Morgunblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. ágúst 1938. REYKJAYÍKURBRJEF FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. un þessa merka fyrirtækis. Bn með Jionum eru j stjórninni Matthías ÞórðarSóii, OÍafiir LárusSón, Pjet- ur Halldórsson oc? Haukur Thors. En Sigurður Nordal hefír haft aðalumsjón með allri útgáfunni, og því haft af þessu mesta vandann, þó hann hafi eigi viljað að hann beinlínis yrði talinn að hafa út- gáfustjórn á hendi. Hestamannafjelagið „Glaður" i MiOdöium i Dalasýslu 10 ára starfsafmæli Flugufregnir um trúmál Þjóðverja FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU hennar. Vjer sverjum Adolf Hitl- er eilífan trúnað“. — Heimild (frjettaritarans að öllu þessu) er flugrit, sem maður nokk- ur í smábæ í Sehlesíu gaf út og kostaði sjálfur. Honum hefir nú verið komið fyrir í opinberu geð veikrahæli“. Með öðrum orðum: Flugrit frá geðveikum manni er notað sem heimild til að sima út um allan heim, að ,;þjóðkirkja Þýskalands“ hafi kastað kristinni trú! Fyr má nú vera frjettaburður! Benda má og á aðra sanna fregn, til að sýna hvað fyrnefnd útvarps fregn var mikill „þvættingur“: Vikublaðið „Das Ewangelisehe Deutschland“, gefið út af prófess- ar Hinderer, formanni evangeliska blaðasambandsins þýska, skýrir svo frá 3. f. m., að ríkisstjórnin þýska skipi svo fyrir, að sjer- merki þjóðernisjafnaðarf jelaga megi engin önnur fjelög taka upp sem sín sjermerki, og sjerstaklega sje öllum trúarfjelögum og heims- skoðunarf jelögum fyrirboðið að nota á þann veg hakakrossinn hvort heldur óbreyttan eða beygð- an saman í sólarhjól. Kirkjumála- ráðherra bendir á þetta síðast talda atriði í sjerstöku brjefi og bætir svo við: „Auðvitað snertir þetta bann ekki ríkis- og þjóðar- flaggið; — öllum fjelögum er heimilt að nota það. S. Á. Gíslason. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ | ÚR DAGLEGA LlFINU H □□□□□□□□□□□□ □□□□□□□□□□□□ Lengi hefir mönnum þótt lágkúruleg- ur tuminn. á Dómkirkjunni hjer í Rvík, enda vildi Benedikt Gröndal í Reykja- víkurlj'sing sinni ekki nefna hann eig- ilegan tum, heldur einskonar skýli fyrir klukkumar. En hyggingarmeistarinn sem gerði uppdrátt aS hinni endurbættu kirkju, Winstmp, teiknaði á hana allra mynd- arlegasta tum. Hann hafði hjer aldrei vetursetu. En kunnugir menn hjer bú- settir stóðu á því fastar en fótum, að svo hvast væri hjer iðulega á vetrum, að enginn tum gæti staðist þann ofsa. Því var hætt við það að hafa tum- inn hærri í loftinu en þetta. í haust eru liðin 90 ár síðan Dóm- kirkjan var vígð í sinni núverandi mynd. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer: Hvort Eysteinn getí ekki setið á strák sínum, af því hann sje baksár. Tveir bílar óltu saman á gatna- mótum Egilsgötu og Barónsstígs í gærdag laust fyrir kl. 5. Skemdust bílarnir töluvert og kona sem var I öðrum bílnum skarst nokkuð, en þó ekki hættulega að tabð er. estamannafjelagið Glaður í Miðdölum í Dalasýslu var stofnað föstudaginn 20. júlí 1928 og eru þannig liðin 10 ár frá stofnun þess. Er það fyrsta reglu- lega hestamannafjelagið, sem stofnað var hjer á landi, næst á eftir Hestamannafjel. Fáki, en það var stofnað 24. apríl 1922. Aðalhvatamaður að stofnun Glaðs, eins og fleiri slíkra fjelaga, var Ludvig C. Magnússon skrif- stofustjóri. Yar hann viðstaddur stofnun fjelagsins vestra og stjórn aði fyrstu kappreiðum þess, sem háðar voru tveim dögum síðar, sunnud. 22. júlí 1928. Nú í sumar sótti hann tíundu kappreiðar fje- lagsins, sem fóru fram 10. júlí s.l. og tók hann þá, sem fyr, sæti í dómnefnd, enda hefir hann um mörg undanfarin ár skipað sæti sem aðaldómnefndarmaður á kapp reiðum Fáks og er, sem kunnugt er, einn af stofnendum þess fje- lags og helstu brautryðjendum á þessu sviði íþróttamálanna. Aðrir forgöngumenn um stofnun Glaðs voru fyrst og fremst Jón hreppstjóri Sumarliðason á Breiðá bólsstað í Miðdölum, Baldvin bóndii Sumarliðason í Fremri Hundadal og Grímur bóndi Jónsson \ Neðríi Hundadal. Auk þeirra stóðu afi fjelagsstofnuninni ýmsir fleiri helstu bændur í Miðdölum og áj- hugamenn um hesta og íþróttir þeirra. Á stofnfundi fjelagsins gerðusrt 17 menn fjelagar og fyrsta kapþ- reiðadaginn gengu 10 menn í fjé- lagið. Fjelagatalan er nú alt að 50, og eru fjelagarnir úr flestum hreppum sýslunnar. Það orkar ekki tvímælis, að stofnun fjelagsinS markar tíma- mót á sínu sviði í íþrótta- og menningarlífi hjeraðsins. Þéssi fjelagsstofnun var fyrsta sporið í áttina til þess að koma upp hesta- mannaf jelögum í sveitum landsins, sem með tímanum eiga að verða allsherjar fjelagsskapur hesta- manna um land alt. Sii reynsla, sem fengin er á þessum 10 árum, sýnir það, að ekki hefir einungis verið þÖrf slíkrar starfsemi og að hún á full- an tilverurjett, heldur einnig að hún hefir og getur átt sæmilega afkomumöguleika. Fjelagið hefir ávalt mætt hinum besta skilningi og velvilja hjá Dalamönnum og er ekki að efa, að þeir muni halda áfram að efia það á allan hátt. Ilefir það látið míkið starf af sjer standa til nytsemdar og verður hjer drepið á nokkra þætti úr starfsemi þess. stofnun þess fjelags Ludvig C. Magnússon. Ferð þessi tókst á- gætlega. Skapaði hún kynningn með Dalamönnum og Skagfirðing- um og tengdi vináttubönd, sem lengi munu haldast. Sama sumar fóru fjelagar Glaðs í heimsókn til Hestamannafjelagsins Faxa í Borgarfirði. Þá hafa fjelagar Glaðs nokkrum sinnum sótt kapp- reiðar Fáks og reynt þar hesta sína við góðan orðstý. — Þess er vert að geta, að árið 1934, er jarð- skjálftarnir miklu gengu við Eyja fjörð, lagði fjelagið fram allríf- lega fjárupphæð til hjálpar fólk- inu á jarðskjálftasvæðinu. Það hefir þótt mikill kostur, að síðastliðin sex ár hefir fjelagið átt kynbótahest, hinn mesta úr- valsgrip, sem hlotið hefir verðlaun á sýningum. Er hann kynjaður frá Kleifum í .Saurbæjarhreppi, en þar hafa undanfarið verið mikl- ir vekringar. Að sjálfsögðu hafa kappreiðar verið aðalþátturinn í starfsemi fjelagsins á umliðnum árum. Hefir þessi starfsemi sem og fyrirlestr- ar, er það hefir látið flytja um hestinn, byggingu hans, lundarfar o. fl., orðið þess valdandi að áhugi Dalamanna hefir stórum glæðst fyr ir bættu reiðhestakyni. Á tímabil- inu -síðan fjelagið var stofnað hef- ir það greitt í verðlaun á annað þúsund krónur. Hefir fjelagið efnt til kappreiða á hverju ári og hafa kappreiðahestar ekki aðeins verið úr Dalasýslu heldur og líka úr nálægum sýslum. Met í 300 m. stökki á skeiðvelli fjelagsins er 23 sek. og á það ,,Drífa“ Jósefs Jónssonar í Yillingadal. Er kappreiðar hafa' verið háðar, hefir jafnan sótt þær mikill fjöldi manna og hafa þær því jafnframt verið hin bestu hjeraðsmót, sem haldin hafa verið þar í sýsln um langt skeið, enda jafnan farið vel fram og skipulega. Eins og fyr var getið hefir fjelagið til afnota skeiðvöll, sem það hefir látið girða á hökkunum meðfram þjóðvegin- um norðan við Nesodda í Miðdöl- um, en þar fara fram samkomur fjelagsins í fundahúsi hreppsins og Ungmennafjelagsins Æskunnar, en fundahús þetta er eitt hið rúm- besta samkomuhús í sveit. Yið fundahúsið Ijet Glaður byggja í sumar stóran danspall. Skeiðvöll- urinn er ágætur, bakkarnir harðir og þurrir hverju sem viðrar, en fyrir ofan er löng og fögur gras-1 brekka, þar sem áhorfendur haf- ast við meðan hlaupin fara fram. Er því þetta svæði frá náttúr- unni, sökum allra staðhátta, hið Minningarorð um Guðm. Guðmundsson H inn 24. júní síðastl. andaðist stöðum á Akranesi, Guðmundur Guðmundsson. Banamein hans var krabbamein og hafði hann þjáðst lengi af þeirri meinsemd. Guðmundur sál. var hinn mesti átorkumaður, heppinn formaður og aflasæll. Hann var einn af þeim mönnum, sem í kyrþey inna af hendi mikið æfistarf. Hann eignaðist 10 börn. Eitt þeirra þó á unga aldri. Hin eru öll upp- komin og hin mannvænlegustu. Þrátt fyrr mikla ómegð var hann Hernaðarviðbún- aður Tjekka ? London í gær. FÚ. Pólska stjórnin er í þann veginn, að senda stjórninni í Tjekkóslóvakíu harðorð mót- mæli út af því, að þrjár hem- aðarflugvjelar frá Tjekkósló- vakíu hafa flogið 13 mílur inn yfir Pólland. I skeytum frá Varsjá segir„ að öll merki sjeu svo greinileg á þessum slóðum, að tilgangs- laust sje fyrir Tjekka að halda því fram, að hjer hafi verið um misgáning að ræða. Atburður- inn hefir vakið mikla gremju í Póllandi. JAPAN OG KÍNA. FRAMH. AF AHNARI SÍÐU. að skærumar á landamærum Mansjúkó og Síberíu hafi veikt aðstöðu Japana í Kína. Fregn frá Peiping hermir, að 1500 manna kínversk hersveit. þar hafi sameinast kínverskum smáskæruflokkum, sem í liðlega eitt ár hafa haft bækistöð á hæðunum þar í grend og gert Japönum marga skráveifu. En kínverska herdeildin sem sam- einaðist þeim var aífð af Jap- önum til þess að berjast gegn altaf Iremur veitandi en þiggj- 'smáskæruflokkunum. Kínversku an(ii- hermennirnir eru sagðir hafa Sumarið 1934 kostaði fjelagið; ákjósanlegasta til slíkra íþrótta- Guðmundur var kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur og lifir hún mann sinn. Var hún honum samhent í öllu og sambúð þeirra hin ástúð- iegasta. Hún hafði áður verið gift 'Guðmundi Jónssyni, en hann druknaði eftir stutta sambúð. Átti Kristín tvö börn af fyrra. hjóna- bandi og gekk Guðmundur þeim í föðurstað. Aðalstarf Guðmundar var sjó- menska, en á síðari árum hafði hann jafnframt míkla matjurta- rækt og sömuleiðis var hann einn af þeim Akurnesingum, sem tók sjer fyrir hendur að brjóta land og rækta. Guðmundi var þriggja vikna gömlmn komið í fóstur til föður- systur minnar, Rósu Pjetursdóttur Ottesen, og dvaldi hann hjá henni þar til hún dó. Var hann þá orð inn fulltíða maður og reyndist henni sem besti sonur. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Árnason trjesmiður, bróðir Er- lends Árnasonar snikkara í Reykja vík og Jieirra systkina. En móðir Guðmundar var Sigríður Ásbjarn- ardóttir, ættuð af Akranesi. Guðmundur var hæglátur mað ur og dagfarsgóður, vinsæll og velmetinn, skilamaður hinn mesti, vinfastur og trygglyndur. Hann varð tæpra 54 ára. Jeg mun ávalt minnast þessa uppeldisbróður míns og æskuvinar með óblöndnu þakklæti fyrir alla trygð og órjúfanlega vinfesti langri ævileið. P. O. skemtiför sltólabarna iir Miðdöl- um að Laugum í Hvammssveit. iðkana. Formaður fjelagsins var í upp Sumarið 1936 fóru fjelagsmenji í hafi kosinn Jón hreppstjóri Sum- skemtiför til Skagafjarðar, tií að j arliðason á Breiðabólsstað og hef- vera viðstaddir kappreiðar Ilesta- . ir hann jafnan verið formaður síð- mannafjelagsins Ljettfeta á Sauð- an, nema tvö ár, 1935—1937, en árkróki, sem stoínað var 5. júrií' ]þá var formaður Magníis bóndi 1933 og var einnig hvatamaður að Guðmundsson í Skörðum. FRAKKAR LÁNA BÚLGÖRUM. Fra h ranskir bankar hafa sam- þykt að lána Bú'garíu 2 miljónir sterlingspunda, og skal fje þetta notað eingöngu til kaupa á vörum frá Frakklandi. | liðið ár. (FÚ). drepið alla hina japönsku for- ingja sína. Kínverjar segja, að einn af þremur herjum Japana, er sæki fram til Hankow, hafi snúið við, og hafa komið fram til- gátur um, að hann hafi verið sendur norður á bóginn. Fram- sókn annars japanska hersina er stöðvuð, segja Kínverjar. Japanar gerðu í dag loftárás á flugvellina við Hankow. Er það mesta loftárás, sem Jap- anar hafa gert á Hankow. Tóku 50—60 japanskar flugvjelar þátt í árásinni. Um 100 menn fórust. Kínverjar höfðu flutt flestar flugvjelar sínar á annan stað og varð því árangurinn af loft- árásinni miklu minni en Jap- anar bjuggust við. < Kínverjar segja, að 2000 japanskir hermenn hafi drukn- að við v-ntsefljót, á svæði, sem Kínverjar veittu vatni á. Fregn frá Peiping staðfest- ir frjettir þær, að Japanar hafi kallað allmikið herlið burt frá Norður-Kína og að Kínverjar hafi náð aftur á vald sitt 9 af 22 fylkjum í Hopei-hjeraði. — Smáskæruhópar Kínverja hafa undanfarna mánuði hafst við í næsta nágrenni höfuðborgarinn- ar Peiping, sumar í aðeins 25 kílómetra fjarlægð. Fimtán hundruð aðrir kínverskir sjálf- boðaliðar hafa nú bæst í þonn- an hóp. Þessir 1500 Kínverj- ar höfðu hlotið hernaðarlega skólun hjá japönskum foringj um, og áttu þeir nú að hefja áhlaup á áðurnefnda lcínverska herflokka, en í stað þess slógust þeir í lið með þeim, eftir að hafa drepið hina japönsku hers- höfðingja. í Þýskalandi eru nú 9,5 milj. útvarpshlustenda og stendur það fremst allra Evrópulanda að þessu leyti. Tala útvarps- hlustenda jókst um 15% síðast-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.