Morgunblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. águst 193S.
í júlímánuði síðastl. var verið
að gera við götu í borginni Man-
Ensk blöð skýra frá því að í
Síberíu sjeu um 20 þus. gleymclir
stríðsfangar. Heimild biaðsins er
þýskur stríðsfangi, sem nýlega er
kominn frá Síberíu.
★
Dvergaþing- verður lialdið í
Búdapest síðast í þessum mánuði.
Bar hittast- fulltrúar frá dvergum
nm allan heim. Tilgangurínn með
þingi þessu er að ná betri kjörum
fyrir dvergana.
★
Indverskur uppreisnarmaður
stra.uk úr fangelsi árið 1922 og
hefir síðan lifað .sem sekur skóg’-
armaður. I sumar gaf hann sig
fram við lögregluna og kvaðst
vilja taka út hegningu sína. Hann
væri orðinn þreyttur á að þurfa
altaf að fara huldu höfði.
★
Pjársjóður mikill hefir fundist
í g’ömlu húsi í París. Múrarar,
sem voru að gera við liúsið, fundu
í vegg óhemju ósköp af gullpen-
ingum frá 17. öld. Talið er að
fjársjóður þessi nemi 3 miljónum
franka.
★
J Englandi er búið að stofna
fjelag fyrir piparmeyjar. Meðlim-
ir eru 125 og engin gift kona eða
sem hefir verið gift fær að ganga
í fjelagið. Einnig verða meðUm-
irnir að vera minst 55 ára að
aidri.
★
Dýrasti hundur, sem til hefir
verið í heiminum, er án efa ,,Hea-
ther Realisation“, sem drapst á
dögunum. Þetta var skoskur
terrier og hafði hlotið fyrstu verð-
laun á ótal hundasýningum. Hund-
urinn var metinn til fjár á 50
þúsund krónur.
★ '
chester og rákust verkamennirnir
þá á kolanámu undir götunni.
Bæjarstjórnin hefir gert ráðstaf-
anir til að eigna borginni þessa
nárnu.
★
Nýlega auglýsti lögreglustjórinn
í New York eftir 30 kvenlögreglu-
þjónum. Ilonum bárust 5000 um-
sóknir, og meiri hluti umsækj-
endanna voru dansmeyjar, skrif-
stofustúlkur og afgreiðslustúlkur.
★
Gamall sjómaður segir frá: Jeg
veit hvað óveður er, get jeg sagt
vkkur. Einu sinni lentum við í svo
miklum stormi í spænska hafinu,
að þegar skútan kom upp á öldu-
toppana gengu skýin út og inn
um kýraugun og þegar við fórum
niður í öldudalina fórum við svo
djúpt niður að er skipið kom upp
aftur hekk saltfiskur, hrogn, rauð
spettuflök og reykt síld í tonna-
tali í reiðanum og masturstopp
unum. Það var nú stormur, sem
vert er um að tala.
★
Prestshjón ein á Jótlandi áttu
páfagauk, sem þeim þótti afar
vænt um og sem var mjög nám-
fús. Dag nokkurn slapp páfagauk-
uririn úr búri sínu og flaug upp
í trje í garðinum.
Prestshjónin reyna með öllu
hugsanlegu móti að ná í páfa-
gaukinn en alt kemur fyrir ekki.
Loksins segir prestskonan við
mann sinn:
— Ilvað eigum við að gera?
Áður en prestur er búinn að
svara, segir páfagaukurinn og
veltír vöngum:
— Látum oss öll biðja.
Jtaups&afuœ
Viðeyjarhey til sölu, þar á
meðal háartaða. Pöntunum veitt
móttaka í síma 1949, helst eftir
kl. 8 síðdegis.
Islenskt böglasmjör, sjerlega
gott. Þorsteinsbúð, Hringbraut
61, sími 2803, Grundarstíg 12,
sími 3247.
Nýjar íslenskar kartöflur —
Rabarhar — Hvítkál — Blóm-
kál — Gulrófur — Tómatar —
Sítrónur — Gráfíkjur — Þurk-
uð bláber. Ódýrt í Þorsteinsbúð,
Hringbraut 61, sími 2803 og
Grundarstíg 12. Sími 3247.
Niðursuðu- og sultuglös, allar
stærðir — Varahringir og
klemmur, ódýrt í Þorsteinsbúð,
Hringbraut 61, sími 2803 og
Grundarstíg 12, sími 3247.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, .dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.)
Sími 5333.
Kanarifugl óskast til kaups.
Tilboð sendist Morgunblaðinu
auðkent „Kanrifugl“.
Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj-
andi, einnig saumuð tjöld eft-
ir pöntun. — Ársæll Jónasson
— Reiða- og Seglagerðaverk-
stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími
2731.
Povl Ammendrup klæðskeri,
Grettisgötu 2 (horninu á Klapp-
arstíg) sími 3311, úrval af ís-
lensku og erlendu fataefni. —
Sauma úr efni, sem komið er
með. Viðgerðir og pressingar.
Fyrsía flokks vinna og tillegg.
Gott snið. Sanngjarnt verð. A-
byggileg afgreiðsla.
StŒynniníju® Betania. Samkoma í kvöld kl. 8i/2. Ræðumaður Steinn Sigurðs- son. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 11 og 8)4 samkomur. Kl. 4 útisamkoma. Adj. Svava Gísladóttir, Major Gregersen o. fl. Velkomin!
Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum. íbúðir stórar og smáar, og her- ’ bergi, Leigjendur einhleypa og heimilisfeður, Stúlkur í vist, Kaupendur að hverju því, sem þjer hafið að selja. Muni sem þjer viljið kaupa. Nemendur í hvaða námsgrein sem er. Smá- auglýsingar Morgunblaðsins eru lesnar í hverju húsi. JWorjgttttMaMö
Síðan er fögur sveit —. Fast- ar áætlunarferðir frá Reykja- vík til Kirkjubæjarklausturs alla þriðjudaga. Frá Kirkju- bæjarklaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bif- reiðar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgreiðslan Bifreiðastöð Is- lands, sími 1540.
Leikfong.
+ • aCU&nazih' Stýrimaður óskar eftir 3—4 herbergja íbúð, með öllum þæg- indum 1. okt., í vesturbænum. A. v. á. Bílar frá 0.75. Skip frá 0.75- Sparibyssur frá 0.50 Berjafötur frá 0.60 Smíðatól frá 0.50 Dúkkuvagnar frá 2.00 Brjefsefriakassar á 1.00 Lúdó át 2.00 Ferðaspil íslands á 2.75 Golfspilá 2.75 Perlukassar á 0.75 Dátamót frá' 2.25 Hárbönd frá 0.90 Töskur frá 1.00
utto Bí Arnar, löggiltur úf earpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og vio gerðir á útvarpstækjum og loft netum.
Geri við saumavjelar, skrál og allskonar heimilisvjelar. H Sandholt, Klapparstíg 11. Sínri 2635. Nælur frá 0.30 K. Einarsson íic Björnsson Bankastræti 11.
Sokkavíðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum.
fKÖÞMLT
MAjRQARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 15.
„Lafði Arabella? Það gleður mig“.
,ySvei!“ Magda skældi sig. „Jæja, þarna kemur teið“,
sagði hún, er Melróse, hinu duglegi ráðsmaður hennar,
kom með tebakka og fór að útbúa teborðið.
„En hvað tafði lafði Arabellu?“ spurði Gillian
litlu síðar, er þær sátu við tedrykkjuna.
„Kit Raynham", svaraði Magda gröm í bragði. „Það
lítur út fyrir, að jeg eyðileggi framtíð hans. En jeg
skil ekki, hvað þetta barnalega „skot“ hans viðkemur
starfi hans“.
„Það skil jeg“, svaraði Gillian. „Ef hann eyðir tím-
anuin í að teikna Wielitzsku í ótal stellingum í stað
þess að teikna hús!“
Magda brosti.
„Eins og hann geri það!“
Gillian einblíndi inn í eldinn. „Magda“, sagði hún
hugsandi á svip. „Jeg er viss um að við hættum að
vera vinkonur, þegar Glókollur er orðinn stór“.
Glókollur var sonur Gillians, sjö ára gamall. Gælu-
nafnið hafði hann hlotið vegna hinna glógulu lokka
sem krýndu kollinn á honum.
Magda hló glaðlega.
„Þá verð jeg orðin gömul og áhrifalaus".
„Konur eins og þú verða aldrei áhrifalausar“, sagði
Gdlian. „Þú verður eins og óunnin náma tU æfiloka,
nema þú verðir einhverntíma ástfan<?in“.
„Það lá við, að jeg yrði það í dag“, svaraði Magda
brosandi.
„Þú segir ekki satt?“ sagði Gilhan hissa.
„Jú. Jeg lenti í æfintýri“.
„Hvernig þáf“
„Varð fyrir árekstri í þokunni“.
„Hamingjan góða! Hvernig vildi það til?“
„Bíllinn rakst á eitthvað, sem sendi hann þeint á
strætisvagn og á sama augabragði ók annar bíll á
hann. Það var meiri áreksturinn!“
„Þetta segir þú mjer núna fyrst! Meiddist nokkur?
Og hvernig komstu heim?“, spurði Gillian með öndina
í hálsinum.
„Nei, það meiddist enginn. Jeg fjekk bara högg á
höfuðið og fjell í yfirlið. En miskunnsamur maður,
sem var í strætisvaguinum, bar mig heim til sín, þar
sem hann átti heima rjett hjá. Síðan gæddi hann mjer
á. ammoniaksalti og tei og fór ekkert í launkofa með,
hvernig álit hann hefði á mjer og mínum líkum“.
„Jeg skil þig ekki? Var þetta einhver hengilmæna,
sem fyrirlítur dans?“
„Þvert á móti. Hann hafði djúpan skilning á dans-
listinni. Hann hafði eingöngu skömm á mjer persónu-
lega“.
„En hann þekti þig ekki?“
Magda brosti.
„Þú átt við, að það hefði verið skiljanlegt, ef hann
hefði þekt mig?“
„Æ, vertu nú ekki svona stríðin. Þú veist vel, við
livað jeg átti. En þú ættir skilið, að jeg hefði sagt:
„Já“.“
„Þú skalt segja það, ef þú vilt“.
„Jeg myndi gera það, ef það vildi ekki svo til, að
jeg þekti þig betur en þú sjálf“.
„Hvað veist þú um mig, sem jeg veit ekki sjálf?“
„Jeg veit til dæmis, að þú inst inni býrð yfir þeim
liæfileika, að vera eins góð og blíð og fórnfús og
nokkur lifandi manneskja getur verið, en það á eftir
að vekja þann hæfileika hjá þjer. Jeg vildi óska þess,
að þú gætir orðið ástfangin, Magda!“
„Það er ólíklegt, að sú ósk rætist", svaraði Magda
þurrlega. „Jeg elska list mína. Hún veitir mjer meiri
ánægju en nokkur karlmaður gæti. gert“.
„Nei“, svaraði Gillian hæglátlega. „Það er rangt lijá
þjer. Tony, maðurinn minn, dó, eftir aðeins eins árs ■
hjónaband. En það ár bætir upp öll liin. Og svo á,
jeg líka Glókoll“, bætti hún við blíðlega.
„Það er blessunarlegt að þú getur hugsað svona,.
Gillian. Bara, að jeg gæti það líka. En það er útilok-
að. Jeg- held, að jeg hafi fylst beiskju þegar frá fæð-
ingu“. Hún brosti raunalega. „Jeg hefi enga trú á.
ástinni. í mínum augum er hún aðeins til sársauka og
kvalar, eins og hún særði móður mína og kvaldi“. Hún
þagnaði skyndilega, en hjelt svo áfram glaðlega. „Nei,
Gillian, leiddu mig ekki út í það að verða ástfangin.
Það er hlutur, sem á ekki við mig„ og freistar mín
ekki“.
„Jú, einhverntíma kemur að því“, spáði Gillian. „En
nú verður þú að segja mjer eitthvað um manninn, sem
hjálpaði þjer í dag. Var hann ungur ? Var hann lag-
legur. Kannske hann sje til þín sendur af örlögum?“,
bætti hún við hlæjandi.
„Jeg hugsa, að hann sje eitthvað yfir þrítugt. Og
hann er ljómandi laglegur. En honum er illa við kven-
fólk, eins og mig, svo að þú verður að hætta að gera
þjer nokkrar vonir í þá átt“.
„Jeg gefst ekki upp strax“, svaraði Gillian. „Ofur-
lítil andúð fyrst í stað, spáir góðu einu“.
„Ef þú hefðir heyrt, hvernig hann var, myndir þú
ekki tala um „ofurlitla andúð“.“
„Hvernig var hann?“
„Fyrst og fremst fór hann með mig eins og jeg væri
smástelpa og neyddi mig til þess að taka inn þetta
viðbjóðslega ammoniaksalt! Síðan datt honum í hug
að taka siðferði niitt til meðferðar. Jeg segi það satt,