Morgunblaðið - 28.07.1938, Síða 8
/
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 28. júlí 1938..
9
Stanley Baldwin er sagður hafa
spáð því, að þess verði ekki
langt að bíða að nýr forsætisráð-
herra taki við stjórnvöl í Bret-
landi. Hann þykist einnig vita
hver maðurinn mnni verða-. Mr.
Anthony Eden, fyrv. utanríkis-
málaráðherra. í Englandi hefir
þessi spádómur vakið mikla at-
hygli, ekki síst vegna þess að
örugt þykir að rjett sje eftir
Baldwin hermt.
Maðurinn, sem segir frá þessu,
er meðritstjóri „Daily Telegraph“,
eins áhrifamesta blaðs Breta og
heitir Lennox. Hann segir frá
þessu í hinu kunna ameríska
tímariti „Foreign Affairs“.
Það hefir vakið athygli, að
Baldwin hefir síðustu vikurnar
flutt hverja ræðuna á fætur ann-
ari og altaf í saœa dúr og ræður
Mr. Edens eru: þ. e. að nokkru
leyti gagnrýni á stefnu Mr.
Chamberlains.
★
Við höldum áfram að vaxa,
segir amerískur vísindamaður.
Menn hafa ekki náð fullum vexti
fimtugir, eins og haldið hefir
verið fram. Iíeilinn heldur áfram
að vaxa þar til menn eru komnir
yfir sextugt, segir hann, og nef
og eyru vaxa þar til menn standa
á áttræðu.
★
Tæplega kemur nokkurt stór-
blað iit á Norðurlöndum eða í
Englandi, án þess að minst sje á
Gretu Garbo, eða vin hennar Sto-
kowski. Þau hafa verið á ferða-
lagi um Evrópu um nokkurt skeið
og hafa jafnvel verið í Afríku.
En nú segir sagan, að Greta Gar-
bo sje væntanleg til Ameríku til
þess að leika í nýrri kvikmynd.
Aðalhlutverkið leikur á móti
henni William Powell.
Menn eru ekki ennþá búnir að
gleyma leikaranum Rudolph Va-
lentino, sem frægastur hefir orð-
ið allra leikara. Það eru nú meira
en 10 ár síðan hann ljest, en samt
sem áður er um þessar mundir
ekki meiri aðsókn að nokkrum
kvikmyndum, en gömlum Valen-
tino myndum.
★
Hvað kostar heiinssýning?
Nokkrar tölur hafa verið birtar
um kostnað við hina væntanlegú
heimssýningu í New York. Ljós
in ein (skrautljós o. fl.) kost-a
um 5 miljónir króna.
★
Þrjú þúsund manns hverfa dag-
lega í stórborgum í Bandaríkj-
unum, samkvæmt tilkynningum,
sem lögreglunni þar berast. Fæst
af þessu fólki kemur nokkurn-
tíma í leitirnar. Flestir lenda í
klóm stórglæpamanna, að því er
talið er. En hreinum mannránum
hefir þó fækkað síðan að dauða-
refsing var lögð við þessum glæp.
★
Já, heimurinn fer versnandi. A.
m. k. mun ensku hefðarfrúnni
þykja svo, sem gefið hefir 25 þús.
sterlingspund (yfir hálfa milj.
króna) til þess að stofna kenn-
araembætti í góðum siðum við
háskólann í Leeds. Hún segir, að
ungir mehn kunni ekkert í „sið-
fágaðri umgengni" lengur.
★
I kolanámu einni í grend við
Cardiff í Wales er 21 vetra hest-
ur, sem ekki fæst til að vinna á
morgnana, nema að honum sje
gefið — munntóbak! Eigendur
hestsins hafa vanið hann á þenna
ósóma.
*TGuifis&ajiue
Kaupum flöskur, glös og bón-
dósir. Bergstaðastræti 10 (búð-
in). Opið kl. 1—6. Sími 5395.
Sækjum.
Brjefsefni í möppum. Glæsi-
legt úrval. Bókaverslun SigurS-
ar Kristjánssonar, Bankastræti 3
Úti- og inniföt barna, peys-
ur á börn og unglinga í öllum
stærðum og peysur og vesti á
konur og karla fást nú eins og
ávalt í mestu og fallegustu úr-
vali í Vestu, Laugavegi 40.
„Motiv“ til að sauma á föt:
Akkeri, skip, mickey mouse,
kanínur og íkornar í ýmsum lit-
um. Vesta, Laugaveg 40.
Munið fisksöluna Nýlendu-
götu 14. Sími 4443.
Til sölu ódýrt, fallegur, svar >
ur Swagger, meðalstærð. Berg-
þórugötu 25, uppi.
Ivefnaður. Ofin saman slysa-
göt á allskonar fatnaði: R.
Steindórs, Ránargötu 21.
Kopar keyptur í Landssmiðj-
unni.
Kaupmenn og kaupf jelög. —
Vönduð og ódýr þvottabretti,
með þykku gleri. Heildsöluverð
— Upplýsingar í síma 5240.
Filmur 6x9 fást í Þorsteins-
búð, Hringbraut 61, sími 2803
og Grundarstíg 12, sími 3247.
íslenskt bögglasmjör glæ-
nýtt. Þorsteinsbúð, Hringbraut
61, sími 2803 og Grundarstíg
12, sími 3247.
Kaupum flöskur, flestar teg.
soyuglös, meðalaglös, dropaglös
og bóndósir. Versl. Grettisgötu
45 (Grettir). Sækjum heim.
Sími 5333.
Kaupi gamlan kopar.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vald. j
1 V
ÍUC&ynnbtuju®
I. O. G. T.
St. Frón nr. 227. — Fundirr
í kvöld kl. 8y%. — Dagskrá: 1)
Upptaka nýrra fjelaga. 2) Kosn
ing embættismanna. 3) Sumar-
starfsnefnd gefur skýrslu. 4)
Hágnefndaratriði. — Fjelagar,
fjölmennið og mætið í kvöld
kl. 81/4 stundvíslega.
Joseph Rsnk Ltd;
Hull — England
framleiðir
Friggbónið fína, er bæjarint
bfesta bón.
Bikum þök. Vanir menn.
(Benedikt) Sími 4965.
8
X
t
4
V
t
i
X'
x
T
I
t
T
T
I
x
T
?
%
t
t
t
?
f
t
♦:♦
heimsins besta hveiti. X
❖ X
ooa®
ooa®
Hessian, 50” og 72”
Ullarballar. Kjötpokar,
Binöigarn og saumgarn
ávalt fyrirliggjandi.
Sími 1370.
tíLAFUR GÍSLA^DNc)^
REYKJAV'i'K t
FYRIRLIGGJANDI:
Haframjol
fínt og gróft.
5ig. Þ. Skjalöberg.
(HEILDS ALAN).
BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUWBLAÐINU.
Km^mmmssBí^sss^szm^MOi'
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 9.
„Marraine, áttu við, að þú hafir kannske einhvera-
tíma-----■“.
„Við skulum ekki tala um mig“, svaraði lafði Ara-
bella, og rödd hennar titraði ofurlítið. „En ef þú skyld-
ir einhverntíma mæta honum, máttu ekki sleppa því
besta, sem til er í þessu lífi. Þó ástin eftirláti þjer
ekkert annað en endurminningar, er það mikils virði.
Fagrar endurminningar eru dýrmætar“.
Magda horfði forvitnislega á gnðmóður sína. Hún
hafði aldrei ímyndað sjer, að þessi gamla og heims-
vana kona geymdi endurminningar um rómantik horf-
inna daga á bak við hvassyrta kaldhæðni sína.
„En þangað til að því kemur“, hjelt lafði Arabella
áfram, „getur þú reynt að sýna aðdáendum þínum
meiri hlífðarsemi, Kit Raynham til dæmis“.
„Jeg skil þig ekki —sagði Magda.
„Víst skilur þú mig. Heimsmaður er heiðarleg bráð
í klóm þínum. Hann getur gætt sín og skoðar þig lík-
lega aðeins eins og þú ert: Óvenju eftirsótt dansmær,
sem tekur aðdáendahópinn eins og sjálfsagðan hlut.
En þessir unglingspiltar, sem skoða þig eins og konu,
væntanlega eiginkonu, það er ekki heiðarlegur leikur.
Þeir eru bráð ástfangnir, geta ekki annað-
Magda stappaði óþolinmóðlega í gólfið.
„Hver er tilgangurinn með þessu tali?“
„Jeg heimta, að þú sleppir Kit Raynham. Móðir hans
hefir komið til mín. Jeg er orðin fullsödd á því að
taka á móti mæðrnm þessara unglingsdrengja, sem
koma til þess að biðja mig að skerast í leikinn. Rayn-
ham er efnilegur nngur maðnr, sem miklar framtíðar-
vonir hafa verið tengdar við. En nú er hann alt í einu
farinn að slá slökn við. Hann eltir þig á röndum. Ef
þú kærir þig nm hann, Magda, segðu honum það þá í
gnðs bænum. En ef þjer stendur á sama um hann,
sendn hann þá hurt, og lofaðu honum að sinna störf-
um sínum í friði“.
„Lafði Raynham gerir sjálfa sig að athlægi. Hvern-
ig get jeg hannað Kit að hegða sjer eins og flón, ef
hann vill það sjálfur ? Og“, bætti hún við vandræða-
lega, „hvernig get jeg orðið ástfangin eftir annara
skipun“. Hún kysti guðmóðnr sína á kinnina. „Jæja,
svona gengur það“.
Augnabliki síðar opnaði þjónn lafði Arabellu hurð-
inla fyrir Mögdu og hún fór upp í bílinn, sem beið
hennar fyrir ntan.
Þegar hún var sest, fór hún að hugleiða það, sem
þeim hafði farið á milli, lafði Arabellu og henni. Að
vissu leyti tók hana sárt til Kits Raynham, sjerstak-
lega vegna þess, að lafði Arabella virtist áhyggjufull
út af honum. Hún bar mikla virðingu fyrir guðmóðnr
sinni, enda hafði hún þegar sem harn, er hún kom
fyrst til hennar, uppgötvað, að gamla konan hafði við-
kvæmt og gott hjarta, þrátt fyrir kaldlegt ytra útlit.
Fyrir lafði Arahellu hafði koma barnsins verið mik-
ið gleðiefni. Sjálf átti hún engin hörn, og hún með-
höndlaði barnið með þeirri blíðu, sem fáir hefðu ætlað,
að hún ætti til. Og þó að hún fyrirliti Hugh Vallin-
court fyrir ábyrgðarleysi hans gagnvart harninu, var
hún honnm innilega þakklát fyrir að hafa farið í
klaustur og með því falið henni alla umsjón með
Mögdu. Við dauða hans, fyrir fimm árum, hafði hann
mælt svo fyrir, að hún yrði fjárhaldsmaður dóttnr
hans.
Lafði Arabella hafði gert alvörn úr því að leita álits
Lydíu Tchinova, hinnar frægu dansmeyjar, á hæfi
leikum Mögdu. Undir handleiðslu heunar hafði Magda
síðan hlotið dansmentun sína. Og þegar hún kom fram
í fyrsta sinni, varð hnn þegar fræg, sem dansmær, og
tuttugu og tveggja ára að aldri var hún aðal umtalsefni
Lundúnaborgar.
„Til þess að hlífa hinni göfugu Vallineourtætt“,
eins og hún orðaði það sjálf, kom hnn fram undir nafn-
inu Wielitzska. En til þess að geta fullnægt þeim kröf-
um, sem staða hennar gerði til hennar, hafði hún yfir-
gefið hið gestrisna heimili gnðmóður sinnar og stofn—
að heimili sjálf.
Það var engin fnrða, þó að Magda hefði orðið eig-
ingjörn nng stúlka, jafn dáð og tilbeðin sem hún var.
En hún var þrátt fyrir alt undarlega óspilt. Fyrir ntan.
hæfileika sína sem dansmær, var hún, eins og móðir
hennar, gædd þeim yndisþokka og heilbrigðu eðli, sem.
gerði hana vtnsæla hjá öllum, sem henni kyntust. Og
hún hafði oft rjett fjelögum sínum hjálparhönd.
Fyrir kvenfólk var hnn góðnr fjelagi, og fyrir karl-
menn yndisleg, heillandi vera, sem var þeim bæði til
yndis og ama, vegna þess að hún tók tilbeiðslu þeirra
og brennandi ást, en gafi aldrei neitt í aðra hönd.
En Magda gerði aldrei neinnm manni ilt af ásettu
ráði. Það var dansinn, sem hafði kent henni að hrífa
alla með sjerhverri hreyfingu og augnatilliti. En sú
sorglega reynsla, sem hún hafði fengið af hjónahandi
móður sinnar, þegar í æsku, hafði mótað skoðanir
hennar á þeim hlutnm, og hún forðaðist ósjálfrátt að
verða fyrir nokkrnm áhrifnm sjálf. Hún vftr altaf á
verði fyrir öllum dýpri tilfinningum og tortrygði
ástina.
Taktu alt, en gefðu aldrei neitt í aðra hönd, hafði
móðir hennar sagt við hana í djúpri örvæntingu. Og:
þan orð höfðu fylgt dóttnrinni á lífsleiðinni.