Morgunblaðið - 07.08.1938, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. ágúst 19381»
f
f,
+ 8
T
?
INTINTIN
^tAMtWjOMlQ. !
'W..JÞ MaxDörner
' '1UN6EN
T> Reynið þessi ódýru en ágætu
❖ blöð. Pást í heildsölu hjá: %
X %
JÓNI HEIÐBERG, í
Laufásveg 2 A. X
(íöieKWWíxsíaeBwaewaf
Ólafur Þorgrímsson
lögfræðingur.
Viðtalstími: 10—12 og 3—5.
Suðurgötu 4. — Síxni 3294.
Málflutningur Pasteignakaup
Verðbrjefakaup. Skipakaup.
Samningagerðir.
æawewewewesjwemweK jwewewewewr
r............ — *\
Brunatryggingar húsa í Reykfavík III
Árangur af tryggingunum
fram til ársins
1916
Eftir dr. Björn Björnsson
Tryggingar þær á húsum gegn eldsvoða, sem
bæjarbúar áttu kost á áður en hinar almennu
brunatryggingar komust á 1874, voru hvoru
tveggja í senn: dýrar og ófullnægjandi til að mynda traust-
an grundvöll fyrir veðlánastarfsemi í bænum.
Kjör þau, sem hóseigendur hjer sættu hjá brunabótafjelagi dönsku
kaupstaðanna, eftir að það tók að sjer tryggingarnar í bænum, voru
allmiklu verri en tíðkaðist i Danmörku hjá því sama fjelagi. Eigi að
síður var hagnaður bæjarbúa af því, að þeirn var veittur aðgangur að
þessu fjelagi með lögum, öllum auðsær, enda alment viðurkendur.
CLUXrC^luyiíyruc^cJu
l^cTxíA. Jl
JlW.smtWa&ð
frCf k<XJuupMruJLuJvrúh
hrCyrrucu -iuojmor ctac^
Nlðursuöuglös
margar stærðir nýkomnar
vmn
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HVER?
MiURliTmsaifFSTS?!
p.jítur Magníuson
JKmw B. Onðmnndason
'M'.Ht&ugVii Þorlák«»on
Suut ; 3602, 3202, 20C2.
4B»tnr*trast* 7,
SkrifstofutfTÐÍ ki. 10—12 og 1—8.
Það sýndi sig og, að bærinn gat
ekki veitt húseigendum eins góð
kjör fyrir sinn hluta af trygging-
unum og þeir sættu hjá bruna-
bótafjelaginu fyrir þess hluta. Á
því fekst lagfæring með lögunum
frá 13. des. 1895, en með þeim
var öllum tryggingunum komið yf-
ir á brunabótafjelag kaupstaðanna.
Iðgjaldið af húseignum í Reykja
vík var þannig ákveðið í tilskip-
uninni frá 14. febr. 1874, að auk
brunabótagjaldsins, sem gilti á
hverjum tíma í dönskum kaup-
stöðum, skyldi greiða hjer auka-
gjald. Þessi gjaldauki nam af
hverjum 100 kr. virðingarverðs-
ins: Af húsum með þaki úr trje
eða öðru jafn eldfimu efni 16 au.,
af öðrum húsum 8 au.
I danska textanum af tilskipun-
inni stóð, að greiða ætti 16 au.
af húsum sem væru „belagte med
Træ eller andet i lige Grad an-
tændeligt Materiale“. Er þar sýni-
lega átt við, að undir þennan
flokk ætti að telja hús, sem væru
timburklædd, sennilega að nokkru
eða öllu leyti. Islenska þýðingin
er því röng, en þeim texta mun
hafa verið fylgt í ákvörðun ið
gjaldanna. Ilefir það eðlilega verið
fjelaginu mjög í óhag.
Tiltölulega fá hús munu liafa
verið með timburþaki, en mjög
mörg klædd timbri um það leyti
er tryggingarnar komust á, sem og
lengi síðar. Um miðja síðustu öld
var orðið algengt hjer að hafa
helluþök á húsuin, en altaf fátítt
að veggirnir væru klæddir með
hellum. Bárujárn mun fyrst hafa
þekst hjer á 8. tug aldarinnar, en
ekki alment verið notað sem bygg
ingarefni fyr en um eða eftir
aldamót. Steinhús komu ekki fyrir
alvöru til sögunnar fyr en ennþá
síðar.
Af því sem hjer hefir verið sag't
er ljóst, að hærri gjaldaukans
muni lítið hafa gætt, 8 au. gjald-
aukinn verið langtum algengari.
Fram um aldamót voru brunar
sjaldgæfir hjer í bæ. Árangurinn
af tryggingunum var þar af leið-
andi góður alt það tímabil. Hefir
það sjálfsagt ýtt undir að fjelagið
tók, án mikilla eftirgangsmuna,
allar tryggingarnar að sjer 1896.
*
Á tímabilinu 1874/75 til
Í901/02 námu iðgjöldin alls 73
þíis. kr. Á sama tíma greiddi fje-
lagið í tjónbætur tæpar 10 þús.
kr., eða 13.6% af iðgjaldaupp-
hmðinni. Mátti fjelagið vel una
við þá útkomu. En eftir það fór
hagur þess af tryggingunum hjer
mjög að versna.
Næsta 5 ára tímabil sýndi stór-
kostlegan halla. Iðgjöldin námu
46.1 þús. kr., en tjónin 131.5 þús.
kr., eða m. ö. o. 285.3% af iðgjalda
upphæðinni, nærri þrefalt hærri.
Næstu 5 ár sýndu nokkurn
hag af tryggingunum. Tjónbæt
urnar voru riim 70% af iðgjöld-
unum, 63.7 þús. kr. á móti 90.1
þús. kr.
Yfir alt tímabilið 1874/75 til
1911/12 stóðust iðgjöldin og
brunatjónin nokkurnveginn á. Ið-
gjöldin námu alls 209.2 þús. kr.
en brunatjónin 205.1 þúsund, eða
98.1% af iðgjöldunum. Þegar
kostnaður fjelagsins við trygging-
arnar var reiknaður með, taldi
það sig hafa haft 17.2 þús. kr.
lialla á tryggingunum fram að
þeim tíma. I lok reikningsársins
1912—1913, þ. e. pr. 31. mars
1913, var liallinn orðinn 18.5
þús. kr.
Fjelaginu þótti eðlilega mjög
ískyggilegt livernig þróunin hafði
snúist við eftir aldamótin, því í
óhag. Virðist dálítíð athyglisvert
að umskiftin verða mjög bráðlega
eftir að bærinn var laus við sinn
hluta af tryggingunum. En ekki
mun ineð rjettu hægt að skella
skuldinni á stjórnarvöld bæjarins
fyrir það, bærinn hafi t. d. lagt
minni rækt við brunavarnirnar
eftir en áður.
★
Mjög bráðlega eftir aldamótin
var byrjað á tilraunum um end-
urbætur á brunavörnunum, sem
raunar voru liálfgert fálm, og
báru lítiiin árangur framan af.
Það var ekki fyr en hingað hafði
verið fenginn danskur sjerfræð
ingur, brunaliðsforingi (Thisted)
úr slökkviliði Kaupmannahafnar,
árið 1910, að tókst að koma nýrri
framtíðarskipun á brunavarnirnar.
Á næstu árum var slökkvistöðin
bygð og brunasíminn lagður. Það
hafði náttúrlega haft mjög mikla
þýðingu fyrir brunavarnirnar, að
Vatnsveitan komst á haustið 1909.
Árið 1913 skrifaði brunabótafje ■
lag dönsku kaupstaðanna bruna-
málastjóranum hjer brjef, dags.
20. júní, þar sem rætt er um ár-
angiir trygginganna. Kendi stjórn
fjelagsins tapið á síðustu árum
því, að ástæðurnar, sam legið
hefðu til grundvallar ákvörðun
gjaldaukans fyrir Reykjavík hefðu
breyst. Taldi fje’lagsstjórnin nauð-
synlegt að fá gjaldaukann hækk-
aðann. Fjelagið gerði þó ekkert
ifrekar í málinu að sinni, enda var
útkoman af tryggingunum hag-
stæð tvö næstu árin. Fjelaginu
reiknaðist svo til að í lok reikn-
ingsársins 1914—1915 hefði það
haft 23.7 þús. kr. hagnað af trygg
ingunum hjer í bæ frá byrjun.
★
Árið 1915, þ. 25. apríl varð hjer
sá mesti bruni, sem orðið hefir í
sögu þessa bæjar, fram á þennan
dag. Níu hús brunnu að köldum
kolum og nokkur önnur skemdust
af eldinum. Nam tjón fjelagsins
af brunanum 309 þús. kr., eða
meir en tífaldri iðgjaldaupphæð
ársins, sem var 24.7 þús. kr. það
ár.
Þessi atburður varð til þess, að
fjelagið sneri sjer með odd og egg
að því að fá aukagjaldið hækkað.
Má vera að annars hefði orðjð
dráttur á því. Fjelagið Ijet ótví-
rætt í Ijós, að það vildi helst
losna við tryggingarnar. Það gaf
þó kost á, að halda þeim áfram,
ef gjaldaukinn fyrir Reykjavík
yrði hækkaður samkvæmt ósk
þess, og ýmsum kröfum fjelagsins
á sviði brunavarnanna fullnægt.
Bæjarstjórn vildi fyrir hvern
mun að fjelagið hjeldi trygging-
unum áfram, og gekk því að öll-
um kröfum þess, enda viðurkendi
hún að kröfurnar væru rjettmæt-
ar, og þá einnig hækkun iðgjalds-
ins. Gjaldaukinn skyldi vera fi*am
vegis, af hverjum 100 kr. virð-
ingarverðsíns sem lijer segir:
1. Af steinhúsum með eldtraustu
þaki 8 au.
2. Af járnvörðum timburliúsum
að öllu leyti með eldtraustu þaki
16 au.
3. af öðrum tiniburhúsum 24 au.
Gekk þessi taxti í gildi 1. okt.
1916. Hjelst hann óbreyttur upp
frá því, á meðan fjelagið hafði
tryggingarnar með höndum.
Flugufregnir um
trúmál Þjóðverja
Eins og ýmsir munu minnast
las Sigurður dósent. Einars-
son í útvarpið í fyrra mánuði þær
frjettir, að „þýska þjóðkirkjan“
hefði tekið upp alheiðna stefnu-
skrá og sett bók Hitlers „Barátta
mín“ í stað biblíunnar. Yar þessi
„stefnuskrá“ svo skorinorð, að
kristnu fólki blöskraði um alt Is-
land.
Frjettín var meir en lítíð grun-
samleg, eins og margar frjettír
frá Þýskalandi, og nú sje jeg í
hálfsmánaðarblaðinu „Lutherisehe
Kirche“ frá l. júlí s.l., hvernig á
frjett þessari stendur. „Luther-
ische Kirche“ er gefið út í Er-
langen af prófessor Hermann
Sasse og dr. Werner og styður
ákveðið sameinaða játningarfasta
lúterska kirkju á Þýskalandi, svo
að það þarf enginn að ætla, að
blaðið flytji hlutdrægar frjettir í
þágu „germanskrar heiðni“.
Grein blaðsins er á þessa leið:
Erlendar flugufregnir um þýsku
þjóðkirkjuna.
Blaðið „Deutsche Allg. Zeitung“
skrifar 16. júní: „Það er alkunn-
ugt að Adolf Hitler vísar því á
bug, að hann sje siðabótarmaður
eða trúarbragðahöfundur, og vill
ekki láta telja sig það. Samt sem
áður flytur mikill hluti Parísar-
blaðanna í dag svokallaða stefnu-
skrá einhverrar þýskrar þjóð-
kirkju, þar sem krossmarki kristn-
innar er hafnað, hakakrossinn á
að koma í þess stað, og bók leið-
togans, „Barátta mín“, verða biblí-
an. Þenna þvætting’* hefir fulltrúi
Havas-frjettastofunnar í Berlín
sent til París með þessu orðalagi:
„Nýlieiðna ríkiskirkjan þýska hef-
ir birt starfs- og stefnuskrá sína.
Þar er heimtað, að kristin kirkja
sje lögð niður í ríkinu, en í stað
hennar á þýska ríkiskirkjan að
koma, sem fullnægir betur „ger-
manskri þjóð“. Ennfremur er þar
krafist, að bannað sje að selja og
prenta biblíuna, „Barátta mín“ á
að koma í hennar stað: prest-
embætti, sakramgnti, kirkjuleg
hjónavígsla o. s. frv. eiga að
hverfa. Hakakross á að koma í
stað krossmarksins í kirkjunum.
I trúarjátningu hreyfingarinnar
stendur meðal annars: „Vjer trú-
um á þjóðernisjafnaðarlífsskoðun-
ina, sem fæddist í hjarta Adolfs
Hitlers í stríðinu mikla, þar sem
þýskir menn börðust gegn öllum
þjóðum ......Vjer trúum á hans
helgu bók, „Barátta mín“. Vjer
sverjum að frainkvæma öll boðoi'ð
* Leturbreyting mín. S. Á. H.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU-