Morgunblaðið - 07.08.1938, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.08.1938, Qupperneq 3
Sunnudagur 7. ágúst 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þýskt hersikp I heimsókn íldaraflinn meir en helm- ingur á móts við í fyrra Þýska herskipið „Emden“ er væntanlegt hingað í opinbera heim sókn á morgun. „Emden“ er 13 ára gamalt skip, hljóp af stokkunum 7. janúar 1927. ,,Emden“ er skólaskip, sem farið hefir um allan heim. Það er nú á rúmra fjögra mánaða ferð og kemur frá Noregi. Frá Islandi fer skip- ið til Azoreyja og Miðjarðarhafslandanna, en kemur til Þýskalands í desember n. k. Tilgangurinn með ferðinni er að kenna hinum nýju sjóliðum, sém taka eiga próf í mars n. k. Skipið er 6000 smál. og 150,5 m. langt. Áhöfnin er skipuð 30 liðs- foringjum, einum sjóliðsprest, 38 yfirmönnum, 105 undirforingjuni og 455 öðrum, þ. á m. 155 sjóliðum. — Á skipinu eru átta 15 m. fallbyss- ur, þrjár 8,8 m. fallbyssur, og tvær tundurskeytapípur. r— Heimskunnur prófessor r á ferðalagi á Islandi Undanfarna viku hefir dvalið hjer í bænum nafnfrægur maður, Lancelot Hogben, pró- fessor, sem getið hefir sjer frægð fyrir bæk- ur sínar, „Matematics for the Million“ og „Science for the Citizen“. Hann kom hingað með „Gullfossi" síðast, og fór utan með „Goðafossi“ í gærkvöldi. Erindi hans hingað var að fá nokkur kynni af íslandi og íslendingum. „Mig langar til þess að kynnast öllum skandinavisku þjóðun- um“, sagði hann, er jeg átti tal við hann í gær. „Jeg var á ferð í Svíþjóð nýlega og hefi gert mjer far um að læra sænsku“. „íslensku ætla jeg að byrja að læra, strax á morgun um borð í „Goðafossi,*. Jeg voná, hjelt hann áfram, að ef þjer verðið á ferð í Skotlandi síðar og komið til Aberdeen, að við getum talað saman á íslensku. Lancelot Hogben, prófessor er 43 ára gamall. Hann er „re- gius“ (konunglega skipaður) prófessor í dýrafræði við há- skólann í Aberdeen. Áður hefir hann verið dósent og prófessor í ,,social“-líffræði við há- skólann í London, Edinborg og víðar. Nafntogaður varð hann um hinn mentaða heim, er bók hans „Matematics for the Mill- ion“ kom út árið 1936. Þessi bók hefir verið gefin út í níu útgáfum í Englandi og hundrað þúsund eintök hafa selst. Hún hefir verið þýdd á Norðurlandamálin fjögur, frönsku, ítölsku, spönsku, ung- versku og pólsku. H. G. Wells segir um bókina: „Það er ótví- ræð skoðun mín, að þetta sje mikilsverð bók, bók sem hefir geysimikla þýðingu og að allir greindir æskumenn á aldrinum frá 15 til 90 ára, sem langar til þess að skynja tilveru þessa heims, ættu að lesa hana“. Fyrir tveimur mánuðum kom út önnur bók eftir Hogben pró- íessor, sem bætt hefir góðri alin við frægð hans. Þessi bók heitir „Science for the citizen“ og er þegar búið að selja í Englandi 30 þúsund eintök af henni. I Ameríku kemur hún út í þessum mánuði og síðar á öðrum tungumálurn. HfaHeyri búin að fá 8 þús. mál meir en í fyrra S íldarverksmiðjur ríkisins höfðu í gærkvöldi tek- ið á móti samtals 190.974.23 málum síldar móti 374.237.04 á sama tíma í fyrra. X. R. vann Drengiamótið — Drengjamótinu lauk í gær. K. R. vann mótið, fjekk 47 stig. Ármann fjekk 17 stig og F. H. 7 stig. Síðasti dagur drengjamóts- ins var í gær og setti Sigurður Finnsson enn eitt drengjamet, það fjórða á mótinu.Stökk hann 12.87 metra í þrístökki, gamla metið var 12.50 sett af Magn- úsi Guðmundssyni í Vestmanna- eyjum. Næstur í þrístökkinu var Anton B. Björnsson, 11,94 m. og þriðji Konráð Kristinsson 11.63 m. Spótkastið vann Anton Björnsson, kastaði 42.68, Sig- urður Finnsson kastaði 38,38 lm. óg Gunnar Magnússon (F. H.) 35.89 m. Stangarstökk. Fyrstur varð Ingim. Sigurjónsson (F. H.), 2,75 m. Anton B. Björnsson 2,70. Haraldur Sigurjónsson 26.6 m. 1000 metra boðhlaup vann sveit K. R. á 2 mín. 19.7 sek. og Ármánns sveitin, 2 mínútur 21.8'seÍ’: ' h-"**-* - v , , , lón Sturlaugsson hafnsögum., látinn | fyrradag- andaðist á Stokkseyri * Jón Sturlaugsson, liafnsögu- maður þar, tæpra 70 ára, fæddur 13. nóv. 1868 í Starkarhúsum við Stokkséyri. Foreldrar Jóns voru Sturlaugur Jónsson óg kona hans, Anna Glísladóttir. Hann var kvænt- ur Vilborgu Jóhannsdóttur frá Skipum, sem lifir mann sinn, og eignuðust þau 10 börn. Eru 7 þeirra á lífi, flest búsett í Reykja vík. Jón var þjóðkunnur maður fyr- ir það, hve mörgum hann hafði bjargað úr sjávarháska — en það voru alls 73 menn — bjargað ýmist frá yfirvofandi hættu eða bráðum bana. — Breska stjórnin sæmdi hann vönduðum sjónauká að heiðursgjöf, er hann, þann 14. mars 1906, bjargaði 12 manna á- höfn af togaranum Destimona, sem var strandaður á brimgarðinum fyrir austan Stokkseyri. Skipið sökk nokkrum mínútum síðar og sjór var að verða ófær vegna brims. Fyrsta skipið, sem Jón vísaði til hafnar á Stokkseyri, var skonn- ortan Orlando frá Mandal, þ. 1. júní 1898, og hefir hann því gegnt hafnsögumannsstörfum í 40 ár. — Jón var forgöngumaður að bryggjugerð og lendingarbótum ! á Stokkseyri, sem mikið hefir bætt lendingu í brimi þar. SiS^Iri ■ • Frjettaritari vor á Siglufirði símar í gærkvöldi að þangað hafi ltomið 20 skip s. 1 sólarhring með samtals um 10 þús. mál síldar. Veiðiveður var gott fram eftir nóttu í fyrrinótt en síðan brældi á suðvestan og helst brælan allan daginn í gær. Á Siglufirði biðu í gærkvöldi 25 skip eftir löndun. S.R.P. verksmiðjan fylti allar þrær sínar í gærkvöldi og getur ekld tekið við meiri síld í bili. Vegna þess hve mikið hefir bor- ist af síld undaufarið verður unn- ið í öllum verksmiðjunum vfir helgina. Söltun á Siglufirði nam í gær og fyrrinótt 3945% tn., þar af rekíietasíld 563 tunnur. Djúpavík. Til Djúpavíkur hafa nú borist um 45 þúsund mál síldar eða um helmingur þess síldarmagns, sem þar var búið að leggja á land á sam<a tíma í fyrra. Rúmlega 5000 tunnur var búið að salta þar í gæy. Eftirtöld skip voru á Djúpa- vik í gæx með síld: , Syrprise 1535 mál, Tryggvi gamli 1514, Hannes ráðherra ca. 1400, Bragi 1500, Málmey 700, Baldur 1488, Garðar 2401, Kári 1437 og Huginn I. 724 mál. — Öll þessi. skip höfðu veitt síldina við Vatnsnes og Skaga. Hjalteyri. Þángað höfðu borist alls í gær- kvöldi frá því síldveiðin hófst um 115 þús. mál síldar, en á sama tíma í fvrra 107 þúsund mál. í fyrrinótt og í gær bárust um 9 þús. mál ’síldár til Hjalteyrar. Komin heim Kalundborg í gær. FÚ. riðrik ríkiserfingi og Ing- rid krónprinsessa komu til 'Kaupmannahafnar í dag úr Is- landsför sinni. Knútur piins og Caroline Matthildur prinsessa voru stödd á brygjunni, er „Dronn- ing Alexandrine ‘ lagðist að og tóku á móti þeim. BLÓÐBAÐIÐ í PALESTÍNU. London í gær F.Ú. reskur lögregluþjónn var myrtur í Palestínu í dag. Morðinginn slapp. Yms ódæðis- verk önnur hafa verið framin víða um landið. v Mðlaferli útvarpsstjóra Jónas Þorbergsson útvarpsstjöri ■ hefir. tilkynt að hann muni kæra ung-a stúlku, Jórunni Jóns- dóttur, sem starfað hefir hjá út- varpinu, fyrir það sem hann nefn- ir rógburð um sig. Einnig hefir útvarpsstjóri kært ritstjóra dagblaðsins Vísir fyrir að liafa flutt „rógburð undir rójs“ í sambandi við skýrslu, sem Jing- frú Jórunn sendi stjórnarráðinu og þar sem hún kærði útvarps- stjóra fyrir að hafa brugðið loforði um stöðu við útvarpið og fyrir ósæmilega framkomu gagnvárt sjer. _ Faxasíld Tveir bátar komu til Keflavík- ur í gær.með síld, sem -þeir öfluðu við Eldeyjarbanka. Freyja frá Njarðvík kom .með 140 tunn- ur og Svanur frá Keflavík með 66. Síldin er sögð feit og stór. — Síldin var fryst td beitu. „Litli heimur" Tryggva Sveinbjðrns- sonar Khöfn í gær. FÚ. dag fór fram í Konunglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn frumæfing á leikriti Tryggva Sveinbjörnssonar, sendisveitarritara, er hann nefnir „Den lille Verden“. Ýmsir af þektustu leikurum Dana, t. d. Poul Reumert og Bodil Ibsen, leika í þessu leik- riti. LANDAFRÆÐI NORÐ- URLANDA. Khöfn í gær. FÚ. ulltrúar frá stjórnum nor- rænu fjelaganna koma sam- an á mánudag í Borgaa í Sví- þjóð, til þess að ræða um hvort ekki muni tiltækilegt að gera samskonar endurbætur á kenslu bókum í landafræði á Norður- löndum, eins og þegar hefir ver- ig lagt til að gert yrði um kenslubækur í sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.