Morgunblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þrið'judagur 16. ágúst 1938. 6 ' ooonDonDDaDOooÐnonaoaaooaoannaaaDooop I ÚR DAGLEGA | LlFINU □ ° o □ aoaooaoDoooo oaooaaaooooD í næsta mánuði lialda Kaupmanna- hafnarbúar mikla hátíð í tilefni af því að liðin era 100 ár síðan Bertel Thor- valdsen kom til Hafnar alkominn frá Ítalíu með öll listaverk sín, en borg-; arstjórn Hafnar og öll alþýða manna fagnaði hinum mikla meistara. Eigi er blaðinu kunnugt um það, hvort forstöðumenn þessara hátíða- halda hafa hugsað sjer að nokkrir full- trnar frá föðurlandi Thorvaldsens verði viðstaddir eða þátttakendur í hátíð þessapi. En líklegt væri það. . Annars verðum við að játa, að við íslendingar höfum gert heldur lítið til þess að halda því á lofti, að Thorvald- sen var íslendingur í föðurætt, og hann sjálfur skoðaði sig fyrst og fremst íslending, þótt aldrei hefði hann tæki- færi til að koma hingað til lands. Það myndi mörgum þykja fróðlegt að heyra, hverjir væru nánustu ætt- ingjar Thorvaldsens núlifandi hjer á landi. ★ Næsta ár er liðin öld síðan skímar fonturinn kom hingað til Reykjavík- ur, er Thorvaldsen gaf. Það var ætlun höfundar og gefanda að fonturinn færi til Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð, en þar var sr. Þorvaldur afi hans prestur, og þar dó hann. En hið mikla listaverk þótti sóma sjer betur í dómkirkjunni í Reykjávík. Thorvaldsen sendi skímarfontinn til Hafnar frá Ítalíu löngu áður en hann kom þangað sjálfur að sunnan. En einhvemveginu atvikaðist það þannig, að skímarfonturinn var kyr í Höfn þangað til Thorváldsen kom að sunnan jog heimtaði þá að hann yrði sendur til jíslands næsta ár, ★ Bláðinu er skrifað: í mörg ár hefir verið hitamælir á Laugavegs Apóteki, þar sem vegfar- endur hafa getað fylgst með hitabreyt- ingum. Yíðar hjer f bæ hafa slíkir hitamælar verið settir utan á hús, en ekki fengið að vera í friði fyrir ó- knvtta piltum. Á sömu leið hefir farið með hita- mælirinn á Laugavégs Apóteki. Hann hefir nú lengi sýnt 28 stiga hita. Hefir hann annað hvort verið „blásinn upp“ eða borinn eldur að kvikasilfrinu. — Nokkuð er það. Mælirinn er hættur að sýna hitabreytingar. Er eðlilegt, að húseigendur trjenist upp á því, að setja. upp hitamæla á ahnannafæri, úr því þeir eru hvað eftir annað eyðilagðir. 'Spjöll sem þessi, bera vissulega. vott um lágmenning hjer í bæ. Skyldi lög- reglan ekki geta haft upp á þeim piít- um, sem gera slík spjöll og verða á þann hátt sjálfum sjer óg bænum til vanvirðu ? ★ Tjekkneskur hagfræðingur var hjer á ferð um daginn. Hann komst í kynni við lúðurikling. Svo hrifinn varð hann af því lostæti, að hann tafdi víst, að slíkan rikling myndi vera hægt að gera að útflutningsvöru, er gott verð fengist. .fyiir. En hverjum skyldi helst vera hægt *að kenna að meta" þann herrama'nns-' mat ? ★ Eitt af því, sem erlendir ferðamenn kvarta yfir hjer, er það, að ekki skuli vera salerni á stöku stað meðfram að- alþjóðvegum. Er þetta einkum bagalegt, þegar stórir hópar eru á ferð, því fæst af fólki þessu kann við að ganga á álf- reka út í guðs grænni náttúrunni, eins og hjer er siður. Þegar skátarnir komu til Gullfoss á fimtudaginn var, raðaði fólkið s.jer upp við salernisdyrnaf eins og við aðgöngu- miðasölu á kvikmyndahúsum, þegar að- sókn er mikil. Það var heldur leiðinlegt að liorfa á þá fylkingu. -fc Jeg'er að velta því fyrir mjer, hvort nokkuð s.je grátkomiskara í henni ver- öld, en afllausir ofbeldismenn. Minningarorð um Guðmund Guðfinnsson. lækni Mjer er það Ijúft og skylt að minnast i'rænda míns og fornvinar, Guðmundar læknis Guð- finnssonar, sem í dag er til grafar borinn að Stórólfshvoli, en hann andaðist 30. júlí. Guðmundur var fæddur í Arn- arstaðakoti í Flóa 20, apríl 1884. Hann var sonur Guðfinns bónda Þorvarðarsonar og Guðrúnar konu hans Oddsdóttur, Erlendssonar bónda á þúfu á Landi. Guðrún jnóðir Guðmundar var komin., af hinni kunnu Víkingslækjarætt- . Þótt foreldrar Guðmundar væru fnalaus, brutust þau í því að koma honum í undirbúningskenlu til sr. Olafs fríkirkjuprests, sém var frændi Guðmundar, og útskrifað ist hann úr lærðaskólanum tvítug ur að aldri, en tók próf í læknis fræði árið 1909 og var á sama ,ári settur læknir í Rangárhjefaði. Ar ið 1911 var hann settur Iseknir í; Axarf jarðarhjeraði, en skipaður hjeraðslæknir í Rangárhjeraði 1912 og gegndi því embætti til ársins 1924, er hann gerðist augn- læknir í Reykjavík. Én áúgnfæK'h- inganám stundaði hafih í Vínar borg árin 1923—1924. Árið 1933 gerðist hann hjeraðslæknír í Fá- skrúðsfjaroafhjeraði og gegndi því starfi til dauðadags. Guðmundur var kvæntur Mar grjeti Lárusdóttur Pálssonar smá skamtalæknis í Reykjavík. Þau eiga fjögur börn á lífi, tvo syni og tvær dætur. Guðmundur var fríður maður og liðlegur að vallarsýn og sjerstak- lega fíngerður. Hann var meðal w 'a 7 £gr 5 • • • maður á hæð. Hárið mikið ög dökkt, augun blágrá og skarpleg, ennið hátt og yfirbragðið hreint. Hahn var fölleitur í andliti ög ljóslitaður. Guðmundur hafði óvenjulega fjiilþættar gáfur. Hann hafði náms gáfur. í besta lagi og mjög glögga og örugga greind hæði á njönnuju og málefnum. Listhneigðúr var hann og listelskur, sjerstaklega söngvinn. Ilajjn lærði að spila á harmónium tilsagnarlaust. flagíeiksmaður váf Gúðmuirdui’ á hvað sem var og ihnn það hafá átt sinn. þátt í því að hann var talinn sjerstaklega laginn, skurð læknir, euda reistu Rangæingar mllstórt sjúkailiæli_ fvrir þans ,tn- stilli og stundaði hann þar eink- um skitrðlæknngar og gat sjéf hinn besta orðstýr. Enda var Guð mundur af ölluin talinn læknú1 hinn besti. Guðmundur sat á, þingi seni þingmaður Rangæinga árin 1919~ 1923. .Jeg var sámþlngsmað'dl’'liaÉjs; og gerði það ])á að skilyrði fyi'ír frainboði að hann byði sig fram. Jeg þekti vitsmuni lians og mann kosti. Guðmundur var tillögugóður hinna stærri mála á þingi og má þar til nefna að hann bariðst á|f einlægni fyrir laush- á öruggiffii samgöligum, vétúr og sumar, mifii Suðurlandsundirlendis og Reykja- víkur, enda þokaði því máli þá vel á veg, þótt. það sje ver en óleyst ejin. Það töklu sumir að GuðmuudUr væri ekki nægur þingskörungur Guðm. Guðfinnsson. og satt var það að hann dró sig um of í hlje miðað við hæfileika, en ekki saka jeg hann um þetta Hontim hentaði ekki að ganga fram fyrir skjöldu á flosskóm, eins og honum sómdi best, þar seni fyrir voru ófyrirleitnir og fram- hleypnir pólitískir vatnsstígvjela- menn og þykkskinnungar. Ekki fekkst Guðmundur til að bjóða sig fram aftUr. Það var eins og haiin óraði fyrir því sem síðar er komið á daginn, að framhjóð endur eru yfirleitt ekki valdir eft- ír vitsmunum og' mannkostum, helduur öllu fremur því gagn- stæða, sem sje því hve líklegir þeir eru til að vera auðsveipir þjónar frekum foringjum. Pólitískur taglhnýtingur hefði Guðmundur aldrei orðið því hann gat verið fastur fyrir þegar virð- ing hans var í veði, þótt hann væyi gæflyndur að eðlisfari. „Esat maðr svá góður at galli né fylgi“. Svo mátti um Guðmund segja sem um alla aðra menn, en þeir borgaralegu gallar eða veil ur, sem alment mundu taldir í fari Guðmundar, stöfuðu að mestu af góðu eðli og innræti. Hann var óvenju næmgeðja og viðkvæmur. en flestum fremri að skarpskygni, þess vegna sá hanrt sig og aðra betur í Ijósi gagnrýninnar en al- menningur, en var að eðlisfari dul- ur maður og fáskiftinn. Mjer var kunnugt um að Guðmundur leið stuudum af lífsleiða. Slíkum mönn um hættir oft við því, en að þeim eru jieir jafnan fyrstir að kasta steini sem mest 'skortir mannvit og mannkosti. Guðmundur var að vonum vin sæíl Iivar sem hann fór. Margur liýgg jeg minnist atvika um óeig- ingjarua, fórnfýsi hans og’ hjálp- semi bæði sem manns og læknis, en hin mumi þó fleiri sem gleymd eru. Þannig eru jafnan spor hins yfirlætislausa, góða og milda mjanns. Að endingu er þó eitt sem full yrða má. Ollum sem þektu Guð- ;mund Jækni Guðfinnsson þykir nm fráfall lians hinn mesti harmur og’ þp þeimmestnr er þektu hann hest. Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk). Norska stríðs-vátryggingar- stofnunin hefir fallist á að greiða eigendum „Skulda“ 370.000 kr. í skaðabætur, ef skipið verður ekki látið laust. Hið glataða traust verður að vinnast FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þegar seinasta stórlánið var tekið erlendis — 12 miljóna kr. ríkislánið 1935 — varð fjár- málaráðherrann að gefa á- kveðna yfiilýsingu og loforð um það, að ríkið leitaði ekki eftir frekari lántöku nje stuðl- aði að aukinni skuldasöfnun er- lendis, meðan þáverandi ástand hjeldist í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Þegar fjármálaráðherrann gaf þessa frægu skuldbindingu 1935 var gjaldeyrisástand þjóð- arinnar slæmt. En það var þó miklu betra þá en nú. Nægir í því sambandi að minna á milj- óna vanskila- og óreiðuskuldir, sem hrúgast hafa upp hjer í bönkunum síðustu árin, vegna gjaldeyrisskortins. Þessar ó- reiðuskuldir hafa vitanlega o»ð- ið til þess, að rýra stórlega okk- ar lánstraust erlendis. Þegar svo ofan á alt þetta þætist það, að sjálf ríkisstjórn- in kemur til erlendra* f jármála- manna og biður um stórlán, til þess að geta staðið í skilum með greiðslu afborgana fastra ína, þá er það nokkurnveginn augljóst mál, að erlendir fjár- málamenn geta ekki haft mikla tiltrú til okkar. 'k Ríkisstjórnin hefir, með framferði sínu — fyr og síðar — gereyðilagt lánstraust okk- nr erlendis. En hart er það vissulega, að fyrirtæki eins og hitaveita Reykjavíkur skuli verða að gjalda afglapa ríkisstjórnarinn- ar, fyrirtæki, sem er svo glæsi- legt að dómi sjerfræðingsins sænska, að það hefir yfir miljón krónur afgangs reksturskostn- aði, en stofnkostnaðurinn ekki nema 5—6 milj. krónur. Fyrir- tækið myndi með öðrum orðum íga sig sjálft skuldlaust eftir 5—6 ár. En þótt fyrirtækið sje svona glæsilegt, líta erlendir f jármála- menn á hitt, að gjaldeyris- ástand þjóðarinnar er svo bág- borið, að miljónaskuldir ein- staklinga safnast fyrir í bönk- unum, að jafnvel stofnanir rík- isins geta ekki staðið í skilum, \ð sjálf ríkisstjórnin hefir beð- ið um stórlán erlendis, til þess að geta staðið í skilum með fastar afborganir lána. Það er vissulega hart, að svo skuli vera komið fyrir heimsku iegar aðgerðir valdhafanna, að við skulum ekki geta fengið lán srlendis til tryggustu og örugg- ustu fyrirtækja. En það verður að horfast við þessa staðreynd og finna úr- ræði, til þess að þjóðin geti aft- ur unnið hið glataða traust er- lendis. Knattspyrnukeppni Á laugar- daginn fór fram kepni í knatt- spyrnu á milli starfsmanna á Yíf- ilsstöðum og starfsmanna á Kleppi og unnu starfsmenn á Kleppi með 5 :0. Skemtun Sjálfstæðismanna Hafnarskógi Fjelag Sjálfstæðismanna á Akranesi hjelt skemtisam- komu á sunnudaginn var á skemtistað sínum í Hafnarskógi. Mikill mannfjöldi var þar sam- an kominn úr Borgarfjarðar- hjeraði og víðar að. Formaður fjelagsins setti sam komuna og bauð samkomugesti velkomna. Síðar fluttu þar ræður Pjetur Ottsen alþm. og Sig. Kristjánsson alþm. Karla- kór af Akranesi söng allmörg- lög. Var það með ágætum, hversu vel þessi söngflokkur fór með hvert lag, er hann söng, því söngstjóri var enginn. En meðal yngri manna í Borgarfj,- hjeraði eru margir ágætir söng- menn. Eftir þessar skemtanir hófst dans, og stóð hann langt fram á kvöld. Veður var mjög hagstætt, hlýtt og bjart, sólskin annars- lagið. Gengu sumir á fjallseggj- ar, meðan aðrir skemtu sjer á sjálfum skemtistaðnum. Skemtistaður Sjálfstæðis- manna í Borgarfirði, undir Hafnarfjalli, er hinn fegursti — skiftast þar á hæðir og hvammar, vaxið kjarrskógi ogr vallendisgróðri, og er þar skjól fyrir öllum vindum. Hefir Sjálf- stæðisfjel. á Akranesi þegar hafið þar ágætt starf til prýði og þæginda fyrir samkomugesti. Er þar komin hestagirðing, bif- reiðastæði, ágætur danspallur o. fl. Mun því starfi haldið á- fram að prýða og bæta þennan stað, uns hann verður sjálfkjör- jim fyrir öll gleðimót Borgfirð- inga. Nýtt met í fall- hlífarstökki London í gær. FÚ. ngur Wales-búi stökk með falihlíf úr flugvjel í 18 þús. enskra feta hæð. Fjörutíu og átta sekúndum eftir að hann kastaði sjer úr flugvjelinni opn- aði hann fallhlífina og var þá í 4000 metra hæð. Er þetta nýtt met í fallhlífarstökki af þess- ari tegund. SLYS VIÐ FALLHLÍFARSTÖKK Ungur franskur maður, sem kallaði sig James William, og hafði getið sjer mikið orð fyrir fallhlífarstökk, fórst í dag, er hann gerði tilraun til þess að setja nýtt met í fallhlífarstökki. Orsök slyssins var sú, að fall- 'nlífin opnaðist ekki. Skáldsaga Kristmanns GuS- mundssonar „Gyðjan og uxinn“ kemur út í haust, sennilega í september í Noregi, Englandi og Bandaríkjunum. Skáldsaga þessi verður einnig þýdd á ung- versku, sænsku, finsku og tjekknesku. Einnig mun sagan koma út í Svisslandi. Alls hafa bækur Kristmanns Guðmunds- sonar komið út á 23 tungumál- um. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.