ek-
ið aftur til Akureyrar og krón-
prinshjónunum sýndur skemtigarð
urinn, en síðan fóru þau um borð
í Dr. Alexandrine. Kl. 8 var þeim
haldin miðdegisveisla í Mentaskól-
anum á Akureyri.
Minnmgarorð um
Rannveigu Torfadóttur
Rannveig Torfadóttir.
Frú Rannveig Torfadóttir, sem
var meðal elstu borgara
þessa bæjar, verður jarðsungin í
dag. Hún fæddist að Hóli í Norð-
urárdal 18. apríl 1857 og fluttist
til Rvíkur árið 1876 til Ingim.
Sigurðssonar, er þá bjó á Austur-
Bakka hjer í bæ, og vann hjá
honum þar til hún giftist upp-
eldissyni hans, Árna Grímssyni,
14. nóv. 1882. En 2. jan. 1893
misti Rannveig mann sinn, og
stóð þá ein uppi með 4 hörn
þeirra, öll í ómegð, en lítil efni.
Mun þá stundum hafa verið bág-
ur efnahagurinn hjá Rannveigu,
því þótt eigi væri þá sú dýrtíð
er nú geisar hjer var þó lágt
vinnukaup og dugði þeim lítt að
sitja, til flestra hluta, er ekkjur
voru efnalitlar og áttu fyrir mörg-
um börnum að sjá. Það er og
mála sannast að frú Rannveig lá
ekki á liði sínu og vann hún þá
löngum svo að kalla nótt með
degi, og með frábærri iðjusemi
og hagsýni tókst henni að koma
öllum börnum sínum vel til manns,
enda var hún dugnaðarforkur
hinn mesti og kjarkgóð. Frú Rann
veig var vinmörg og velmetin af
öllum, sem henni kvntust, og hefir
nú lokið vel unnu og löngu dags-
verki. T. Þ.
Benjamín Eiríksson er nýkom-
inn hingað, að afloknu hagfræði-
námi við háskólann í Stokkhólmi.